Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 196*.
Kom siálfur með hnífinn
ÞORVALDUR Ari Arason,
Iögfræðingur, hefur nú viður-
kennt að hafa tekið morðvopnið
með sér að heiman að heimili
fyrrum konu sinnar, Kvisthaga
25, en þetta atriði hefur lengi
verið óljóst. Þorvaldur heldur
þvi þó fast fram, að hann hafi
ekki haft hnífinn með sér í því
skyni að verða konu sinni að
bana, heldur g.jöf til hennar í
stað rýtings þess, sem hann hafði
áður sent henni.
Sem kunnugt er sagði Þor-
valdur fyrr við yfirheyrslur að
tilgangur hnífssandingarinnar
hefði verið ábending til konunn
ar, að hann vildi fremur að hún
stingi sig með þeim hníf í brjóst
ið, en að þurfa að lúta skilnað-
inum. Sá hnífur var ryðgaður og
bitlaus, og kvaðst Þorvaldur
hafa viljað færa henni betra bit-
vopn, og því tekið hnífinn með
sér. Kvaðst hann hafa átt er-
indi að Kvisthaga þennan morg-
un, er morðið var framið, þar
sem önnur konan, sem gisti hjá
fyrrum eiginkonu hans þessa
nótt, var tengd honum, og hafi
hann ætlað að aðstoða hana við
hennar mál.
Þorvaldur sagði ennfremur í
yfirheyrslum, að hann hefði
keypt hníf þennan ásamt öðrum
eldhúshníf, er hann gerði mikil
búsáhaldakaup hjá verzlun einni
í bænum um viku fyrir jól. Starfs
fólk verzlunarinnar hefur stað-
fest að Þorvaldur hafi gert þessi
kaup — en það man ekki hvort
hnífur þessi var þar á meðal.
Hins vegar voru hnífar af þessu
tagi til sölu í verzluninni ein-
mitt á þessum tíma, en eru nú
uppseldir.
Að því er Sverrir Einarsson,
rannsóknardómarí, tjáði blaða-
mönnum í gær hafa 16 vitni ver
ið yfirheyrð auk kærða. Hefur
verið reynt að rekja feril Þor-
valdar sem nákvæmast um nótt
ina, og er vitað að hann var í
Naustinu kvöldið fyrir morðið,
en fór þaðan með hópi fólks, er
húsinu var lokað, I einkasam-
kvæmi hér í borg. Var hann þar
mestan hluta nætur, nema hvað
hann hvarf þaðan um hríð, en
kom aftur. Kveðst Þorvaldur þá
hafa farið heiim til sín að Sól-
vallagötu 63 og sótt þangað á-
fengisflösku.
Því næst er vitað um ferðir
Þorvaldar kl. 7.45, er leigubíll,
sem var á ferð eftir Laugavegi,
tók hann upp. Var bílstjórinn að
fara til vinnu sinnar, og tók þá
Þorvald upp, sem hann kannað-
ist við í sjón. Ók hann með hann
að Hótel Skjaldbreið, og hefur
væntanlega verið þar um kl.
7.50. Þar hringir Þorvaldur dyra
bjöllunni, og er næturvörðurinn
kom til dyra, vill hann eiga við
hann viðskipti. Næturvörðurinn
þekkti ekki Þorvald Ara, en
lýsing hans á manninum kemur
heim við hann. Á meðan þessu
fór fram ók leigubflstjórinn I
burtu án þess að taka borgun
fyrir, þar sem hann vildi ekki
aka Þorvaldi lengur. Næturvörð
urinn kveðst ekki hafa átt það,
sem Þorvaldur bað um, og hvarf
hinn síðarnefndi þá strax frá.
Rannsóknarlögreglan hefur lát
ið lýsa eftir því á öllum leigu-
bifreiðastöðum borgarinnar,
hvort einhverjir bifreiðastjórcir
kannist við að hafa ekið Þor-
valdi: í fyrsta lagi að Kvisthaga
25 þennan morgun, í öðru lagi
að Sólvallagötu 63 og í þriðja
lagi ef einhver skyldi hannast
við mann vestarlega á Hring-
brautinni þennan morgun, sem
bað um akstur að Hverfisgötu
eða Klapparstíg. Enginn hefur
enn gefið sig fram, og vill Rann-
sóknarlögreglan því ítreka þá
beiðni.
