Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐTÐ, LAUGARDAGTJH 14. JANÚAR 1967.
t
Móði.r okikar
Filippía Ingibjörg
Eiríksdóttir
lézt á heimili sínu 12. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna,
Nikulás Guðmundsson.
t
Maðurinn minn
Eggert Kjartansson,
Hofsstöðum Miklaholtshreppi,
lézt að heknili dióttur sinnar
Hraunibæ 92 11. þ.m.
Sigríður Þórðardóttir.
t
Móðir okkar
Vilborg Jónsdóttir
Lézt á sjúkradeild Hrafnistu
fimmtudaginn 12. janúar 1967.
Jar’ðsett verður frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 18.
janúar kd. 10.30.
Axel Ólafsson,
Katrin Ólafsdóttir,
Huld Árnadóttir,
Friðjón Árnason,
Margret Ansell,
Árnfríður Sörensen,
Þórunn Larsen,
Guðbjörg Crowder.
t
Útför móður okkar og
tengdamóður \
Önnu Levoríusardóttur
er andaðist í Landsspiitalan-
um 2. þ.m. fiór fram þann 9.
þ.m. frá Fossvogskirkju.
Börn og tengdabörn.
t
Útför kærrar dóttur okkar
Hjördísar Úllu
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 16. jan. kl. 10.30.
Fyrir okkar hönd, barna henn
ar, systkina og annarra vanda
manna.
Ásta og Wilhelm Zebitz.
t
Jarðarför eiginmanns míns
Þórarins Hinrikssonar
bifreiðastjóra,
Austurbrún 6, Kvk,
fer fram frá Fosovogskirkju
mámidaginn 16. jan. kiL 1.30
e.'h.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna.
Unnur Jónsdóttir.
Jarþrúður Einarsdóttir
Kennari — Minning
Fædd 17/8 1897. Dáin 6/1 1967.
Hún bar eins og hetja þyngstu
þraut.
Það þótti nú forðum sómi,
og geta svo mænt á móðurskaul
og mætt fyrir hverjum dómi.
Og svona er að fara sigurbraut
að síðasta klukknahljómi.
Þ.E.
Þetta ljóð kom mér í hug, þeg
ar ég frétti lát minnar góðu vin-
konu Jarþrúðar Einarsdóttur.
Sín löngu og ströngu veikindi
bar hún eins og hetja. Hún þakk
aði guði fyrir hans handleiðslu.
Hún þakkaði fyrir að hafa feng-
ið að lifa það að komast á sjötug
asta aldursár. Sjö sinnum hafði
hún legið á sjúkrahúsi Hvíta-
bandsins og alltaf snúið heim
og fengið bót meina sinna. „Það
er ekki von að alltaf sé hægt að
bjarga manni“. Það voru hennar
orð, og þannig var hennar hugur
til lækna og hjúkrunarfólks. Það
var lærdómsríkt að heimsækja
hana þar sem hún lá á sjúkra-
beði. Alltaf var hún glöð og bros
andi og gat talað um allt, sem
við bar, en um veikindi sín var
hún fátöluð og aldrei kvartaði
hún. Ég fann það aldrei betur
Hjartans Iþakkir til allra
þeirra sem glöddu mig með
'heimsóknum, gjöfium og skeyt
um á 60 ára afmæli mínu
2. jan. siL
Guð blessi ykkur öll.
Aðalheiður Antonsd.
Fróðasundi 3, Akureyri.
Innilegustu þalkkir færi ég
öllum þeim sem sýndu mér
vináttu með heimsóknum gjöf
um og skeytum á 85 ára af-
mæli mínu þann 16. desemlber
1966. Guð gefi ykkur gleði-
legt nýtt ár, með þökk fiyrir
það idðna.
Kærar kveðjur til ykkar allra
lifið heiL
Elínborg Jónsdóttir,
Framnesveg 65, Reykjavik-
t
Þökkum innillega auðsýnda
samú'ð við andlát og jarðarför
Kristínar P. Njarðvík.
Vandamenn.
t
Þöikkum auðsýnda bliufctekn
mgu við andláfc og jarðarför
Fríðu Bjarnason.
