Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 18
18 MORGtTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. THRIGE Eink*»’imboð Laugavegi 15. Rafmótorar — fyrirliggjandi — RIÐSTRAUMSMÓTORAR 220 Volt JAFNSTRAUMS- MÓTORAR 110 V. og 220 Volt Sjó og land-mótorar THRIGE tryggir gæðin. Verzlunin sími 1-33-33 Skrifstofan sími 1-16-20. Til leigu Mjög skemmtileg ný 3ja herb. íbúð, stærð 90 ferm. íbúðin verður leigð í 1 ár. Tilboð sendist blaðinu fyrir 20. þ.m. merkt „Kleppsvegur — 8211“. Sðlumenn Haldinn verður stofnfundur sölumanna- deildar Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, laugardaginn 14. janúar kl. 14.00 að Hótel Loftleiðum, Blómasal. Samtaka nú. UNDIRBÚNINGSNEFND. Jólin á Grund TALSVERT var um að vera hjá okkur á Grund um sl. jól eins og oft endranær, enda er heimilis- fólkið orðið nokkuð margt. Margir góðir gestir komu til okkar í jólamánuðinum, til þess að skemmta og gleðja og verður sú hugulsemi seint fullþökkuð. ítalski tenorsöngvarinn Eugo Gagliardi kom á Grund 4. desem- ber sl. og skemmti heimilsfólk- inu vel og lengi með ýmsum sönglögum frá heimalandi sínu, Ítalíu. Undirleik annaðist Carl Billich að venju með ágætum. Oft höfum við fengið ágæta söngvara og hljómleikamenn í heimsókn, en sjaldan hefur þeim tekizt betur og í þetta skipti, enda var þeim óspart klappað lof í lófa. í fylgd með Eugo Gagliardi var kona hans, sem er dönsk. — Þau hjónin hafa áður komið á Grund, en fyrir tveifn árum söng hann hér fyrir heimilisfólkið. Geir Zoéga for- stjóri veitingahússins Naust hafði milligöngu um þessa söng- skemnitun og er honum hér þakkað af alhug. Sunnudaginn 11. desember sl. komu nemendur úr .yngri deild Tónlistarskólans í helmsókn á Grund, ásamt frú Hermínu KriStjánsson, frk. Hólmfríði Guðjónsdóttur, og Ingvari Jónas syni hljómsveitarstjóra, sem öll eru kennarar í Tónlistarskólan- um. Heimilisfólkinu þótti vænt um þessa heimsókn og hafði mikla ánægju af því, að hlusta á hið unga tónlistarfólk. Yngstu nemendurnir voru 12 ára stúlk- ur, sem léku á flygel og fiðlu. Söngkór Tónlistarskólans söng að lokum nokkra jólasálma með undirleik hljómsveitarinnar. Á hverju ári koma þær og alltaf eru þær jafn velkomnar, Luciurnar, ungu stúlkurnar, sem syngja jólasöngva og ganga um húsið með kertaljós. Er þessi siður hafður á i Svíþjóð, en Luc- iuhátíðin er þar inngangur jóla- hátíðarinnar. — Frú Birna Hjaltested og frú Sigrún Jóns- dóttir hafa haft allan veg og vanda af þessum heimsóknum til okkar á Grund og erum við þeim, sem og ungu stúlkunum innilega þakklát fyrir komuna. Eku þær vissulega kærkomnir jólagestir. — Og í þetta skipti komu þær færandi hendi, — Lukkuridðarinn er þriðja leikritið, sem enski leik- stjórinn, Kevin Palmer, hefur stjórnað hjá Þjóðleikhúsinu, en hin leikritin eru, Ó, þetta er indælt stríð, sem enn er sýnt í Þjóðleikhúsinu og leik- ritið Næst skal ég syngja fyr- ir þig, er var sýnt í Lindar- bæ á sl. hausti. Lukkuriddar- inn hefur nú verið sýndur 8 sinnum við góða aðsókn og verður næsta sýning n.k. sunnudag. Meðfylgjandi tekin ing er gerð af Halldóri Péturs syni og er af leikurunum Bessa Bjarnasyni og Krist- björgu Kjeld í aðalhlutverk- unum. Dönsk vefnaðarsýning 67 býður yður velkominn til stærstu dönsku vefn- aðarsýningarinnar, þar sem u. þ. b. 150 fremstu framleiðendur vefnaðarvöru sýna GÆÐI TÍZKU ÚTLIIT prjónavöru, jerseyklæðnaðar, prjónanærfata, undirfata, sokka, léreftsvara, blússna, pilsna, kvenbuxna, bað- og