Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967.
ATVINNA
Ung húsmóðir óskar eftir heimavinnu, helzt við
bókhald eða bréfaskriftir, danskar og íslenzkar,
eða hálfs dags vinnu við sama.
Upplýsingar í síma 13117 milli kl. 13 — 17.
Sumarhús - skipti
Góður sumarbústaður á góðum stað óskast leigður
1 mánuð í júlí — ágúst n.k. Skipti á nýju raðhúsi
í úthverfi Kaupmannahafnar kemur til greina á
sama tíma. Lysthafendur leggi inn nöfn sín á af-
greiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. merkt: „Sumarhús
— 8813“.
Skrifstofustarf
Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til bók-
haldsstarfa. Æskilegt að umsækjandi hafi áður unnið
við vélabókhald. Umsóknir sendist Morgunblað-
inu merktar: „8713“.
Afar ódýr frímerki
frá Austurríki
Tvö þúsund og átta hundruð falleg, mismunandi
safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verð-
mmti um 320 mörk en í auglýsingaskyni aðeins
300,00 íslenzkar krónur, gegn póstkröfu, svo lengi,
sem birgðir endast. — Póstkort nægir.
MARKENZENTRAI.E, Dempschergasse 20,
1180 Wien.
Fulltrúastarf
Óskum eftir hæfum fulltrúa, sem áhuga
hefur á að stuðla að auknum skilningi á
Bandaríkjunum. Æskilegt væri að við-
komandi hefði reynslu á sviði fréttaþjón-
ustu eða menningarskipta. Mikil ensku-
og íslenzkukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna
sími 1 10 84.
AlþjóðEegt frónskunámslieíð
I Suður Frakklandí
Nálægt Careassonne.
3. janúar til 28. febrúar 1967, 3. marz til 26. apríl
1967, 3. maí til 28. júní 1967. Skólagjald fyrir
8 vikur: 950 þýzk mörk eða 10287 ísl. kr. (inni-
falið: aliur matur, 200 stunda kennsla á öllum
námsstigum, 1600 km. ferðalög) lokapróf, verzlun-
arnámskeið, tennis, skíðaferðir, hópferðir til Parísar.
Upplýsingar:
INSTITUT INTERNATIONAL
D’ ETUDES FRANCAISES
B. P. 4 Rambouillet — S. O. France.
Kristín Særminds-
dótfir - Sjöfíu ára
SUMARDAGSMORGUN einn
rétt við sláttabýrjun, fyrir um
það bil 50 árum, komu nokkrir
ferðamenn á æskuheimili mitt,
Reykjarhól í Vestur-Fljótum,
Skag. Ferðafólk þétta hafði
ferðast næturlangt, ég held frá
Siglufirði, og var á leið upp í
Skagafjörð. Fólkið var þreytt,
svefnvana og því hvíldarþurfi.
Eftir að það hafði fengið hress-
ingu, hvíld og nokkurn svefn,
var það aftur setzt að borðum.
Hófust þá skemmtilegar sam-
ræður milli þess og föður míns.
Ég man ekki, hvað fólkið var
margt, en ég man, að það var
aðeins ein stúlka í hópnum, sem
gat verið um tvítugs aldur.
Faðir minn var maður greind-
ur, skrafhreyfinn og hafði
ánægju af gestkomu. Nú voru
þessir langt að komnir, frá ísa-
firði, og það er auðskilið mál,
að faðir minn naut stundarinn-
ar vel, að tala við þessa langt-
aðkomnu gesti. Þarna fóru sem
sér fram fjörugar samræður.
Ég var stráklingur þá, milli
fermingar og tvítugs, og ég
minnist, að það var forvitnilegt
fyrir mig, að fylgjast með þess-
um samræðum, án þess að láta
mikið bera á mér. Ég uppgötv-
aði það undir eins, hvað unga
stúlkan var frjálsleg og laus við
alla feimni. Það jók enn athygli
mína á henni, hvað mér fannst
hún eiga létt með að halda uppi
skynsamlegum samræðum um
marga hluti og ólíka, sem um
var talað. Hún virtist vera alls-
staðar heima, og gerði einkar
glögga grein fyrir skoðun sinni
jafnt á mönnum og málefnum.
Tókst henni þetta allt miklu bet-
ur, en ferðafélögum hennar, sem
voru allt karlmenn og henni
eldri og reyndari. Ég sá það
greinilega, að faðir minn tók
fljótt eftir þessu, því að hann
fór að beina orðum sínum ekki
síður til hennar, nema fremur
væri, en til ferðafélaga hennar.
