Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR M. JANÚAR 1»91. 17 Leikfélag Reykjavtkur: Fjalla-Eyvindur Höfundur: Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri: Gisli Halldórsson Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson LBIKFÉLAG Reykjavífcur hélt hátí&Iegt sjötíu ára afmæli sitt 4 miðvikudaginn með því að firumsýna „í’jalla-Eyvind-* Jó- hanns Sigurj ónssonar, og var naumast hægt að halda þá há- ttó með virðulegra móti, því bæði er að hér er um að ræða •tórbrotnasta akáldvenk ís- lenzkra leikbókmennta og srvo varð sýningin annálsverður við- tourður sem lengi mun í minnum hafður. I>að fer varla milli mála eft- lr þessa sýningu að „Fjalla- Byvindur“ er eitt áhrifamesta leikhúsverk norrænna bók- tnennta, þó það sé jafn- framt svo rammíslenzkt að það tnuni aldrei eiga sama erindi við útlendinga og það á við okkur. Auðlegð verksins er í rauninni með ólíkindum. Skáld- legt orðfæri, Xeiftrandi hugar- «ug og ljóðrænt líkningamál blandast þar spakmælum sem lifa á tungu þjóðarinnar. Það býr yfir sálfræðilegu djúpsæi lem minnir á beztu verk Ibs- ens og Strindbergs, samanber hina mögnuðu lýsingu á þeim Höllu og Kára í fjórða þætti þegar himgrið og örvæntingin sverfa að. Það teflir ffam mátt- ugum andstæðum, t.dL í lýsing- tmni á ólíkum beimum tveggja fyrri þáttanna og þedrra seinni, og ekki síður í gerð persón- anna, t.d. HöHu, hins skapríka fulltrúa hjartans, og Björns hreppstjóra, fulltrúa jarðbund- ins raunsæis og veraldarhyggju. Samtal þeirra í öðrum þætti er meðal snilldarlegustu kafla verksins. I>á eru andstæðurnar f fari Kára og Höllu ekki síður brikalegar. Ofan á þetta bætist þjóðsag- tn sem gegnsýrir leikritið allt, •uðgar það og magnar, að ó- gleymdu sjálfu landinu, víðern- nm þess og veðrum. Fá íslenzk ákáldverk miðla jafnáþreifan- legri tilíinningu fyrir landinu og áfirifum þess á mannssálina. Þjóð •agan og landið gera „Fjalla- Byvind" með sérstökum hætti folenzkt verk, og sama er raun- •r að segja um útilegumanna- •tefið tem er svo samofið ís- fenzkri þjóðarkennd og á sér enga hliðstæðu með öðrum þjóð um (Hrói höttur er af altt öðr- um toga). Eyvindur er arftaki Grettis og Gísla, einkanlega hins fyrrnefnda, og miklu þjóðlegri •ð allri gerð en Skugga-Sveinn, •em bæði er sprottinn úr trölla- trú og erlendum jarðvegi. Að öliu samanlögðu efa ég, •ð nokkurt einstakt verk Ibsens •ða Strkidbergs sé jafnmarg- •iungið og víðfeðmt eins og „Fj aIla-Eyvindur“, og þó er það bæði heilsteypt og hnitmiðað í fUum sínum fjölbreytileik. Segja má með fuHum sanni •ð „Fjalla-Eyvindur" sé einn af þjóðardýrgripum Islendinga, sem leikhúsxmum beri skylda til •ð sýna alla þá ræktarsemi er þau mega. Ég trúi ekki að gildi verksins rými með breyttum jrtri aðstæðum og nýjum þjóð- hóttum; það rúmar svo stóran part af íslenzkri þjóðarsál og geymir auk þess algild mannleg •annindi sem eiga jafnbrýnt er- indi við allar kynslóðir, því frá- leitt breytir félagsleg eða efna- hagsleg framvinda mannshjart- •ou. Hér er íslenzkt mannlíf fyrri •lda hafið upp í veldi goðsög- unnar, óháð sannfiræði sögumn- •r og duttlungum rúmhelginn- ar. Halldór Laxness lýsir þessu vel í greinarkorni í 50 ára af- mælisriti Leikfélags Reykjavík- ur, þar sem hann segir frá sinni fyrstu leikhúsferð og áhrifun- um sem hann varð fyrir af „Fjalla-Eyvindi“ tólf ára gamall; „Þetta líf, sem gerðist uppi á pallinum, var að vísu mannlíf, og þó ofar mannlífinu eins og líf guðanna, gerðist á öðru sviði en mannlífið, vitrænu sviði, hreinu af sora tilviljun-ar og aukaatriða, lögmál og tilgangur var eitt, lögmál og örlög. Þó ekki væri nema talið á leik- sviðinu, frjálst af ófullkomleik daglegs