strandfata, útilífsfata, barna fata, herrafata o. s. frv. Dönsk vefnaðarsýning 67 sem er lokuð sölusýning og einungis kaupendur og starfsmenn þeirra eiga aðgang að, er opin daglega frá kl. 10 til 18. Á tízkusýningum tvisvar á dag er sýnd ný framleiðsla. dansk SKRIFSTOFA SÝNINGARINNAR: MINDEGADE 1 — HERNING — DANMERK SÍMI (07) 12 13 66. gáfu verulega fjáu-hæð í Styrktar sjóð líknar og mannúðarmála, en peningum hafði verið safnað á Luciuhátíð Sænsk-íslenzka fé- lagsins. Einnig fyrir þessa gjöí færum við beztu þakkir. Kirkjunefnd Dómkirkjusafn- aðarins hefur haft þann góða sið, að bjóða vistfólkinu á aðventu- kvöld, sem haídið er árlega 1 byrjun desember í Dómkirkj- unni. — Höfum við á Grund not að okkur þetta góða boð og fór- um allmörg að þessu sinni. Er- um við konum safnaðarins þakla lát fyrir hugulsemina. Við vor- um sótt og keyrð heim í bifreið- um. Ennfremur færum við þakkir, þeim sem sáu um dag- skrá kvöldsins, sem var í alla staði ánægjuleg og tii upplyft- ingar í mesta skammdeginu. Söngkór, að mestu skipaður amerísku fólki, kom 17. desem- ber og söng nokikra jólasálma og þótti okkur vænt um þá heim sókn. Jólapósturinn var mikill að vöxtum og allir jólapakkarnir, Mörg átthagafélög sýna lofs- verða tryggð við fólkið úr sveit- unum og senda þvi ávalt jólapakka. Og þannig var það einnig um þessi jól. Rebekku- systur og Blindravinafélagið muna alltaf eftir blinda fólkinu og senda því jólaglaðning og margir fleiri koma með eða senda heimilsfólkinu gjafir. Myndarleg sending kom frá einum góðum vini stofnunar- innar, Tómasi Tómassyni for- stjóra í Ölgerðinni Egill Skalla- grímsson — jólaöl og gosdrykk- ir. Er ég honum þakklátur fyrir þessa vinsemd, sem sýnir hug hans til okkar á Grund. Nokkru fyrir" jól komu náms- meyjar Kvennaskólans og hjálpuðu vistfólkinu með að skrifa á jólakortin. Var það vel þegið og kom sér vel fyrir marga. Fjölmargir mundu eftir fólk- inu á Grund og sýndu það á ýmsan hátt eins og hér hefur verið skýrt frá Eflaust hef ég einhverj um gleymt og bið af- sökunar á því. — En fyrir allt þetta er þakkað af heilum hug. Og síðast en ekki sízt, þakka ég starfsfólkinu öll störfin. Gísli Sigurbjömsson. Supjardo handtekinn í Djakarta Djakarta, 12. jan. AP. ÞINGMAÐUR á Ráðgjafar- þingi Indónesíu hefur látið svo ummælt, að eitt þeirra mála, sem fyrir þinginu bggja, sé rannsókn á þætti Súkarnós í kommúnistasam- særinu 30. sept. 1965. Þá hef- ur Supjardo hershöfðingi, forsprakki samsærisins, ver- ið handtekinn á Halim-flug- velli í grennd Djakarta, en þar voru bækistöðvar sam- særismannanna á sínura tíma. Náinn vinskapur vai með forsetanum og Supjarda fyrir samsærið, að því er heimildir í Djakarta herma, Súkarnó hefur enn ekki ver- ið tilkynnt um handtöku þessa vinar síns. Rannsóknin á hlutdeild forset- ans í samsærinu er stærsta skref- ið, sem indónesískir vaildamen* hafa tekið gegn honum til þessa. Rannsóknin er gerð að undirlagl Nasution, forseta Ráðgjafaþings- ins, en Nasution var annar þeirra hershöfðingja, sem samsæris- mennirnir náðu ekki til á sínum tíma, og reyndist það örlagarík* fyrir indónesísku þjóðina. Supjardo hefur farið huldu höfði í fimmtán mánuði. Hann veitti enga mótstöðu er hann var handtekinn. Omar Dhani, einn samsærismannanna, sem líflátinn var í Djakarta fyrir skömmu, upplýsti við réttarhöld þar, að Supjardo hefði látið forsetanum í té upplýsingar um samsærið, strax daginn eftir, að það átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.