Þegar samræður stóðu sem
hæst, fannst mér ég merkja
það, að í ljós komi stríðnisandi
hjá ferðafélögum stúlkunnar,
til hennar. í unglinghætti mín-
um, hugsaði ég sem svo: Ætli
þeir öfundi'hana út af því, að
húsráðandi er búinn að taka
eftir því, að hún hefur miklu
meiri hæfni til þess að halda
uppi skemmtilegum samræðum
en þeir? En þegar þeir fóru að
segja þessi stríðnisorð sá ég, að
föður mínum þótti ekki miður,
er hann heyrði, hve snilldarlega
unga stúlkan bar af sér lagið
hverju sinni.
Myndin, sem eftir varð þegar
þetta ferðafólk var farið, var
eitthvað svo litrík, góð og þægi-
leg, lét einhverskonar eim eftir
í heimilinu. Var það ekki sízt
vegna þess ferskleika, sem lék
yfir svip og tali þessarar ungu
stúlku. Það var sem fallið hefði
sindur frá björtum boga. — Upp
vaxandi þjóðmála-kona eða
hvað? lá nærri að spyrja. Það
hefði ef til vill farið þannig, ef
líf hennar hefði ekki fallið í
annan farveg og hann miklu
hreinni.
Unga stúlkan var Kristín Sæ-
mundsdóttir.
Um 20 ára skeið gleymdi ég
alveg nafni hennar, hafi ég þá
nokkurntíma heyrt það þennan
morgun, er hún kom í æsku-
heimili mitt. En ég mundi eftir
dökku augunum, skörpu tilsvör-
unum og leifrtunum í svip
hennar.
Kristín er fædd 14. janúar
1897 í Hörgshlíð í Mjóafirði við
Isafjarðardjúp. Hún er því 70
ára í dag. Ætt hennar verður
ekki rakin hér þótt þar mætti
víða koma við. Kristín þarf þess
heldur ekki. Hún getur staðið
ein, án þess að þurfa að styðjast
við stofna ættarinnar. í æsku
mun Kristín hafa verið draum-
lynd, skáldhneigð og hugurinn
hlaðinn útþrá og orku. Og út
fór hún. — Hún sigldi til Noregs,
líklega skömmu eftir að hún
kom í Fljót og Skagafjörð.
Hún átti systur í Noregi, Sig-
ríði að nafni. Var hún gift norsk
um manni. Mann sinn missti Sig-
ríður, eftir stutta sambúð. Um
23 ára aldur var hún orðin
ekkja með þrjú ung börn og út-
lendingur. Þá sýndi Sigríður hví
líkan kjark hún hafði að geyma.
Hún brýst í það að kaupa hús-
eign allmikla, sem hún breytir
í hótel. Bæj aryfirvöld sáu dug
þessarar íslenzku konu og
fannst það hart að sýna engan
lit á aðstoð, og því heldur, sem
þetta mundi hafa mikla þýðingu
fvrir bæinn, sem var hið mikla
fiskiver Svolver í Norður-Noregi.
Eftir að Norðmenn voru búnir
að vppta öxlum nokkrum sinn-
um yfir framtaki íslenzku ekkj-
unnar, brugðu þeir vel við og út-
veguðu henni lán. Þarna hóf svo
Sigríður hótelrekstur, til góðs
fyrir alla, og stóð í skilum við
lánadrottna sína í hvívetna.
Seinna giftist Sigríður öðrum
manni. Með báðum ól hún
norsku þjóðinni 5 efnis- og fyrir
myndarbörn. Sonur hennar af
fyrra hjónabandi heitir Hákon.
Han var orðinn yfirforingi í
norska flughernum með yfir-
mátagóðum orðstír. Svo var það
við síðustu stjórnarskipti í Nor-
egi, að mikil átök urðu um sam-
göngumál landsins, sérstaklega
sem snerti Norður-Noreg. Var þá
talið, að ekki fengist heppilegri
maður til þess að vera samgöngu
málaráðherra en Hákon, og ekki
hefur annað heyrzt en hann
skipi ráðherastólinn vel.
Með seinni manni sinum flutti
Sigríður seinna til Krokstadelva,
í Suður-Noregi. Þar komum við
hjónin nokkrum sinnum í heimili
hennar og kynntumst mannkost-
um þessarar íslenzku konu á er-
lendri grund. Við margar kring-
umstæður gengum við úr skugga
um, hvílík höfðingskona hún
var. Sigríður lézt árið 1962 (?)
á óðalssetri sínu, Solbakken, sem
liggur undir skógivaxinni hlíð-
inni, þar sem þorpið liggur við
fætur óðalsins eins og perlufesU.
Mig furðar á því, að enginn ís-
lendingur skyldi skrifa um þessa
ágætiskonu, þegar hún var öll.
Ef til vill hefur það verið gert,
en farið fram hjá mér.
Það var til þessarar systur
sinnar Sigríðar, sem Kristín fór,
er hún hvarf sem ung stúlka
til Noregs. Þá hafði Sigríður
hótelreksturinn í Svolver.
Kristín kom strax í snertingu
við ný áhrif og nýja strauma.