tals, nokkurskonar vizkuþrumginn kjarni alls bað- stofuhjals á Íslamdi, þá nægði það til að koma mér á þá skoð- un, að þarna væri hið rétta manmlíf, og okkar hversdags- mannlíf væri hégóminn." Leikritið dregur nafn af Ey- vindi, hinum ræmda útileguþjófi þjóðsögunmar, og fjallar öðrum þræði um kjör hans og örlög, um hið gamalkunma íslenzka stef: „Sitt er hvort gæfa eða gjörvileik ur“. En það fjallar fyrst og síðast um Höllu, hina stórlátu, heil- lyndu, ástríðuríku konu sem hlýð ir rödd hjartans skilmálalaust, gefur sig á vald ástinni án um- hugsunar um afleiðingar og lif- ir örlög sín án iðrunar. Vera má að Guðrún Eddunnar og Guðrún Laxdælu (sem reyndar eru tvær gerðir sömu komu) séu stærri í sniðum en Halia, en ég dreg mjög í efa að við eig- um í bókmenntum okkar aðrar kveniýsingar stórbrotnari. „Fj alla-Eyvindur'* minnir um sumt á klassíska harmleiki Grikkja, þó ég viti ekki til að Jóhann hafi verið þeim kunn- ugur. Það var vísast skáldleg eðlishvöt sem kom honum á spor harmleiksins. Ein kunnasta per- sóna harmleikanna fornu er maðurinn með spásagnarand- ann, alltsjáandi fulltrúi guðanna eða forlaganna, sem sér fyrir örlög persónanna og kynnir þau óræðum orðum áður en þau ræt- ast. Hjá Grikkjum er þessi mað- ur venjulega blindur, en Jó- hann hefur hann holdsveikan (samt finnst manni einhvern veginn að hann ætti líka að vera blindur). Arngrímur holds veiki er málpípa forlaganna, veit að hverju dregur og lætur það uppi skýrustxim orðum í lok annars þáttar. Þetta hlut- verk er eitt dæmi þess hve fim- lega Jóhann leikur hin ýmsu stef verksins í ólíkum tónteg- undum, unz þau koma saman í lokin í voldugri sinfóníu. Eitt hugtækasta einkenni leiksins er einmitt þessi „þéttleiki" hans. „Fjalla-Eyvindur“ er að því leyti frábrugðinn harmleikunum grísku, að hvörfin verða snemma í leiknum, strax í lok annars þáttar, en seinni þætt- imir tveir eru síðan ítarleg út- listun afleiðinganna; hjá Grikkj- unum verða hvörfin að jafnaði seint og afleiðingarnar ber að höndum með skjótum og einatt voveiflegum hætti. En „Fjalla- Eyvindur“ er eigi að síður trag- ískt verk í klasssíkum skilningi, leiðir til þeirrar skírslu tilfinn- inganna, kaþarsis, sem er aðal harmleiksins. Eins og fyrr segir fjallar leikrit- ið einungis óbeint um Kára, enda er hann ekki tragísk persóna í ströngum skikiingi, heldur leik- soppur illra örlaga, fómarlamb meðfæddra bresta og mótdrægra þjóðfélagsaðstæðna. Hann ber ekki ábyrgð á örlögum sínum. Halla er aftur á móti klassísk harmsöguleg persóna: hún kýs sér sjálf örlög og iðrast aldrei. Hún hefur þá sönnu tragísku reisn sem gerir „Fjalla-Eyvind“ að eina kiassíska harmleik ís- lendinga, og kannski jafnvel Norðurlanda allra. Hins er ekki að dyljast, að í þessu efni fékk Jóhann mikil- væga bendingu frá þýzka þýð- andanum, A F. Cohn, sem lagði fast að honum að breyta upp- haflegum endi leiksins, þar sem hesturinn var látinn verða út- lögunum til bjárgar (eins og í þjóðsögunni), og samdi hann þá endinn, sem hér er leikinm nú, og komst síðar á þá skoðun að hann væri réttur. En bæði í Kaupmannahöfn og Osló var verkið í öndverðu leikið með hestinum. Gísii Halldórsson hefur sett „Fjalla-Eyvind“ á svið að þessu sinni og án efa unnið sinn stærsta sigur til þessa. Ég kann ekki að sýningunni að finna, enda hef ég sjaldan eða aldrei verið eins bergmxminn í leik- húsi. Gísli hefur gert ýmsar breytingar bæði á texta og svið- setningu, sem ég hygg að allar hafi verið til bóta. Hann hef- ur fellt niður úr hirnxm prentaða íslenzka texta allt sem höfundurinn sjálfur hafði strik- að út í þriðju endurskoðuðu út- gáfu leiksins á dönsku, og þarvn- ig losnað við ýmsa agnúa sem kynnu að hafa