Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. 3 Stjórn og varastjórn Alþjóða líftryg’gingafélagslns. TaliS frá vinstri: Arent Claessen, Sigurgeir Sigurjónsson, frú Sigriður Skúladóttir, Konráð Axelsson og Gunnar G. Sohram. Ný tegund líftrygginga Fyrsta nýja líítryggingafélagið í nærri 20 ár CM s.l. áramót tók til starfa nýtt, íslenzkt liftryggingafélag, Alþjóða Líftryggingafélagið h.f. og eru skrifstofur félagsins að Austurstræti 17, Reyjavík. Hið nýja íslenzka félag mun einvörð- ungu stunda hér líftrygginga- starfsemi, eins og nafnið gefur raunar til kynna, og er það fyrsta félagið sinnar tegundar, sem hér er stofnað frá 1949. Hið nýja félag var stofnað á s.l. ári, og hefur undirbúningur að starfsemi þess staðið síðustu mánuðina. Skrifstotfur þess eru í húsi Silla & Valda, Austur- stræti 17, eins og fyrr segir. Alþjóða lítftryggingafélagið mun fyrst um sinn einvörðungu bjóða viðskiptavinum sínum tvenns konar áhættulíftrygging- ar, þ.e. líftryggingar, sem aðeins greiðast við dauðsfall. Innan ramma þessara tveggja líftrygg- ingategunda er um ýmislegt að velja, og geta viðskiptamenn þannig t.d. tryggt sér afsal ið- gjalda af hálfu félagsins verði þeir fyrir örorku, og einnig að verði dauðsfall af slysförum, greiðist tryggingarupphæðin tvö- föld. Slíkar tvöfaldar greiðslur varðandi dauðsföll atf slysförum eru algildar í líftryggingum t.d. í Bandaríkjunum, þar sem líf- tryggingar eru e.t.v. hvað full- komnastar, en hins vegar er slíkt nýmæli í líftryggingum á ís- landL Undanfarin tvö ár hefur fram- kvæmdastjóri hins nýja líf- tryggingafélags, Konráð Axels- son, veitt forstöðu hér á landi aðalumboðsskrifstofu brezka líf- tryggingafélagsins The Inter- national Life Insurance Co. (U.K.) Ltd. Sú startfsemi gaf ótvirætt til kynna, að mikil þörf er hér á landi fyrir frjálsar líf- tryggingar í þeirri fjölbreytilegu mynd, sem erlendis tíðkast. Aðal umboðsskrifstofa ILI mun hér eftiy ekki annast frekari sölu líftrygginga, heldur einungis ann ast þjónustu við hina mörgu viðskiptamenn sína vegna trygg- inga þeirra og verður engin breyting á þeim við tilkomu hins nýja félags. Umboðsmenn þeir, sem áður störfuðu hjá Aðalumboðsskrif- stotfu ILI hafa flestir verið ráðn- ir til Alþjóða Líftryggingafélags ins h.f., og hefur Haukur Hauks- son, fyrrv. blaðamaður við Morg unblaðið, verið ráðinn sölu- stjóri félagsins.. Alþjóða líftryggingafélagið h.f. mun eiga samstarf við The International Life Insurance Co. SA í Luxembourg varðandi end- urtryggingar. íslenzkur tryggingafræðingur, sem dvalið hefur í Svíþjóð um langt skeið, bæði við nám og störf, lét þá skoðun nýlega í ljós í Morgunblaðinu, að íslendingar væru a.m.k. 20 árum á eftir öðrum þjóðum varðandi líftrygg ingar, og taldi hann, að ísland væri algjörlega vanþróað land í þessum efnum. Reynsla þeirra, sem hér hafa startfað að líf- tryggingasölu, bendir og mjög til hins sama, því flestir þeir, sem við er rætt um þessi mál, eru annað hvort ótryggðir, ellegar hafa allsendis ónógar líftrygging ar. Um þetta ástand er almenn- ingi einnig kunnugt ef vel er að gáð, þvi það er sorglega oft, sem efna verður til fjársafnana til hjálpar fjölskyldum, sem skyndi lega og óvænt hafa misst fyrir- vinnu sína. Vonast Alþjóða Líf- tryggingafélagið til þess að geta langt hönd á plóginn við að bæta úr þessu ástandi, og