Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. Mercedes Benz vörubifreiði árgerð 1961, 10 tonna, grind með húsi, palllaus er ti lsölu á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 30360 og 10832. Til leigu Hafnarhúsin á Kársnesi í Kópavogi eru til leigu. Stærð 1150 ferm. Húsin standa við bryggju. Uppl. veitir bæjarverkfræð- ingur. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 1. febrúar n.k. 13. janúar 1967. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Ritarastarf Stúlka vön vélritun og með Verzlunar- skólamenntun eða aðra hliðstæða óskast strax til starfa. Uppl. gefur Skrifstofu- umsjón. Uppl. eru ekki gefnar í síma. SAMVINNUTRYGGINGAR Áíyktanir aðal fundar AÐALFUNDUR L.Í.Ú., sem haldinn var 30. nóv. til 2. des. sL gerði margar ályktanir. Hér á eftir fara þær helztu. „Aðalfundurinn lítur svo á, að þegar aðalsíldarveiðisvæðið er á Austfjarðarmiðum og veruleg löndunarbið er hjá síldarverk- smiðjunum á Austfjörðum, þá beri að auka síldarflutninga frá Austfj arða-svæðinu. Má í þessu sambandi benda á, að auðvelt mun að auka flutn- inga verulega í sambandi við umhleðslustöðvar. Beinir fundurinn því til srtjórn ar L.Í.U. að vinna að framgangi þessa máls.“ „Aðalfundurinn telur að sú lækkun, sem orðið hefir á bræðslusíldarverði á þessu ári, stofni útgerðinni í mikla hættu. Fundurinn telur, að þegar um verðfall á síldarafurðum er að ræða, eins og átt hefur sér stað síðari hluta þessa árs, verði fleiri aðilar en útgerðin og verk smiðjurnar að taka á sig þær byrðar, sem sliku verðfalli fylgja. f>á vill fundurinn fela stjórn L.Í.Ú. að kanna það, hvort ekki sé tímabært að verðleggja síld miðað við fituinnihald síldarinn ar.“ „Aðalfundurinn harmar að enn hefur ekki orðið vart raun- hæfra úrbóta á rekstrarerfiðleik um vélbáta af stærðinni 45-120 tonn, á grundvelli þeirrar rann- sóknar, er falin var sérstakri þingnefnd á nóvember 1965. Leggur fundurinn áherzlu á, að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar hið bráðasta, og útvegsmönnum verði grein fyr- ir hvers vænta má í því efni. Fundurinn telur, að raunhæf- ar ráðstafanir, sem að gagni komi, hljóti að fela í sér veru- lega hækkun, auk tryggingar fyrir samræmi milli fiskverðs og verðlags í landinu, þannig að kjör útgerðar og sjómanna haldi vissu jafnvægi við kjör annarra L.I.Ú. atvinnuvega og stétta í þjóðfé- laginu.“ „Aðalfundurinn samþykkir að óska eftir því við ríkisstjórn Islands, að lögum um Síldar- verksmiðjur ríkisins verði breytt þannig: 1. Að í stað fimm manna stjórnar verksmiðjanna I komi 5 manna stjórn' og I jafnmargir til vara, 5 menn og jafn margir til vara kosn ir af Sameinuðu Alþingi, 2 menn og jafn margir til vara kosnir á aðalfundi | L.Í.Ú., 1 maður og 1 til vara kosnir af Farmanna- og fiskimannasambandi ls- lands. 2. Að L.Í.Ú. fái að tilnefna einn af endurskoðendum verksmiðjanna. 3. Að ákveðið verði í lögun- um að verksmiðjurnar kaupi hráefni á því verði, sem Verðlagsráð sjávarút- vegsins ákveður hverju sinni. 4. Tekjuafgangi verksmiðj- anna skal ráðstafað þann- ig: a) Fyrna skal húseignir, vélar og tæki, þau sem í notuð hafa verið á ár- inu, um kostnaðarverð. b) Tekjuafgangur, sem þá verður eftir, skal skipt- ast þannig: 25% leggist í varasjóð, 75% greiðist út til inn- leggjenda í hlutfalli við verðmæti innleggs hvers og eins.“ „Aðalfundurinn samþykkir að skora á Alþingi að setja lög um friðun vissra hrygningarsvæða nytjafiska um hrygningartím- ann fyrir hvers konar veiði. Þá fagnar fundurinn reglugerð um möskvastærðir botnvörpu- netja og lágmarksstærðir fisk- tegunda, frá 25. október sl., og telur að þar sé stigið spor í rétta átt, en bendir á, að æski- legt sé að ganga lengra í frið- un ungfiskjar.