Sýning Leikfé-
lagsins í Unuhúsi
SAGA 70 ára nefnist sýning, sem
Leikfélag Reykjavíkur opnar í
Unuhúsi við Vegamótastíg í dag,
laugardag, kl. 16. Er þar rakin
saga félagsins í myndum, búning
Gísli
Hulldórsson
leikstjórí
heiðroður
Á 70 ÁRA afmælishófi Leik-
félags Reykjavíkur að Hótel
Sögu i gærkvöldi tók Einar
Pálsson, fyrsti formaðurinn eftir
•ndurreisn þess 1050, til máls
og rakti sögu félagsins og þá
erfiðleika, sem við var að etja á
þessum árum.
1 lok ræðu sinnar ávarpaði
hann Gísla Halldórsson og af-
henti honum fagran grip í viður-
kenningarskyni, fyrir störf hans
1 þágu Leikfélagsins. Kvað hann
gripinn vera þakklætisvott allra
velunnara Leikfélagsins fyrir
listrænt starf og sjálfstætt mat
Gísla á verkefnum, sem einkennt
faefði allan ferii hans hjá Leik-
félaginu.
Álfadans á
ísafirði
ísafirði, 13. janúar.
FJÖLBREYTTUR álfadansleikur
verður haldinn hér á laugardags-
kvöldið ef veður leyfir og standa
að skemmtun þessari Kven-
féiagið Hlif, skátafélögin Ein-
herjar og Valkyrjan, Lúðrasveit
ísafjarðar og Hestamannafélagið.
Álfakóngur og drottning hans
munu koma akandi í vagni á
skemmtisvæðið, álfameyjar, ljós-
álfar, svartálfar, Grýla og Leppa-
lúði með börnin sín, fyrir hers-
ingunni fara nokkrir ísfirzkir
riddarar á fákum sínum.
Álfdansleikur þessi hefur ver-
ið mjög vel undirbúinn og hafa
íþróttakennarar bæjarins Karl
Aspelund og Kristín Guðmunds-
dóttir æft iþróttir og hópatriði,
Þarna mun og koma fram 40—50
álfar og aðrar verur í skraut-
legum búningum. — HT.
um, munum, líkönum, gömlum
handritum o. fl., sem minna á
marga ánægjustund í Iðnó allt
frá 1897.
Einkum er fróðlegt að virða
fyrir sér, hve félaginu hefur vax
ið fiskur um hrygg frá áhuga-
mannaleikhúsi við hin erfiðustu
skilyrði með sjó flæðandi um
búningsherbergin til atvinnuleik-
húss með hópi fastráðinna leik-
ara. Er ekki að efa, að margir
munu leggja leið sína í Unuhús
næstu tíu daga og rifja upp gaml
ar og góðar endurminningar. —
Sýningin er opin frá kl. 14 til 19
daglega.
AÐ sið ferðalanga veifar Edward
prins, til vinstri, yngsti sonur
Bretadrottningar, og Linley
greifi, sonur Margrétar prin-
sessu, úr lestarklefanum til áhorf
enda, sem sáu þá fara frá Lond-
on stuttu fyrir nýárið, til Sand-
ringham, heimilis þeirra í Nor-
fol'k, þar sem þeir kvöddu gamla
árið og fögnuðu því nýja, ásamt
fjölskyldum sínum. Hjá þeim
stendur Anna prinsessa einka-
dóttir Bretadrottningar.
Sjónvarpssendar fyrir
Grindavík og Borgarnes
KOMINN er tii landsins sjón-
varpssendir, sem settur verður
upp við Grindavík, á Þorbjarnar-
felii og verður geisla sendisins
beint á þorpið. Hér er um að
Sjólfvirkt símasom-
band við Ólafsfjörð
MBL. bars í gær svohljóðandi
fréttatilkynning frá póst- og
símamálastj ór a:
„í gær um klukkan 17 var
opnuð sjálfvirk símstöð á Ólafs-
firði.
Stöðin er gerð fyrir 300 númer
en fjöldi símnotenda er í dag 176
og eru þar með taldir 30 nýir
notendur.
Símanúmer þessara notenda
eru frá 62100 til 62399 en svæðis-
Spennistöð við Geitháls
vegna Straumsvíkur
NÍLEGA veitti Borgarráð
Landsvirkjun lóð undir spenni-
stöð í nágrenni við Geitháls.
Mun þar reist stöð, þar sem raf-
línan til Reykjavíkur og suður
í Straumsvík mun greinast. 132
í GÆRMORGUN var frost-
stirðingur í Reykjavík, en
undir hádegið náði hingað
mildara loft og skýjað veður.
Mikil ferð var á lægðinni
yfir Noregi, því hún var á
Grænlandshafi í fyrradag.
%
Kv strengurinn frá Sogi mun
tengdur við þessa stöð svo og nýr
strengur 220 Kv, sem iagður
verður frá Búrfellsvirkjun.
Mbl. hafði í gær tal af dr.
