Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. Mynd þessi var tekin af Kauðum varðliðum, sem fóru í pílagrímsför til Tsunyi, þar sem hald- inn var fundur miðstjórnar kínverska komtnúnistaflokksins árið 1935 — en þá tryggði Mao Tse tung sc'r óyggjandi yfirráð í flokknum. Rauða Kína orðiö rautt eftir Alessandro Casella New York, 13. jan. AP. KÍNVERSKA alþýðulýðveldið er nú í raun og sannleika orð- ið eldrautt. I Kanton blaktir rauður fáni við hún á hverju húsi. Bogagöngin hafa verið máluð rauð. Tilvitnanir í rit Mao Tze-tung eru skrifaðar með rauðu á spjöld, sem hengd hafa verið upp í hvern búðarglugga, á sérhvern vegg, hvar sem er autt pláss. Þau hafa verið límd á rúður bif- reiða eða fest utan á þær annars staðar og í hverju reið hjóli hangir einnig spjald. Sum spjöldin með tilvitnun- um eru allt að átján til tutt- ugu metrar á hæð — þau eru sett á stórbyggingar önnur eru aðeins örlitil, nokkrir centimetrar. Á strætunum er ógnarleg- ur mannfjöldi, enda hafa um fimm hundruð þúsund Rauðir varðliðar þyrpzt til borgar- innar síðustu dagana. Þeir hafa komið með lestum og umhverfis járnbrautarstöðina voru samankomnir um 50.000 varðliðar. Engir aðrir gátu komizt þar að. Varðliðarnir biðu eftir strætisvögnunum, eða vöruflutning-abílunum, sem notaðir eru ásamt strætis vögnum til þess að anna flutningunum. i>eir bíða ró- legir í biðröðum, mörg hundruð metra löngum. En þrátt fyrir þennan gífurlega mannfjölda eru engin læti, engin hróp eða köll og engar hrindingar eða troðningur. SÞótt í fyrstu virðist ríkja öng þveiti, sér maður brátt, að það er aðeins vegna þess hversu margt fólkið er. Þeg- ar betur er að gáð, má sjá að framkoma og hegðun unga fólksins er furðu góð. Eitt helzta verkefni Rauðu varðliðanna er — fyrir utan að lesa upphátt og hrópa til- vitnanir úr verkum Maos, að skrifa á slagorða- og tilvitn- anaspjöl-din og kcnna þeim fyrir. Fram-leiðsla þessara spjalda «r gífurleg, enda er borgin orðin eins og eitt aug- lýsingaspjald. Þessi spjöld fjalla öll um menningarbyltinguna, — en ljóst er, að þar koma ekki ailtaf fram somu skoðanir. Ég var að taka myndir af einu spjaldanna, þegar ungur Rauður varðliði kom til mín og sagði, að ég ætti nú ekki að taka myndir af þessu spjaldi. Hann kvaðst alger- lega ósammála þvi, sem bar stæði — það væri mesta vit- leysa. Ég minntist á þet-ta við ann an varðliða og hann sagði sem svo, að líkaði honum ekki það, sem stæði á ein- hverju spjaldi, útbyggi hann bara nýtt með sínum skoðun- um og setti það upp. Allir læsu með ákafa það sem á spjöldunum stæði, menn skiif uðu hjá sér það, sem þar stæði og rökræddu af mestu ákefð. E.t.v. settu þeir síðan upp enn eitt spjaldið með þeim niðurstöðum sem rök- ræðurnar um hin fyrri hefðu Jeitt til, eða hin fyrri væru gagnrýnd í einhverjum atrið- um — eða hreinlega fordæmd. Þetta kölluðu varðliðarnir „rökræðurnar miklu“ og sögðu þær halda áfram fjórtán klukkustundir á degi hverj- um. Margir Rauðu varðliðanna koma frá smábæjum og sýndu útlendingum mikla forvitni. Yfirleitt fannst mér þeir eðli- legir og vingjarnlegir og auð- velt að ræða við þá. f heim- sókn í nýjar bækistöðvar Rauðu varðliðanna átti ég samræður við varðliða, sem þar var staddur þá stundina. Hann fór með mér til skólans þar sem hann hafði bækistöð og þar hitti ég u.þ.b. tuttugu vini hans. Við ræddumst við í tvær klukkustundir í meslu vinsemd. Þessir varðliðar voru á aldr inum 14-18 ára, allir nem- endur í gagnfræðaskóla eða álíka framhaldsskólum. Sum- ir voru frá Kanton aðrir frá Mið-Kína og tveir þeirra voru frá Peking. Þeir, sem ekki bjuggu í Kanton, 'höfðu kom- ið m-eð járnbrautum og ferð- ast ókeypis. Við kom-una höfðu þeir skráð sig hjá Miðstöð móttökunefndarinar, sem borgaryfirvöldin hafa skipu- lagt. Þar er varðliðnum séð fyrir kortum af borginni og vísað á staði, þar sem þeir geta sofið og matazt. Venjulega gista þeir og snæða í ein- hverjum opinberum bygging- um, oftast skóium og félags- heimilum. Varðliðarnir kváðust hafa ferðazt í u.