Árni Eiríksson,
Þorst. Bjarnason.
en þá, að alltaf var hún veitand-
inn, en ég þiggjandinn.
Jarþrúður var fædd á Tóft-
um í Stokkseyrarhreppi 17/8
1897. Fóreldrar hennar voru
hjónin Ingunn Sigurðardóttir og
Einar Sigurðsson. Þau voru
bæði greind og vel metin í sinni
sveit. Jarþrúður ólst upp hjá
foreldrum sinum og var hún
fjórða í röðinni af 8 börnum
þeirra hjóna. Hún lauk kennara-
prófi frá Kennarasikóla íslands
og sótti mörg námskeið, auk þess
sem hún fór námsferð til Eng-
lands 1929. Hún var nokkur ár
kennari í Árnessýslu, en lengst
kenndi hún við barnaskóla Aust
urbæjar. Hún lagði mikla alúð
við starfið og þótti ágætur kenn-
ari, ég veit líka, að margir nem-
endur hennar báru til hennar
hlýjan hug og sýndu henni
margskonar ræktarsemi til síð-
ustu stunda. Mjög var hún eftir-
sótt að kenna börnum, sem erfitt
áttu með nám.
Jarþrúður var fluggáfuð
prýðilega ritfær og skáldmælt,
þó að hún flíkaði því lítt. Hún
varð að þola mikla lífsreynslu.
Eins og áður er vikið að, átti
hún við langvarandi veikindi að
stríða, einkum hin síðari ár, og
varð oft að beita sig hörðu til
að geta gengt skyldustörfum.
Hún hafði mikla sjálfsstjórn og
tók hverju sem að höndum bar
með stillingu og æðruleysi, og
þurfti hún oft á því að halda.
Hún varð fyrir þeirri sáru
reynslu að sjá á bak 4 uppkomn-
um bræðrum sínum, sem hún
unni heitt. Tveir þeirra dóu frá
ungum börnum og þeim reynd-
ist hún styrk stoð. Eina bróður-
dóttur sína ól hún upp, Ingunni
Ósk Sigurðardóttur, sem er gift
Páli Björgvinssyni oddvita á
Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu.
Vel reyndist fósturdóttirin
fóstru sinni, þegar mest á reyndi
enda var mjög kært með þeim
frændkonum. Jarþrúður var
bundin sterkum ættarböndum
og virðist það hafa verið ættar-
arfur í þeirri fjölskyldu að
standa saman í blíðu og stríðu.
Jarþrúður var stórbrotin per-
sónuleiki, nokkuð sérlunduð og
hélt fast á sínum málum, ef því
var að skipta, en svo var hún
áreiðanleg, að vel hefði mátt
segja við hana, að „jafnt þykir
mér heit þín sem handsöl ann-
arra manna.“ Hún var mikil
drengskaparkona og raungóð og
vildi öllum vel. Vinsæl og vin-
mörg var hún, og kom það bezt
fram í banalegu hennar. Það var
gestkvæmt hjá henni í heim-
sóknartímum Hvítabandsins og
allt fullt af blómum í kringum
hana,-
Á yngri árum lærði Jarþrúður
garðyrkju, hún átti alltaf mikið
af fallegum blómum. Mjög hafði
hún mikla unun af, þegar hún
gat setið á sólskinsdögum úti í
garðinum sínum og horft á út-
sprungin blóm, sem hún sjálf
hafði sáð til og ræktað. Ef til
vill hefur það verið skylt hennar
ævistarfi, því ekki efast ég um
að góðu sæði hefur hún sáð í
þær barnssálir, sem henni var
trúað fyrir. Félagslynd var hún,
meðan heilsan leyfði. Hún var í
stjórn Sambands sunnlenzkra
kvenna í nokkur ár og í Stokks-
eyringafélaginu 1 Reykjavík frá
því það var stofnað. Hún var
góð samstarfskona. Mjög var
hún áhugasöm um bindindismál.
í Góðtemplarareglunni starfaði
hún vel og lengi.
