Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 4
I 4 MORGUNBLAÐTÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. BÍLALEICAN FERÐ SÍMl 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGNUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 ,iH' 1-44-44 \muim Hverfisgötu 103. Síml eftir lokun 31100. LITLA bílaleígtm Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍIALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. y . z .-^BUA If/GA AT RAUOARARSTÍG 31 SiMI 22022 ÖKUKENNSIA HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLL GÖGN VARÐANDI BÍIPRÓF ÁVALT NÝJAR VOLKSWAGEN BIFREIÐAR 35487 RAGNARTÓMASSON HÉRAÐSDÓMSLÖG MAÐUR AUSTUR»m*TI 17 - (SlLLI «1 Valdi) sImi 2-46-45 MAlflut ningur Fasteisnasala Almenn lösfrædistörf Húseigendafélag Reykjavíkui Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Ár Hálfgerður aula- háttur. í aðra röndina hafa menn gaman af að lesa fréttirnar um umsvif hinnar bandarísku ævintýrakonu, en þeir sem urðu fyrir barðinu á henni skemmtu sér að sjálfsögðu ekki jafnvel. Og vesalingurinn sem hún skildi eftir í umkomuleysi á ekki sjö dagana ssela. Af þessum atburðum geta menn hins vegar lært töluvert. Væntanlega tekst henni ekki jafnvel að leika á landann í næstu ferð. Það er í rauninni aulaháttur að láta fara þannig með sig. Ég hef heyrt á skotspónum, að Flugfélagsmenn hafi verið búnir að fá vitneskju um að unga stúlkan væri grunsamleg áður en hún keypti farseðil sinn þar — og ef það er rétt er þeirra aulaháttur mestur. Fólk fylgist með framvindu málsins af áhuga — og fróð- legt væri að fylgjast með því hvernig stúlkunni tekst að gera innkaup sín í Kaupmannahöfn og greiða hótelreikninginn þar. ^ Sjónvarpið sækir fram. Fjögurra daga sjónvarp Síldveiðiskipstjórar Hin árlega skemmtun síldveiðiskipstjóra verður 1. febrúar í Lidó. — Stuttir kjólar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 28. þ.m. í síma 36107, 31282, 92-1374, 92-8074, 93-1747 og 51429. NEFNDIN. Bíll til sölu Til sölu er Daf-bíll, árgerð 1963, vel með farinn, keyrður aðeins 30 þús. km. Selzt ódýrt og greiðsluskilmálar eftir sam- komulagi. Upplýsingar í síma 1-11-96 frá kl. 9—13 og eftir kl. 19 daglega. Orðsending til húsbyggjenda Þeir húsbyggjendur, sem pantað hafa hjá okkur steypumót TENGIMÓT og þeir sem hafa í huga að byggja með þeim gjörið svo vel að hafa samband við okkur sem fyrst, þar sem verið er að ganga frá efnis- pöntim. TENGIMÓTIN má klæða með borðum, borðflekum og krossviðsflekum. Þau eru létt og fljótleg í uppsetningu og losun. Múrhúðun óþörf. Útvegum menn til leiðbeininga. BREIDFJÖRÐS BLIKKSMIDJA OC TINHÚDUN Sigtún 7 — Sími 35000. á næstunni, sex daga sjónvarp í haust, sögðu blöðin í gær. „Fari það í logandi“, sagði einn kunningi minn, þegar hann las þetta — „ég hef ekki tima til að horfa meira á sjónvarp en ég geri“. „Ég er orðinn hálfhræddur við þetta — vegna iA'öldvinn- unnar minnar", bætti hann við. Já, nú vandast málið. Fólkið úti á landsbyggðinni, sem legg- ur nú alla áherzlu á að fá sjón- varp sem fyrst, veit e.t.v. ekki um hvað það er að biðja, eða hefur það kannski ekki kvöld- vinnu? Ár Loftleiðir. >á er nýjum kafla í Loft leiða-sókninni lokið, ekki með sigri að þessu sinnL Niðurstaða málsins veldur félaginu að lík- indum töluverðum vonbrigð- um og enn