þ.b. 300 manna hópum og höfðu komið tii Kanton til að kynnazt öðr- um byltingarsinnuðum varð- liðum. Flestir höfðu raunar einfaldlega farið um borð I lestina, komið til Kanton, lát- ið skrá sig til dvalar og byrj- að að búa til slagorða- og til- vitnanaspjöld. Þeim væri frjálst að setja þau upp, hvar sem þeim sýndist. Sumir varðliðanna voru 1 einkennistoúningum hersins, greinilega gömlum — nokkrir voru f gömlum búningum af feðrum sínum. Þeir sögðu, að hver sem væri gæti keypt sér hertoúning, — en aðeins her- menn hefðu leyfi til að hafa rauðu stjörnuna á húfunum. Þeir sögðu einnig, að margir þeirra, sem hefðu rauð bönd um handlegginn — sem talið hefur verið einkennismerki Rauðu varðliðanna — væru ekki í raun og veru Rauðir varðliðar heldur eingöngu skólanemar, sem hefðu sömu réttindi og þeir. Sennilegt töldu þeir, að eins um 40% þeirra, sem hefðu rauðu bönd in, væru Rauðir varðliðar. Enda þótt varðliðarnir væru kátir og í góðu skapi var sýnilegt að þeir tóku verkefni sitt afar alvarlega. Markmið þeirra sögðu þeir, var að verja miðstjórn kommúnistaflokks- ins og berjast gegn endur- reisn kapitalismans. Það gerðu þeir með spjöldunum sínum. Verulegum hluta gagnrýninnar, sem þar kæmi fram, væri beint gegn óveru- legum minnihluta manna, sem væru í valdastöðum, og einnig gegn skólayfirvöldum, sem þeir sökuðu um að leggja of mikla áherzlu á lærdóminn og of litla á hugmyndafræði kommúnismans. Afleiðing- arnar yrðu þær, sögðu þeir, að nemendum væri innrætt að hugsa aðeins um að ná í góða stöðu og vel borgaða en minni áherzla lögð á að inn- ræta þeim, að vera góðir þjón ar fólksins og flokksins. Þeir sögðu lfka, að því að- eina væru menn einlægix stuðningsmenn flokksins, að þeir styddu Mao Tze-tung heilshugar. — En hvað um herinn? spurði ég. — Við erum það afl, sem herinn mun byggjast á í framtíðinni og við hljótum því að læra a*f honum, svör- uðu þeir, „hinsvegar eru einnig borgaraleg öfl í hern- um, svo að við verðum að vera á verði gegn þeim“, bættu þeir við. Þeir báru mikið lof á Chou Framhald á bls. 26 Kveðja frá ömmu til þeirra, sem fórust með Svani frá HnifsdaJ Lag: Ég noinnist þín. Er vetrarnóttin vefur Ihvtbum hjlúpi um vötn og dadi (þögul, grimm og köld. Og stormar vaka yfir dimmu djiúpi er dauðans englar toafa einir völd, mig dreymir yfckur, drengi, glaða og prúða, sem dreifðuð Ibrosum yvfir miína brauit. Þið áttuð Ibjartan æsikiuvona skrúða, svo efcki Ibar á skugga í dagsáns þraut. Ég torosin ykffcar tolýtt í tojiarta geynrú lí toeiligri trú og Ibæn um nýjan dag, sem bíb af djúpi í sæluim sóllskinshleiimi t og svæfir toarmsins þuniga raunalbrag. Sá mongun ljóanar toiýitt úr helsins Ibárwm frá toelgri Drotfcins mildu kær.leikssfclörud. Og gegnum siký af guWniuim sorgartánum é>g geymá liílfisáns tojörtu siumariönd. Ég jþakífca altt frá yklfcar Ibernskudögum sem ömmiu giaddi vonanbláðri raust. Sú þökk mun sikráð í toelgum toet jusöguin\ sem toaáida veáii fnam á fcímans toaust. Því meðan alda Iberst till íslands stranda mun aiit um sjómanns dáðir verða skráði Nú draumisiins fley mig ber ifciil bænalanda. Ég blessa í gáéði og toörmusm Drottins náð. á. Nauðungaruppboð Eftir ákvörðun skiptaréttar Kópavogs verður hald- ið opinbert uppboð á öllum vélum, tækjum, verk- færum, efnisbirgðum og öllu öðru lausafé tilheyr- andi þrotabúi Stálskipasmiðjunnar H/F í Kópavogi í fyrrverandi húsakynnum Stálskipasmiðjunnar H/F að Kársnesbraut 96 A í Kópavogi, föstudaginn 20. janúar 1967 kl. 14 og verður uppboðinu haldið áfram iaugardaginn 21. janúar 1967 kl. 14 af nauðsyn krefur. SeR verður m.a.: Plötupressa 150 tonna, með vökvabúnaði af Bauer-gerð. (Kostnaðarverð ca. kr. 450.000.—, virðingarverð kr. 300.000.—). Banda- beygjuvél, 35—40 tonna. Vélsög Columb.-junioF. Borvél „Spankraft'* Arthur Rinke Söhne. Rafknúið spil ásamt mastri og bómu. Rafsuðuspennar (2) 295 amper P og H.A.C. Arc Welder Borstativ ásamt borvél. Plötuplatan 4x7 m. Alúmínrafsuðuvél, sem ný (kostnaðarverð) kr. 300.000.—) 10 súrefniskútar, 8 metangaskútar 8 sett logskurðar- og logsuðutæki. Lofthitari á hjólum (Storr) 2 reiknivélar (General og Feiber) Skjalaskápur úr stál (Shannon) Stimpil- klukka I.B.M. með sírenu o. fl. Ennfremur mikill fjöldi handverkfæra, stórra og smárra, verkfæra- skápar, efnisbirgðir margskorvar o. fl. o. fl. Uppboðsskilmálar liggja frammi hjá undirrituð- um svo og skrá yfir sölumuni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BÆJARFÓGETINN f KÓPAVOGI. Skfrteini afhent f Austurbæjarbarna- skólanum stoffu No. 23 norðurálmu laugardag frá kl. 4 — 8 e.h. sunnudag frá kl. 2 — 7 e.h. ✓ v* MALASKOLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.