Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 11
MORGTJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967.
11
r leuingaveiar. Jf ramleiosla a uetaganu.
og S sama tíma fór notkun einnlg
vaxandi á öðrum veiðarfærum
úr gerfiefnum í stað veiðarfæra
úr hampL
Tveir kostir.
Þegar hér var komið sögu,
•egir Hannes Pálsson, var ekki
nema um tvennt að velja, hætta
starfseminni eða taka hampvél-
ernar úr notkun og kaupa nýj-
ustu gerð af vélum til full-
vinnslu á gerfiefnum. Sú skoðun
kom fram að taka sömu stefnu
og aðrar veiðarfæraverksmiðjur
höfðu gert og hætta startfsem-
inni, en eftir ítarlega rannsókn
og kostnaðaráætlanir var ráðist
í endurnýjun á öllum vélakosti
Hampiðjunnar og voru hinar
nýju vélar teknar í notkun nú
fyrir nokkrum vikum. Stjórnar-
völdin hafa á ýmsan hátt greitt
fyrir þessum framkvæmdum
enda hefði ekki verið í þær ráð-
ist nema í trausti þess, að starfs-
skilyrði veiðarfæraiðnaðarins
yrðu færð til samræmis við ann-
an atvinnurekstur. Jafnframt
þessum breytingum var hlutafé
fyrirtækisins aukið og starfsfólki
10 ára og eldra boðið að gerast
hluthafar og þágu nokkrir þeirra
það, en fram að því höfðu eig-
endur Hampiðjunnar verið hinir
•ömu og í upphafi, nokkrir tog-
araskipstjórar o.fl. og erfingjar
þeirra, og hafa ekki aðrar breyt
ingar orðið á undanförnum árum
cn hluthafar eru nú 30.
einu. Síðan er efninu dælt I tæki,
þar sem raki er tekin úr því og
þaðan fer það í pressu og er
hitað upp í 300 gr. C. Efninu, sem
þá er bráðnað, er þrýst út úr
vélinni, sem breiðri filmu, eða
í 96 þráðum, eftir því hvort nota
á efnið í kaðla eða netagarn. Efn
ið fer síðan í vatnskælingu og
þaðan í aðra vél til frekari með-
ferðar og strekkingar, en þar
fær efnið mjög aukinn styrkleika
með sérstakri tæknimeðferð í
þar til gerðum hitaofni. Filman
og þræðirnir eru síðan undnir
upp á rúllur, sem eru fluttar í
aðrar deildir til framhalds-
vinnslu.
Til þessarar vinnslu, segir
Hannes Pálsson, að keyptar hafi
verið 2 vélasamstæður frá Ítalíu
og Danmörku, auk þess hafa ver-
ið teknar í notkun aðrar nýjar
vélar sem keyptar voru til fram
haldsvinnslu á gerfiefnum, t.d.
ein tvinningarvél frá Norður- ír-
landi, tvær kaðlavélar frá Vest-
ur-f>ýzkalandi, þrjátíu flettingar
véiar frá Bandaríkjunum og
tvær uppvindingarvélar frá Bret
landi. Handhnýtingu á netum
hefur verið hætt að mestu og á
Hampiðjan þrjár netahnýtingar-
vélar af nýjustu gerð, auk þess
eina vél af eldri gerð, en fyrir
þær vélar hefur lítið verkefni
verið að undanförnu.
Stór markaður.
Hampjðjan framleiðir nú allt
sem tilheyrir veiðarfærum nema
þorskanet og síldarnætur. Heild-
arinnflutningur á veiðarfærum
til íslands var árið 1965 um 225
millj. kr., en þar af eru um 160
millj. vegna þorskneta og síldar-
nóta. Seg'ir Hannes Pálsson, að
Hampiðjan hafi rúmlega 40% af
markaðnum í veiðarfærum utan
þessa tveggja þátta þeirra, sem
ekki eru framleiddir innanlands.
Framleiðslugeta fyrirtækisins á
að vaxa með hinum nýju fram-
kvæmdum.
Við spyrjum Hannes Pálsson
hvernig samkeppnisaðstaða fyrir
tækisins sé að loknum þessum
viðamiklu breytingum og segir
hann að óumdeilanlega sé erfitt
að keppa við núverandi aðstæð-
ur og kemur þar margt til, eins
og kemúr fram í áliti nefndar,
sem skipuð var af iðnaðarmála-
ráðherra 16. sept. 1964, til athug
unar á vandamálum veiðarfæra-
iðnaðarins. Samkeppnisaðstaðan
hefur versnað síðan nefndin skil-
aði áliti sínu og hafa ástæður
fyrir því verið rannsakaðar.
