Morgunblaðið - 01.03.1967, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.1967, Side 1
32 SSODR 54. árg. — 49. tbl. MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Varöliöunum skipað að yfirgefa skrifstofur flokksins í Peking Fiskibátur frá Hanstholm kominn að landi með sex lík sov- ézkra sjómanna. Peking, 28. febr. NTB—AP. RAUÐU varðliðunum hefur nú verið fyriskipað að verða á brott úr aðalstöðvum flokksdeild- ar kommúnistaflokksins í Pek- ing, sem þeir hafa haft. á sinu I valdi frá því sumar, að menn- ingarbyltingin hófst fyrir alvöru í Kína. Lita fréttamenn svo á, að þetta sé iiður í tilraunum stjórnarvaldanna til þess að koma 1 innanlandsmálum aftur í rétt horf og efia trú alþýðunnar á yfirvöldin. •£- Unnið var að því síðdegis í dag að flytja hafurtask varðlið- anna úr flokksbyggingunni sem er sex hæða. Fyrr um daginn höfðu bifreiðar ekið með gjallar- horn um götur borgarinnar og áskoranir verið lesnar til varð- liðanna um að ryðja bygginguna. Margir varðliðanna höfðu notað 57 fórust er sovézkt verk- smiðjuskip sökk Eitt mesta sjóslys v/ð strendur Danmerkur Einkaskeyti ti'l Morguniblaðs- ins frá Kaupmannaihöfn, 25. febrúar. FIMMTÍU og sjö sovézkir sjómenn fórust, þegar sov- ézka verksmiðjuskipið „Tuk- an“ frá Kaliningrad, fórst í nótt um fimmtán sjómílur fyrir norðan Hanstholm á vesturströnd Jótlands. Tutt- ugu og tveir menn björguð- ust um borð í annað sovézkt skip, „Vilis Lacis“, sem kom fyrst skipa á vettvang og náði mönnunum, skömmu eftir að skipið sökk. Slys þetta er eitt hið mesta, sem orðið hef- ur við strendur Danmerkur. Neyðarmerki frá „Tukan“ heyrðust fyrst 1 loftskeytastöð- inni á Skagen klukkan 2.45 í Hentust upp undir þak í vélinni París 28. febr. NTB. FIMMTÁN farþegar slösuðust í flugvél frá Colombia, skömmu áður en hún lenti í París í dag. Bar svo við að vélin lenti í það öflugu niður streymi að hún féll um meira en kílómetra. Ekki var enn búið að segja farþegunum að spenna örygg- isbeltin og voru þeir alger- lega óviðbúnir þessu mikla falli. Hentust flestir upp und- ir þak á vélinni. Fimm hlutu alvarleg höfuðmeiðsl. í vél- inni voru 31 farþegL nótt að dönskum tíma. Var neyð- arkallið sundurlaust og lítt skilj- anlegt, en þó náði sá, er heyrði, stöðu skipsins, áður en samband- ið rofnaði skyndilega. Er talið, að þá hafi „Tukan“ sokkið. Yfirstjórn danska sjóliðsins kom þegar boðum tii nær- staddra skipa um að fara „Tuk- an“ til aðstoðar og jafnframt var björgunarþyrla send á vettvang. Vísaði hún björgunarskipum á skipbrotsmenn, bæði á þá, er enn voru lifs og lík hinna. Mörg stór skip tóku þátt í björg- unarstarfinu auk fiskibáta frá Norður-Jótlandi, en aðeins „Vilis Lacis“ náði lifandi mönnum. Margir þeirra, sem fórust, voru í björgunarbeltum, er þeir fund- ust. í kvöld höfðu um fjörutíu lík verið flutt í land og varð að gera sérstakar neyðarráðstafanir á Hjörring sjúkrahúsinu, þar sem þangað hafa aldrei komið svo Framhald á bls. 31. I húsnæðið til gistingar og mat- reiðslu. Annað merki þess, að verið sé að reyna að korna landsmálum í sæmilegra horf, er rás atburð- anna í Shanghai, þar sem bylt- I ingarnefnd hefur tekið við borg- | arstjórninni af kommúnunni, er þar var sett á laggirnar á dög- unum. Ráðamenn í hinni nýju nefnd eru forystumenn kommún- | unnar, þannig að ekki hefur orð- , ið breyting á valdaaðilum, — ] ! en valdið er á færri höndum. 