Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. Lydia Eftir m E. V. Cunningham — Hugsaðu þig nú vel um. Heyrirðu þau nokkurn tíma nefna nafnið „von Kesselring“? — Hver er það? Einhver þýzk ur hershöfðingi? — Ég veit ekkert, hver hann er. Ég vil bara vita, Jivort þú hafir nokkurn tíma heyri það nain nefnt. — Ég veit ekki. Ég verð að hugsa mig um. En það er skrýt- Ið...... — Nú? — Voru Sarbine-hjónin þýzk? — Hvernig dettur þér það í hug? spurði ég. — Ég er ekki að segja að þau hafi verið það eða verið það ekki. Heldur spyr ég bara, hvað hafi gefið þér þá hugmynd, að þau væru það. — >að hlýtur að hafa verið eibthvað, jem ég hef heyrt, þó að ég geti ekki komið því fyrir mig. — Jæja, við skulum fó okkur þetta glas, sagði ég. — Gallinn er bara sá, að við höfum orðið fyrir ofmiklu í dag. Ef við fá- «m ekkur hressingu, líður okkur betur eftir þessar raunir okkar. Við geng'Um niður og inn í barinn og Lydia bað um vermút, en ég fékk viskí og ís. >að var ekki gott á bragðið. Ég hafði orðið fyrir of mörgum trufl- unum, bæði í maganum og ann- arsstaðar til þess að mér gæti bragðast vel áfengi, en sam- kvæmt kenningum var það ein- mitt það, sem ég þarfnaðist. Og ég held, að Lydia hafi liika haft gott af því, sem hún drakk. Að minnsta kosti naut hún þess með þakklæti. — Veslings Harvey, sagði hún, — ég vildi, að þú værir ekki eins og þú ert. Þetta er góður drykkur. En ég vildi, að þú værir elskulegur, Harvey. — >að vildi ég líka óska. — Hvað kom þér til að gerast einkaspæjari, Harvey? — Ég er það alls ekki. Sjáðu tfl. Lydia. >ú ættir að vera góð 25 við mig og þá yrði ég góður við þig. — En hversvegna byrjaðirðu á þessu, Harvey? >að er það, sem ég á við. — Af því að ég þurfti að hafa eitthvað að gera. — Svo að þú fórsit bara eftir auglýsingu í blaði? — Einmitt. — Má ég fá aftur 1 glasið, Harvey? —>að er allt í lagi, ef þig langar í það. En þeð er rétt að ég segi þér, að ég get ekki þolað stúlkur, sem drekka sig fullar. Og ég tala nú ekki um, ef þær eru bara krakkar. — Svo að ég er þá krakki, Harvey? — Hinar eru konur en ég bara krakki? — Jó,krakki ertu — það er ekki nema satt. — Ég er nú tuttugu og þriggja ára, Harvey, og þú ættir sem fyrst að gera þér ljóst, að ég er alls enginn krakki. Og þess- vegna vil ég líka fá aftur í glas- ið, ef þér er sama. Ég pantaði drykkinn og þegar hann kom, sötraði hún hann og horfði á mig á meðan, hálf- skömmustuleg. — Stundum kann ég nú fullvel við þig, Har- vey, viðurkenndi hún. — En hvað er satt í því, að hann pabbi þinn hafi framið sjálfs- morð? — >að er satt. — >á vorkenni ég þér, Har- vey, sagði hún og kinkaði kolli. — Það verður einskonar tengi- liður milli okkar, er það ekki? Ég á við, hvernig mundi það koma fram hjá börnunum okk- ar? — Hvað áttu við með börnun- um okkar? — Nú, einhverjum verð ég að giftast, finnst þér ekki? Geturðu annars hugsað þér hvað ég var einmana í þessari andstyggilegu vist? Ekki eitt einasta stefnumót — gjörsamlega bremvt fyrir það. — Hvað gerðirðu þegar þú áttir frídag? BIFVÉLAVIRKJAR Dagana 17. — 26. febrúar verður haldin sýning í Kaupmannahöfn á bifreiða- verkstæðum og áhöldum til viðgerða á bílum. Sýna þar allir helztu fram- leiðeno’ur í þessum iðnaði framleiðslu sína þ. e. áhöld, varahluti, mæli- tæki og önnur hjálpartæki auk bílanna sjálfra. Sýningin er haldin í Forum á 9000 fermetra gólffleti. Við munum efna til ferðar til Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar 15. — 23. febrúar n.k og er flogið báðar leiðir. í Svíþjóð skoð- um við verksmiðjur SAAB (Troll háttan og Gautaborg) og Volvo (Gautaborg). í Danmörku verða skoðaðar verksmiðjur General Motors og Mercedes Benz auk sjólfrar sýningarinnar. Verð ferðarinnar er frá kr. 8.750.- og þá innifalið — allar ferðir, gistingar með morgunverði, farar- stjórn og söluskattur. Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst í síma 24314, þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. FERÐASKRIFSTOFAIM LðlNID & LEIÐIR ÍS.VnK."