“ Deildarhjúkrunar- kona óskast Staða deildarhjúkrunarkonu við Barna- spítala Hringsins, Landsspítalanum er laus til umsóknar. Allar nánari upplýs- ingar veitir forstöðukona Landsspítalans i síma 24160 og á staðnum. Reykjavík, 12. janúar 1967 Skrifstofa ríkisspítalanna. Deildarhjúkrunar- kona óskast Staða deildarhjúkrunarkonu við hand- læknisdeild Landsspítalans er laus til um- sóknar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landsspítalans í síma 24160. og á staðnum. Reykjavík, 12. janúar 1967 Skrifstofa ríkisspítalanna. Verzlunar og skrifstofuhúsnæði Til leigu er húsnæði fyrir verzlanir, skrifstofur eða hreinlegan iðnað, við mikla umferðargötu í borg- inni. — Upplýsingar í síma 17888. Flugnemar athugið Bóklegt námskeið fyrir atvinnuflugmenn hefst 16. þ. m. í Sjómannaskólanum. Nemendur mætið til innritunar kl. 6 e.h. í stofu 2. FLUG S ÝN. Til sölu er LEIKFANGAVERZLUNIN BERGSHÚS SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10. Upplýsingar á staðnum laugardag og sunnudag kl. 2 — 5, og í síma 14806. BERGSHÚS H/F. „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkominni tillögu frá Vélbátaútgerðarnefnd, varð- andi greiðslur frá útvegsmönn- um til sjómanna í veikinda- og slysatilfellum, þ.e. að miðað verði við kauptryggingu háseta og það launahlutfall, sem er á milli yfir- og undirmanna á fiskiskipum samkvæmt kjara- samningum. Skorar fundurinn á stjórn L.Í.Ú. að fylgja þessu máli fast eftir svo frá verði gengið á Al- þingi því, er nú situr. Enda verði umræddar greiðslur þær sömu fyrir allar stærðir fiskiskipa. „Aðalfundurinn mælir með því, að landhelgin verði opnuð fyrir veiðar með botnvörpu frek ar en nú er. Verði það gert á þann hátt, að viss svæði innan núverandi fiskveiðilögsögu verði opnuð á vissum árstímum, og þá haft í huga, að aðalhrygningar- og uppeldisstöðvar nytjafiska verði friðaðar fyrir botnvörp- um.“ „Aðalfundurinn felur stjórn samtakanna að kanna leiðir og vinna að því, að komið verði upp sjómannastofum í höfnum á Austurlandi, sem síldveiðiflot- inn leitar mest til. Einnig telur fundurinn þörf á aukinni læknis þjónustu á þessum stöðum á að- alsíldveiðitímabilinu. Til þess að koma þessu í fram kvæmd og afla nauðsynlegs fjár, telur fundurinn eðlilegt, að haft yrði samráð við ríkisvaldið, við- komandi bæjar- og sveitarfélag og félagssamtök síldarkaupenda. „Aðalfundurinn felur stjórn samtakanna að vinna að því, að bátar undir 100 rúml. að stærð verði tryggðir eftir sömu skilmál um og þeir bátar, sem tryggðir eru frjálsri trýggingu, varðandi tryggingu á vélum.“ „Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórn samtakanna að at- huga möguleika á þjónustu á veg um samtákanna til eftirlits með viðgerðum og fyrirgreiðslu, sem skipin þurfa á að halda vegna veiðiskapar, sem stundaður er i öðrum landshlutum en heima- höfn skipsins er í. Gæfi slík þjón usta verið mikilsverð til að tryggja fljóta viðgerðarþjónustu réttmæti reikninga og hagsmuni útgerðarinnar í tjónatilfellum, þegar útgerðarmaður getur ekki verið viðstaddur. Ennfremur samþykkir aðal- fundurinn að stjórnin afchugi hvort ekki væri rétt að samtök- in fjölluðu um verðlagningu á vissum þáttum viðhalds og við- gerðarþjónustu við bátaflotann. Má í því efni nefna slipptökur, köfun, utanborðsmálningu, breinsun o.fl., þar sem unnt væri að koma við ákveðnum töxtum.“ „Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórn samtakanna að at- huga í hverju liggi hinn stór- aukni kostnaður, sem orðið hef- ur við dreifingu olíu og benzínj um landið og greiddur hefur ver ið úr verðjöfnunarsjóði, og hvað gera megi til þess að draga úr þessum kostnaðL“ „Aðalfundurinn mótmælir harðlega þeim innheimtuaðferð- um, sem olíufélögin með sam- ræmdum aðgerðum nú hafa tek ið upp. Undrast fundurinn að slíkar aðgerðir skuli gerðar að kröfu og frumkvæði opinberra aðila á sama tíma og þeim má vera fullkunnugt um almenna erfiðleika útgerðarinnar í land- inu.“ • „Aðalfundurinn mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi á yfirstandandi Alþingi, er felur í sér fyrirætlun um að inn- heimta 2% aðflutningsgjald af veiðarfærum. Fundurinn lýsir furðu sinni á því, að hið eina sem komið hef- ur fram á Alþingi eftir að þing- mannanefndin skilaði áliti sínu um rekstrarafkomu vél'báta að 126 smálestum skuli vera að leggja 2% innflutningsgjald á veiðarfæri þeirra.“ ,JÞað sem alger óvissa ríkir um verð á bolfiski á komandi vertíð, og þar með rekstrargrundvöll vertíðarútgerðarinnar á bolfisk- veiðum, samþykkir fundurinn að freeta aðalfundarslitum pa» UI tukvar&iH lúutur fwrj*. **

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.