meiri erfiðleikum. Margt bendir til þess að sókn- in verði nú æ erfiðari á þess- um vettvangi, en vonandi ræt- ist úr þessu máli þannig að all- ir geti vel við unað — í bili. Því aldrei verður þetta mál út- kljáð fyrir fullt og allt. Stöð- ugar framfarir í flugi og alhliða þróun í heiminum veldur því, að viðhoríin breytast frá degi til dags. Flugvélin, sem var ný i gær verður gömul á morgun — og þarf ekki flugvélar til. Viðgangur Loftleiða er okk- ur mikils virði og vonandi tekst félaginu að finna leið út úr erfiðleikunum — með góðra manna aðstoð. Ár Færeyingar. Færeyingar eru á leið- inni, segja dagblöðin. Hið fær- eyska vinnuafl virðist orðið nauðsynlegt fyrir sjávarútveg- inn á vetrarvertíð. Fiskiðnað- inn skortir vinnuafl, þegar annirnar eru hvað mestar — og það, sem er þó mikilsverð- ara. Okkur skortir gott vinnu- afl. Færeyingar hafa fengið gott orð fyrir dugnað og kunnáttu við störf sín — og það rúm, sem skipað er Færeyingi — þykir vel skipað. Við höfum svipaða reynslu af fólki frá ýmsum öðr um löndum, frá Norðurlöndun- um, Þýzkalandi og víðar. , Og svo eru til menn sem ótt- ast útlendinga og áhrif þeirra, telja að íslenzku þjóðerni sé stofnað í voða með hverri er- lendri sálu, sem heimsækir landið. Ekki verður annað séð en að þeir útlendingar, sem á undanförnum árum hafa flutzt hingað og fengið íslenzkan rík- isborgararétt hafi reynzt hinir beztu þegnar — og á engan hátt lakari landi og þjóð en innfæddir. Mörg dæmi eru meira að segja til þess, að út- lendir menn hafi valizt til for- yztu og leyst hlutverk sitt af hendi með sóma. Nægir að benda á þátt þýzkuættaðr* manna í tónlistarmálum — oj dug sama fólks við landibúnað- arstörf. 'Á' Nóg komið. Þá hefur dómurinn verið felldur yfir kvenfélaginu á SeyðisfirðL Það fær ekki að halda þorrablótið vegna þess að of mikið þykir þar drukkið. — Ýmsar sögur fara af síldar- böllum svonefndum fyrir aust- an. En ef kvenfélagskonur slá alla aðra út — þá er meira en lítill töggur í þeim þarna fyrir austan. Ár Umskipti í nánd? Veðrið hefur verið furðu- legt hér að undanförnu. Hlý- indin eru oft ekki meiri i sumrin og vonandi boðar þetta ekki alger umskipti. Við höf- um fengið nóg af misjöfnu sum arveðri og vildum helzt hafa sumarið gott, en okkur væri alveg sama þótt hann frysti duglega yfir vetrarmánuðina. 'Á' Hætta. Maður nokkur skrifar og segir, að gangstéttin við Grett- isgötu 6 hafi verið upprifin vegna endurbóta um alllangt skeið. Telur hann, að þarna leynist mikil hætta fyrir fó;- gangandi fólk og biður hlutað- eigandi aðila að ljúka fram- kvæmdum áður en einhver hals brýtur sig þarna. Vonandi bev- ast þessi tilmæli nógu snemma. Auglýsing Veiðifélag Mýrarkvíslar í Suður-Þingeyjarsýslu óskar eftir tilboðum í veiðirétt vatnahverfisins næstu 10 ár, gegn því að væntanlegur leigutaki byggi fullkominn fiskveg upp yfir 12 — 13 m. háa fossa í Reykjakvísl. Laxgengur hluti veiðisvæðisins er nú 8,2 km., að viðbættum 15 km. greiðfærri göngufiskaleið ofan væntanlegs laxastiga og tveim silungsveiðivötnum, í fögru umhverfi, með góðum hrygningaskilyrðum fyrir lax. Tilboðum sé skilað til stjómar veiðifélagasins fyrir 1. marz n.k. Nánari upplýsingar gefur undir- ritaður. F. h. félagsstjórnar IfERMÓÐUR GUÐMUNDSSON, Arnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.