Hún var tíður gestur á mínu
heimili og alltaf kom hún með
sól í bæinn ,og ekki spillti það,
að hún kunni undrin öll af ljóð-
um og sögum, sem gaman var að
hlusta á, og staður og stund gat
átt til að gleymast. Hún tók þátt
í öllum hátíðastundum fjöl-
skyldu minnar. Ég á um hána
margar dýrmætar minningar,
sem aldrei gleymast.
Jarþrúður var starfsöm kona.
Þegar hún kom í heimsókn hafði
hún oft með sér handavinnu.
Það liggja eftir hana miklar og
fallegar hannyrðir, sem hún
prýddi með heimili sitt, en not-
aði þó fyrst og fremst til að
gleðja með vini sína og venzla-
fólk. Hún var örlát og óeigin-
gjörn og hafði mikið yndi af að
gleðja aðra.
Ég veit, að hún verður í viija-
hópnum, sem bíður mín á strönd
inni hinum megin, þegar ég að
lokum lendi mínu fari. Ég
kveð hana með heitum bænum
og ástarþökk fyrir 60 ára ómet
anlega vináttu og tryggð.
Guðrún Sigurðardóttir.
t
F. 17/8 1897. D. 6/1 1967.
GÓÐ kona velviljuð og trygg-
lynd er horfin sjónum vorum,
en minningin lifir í hug og
hjarta vandamanna og vina.
Sú er bót harmi gegn.
Jarþrúður heitin var fædd
fyrir nær 70 árum að Tóftum
í Stokkseyrarhreppi í Árnes-
sýslu, þar sem foreldrar hennar
bjuggu en þau voru: Einar Sig-
urðsson, f. að Hólum í Stokks-
eyrarhreppi 21. júní 1856, og
Ingunn Sigurðardóttir, f. að
Gegnishólaparti í Gaulverjabæj-
arhreppi 12. nóv. 1864. Áttu
þessi hjón kyn sitt að rekja til
góðra stofna í þessum sveitum.
Æviferill Jarþrúðar var í
stuttu máli þessi: Ólst upp að
Tóftum hjá sínum ásbkæru for-
eldrum í hópi góðra og glað-
værra systkina.
Og ævistarfið varð barna-
kennsla. Fyrst í Stokkseyrar-
hreppi, þegar hún var 19 ára
gömul 1916 til 1918, en þar á eft
ir gerðist hún heimiliskennari á
ýmsum stöðum í Flóa og á Skeið
um 1918—1925. Var á kennara-
námskeiði 1924. Tók kennara-
próf með mjög hárri einkunn
1927, þá 30 ára gömul. Fór til
Englands 1929, og var þar m.a. á
námsskeiöi í ensku í Pifctnans
College London. Þá stundaði
hún garðyrkjunám í Reykjavík
1927 og 1928 og var á ýmsum
námskeiðum í Reykjavík hjá
sænskum og íslenzkum kennur-
um. , /
Kennari var hún í Gaulverja-
bæjarhreppi 1927—1930, í Aust
urbæjarskóla í Reykjavík 1930—
1931. Skólastjóri barnaskólans á
Stokkseyri 1931 til 1983. Aftur
varð hún svo kennari við Aust-
urbæjarskóla frá 1933, þar til
hún sagði starfi sínu lausu fyrir
tveimur árum vegna heilsu-
brests. Þá leiðbeindi hún í garð
yrkju í Árnes- og Rangárvalla-
sýslu vorin 1932 og 1983.
Var í stjórn sambands sunn-
lenzkra kvenna nokkur ár. Starf
aði í G.T.-reglunni 1937—1960.
Rit hennar voru: Minningar og
afmælisgreinar í blöðum. Hug-
leiðingar um uppeldismál í N,-
Kbl.
Lengi fram eftir ævi var hún
á sumrum á fæðingarsetri sínu
en keypti sér fyrir rúmum 20
árum snotra íbúð að Samtúni 30
í Reykjavík, þar sem hún gafc
sinnt sínum hugðarefnum: haniv-
yrðum, garð- og blómarækt.