Hannes Pálsson telur augljóst
að efla beri innlendan veiðar-
færaiðnað, svo sem kostur er, en
er þeirrar skoðunar, að það verði
ekki gert nema veiðarfæraiðnað-
urinn fái meðalvernd hins inn-
lenda iðnaðar, á einhvern hátt,
og bendir á í því sambandi að
Sementsverksmiðjan hafi 20%
tollvernd. Mín skoðun er sú,
segir hann, að verndartollurinn
ætti að vera sá sami og ytri
tollur Efnahagsbandalagsríkj-
anna, meðan ekki eru gerðir
saamningar við slík bandalög um
niðurfærslu á tollum.
Árið 1934 var gjaldeyrisskort-
ur í landinu, segir forstjóri Hamp
iðjunnar, og hefðum við þá getað
fengið tollvernd, en okkur var
það metnaðarmál að láta fyrir-
tækið ganga án þess og það gekk
líka vel fyrstu árin, en síðan
hefur efnahagsþróunin og röng
gengisskráning oft á tíðum vald-
Nýja framleiðslan.
Hinar nýju vélar Hampiðjunn
ar breyta gerfiefnum, polyetylen
og polypropylen úr smákornum,
«em flutt eru inn í sekkjum, í
þræði eða filmu til framhalds-
vinnslu í ýmsar vörur. Það er
tfyrsta stig vinnslunnar, er fer
fram á þann hátt, að efnið er
látið í blandara ásamt litarefni
og er blandað um eitt tonn í
N etahný tingar vél.
ÍSLENZKUR
IÐNAÐUR
ið okkur erfiðleikum og má í þvi
sambandi benda á, að þegar út-
gerðin hefur fengið uppbætur,
hefur veiðarfæraiðnaðurinn orð-
ið útundan, en við erum raun-
verulega á sama veg staddir og
útvegurinn hverju sinni.
Ný verkefnL
Um ný verkefni á sviði veiðar-
færaiðnaðar á íslandi, segir
Hannes Pálsson, að nauðsynlegt
sé að koma upp verksmiðju, sem
framleiðir síldarnætur og þorska
net og segir okkur frá því í því
sambandi, að japanskt fyrirtæki
hafi boðizt til þess að byggja
slíka verksmiðju á íslandi og
leggja fram fjármagn til hennar,
með því skilyrði að tekin yrði
upp 15% tollvernd á innlend
veiðarfæri.
Þegar gengið er um vélasali
Hampiðjunnar og fylgzt með
hinni nýju framleiðslu þar, verð-
ur ljóst, að hér hefur gamalt og
gróið fyrirtæki gert mikið átak
til þess að skapa sér reksturs-
grundvöll á ný við breyttar að-
stæður og það átak sýnir ljós-
lega, að ef viljinn er fyrir hendi
á að vera hægt að byggja upp
öflugan veiðarfæraiðnað á ts-
landi, enda erfitt að sjá hvaða
iðnaður það er sem möguleika
á að hafa til þess að þrífast hér
á landi, ef ekki einmitt sá iðn-
aður, sem þjónar sjávarútvegin-
um eins og veiðarfæraiðnaður og
stálskipasmíðL
Gjöf til Öryrkja-
heimilisins
f GÆR, 12. janúar, samþykkti
Lionsklúbburinn Njörður að
gefa tuttugu og fimm þúsund
krónur til byggingar öryrkja-
heimilisins við Hátún.
Njörður er þriðji Lionsklúbb-
urinn, sem gef-ur fé til bygging-
arinnar.
Öryrkjabandalagið þakkar kær
lega gjöfina.
Vientiane, Laos, 12. jan. AP.
H. S. Kapitsa, yfirmaður S-
Austur Asíudeildar sovézka
utanríkisráðuneytisins, fór frá
Vientiane í dag á leið til Bang-
kok. Þaðan er för hans heitið að
talið er til Singapore og Indó-
nesíu, en áður hafði Kapitsa kom
ið við í Rangoon og Pnompenh.
IA77RAI 1 FTTSklíl 1 RÁRII
JnLLUiiL 4 mánaða námskeið .LL I lúlYULI Inntökupróf í Dn l\ U Eldri nemendur
að hefjast úrvalsflokka fyrir ath. að stundaskrá er breytt
Endurnýjun skírteina 14 ára og eldri og verða þvi allir að mœta til
fer fram 16. jan. ballettundirstaða endurnýjunar skírteina á
í kennslusal skálans við Stigahlíð skilyrði Tek einnig í almenna byrjendaflokka, aldurstakmark II ára rétfum tíma
Ath. Skólinn er fluttur í Stigahlíð 45 sími 19457