stuðlað þann ig að auknu fjárhagslegu öryggi íslenzkra fjölskyldna. Jatfnframt vonast félagið til, að með til- komu þess aukizt enn hin frjálsa samkeppni á sviði líftrygginga hérlendis, til hagsbóta fyrir allan almenning. Stjórn Allþjóða Liftrygginga- félagsins h.f. skipa: Dr. Gunnar G. Sohram, lögfræðingur, Sigur- geir Sigurjónsson, aðalræðismað ur og Konráð Axelsson, sem jafnframt er formaður. í vara- stjórn eru Arent Claessen Jr., stórkaupmaður og frú Sigríður Skúladóttir. Lionshreytingin 50 ára í dag BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Skerjafjörður — sunnan flugv. Túngata Lambastaðahverfi Vesturgata I Kjai tansgata Miðbær Fálkagata Snorrabraut Laugav. - efri Lynghagi Talið við afgreiðsluna, sími 22480 B laðburðarfólk VANTAR f KÓPAVOG. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími. 40748. Sendisveinar óskast á afgreiðslu blaðsins. Vinnutími fyrir hádégi. LAUGARDAGINN 14. þ.m. mun Lionshreyfingin (Lions Inter- national) hallda upp á 50 ára af- mæéi sitt. Á þessium degi er á- ætlað, að um 500.000 Lions-félag- ar í 195 flöndum muni taka þátt í hátíðahöldum í tilefni afmælis- ins, en í Lionshreyfingunni eru nú um 800 Iþúsund félagar. Há- punktur hátíðalhalda þessa af- mæflisárs mun svo verða ársþing Lions International, er haldið verður í júfli n.k. í Chicago, þá mun láta úr hafn frá Chicago, stórt skip hlaðið gjaíapökkum Loinshreyfingarinnar tifl fólks í hinum svokölluðu vaniþróuðu löndum. Hér á landi var fynsti Lions- kitúlbtourinn stofnaður fyrir 15 ár um að tilhilutan Magniúsar Kjar- an, en nú eru klútotoarnir 35 dreifðir um allt land, með um 1100 féflögium. Eins og kunnugt er hatfa Lions kiliúlbtoarnir hér á landi sinnt fjöl mörgum ma-nnúðar- og menning a.rmáilum, til hjáipar Hiknarstofn unum, toágstöddum einstaikling- um og framfaramálum í byggð og borg. í Lio nsk 1 úíbtou m hér, eru yfir- leitt um 20—50 féflagar, úr hin- um ólíkustu stéttum þjóðtféflags- ins. Fundir klútobanna eru haldn ir hálfismánaðariega þar sem menn hittast og snæða saman, ræða álhugamál sín og hflýða á fræðandii erindi. Umdæmisstjóri Lionsumdæmisins á íslandi er nú Benedikt Antonsson, víðskipta- fræðingur. Hér í Reykjavík mun afmæflis- ins verða minnst með sameigin- legum hádegisfundi kflúfbtoanna í Reykjavík og nágrennis en í dreifibýlinu munu klúlbfoarnir hver um sig minnast þessara tímamóta í sögu fijölmennustu þjónustuhreyfingar heimsins. Ný stjórn í Færeyjum Peter Mohr Dam kjörinn logmaBur Þórshöfn, 12. janúar. Einkaskeyti til Morgunbl. NÝ stjórn var mynduð í Fær- eyjum í dag, er Jafnaðarmenn, Sambandsflokkurinn og Sjálf- stjórnarflokkurinn, sem ráða yfir 14 atkvæðum í Lögþinginu, kusu Peter Mohr Dam, formann flokks Jafnaðarmanna, sem lögmann. Kristian Djurhus úr Sambands- flokknum og Samal Petersen úr Sjalfstjórnarflokknum voru kjörnir í landstjórnina. Sjálfstjórnarflokkurinn, s e m aðeins á einn þingmann í Lög- þinginu, átti einnig aðild að síð- ustu landstjórn ásamt Fólka- flokknum og Framfaraflokknum. P. Mohr Dam var lögmaður 1958—1962 og Kristian Djurhuus átti sæti í landstjórninni 1948— 195i2, 1958—'1962 og var lögmað- ur 1950—'1958. Samal Petersen er 62 ára gamall kennari frá Klaks- vík. Hann átti sæti á Lögþinginu frá 1957, en féll í kosningunum 8. nóvember í fyrra. Frá 1962— 1966 var hann forseti Lögþings- ins. — Arge. SMSTEINAR