1 NTB frétt er haft eftir Feking útvarpinu, að forystumenn menn- ingarbyltingarinnar í Shanghai ( eigi í miklum erfiðleikum sökum þess hve erfitt sé að skilja á milli „vina“ og „óvina“, eins og {komizt var að orði. Útvarpið sagði frá fundi í byltingarnefnd- inni s.l. föstudag, þar sem öng- þveiti varð slíkt, að ráðamenn urðu að kalla á hermenn til að ryðja sér braut. Japanska blaðið „Asahi Shimb- un“, segir, að á veggspjöldum í Peking hafi á ný verið hafnar árásir á Þ>á Liu Shao chi for- seta, Teng Hsiao ping, aðalrit- ara og Ta Chu áróðursstjóra. Peking útvarpið skýrir einnig svo frá, að kínverskir hermenn ■ hafi brotið niður andstæðinga | Mao Tze tungs í Wei holin hér- aðinu í Norð austur Kína. Hafi hermenn, hollir Mao, ráðizt þang- að 8. febrúar s.l. eftir að and- stæðingar hans höfðu lýst því | yfir að þeir hefðu þar alla stjórn. Umkringdu hermenn aðalstöðvar andstæðinganna og vopnabúr þeirra. 1 Næstu mánuðir ráða úrslitum. j AFP fréttastofan franska segir, að stjórnarvöld Kína hafi und- an farna daga reynt að gera það , lýðum ljóst, að her landsins sé ] algerlega á bandi menningar- Framhald á bls. 31. + —■—---------------------—+ Valery Tarsis á tali við fréttamann. Mynd þessi var tekin í gær í Frankfurt í V-Þýzkalandi, skömmu áður en Tarsis og kona hans stigu um borð í flugvél á leið tii Noregs. Yfirsokadóm- ari tíl Hafnar Einkaskeyti til Morgunbl. — 28. febrúar. ÞÓRÐUR Björnsson, yfir- sakadómari á islandi, er kom inn til Kaupmannahafnar til þess að vera viðstaddur vitna leiðslur í faktúrumálinu svo- nefnda. í því sambandi er upplýst, að hann muni safna upplýsingum, sem kunna að verða notaðar í sambandi við mál gegn íslenzkum ríkisboi g ara, sem hafði átt viðskipli við Elmo Nielsen. Yfirheyrsi- ur dönsku lögreglunnar á ís- landi og rannsóknir á við- skiptasamböndum Nielsens þar hafa, að áliti ákæruvalds- ins skýrt mál Nielsens að fullu. Eftir þeim upplýsing- um, sem hér eru fáanlegar hefur komið til greinr að höfða mál á íslandi gegn ein- um viðskiptavina Nielsens þar. Ekki er ennþá ljóst hvort öll viðskiptasambönd Nielsens á islandi verða dreg- in fram í dagsljósið í vitna- leiðslunum. — Rytgaard. ,Mikið skapandi frelsi en andrúmslofts baráttunnar' Viðtal við Valery Tarsis og konu hans Frankfurt, 28. febrúar. Einkaskeyti til Mbl. frá AP RÚSSNESKI rithöfundurinn Valery Tarsis, sem nú hefur dvalizt eitt ár á Vesturlönd- um, sagði í dag, að hann nyti hins frjálsa andrúmslofts en saknaði vina, sem hann hefði orðið að skilja við fyrir aust- an og að hann saknaði einnig andrúmslofts baráttunnar, sem hann kynni svo vel við. Komst hann svo að orði í við- tali við blaðamann: „Ég verð var við mikið skapandi frelsi. Hér er ég viss um, að enginn geti nokkru sinni sett mig í fangelsi eða á geðveikrahæli. En ég sakna vina í Rússlandi mjög mikið og mig skortir bar áttugjarnt andrúmsloft. Ég hef ekkert til þess að berjast gegn“. Hér greip hin unga sviss- neska eiginkona Tarsis fram í og sagði: „Ég er að reyna að skapa það andrúmsloft, þar sem hann getur bezt starfað, en ég get ekki útvegað hon- um kommúnista tii þess að berjast gegn og ég get ekki gefið honum Rússland aftur.“ Tarsis og kona hans, sem hann gekk að eiga í New York í október sl., settust að í Frankfurt fyrir nokkrum mánuðum. Síðan Tarsis yfir- gaf Sovétríkin hefur hann ferðazt mikið um Bandaríkin og Vestur-Evrópu, en hann sagðL að þrátt fyrir ferðalög- in hefði hann haft tíma til þess að byrja á tveimur nýj- um skáldsögum. „Önnur þeirra heitir „Ekki langt frá sakna Moskvu“ og verður henni lok ið nú í surnar", sagði Tarsis. Verður hún framhald af „Deild sjö“, sem byggðist á reynslu hans á geðveikrahæli í Moskvu, þar sem honum var haldið í næstum ár, eftir að hann hafði verið handtekinn 1962. Heiti hinnar bókarinnar verður „Sá sem elskar hið ómögulega“, og verður bók um skýjaborgir, sem á að binda enda á allar skáldsög- ur, sem byggjast á skýjaborg- um. Kjarninn verður þá sá, að lífið sé gott án skýjaborga", sagði Tarsis. Hin dökkhærða kona Tars- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.