Gunnari Sigurðssyni verkfræð-
ingi hjá Landsvirkjun og tjáði
hann því að í þessari spennistöð
yrði straumurinn úr 220 kv
strengnum spenntur niður í 132
kv með tveimur spennum, sem
hvor um sig verður 70 kv.
Búið er að bjóða út spennana
og er verið að athuga tilboðin,
sem borizt hafa, en áætlað er að
spennistöðistöðin verði tilbúin á
árinu 1968. Næsta sumar verður
hins vegar hafizt handa við að
leggja raflínuna frá Búrfelli til
írafossstöðvarinnar og þaðan
línu til Geithálsspennistöðvar-
innar, Frá Geithálsi verður svo
lagður strengur suður í Straums
vík.
Með tilkomu þessarar línu mun
mikið öryggi fást, þar eð verði
bilun á annarri línunni er hin
ávallt í notkun.
númerið er 96, eða hið sama og
fyrir Akureyri."
Samkvæmt upplýsingum Jak-
obs Ágústssonar, fréttaritara
Mbl. á Ólafsfirði hófst reksturinn
með því að bæj arfógetinn á
Ólafsfirði, Sigurður Guðjóns-
son, valdi fyrstur manna núm-
er í Reykjavík og talaði hann
og bæjarstjórinn, Ásgrímur Hart-
mannsson, við póst- og síma-
málastjóra, Gunnlaug Briem.
Eftir það var stöðin tekin form-
lega í notkun.
í tilefni af þessu hélt Lands-
síminn hóf í félagsheimilinu
Tjarnarborg og bauð til þess
bæjarstjórn, fréttariturum og
þeim, er unnið hafa við upp-
setningu stöðvarinnar.
Ennfremur tóku til máls Ás-
grímur Hartmannsson, bæjar-
stjóri og lýsti hann drögum að
því, er símasamband kom fyrst
til Ólafsfjarðar. Þá tók til máls
Maríus Helgason umdæanisstjóri
á Akureyri.
Eric F. Willis,
í Manitoba
Eálinn
ERICK F. Willis, fyrrverandi
fylkisstjóri í Manitoba í Kanada,
er nýlega látinn. Eric F. Willis
var mjög vinsamlegur íslend-
ingum í Manitoba og vellátinn
af þeim.
í Manitobafylki í Kanada eru
flestir VesturHÍslendinga búsett-
ir, eins og kunnugt er.
ræða ítalskan sendi 1 watt að
styrkleika og mun hann senda á
rás 8 samkvæmt Evrópukerfi.
Þá er og nýlega kominn til
landsins sendir, sem ætlaður er
fyrirfyrir Borgarnes. Samkvæmt
upplýsingum Sæmundar Óskars-
sonar, verkfræðings hjá Lands-
símanum hefur að undanförnu
verið unnið að því að finna með
mælingum hentugan stað fyrir
sedinn og hafði staðsetning hans
verið ákveði á Lambastöðum, en
þar er heimilisrafstöð og straum
ur ótryggur og var horfið frá
því ráði. Er nú ákveðið, að send
irinn verði staðsettur á Kárastöð
um rétt fyrir ofan Borgarnes.
Sendirinn fyrir Borgarnes er
aðeins til bráðabirgða. Hann mun
senda á rás 7 eftir Evrópukerfi,
en mun síðan leystur af hólmi af
100 watta sendi, sem ráðgert er
að setja upp á Arnarstapa á Mýr
um. Sendirinn á Kárastöðum er
3 wött af franskri gerð og mun
hann settur upp í næstu viku.
Nýlega hefur Landssíminn
pantað sendi, sem síðar verður
settur upp við Vík í Mýrdal. Er
sá 3 wött, en einhver afgreiðslu-
frestur mun verða á honum.
Slys við höfninn
í GÆR urðu tvö slyis í Reykia
vík. Hið fyrra varð kl. 12.16, en
þá fótbrotnaði 13 ára gömul
telpa, er hún var að leik á leik-
svæði Austurbæjarbarnaskóla.
Hitt slysið var vinnuslys við
höfnina, er síldarmjölsix>ki féll
á mann, sem var í lest skipsins
Öskju, þar sem það lá við
Grandagarð. Gerðist það kL
15.06.
Slysið varð með þeim hætti,
að verið var að hífa upp úr lest
skipsins nokkra síldarmjölspoka,
er festing á bómu við borðstokk
brotnaði og við það féllu pokarn
ir í lestina. Einn pokinn féll á
mann, er var að vinna á botni
lestarinnar og samkvæmt upp-
lýsingum lögreglurmar mun
maðurinn hafa slasast töluvert
og var hann fluttur í Slysavarð-
stofuna.