Öílugt starf Starfsemi ungra Sjálfstæffis- manna hefur verið mjög öflug á undanförnum árum og sem dæmi um þá miklu grózku, sem ríkir í þeirra röðum má benda á, að 145 ungir menn og konur gengu í félagssamtök ungra Sjálf stæðismanna í Reykjavik, Heim- dall, í mánuffunum nóvembear og demerber s.I. Heimdallur hefur um langt skeið veriff langsam- lega öflugasta stjórnmálafélag ungs fólks hér á landi og starf- semi félagsins hefur stóreflzt á undanförnum árum og stendur nú meff miklum blóma. Starfsemi Sambands ungra Sjálfstæðis- manna hefur einnig veriff mjög gróskumikil á síðustu árum og eru byggffaþingin, sem samband- ið gekkst fyrir í nær öllum kjör- dæmum landsins nú í haust eitt skýrasta dæmið um þann mikla kraft, sem í þessum samtökum er. Ungir Sjálfstæðismenn faafa um langt skeið verið einskonar framverðir Sjálfstæðisflokksins í tvennum skilningi. Annars veg- ar hafa þeir starfaff meðal ungr- ar og uppvaxandi kynslóðar og kynnt henni stefnu og starf Sjálfstæðisflokksins með þeim árangri, aff enginn flokkur faefur hlotið fylgi unga fólksins í land- inu í jafn rikum mæli og Sjálf- stæðisflokkurinn, hins vegar faef ur það jafnan fallið í þeirra hlut að horfa fram á veginn og leitast viff aff umskapa stefnu Sjálfstæðisflokksins í samræmi við breyttar aðstæffur og kröfur nýrra tíma. Því hefur verið haldiff fram, aff djúpstæffari munur sé á taugs unarhætti þeirrar kynslóðar sem vaxið hefur upp hvar í heimin- um sem er, eftir síðari heim- styrjöldina en milli nokkurra annarra tveggja kynslóða og sjálfsagt er nokkuff til í því. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, bæffi hér á íslandi og annars staðar á Vesturlöndum, faefur ekki af eigin raun þekkt hörmungar fátæktar og styrjalda. Hún hefur jafnan lifað viff als- nægtir og velmegun, en aff vísu viff ógn kjamorkustyrjaldar. Á sama hátt og ófriður og fátækt hefur sett mark sitt á kynslóðina á undan henni og mótað viðfaorf þeirrar kynslóðar til lausnar stærri og minni vandamála og verkefna, sem upp koma í þjóð- félaginu, mótast viðhorf nýrrar kynslóðar af þeim heimi, sem hún hefur alizt upp í. Ný stefna Fyrir stjórnmála-félög ungs fólks skiptir megin máli, að þau geri sér grein fyrir breyttum hugsunarhætti hinnar nýju kyn slóðar, en þaff er forsenda þess aff þeim megi annars vegar tak- ast að móta framtíðarstefnu, sem sé í samræmi við vonir og óskir og drauma hinnar uppvaxandi kynslóðar um leið og þeim ber að byggja brú milli íslands nú- tímans og íslands framtíðarinn- ar, milli þeirrar kynslóðar sem ’hefur komiff fram byltingu í lifs kjörum íslendinga á ótrúlega stuttum tíma og unga fólksins, er á að taka viff þeim mikla arfi, sem foreldrar þeirra hafa skapaff og látið þeim í té til ávöxtunar. t þessum efnum eiga ungir Sjálfstæðismenn mikið óunniff starf. Öflugt félagsstarf þeirra er Sjálfstæðisflokknum mikils- vert, en það eitt er ekki nóg. Þessi öflugustu stjórnmálasam- tök unga fólksins á íslandi verða að snúa sér að því verkefni áf auknum krafti að móta nýja stefnu, sem er í samræmi viff þau heillandi verkefni, sem bíða úrlausnar í ört vaxandi íslenzku þjóðfélagi og byggir á þeim byltingarkenndu breytingum, sem eldri kynslóðin í landinu hefur fengiff áorkað af ótrúleg- um dugnaði og dirfsku á stutt- uin tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.