Vegna tengda minna við Jar-
þrúði þar sem ég kvæntist fóst-
urdóttur hennar Ingunni Óslo
SigurðardóttðW urðu kynni okla
ar mjög náin, og lærði ég þá
að þekkja hve heilsteypt hún
var, hreinlynd og laus við bak-
mælgi en hafði skarpa innsýn 1
margbreytileik mannlífsins.
Trygglyndi og umhyggjuseml
til frændfólks síns var mjög
áberandi þáttur í fari hennar, og
kom það oft í ljós gagnvarfc
sysbkinabörnum hennar og sér-
staklega þeim sem í æsku misstu
feður sína.
Þá rétti hún mörgum sér
óskyldum, sem með þurftu hjálp
arhönd á einn eða annan hátt.
Jarþrúður var mjög þakklát
fyrir það sem henni var gott
gjört.
Síðustu velgerðarmenn henn-
ar voru læknar og hjúkrunar-
konur Hvítabandsins, en á því
sjúkrahúsi andaðist hún.
Þá gleymdi Jarþrúður aldrei
hjálpsemi sambýliskonunnar frú
Jóhönnu Benediktsdóttur í Sam-
túni 30. En þær voru einlægar
vinkonur. Jarþrúður unni söng-
mennt, kunni kynstrin öll af
kvæðum og mat mannbætandi
bókmenntir. Á flestu kunni hún
góð skil, enda vel menntuð gáfu
kona. Okkur vandamönnum
hennar og vinum finnst við brott
för hennar skarð fyrir skildi en
„merkið lifir þótt maðurinn
falli“, því Jarþrúður Einarsdótt-
ir var ekki eitt í dag og annað
á morgun. Þess vegna entist
henni vinátta til æviloka, og ég
veit að allir hennar mörgu vin-
ir og vinkonur eiga um hana
góðar minningar og þakka henni
samverustundirnar.
Af systkinum hennar lifa
hana þessi:
Sigrún, húsfrú að Hofsstöðum
í Stafholtstungnahreppi, gift
Ingvari MagnússynL
Sighvatur, fyrrverandi bóndi
að Tóftum, ekkjumaður.
Guðbjartur, verkamaður að
Akbraut á StokkseyrL Kvænlur
Laufeyju Gestsdóttur.
En dáin eru:
Guðrún, dó í æsku.
Sigurður Kristinn. Var kvænt-
ur frú Margréti Kristjánsdóttur
Njálsgötu 82 í Reykjavík.
Sigurjón, garðyrkjumaður 1
Hveragerði. Var kvæntur frú
Steinunni Sveinsdóttur frá
Varmá í Ölfusi.
Ingólfur og Hjalti. Voru þeir
báðir ókvæntir.
Útför Jarþrúðar verður gerð
frá Gaulverjabæjarkirkju í dag,
þar sem hún verður lögð til
hinztu hvílu við hlið foreldra
sinna. Hinsvegar fer fram áður
í dag kveðjuathöín í Fossvogs-
kapellu.
Ég kveð svo Jarþrúði með eft
irfarandi ljóðlínum skáldsins,
um leið og ég þakka henni fyrir
allt og allt.
,Áf eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopuít
er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað
sér,
mót öllum oss faðminn breiðir."
Fáll Björgvinsson.
í STUTTD MÁLI
Napólí, Ítalíu, 12. jan. AP.
Foreldrar lítillar stúlku, Patr-
iziu de Martino, fjögurra ára
hnátu, furðuðu sig á því hversa
erfitt hún átti allt í einu um and-
ardrátt. Ekki leið stúlkunni þ®
svo illa að læknir væri sóttur
þegar í stað og liðu nær fjórir
mánuðir áður en af því yrðL
Þá kom í ijós að það sem gert
háfði Patriziu litlu svo erfitt um
að anda var örlítil plastbrúða
sem hún hafði gleypt oig festst
hafði í hálsi hennar upp við radd
böndin.
Nguyen Cao Ky forsætisráð-
herra S-Vietnam var í lífsháska,
er sprengja úr ástralskri sprengjU
vorpu sprakk öllurn að óvörum
í nánd hans og eldur gaus upp.