* Aðalstræti 8 — Sími 24314 — 24315. — Hugsaðu þér: þes&a mvnd munu barnabörn okkar sjá í sjónvarpinu. — >á fór ég í bíó. >ú skilur, Harvey, að mig langar ekki til að verða svona einmana aftur. >ú skilur það er það ekki? Ég kinkaði kolli. — Og, Harvey........ Ég varð að brosa að henni. Það var sama, hversu vondan hún gerði mig, þá neyddist ég alltaf til að brosa, ef hún brosti. Ég hef aldrei séð neitt, sem líkt ist þessu strákabrosi á henni, og ef ég horfði á það, gat ég bein- línis ekki verið önugur eða af- undinn. — Ég er fegin, að þú skulir brosa, Harvey, hélt hún áfram. — því að enda þótt þú sért leiðinda-vesalingur núna, þá verðurðu sterkríkur þegar þú finnur menið, er það ekki? — Jú, ef ég finn það. — Fimmtíu þúsund dali, Har- vey! Ætlarðu að gefa mér helm- inginn? — >að er alltof mikið, sagði ég. — Minna getur verið nóg, en þetta væri alltof mikið. Fyrst stelurðu þessu bölvuðu glingri og svo ná Sarbinehjónin því frá þér aftur, og nú viltu fá helm- inginn af fundarlaununum.... — Já og nei, sagði Lydia. — Hvað áttu við með já og nei? Varstu ekki einmitt að mæl ast til þess, að ég gæfi þér helm inginn? — Ég á menið sjálf, sagði hún, og var móðguð. — Þú átt það alls ekki, og það veiztu bezt sjálf. Sarbine-hjónin eiga það. Var það það, sem þú áttir við, þegar þú varst að halda því fram, að þú hefðir ekki stol ið því? — Nei, svaraði hún. Hún hafði nú lokið úr seinna glasinu, og var tekin að hugsa og tala hægar. — Nei, það var alls ekki það sem ég átti við, Harvey. — Þú viðurkennir þá, að þú hafir komið því fyrir inni í svina feitinni? • — Nei, Harvey. Þetta er bara allt orðið svo flókið og ruglings legt, eða kannski ert það bara þú, sem gerir það þannig. — Ég skil. Það er ég, sem geri það þannig. Segðu mér eitt, Lydia, og vertu nú einu sinni hreinskilin..... — Hversvegna heldurðu áfram að kalla mig Lydiu? — Ég er orðinn vanur við það nafn, sagði ég. — En það er ekki lengra síð- an í dag, eða öllu heldur í morg- un, að þú sást mig í fyrsta sinn. Hvernig ættirðu þá að vera orð inn vanur nafninu? — Sjáðu til, Lydia, ég er a# reyna að spyrja þig um einn hlut. En í hvert skipti sem ég spyr þig einhvers, ertu komia eitthvað út í buskann. — Mundirðu kalla mig það áfram, ef þú giftist mér? — Hvað? — Lydiu. — Það kemur ekkert málinu við. Ég ætla ekki að fara að giftast þér. Ég er bara að reyna að spyrja þig nokkurs....... — Jæja, haltu þá áfram og spurðu mig nokkurs. Vertu ekki að fárast yfir því þó að ég finni svolítið á mér. Ef mig langaði í einn til, mundirðu þá leyfa það? — Nei. Hún hristi höfuðið. Enginn á mig, Harvey, hvorki þú né Sar- bine né neinn....... — >ú spurðir mig og ég sagði nei. Hlustaðu nú á mig Lydia, sagði ég. — Þegar þú fórst i þessa vist hjá Sarbine, var það þá til þess að stela meninu? Er það ekki rétt hjá mér? Hún starði á mig stundarkorn en svaraði síðan: — >að er ré*t hjá þér, Harvey. — En þú ætlaðir að vera snið ugur þjófur, var það ekki? — Sniðugasti af öllum snið- ugum. En þú verður bara að muna, Harvey, að ég átti menið Þau höfðu svikið það út úr hon um pabba, og stolið af honum, og það rak hann út í dauðann. — Já, en þú áttir ekki menið, kelli mín. Og datt þér aldrei I hug að Sarbine-hjónin hafi bara verið að nota þig til þess að stela því? Dettur þér aldrei i hug, að þau hafi vitað frá upp- hafi, hver þú varst? — Nei, nei, það veit ég, að þér hefur aldrei dottið í hug, Harvey. — Ég trúi nú samt mínum eig in augum. Þetta liggur jafnbeint fyrir að nefið á andlitinu á mér, Er það ekki rétit hjá mér? —■ >ú ert nú með langt nef, en það er bara snoturt. — Ætlarðu að taka eftir þvl, sem ég er að segja, þó ekki væri nema eitt augnablils, Lydia? Skilurðu ekki, að þú varst mesta þarfaþing fyrir Sar« bine-hjónin, þú með þennan líka sæta suðræna málhreim? Þ4 varst ekkert annað, en leiksviða húsgagn, sem þau settu upp — TAR-Hlégarður SÍÐASTI, DANSLEIKURINN AÐ HLÉGARÐI TIL VORS DATAR LEIKA FRA KL. 9—2. Sætaferðir frá Hafnarfirði og Umferðarmiðstöðinni kl. 9 og 10. FJÖLMENNIÐ AÐ FILÉGARÐI í KVÖLD! — Munið nafnskírteinin. — Aldurstakmark 16 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.