orðið til lýta. 1 þriðja þætti hefur hann gert þá veigamiklu breytingu frá fyrri uppfærslum, að leikhúsgest ir sjá ekki þegar Halla varpar barninu í fossinn, og finnst mér það vera til bóta og í anda hins klassíska harmleiks, þar sem böm komu reyndar aldrei fram og grimmdarverk voru ekki sýni leg áhorfendxxm. Mér finnst at_ riðið með Tótu litlu í þriðj'a þætti vera svo nærgöngult í sjálfu sér, að hlífa beri leikhús- gestum við að horfa á sjálfan verknaðinn, enda var greinileg'a listrænn ávinningur að breyting- unni. Helga Bachmann fór með hlutverk Höllu og vann firægan sigur. Strax í fyrsta þætti náði hún slíkum tökum á túlkuninni, að auðsætt var hvert stefndi, enda uppfyllti hún allar þær vonir sem hún vakti í byrjun. Hún lék hlutverkið framan af með ívið meiri þunga en venja hefur verið, var ekki eins létt og glaðleg og ýmsir kynnu að hafa kosið, en mér virtist túlk- unarmáti hennar vera meir í stíl við alla skapgerð Höllu og þau örlög sem hún kýs sér. Kannski náði hún sterkustum áhrifum í öðrum þætti, en túlkun hennar var öll heilsteypt og misfellu- laus, auðug að blæbrigðum, i einu orði sagt; hrífandi. Helgi Skúlason lék Kára og afsannaði þá almennu skoðxxn, að persónan sé svo mótsagna- kennd, að henni verði ekki skil- að heilli yfir sviðsljósin. Það er að minni hyggju misskilningur að Kári sé glæsimenni og hetja sem bjóði örlögunum byrgin. Hann er að vísu gæddur líkamlegu atgervi eins og Grettir forðuxn, en hann er fyrst og fremst ó- lánsmaður og veit af því, opin- skár og auðtrúa, hrekklaus, góð- gjarn, en samvizkubitinn og hræddxir við sínar eigin hneigð- ir, örlög sín og skapadóm. Halla elskar hann þrátt fyrir veilur hans, ekki vegna afburða hans, enda reynast ást hans og þol- gæði vera af öðrum og veikari toga en hennar. Bernskudraum- ur hennar um Drangeyj ardvöl með Gretti segir mikla sögu um þau Kára. Harui talar að vísu stórum orðum á hrifningarstund- xxm um vald sitt, áræði og skap, en hann kiknar jafnan þegar mest á reynir. Helgi Skúlason sló réttan tón sti-ax í fyrsta þætti, eftir að Arnes æmtir að sögunum sem um hann ganga í sveitinni og Halla gengur á hann. Síðan óx túlkxm hans jafnt og þétt xxnz hún náði há- marki í fjórða þætti, og hef ég ekki í annan tíma séð Helga gera betur. Pétur Einarsson lék Arnes af miklum alvöruþunga, dró eink- um fram beiskjuna og hugar- angrið í fari hans, en erfiðara var að trúa því að þessi maður væri hrókur fagnaðar á manna- mótum. Beztur v-ar leikur hans í þriðja þætti. Björn hreppstjóri var leikinn af nýliða, Guðmundi Erlends- syni, senr enn er við leiklistar- nám, og kom hann mjög á óvart með myndugri framgöngu sinni og öruggri textameðferð. Hann túlkaði hinn slóttuga og fégjarna stórbónda af athyglisverðum til- þrifum, og fæ ég ekki betur séð en hér sé kominn leikari sem binda má vonir við. Aukahlutverk í „Fjalla-Ey- vindi“ eru mörg, og voru öll þau helztu prýðilega af. hendi leyst. Gestur Pálsson lék Am- grím holdsveika af hrífandi nær- færai, var allt að því annars- heimslegur í mildri hógværð sinni, og munaði mikið um fram- laig hans. Haraldur Björnsson lék Jón bónda af þrótti og má segja að hann stæli senunni með- an hann staldraði við. Þóra Borg lék konu hans, en hún lék Tótu litlu sumarið 1912, þá fimm ára gömul, þegar efnt var til sýningar fyrir höfundixm, og aft- ur nokkrum árum sxðar. Að þessu sinni var Tóta leikin af fjög- urra ára telpu, Margréti Pét- ursdóttur, og átti frammistaða hennar óllítinn þátt í því hrve á- hrifaríkur þriðji þáttur varð. Inga Þórðardóttir lék Guðfinnu gömlu á hugnæman og sanrxfær- Framhald á bls. 29 Sviðsmynd úr öðrum þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.