Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967.
15
Skólaskírseini
afgreidd í dag kl. 1 — 4 e.h.
Kennsla hefst mánudag.
MALASKOLINN IVHMIR
Brautarholti 4 — Sími 10004
Hafnarstræti 15 — Sími 21655.
Ur síðasta þætti tónleikanna, sön gvararnir syngja atriðið úr Astar drykknum eftir Donnizetti.
(Ljósm. Heimir).
Fasteignagjaldendur
í Kópavogi
Tilkynning um fasteignagjöld fyrir árið
1967 hefur verið send gjaldendum. Gjald-
endur eru minntir á að greiða á gjalddaga,
sem er 15. janúar.
BÆJARRITARINN í KÓPAVOGI.
TAUSCHER
vinsælustu sokkarnir fást hjá okkur.
3^otgo^6i^t
LAUGAVEGI 59.
BIÐJIÐ KAUPMANN
YÐAR UM
FISKAKEX !
Sími 14-0-14
Tónleikar Tónlistar-
félagsins í Keflavík
KEFLAVÍK, 11. janúar. — Tón-
leikar þeir, sem söngvararnir sex,
ásamt þeim Ragnari Björnssyni
og Ólafi Vigni Albertssyni, héldu
í Keflavík á vegum Tónlistar-
félags Keflavíkur, voru með
miklum glæsibrag. í fyrrihluta
voru einsöngvar, bæði íslenzk og
erlend lög. Söngkonurnar Guð-
rún Á Símonar, Sigurveig Hjalte-
sted og Þuríður Pálsdóttir heill-
uðu fullt hús áheyrenda með
fögrum söng sínum og heillandi
framkomu. Hjá þessum söngkon-
um fór saman frábær músikölsk
meðferð og miklar og fagrar
raddir. f einsöngvum fyrri hlut-
ans kornu þeir fram Kristinn
Hallsson, Magnús Jónsson og Jón
Sigurbjörnsson. Það er ógleym-
anlegt að hlusta á' þeirra söng-
gleði og styrk. „Bikarinn“ í flutn-
ingi Jóns Sigurbjörnssonar var
viðburður út af fyrir sig.
í síðari hluta tónleikanna
sungu þau dúetta úr þekktum
óperum og svo að lokum öll sam-
an síðasta atriði fyrri þáttar
óperunnar Ástardrykkurinn eftir
Donnizetti undir stjórn Ragnars
Björnssonar við undirleik Ólafs
Vignis. Það atriði var áhrifa-
mikið og vel flutt. — Það er
gleðilegur orðrómur að þessi
söngvarahópur hafi í hyggju að
koma allri óperunni „Ástar-
drykkurinn“ á leiksvið.
Ragnar Björnsson lék einleik
Framtíðarstarf
Þekkt innflutnings og þjónustufyrirtæki
óskar eftir „þjónustustjóra“. Staðgóð
þekking á vélum og nokkur málakunnátta
nauðsynjeg.
Umsóknir leggist á afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: „Framtíðar-
starf — trúnaðarmál — 8815“.
á hið forna hljóðfæri „spinett“
og einnig undirleik í tveimur
lögum.
Það var ósvikinn menningar-
auki að fá þetta fagra söngkvöld
til Keflavíkur, enda var Nýja
Bíó þétt setið hrifnum áherend-
um, bæði styrkfélögum Tónlist-
arfélagsins og öðrum. Vonandi
gefst fleirum kostur á að heyra
þessa frábæru tónleika, annars
staðar á landsbyggðinni. — hsj.
SH vill tak-
marka lán til
nýrra fisk-
vinnslustöðva
A AUKAFUNDl Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í gær var sam-
þykkt eftirfarandi tillaga um
lán til nýrra fiskvinnslustöðva:
„Framhaldsaukafundur S. H.
haldinn 12. janúar 1967, sam-
samþykkir að beina því til hæst-
virtrar ríkisstjórnar, að hún
hlutist til um, að hætt sé að lána
úr bönkum, sparisjóðum og öðr-
um opinberum sjóðum, svo sem
Fiskveiðisjóði, Fiskimálasjóði og
fl. til nýrra fiskvinnslustöðva, á
þeim stöðum, sem nægjanlegt er
af slíkum stöðvum fyrir.
Mælist fundurinn jafnframt til,
að fé það, sem umræddir aðilar
kunna að hafa aflögu til slíkra
lána, verði lánað út eingöngu til
endurbóta og vélakaupa fyrir
þau frystihús, sem nú starfa.“
Tilboð óskast
í íslenzka ísaða síld 4 — 12 stk. pr. kg.
CIF CUXHAVEN HUSSMANN AND HAHN GMBH,
CUXHAVEN, WESTERN GERMANY, TELEP-
HONE: 23081 — TELEX: 0232151/2.