Þeir flæddu, sem þýðir vorvind-
ar um sál hennar. Trúarvakning
var þá mikil í Noregi. Varla
nokkur byggð landsins var ósnort
in af áhrifum hennar. Unga
stúlkan frá íslandi kynntist fljót
lega þessum trúaráhrifum. Heima
á íslandi var hún alin og fóstruð
í lotningu fyrir trúarljóðum Hall
gríms Péturssonar. Kunni hún
Passíusálmana utan að, eins og
barnalærdómskver sitt. í vakn-
ingunni í Noregi mætti hún sama
trúareldinum, er Hallgrímur
hafði lagt niður í sálma sína, í
slagæð hins trúarlega lífs, eins
og það kom fyrir augu hennar
þar: Kristur krossfestur, sem
grundvöllur að hjálpræði manns
ins.
Þar með var örlögum rennt.
í stað þess að verða þjóð-
málakona, varð hún boðberi
Krists. Óðara haslaði hún sér
völl meðal þess fólks, sem átti
þessa sameiginlegu reynslu, ‘að
hafa mætt Kristi, sem persónu-
legum frelsara sínum. Hún gekls
þegar fram í eldlínuna. Þar hef-
ur staður hennar verið síðan,
hvort sem hún hefur verið i
Noregi eða heima á íslandi.
Áður en leiðir okkar Kristínar
lágu saman til meiri og nánari
kynningar var það eitt sinn á
fjölmennri kristilegri samkomu
á Akureyri, að ég heyrði Sæ-
mund G. Jóhannesson ritstjóra
lýsa Kristinu í ræðu, sjálf var
hún víðsfjarri. Þau Sæmundur
og hún eru náskyld, systkina-
börn. Það var þó ekki vegna
skyldleikans, sem hann var að
lýsa henni, heldur vegna mál-
efnanna, sem hann hafði til um-
ræðu. Ég hugsaði meðan Sæ-
mundur talaði: Þessa lýsingu
vildu allar konur mega eiga. Það
jók á gildi orðanna, að sá sem
talaði, var ekki vændur um neitt
skrum.
Þetta sama sumar hófst nánari
kynning okkar Kristínar. Fljótt
fannst mér eins og eitthvað í
aðli hennar kæmi mér kunnug-
lega fyrir sjónir. En hvað var
það? Hef ég séð þessa konu ein-
hverntima áður? Spurning þessi
leitaði á huga minn i hvert skipti
eftir að ég hafði átt samtal við
hana.
Gat það verið?
Ég gat ekki leynt forvitni
minni lengi eftir þetta. Næst
spurði ég hana beint út: „Ferð-
aðist þú nokkurntíma um Fljót
og Skagafjörð, er þú varst ung
stúlka?“
„Ætli það nú ekki, og kom
meira að segja við á Reykjar-
hóli“. — Hún gerði ofurlítið hlé
á því sem hugur hennar var að
forma, en bætti svo við í léttum
hreim: — „Varst þú kannski
drengurinn, sem fylgdir okkur
n hestum nokkuð á leið, eftir að
við fórum frá Reykjarhóli?“
Hvorttveggj a reyndist rétt.
Allt frá því að Kristín Sæ-
mundsdóttir vígðist Kristi, sem
ung, gáfuð stúlka á norskri
grund, hefur hún verið trú köll-
un sinni. Krafta sína hefur hún
aldrei sparað, en verið áræðin
og djörf bæði í málflutningi og
tvísýnum ferðalögum. Hertygjuð
þeim einkennum sem lauslega er
drepið á í upphafi greinar þess-
arar, samfara brennandi trúar-
áhuga, hefur hún margoft geng-
ið inn um þær dyr, sem öðrum
voru lokaðar. Hún er vel máli
farin, hugsunin skýr, og lætur
henni vel að vitna í sálma Hall-
gríms máli sínu til stuðnings.
Slíkar ívitnanir liggja henni oft
á hraðbergi og falla þrávegis
álíka vel inn í efnið og glit-
sumur í fallegan vef. Kærleikur
hennar til Krists hefur alltaf
verið heill og óskiptur, og líf
hennar einkennst af þjónandi og
fórnandi kærleika.
í dag situr Kristín í góðum
fagnaði meðal vina sinna í Fjarð-
arstræti 24 á ísafirði. Þangað
hverfa nú hugir okkar til henn-
ar með þakklæti og árnaðarósk-
um. En það eru ekki aðeins hug-
ir Hvítasunnumanna, sem hverfa
þangað til hennar í dag, heldur
fjölmargra annarra, því að
kynni hennar og þjónusta er
miklu víðtækari, en að hún mið-
ist aðeins við Hvítasunnuhreyf-
inguna, þótt það starf eigi fyrst
og fremst hug hennar.
Hugheilar hamingjuóskir með
70 ára afmælið, kæra Kristín, og
hafðu beztu þakkir fyrir öll þín
störf.
Ásmundur Eiríksson.