Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. 17 AfvopnunarraHstefnan í Cenf: Meira tillit veröi tekiö til kjarnorkuvopnalausra ríkja Ýmsar hindranir í vegi fyrir samningi um bann við útbreiðslu kjanorkuvopna Á ÞRIÐJUDAG í fyrri viku komu að liðnu sex mánaða Ihléi saman að nýju fulltrú- ar hinna 17 ríkja afvopnun arráðstefnunnar í Genf. — Meginverkefni ráðstefnunn- ar er að þessu sinni að ræða nm hugsanlegan samning um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. SMkur aamningur hefur verið lengi í deiglunni, en hefur til þessa strandað á ólíkum sjónarmiðum stærstu kjarn orkuveldanna, Bandarí'kj- anna og Sovétríkjanna. Að undanförnu virðist þó hafa miðað stöðugt meir í sam- komulagsátt þeirra í milli um sMkan samning. AlHir gera sér grein fyrir hinni of boðslegu hættu, sem í því myndi felast, að mörg níki fengju yfirráð yfir kjarn- orkuvopnum. Staðbundnar kjarnorkustyrjaldir gætu þá orðið að veruleika með hin- um hroðalegustu afleiðing- um, auk þess sem hættan á alheimsbáli myndi vaxa stórlega og þykir víst flest- um hún hafa verið nógu mi'kil síðustu áratugi. Nú, þegar tvö öflugustu kjarnorkuveldin virðast æ fúsari til samkomulags um slíkan samning, hafa hins vegar komið fram aðrar hindranir, sem miklu minna bar á áður og eftir er að sjá fyrir um hvernig tekst að ryðja úr vegi. Hversu alvarlegar og hvers eðlis þessar hindran- ir eru, má gera grein fyrir af ummælum brezka full- trúans á ráðstefnunni, Chal fonts lávarðar, við komu hans til Genf, en þar sagði hann, að það yrði eitt helzta verkefni ráðstefnunnar að eyða efasemdum þeirra ríkja, sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopnum, gagn- vart samningnum, eftir að kjarnorkuveldin, Bandarík- in, Bretland og Sovétríkin hefðu komið sér saman um mikilvægustu atriði hins fyrirhugaða samnings, en uppkastið að samningnum, að svo mi'klu leyti sem um það er enn vitað, hefur sætt mikilli gagnrýni, fyrst og fremst af hálfu þeirra iðnað arríkja, sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopnum. Hér verður greint frá við horfum nokkurra ríkja, þar sem efasemda eða sérstöðu gætir gagnvart hinum fyrir hugaða samningi. í hópi þeirra eru einnig ríki, sem ekki eiga aðild að afvopn- unarráðstefnunni, en hjá sumum þeirra eins og Vest- urþýzka sambandslýðveld- inu gætir hvað mestrar gagn rýni á samningnum. Ótti við Kínverja. Indland er aðeins fylgjandi samningnum með ýmsum skil- yrðum, og skipta öryggismál þar mestu máli. Indverjar telja sig, ef auknum trygging- arskilmálum um öryggi verð- ur ekki bætt við samninginn, verða í stöðugri hættu vegna vaxandi kjarnorkumáttar Kín verja. Mönnum er í fersku minni, hver áhrif fyrsta kjarn- orkusprenging Kínverja í okt. 1964 hafði manna á meðal. Ýms ir hafa talið, að hún hafi haft svipuð áhrif og sigur Japans yfir Rússlandi 1905. Engar lík- ur eru á, að Kína muni gerast aðili að samningnum og muni því hafa óbundnar hendur varð Umdeildasta greinin í hin- um fyrirhugaða samningi um bann við dreifingu kjarn orkuvopna er svohljóðandi samkvæmt hinu bandariska uppkasti: Grein 3. Sérhvert kjarn- orkulaust ríki, sem gerist að ili að þessum samningi, skuldbindur sig til þess að gangast undir öryggisreglur Alþjóðakjarnorkustofnunar innar varðandi alla kjarn- orkustarfsemi sína í friðsam legum tilgangi, undir eins og slíkt er framkvæmanlegt. Sérhvert ríki, sem undirrit- ar samninginn, skuldbindur sig til þess að láta. því að- eins af hendi við kjarnorku vopnalaus ríki efni, sem myndaat hefur við kjarn- orkusprengingu, einkum kljúfanlegt efni, sérstök tæki eða annað efni til þess að vinna úr eða til notkun- ar á efni, sem myndazt hef- ur við kjarnorkusprengingu eða til þess að búa til kljúf- anleg efni, að efnið eða tæk in séu í samræmi við fram- angreindar öryggisreglur. Alexej Roschtschin, fulltrúi Sovétríkjanna. andi framleiðslu kjarnorku- vopna, því að Kínverjar eru ekki heldur aðilar að Moskvu samningnum frá 1963 um bann við kjarnorkusprengjutilraun- um í andrúmsloftinu. Geta þeir því óhikað haldið áfram að endurbæta og auka á þau kjarn orkuvopn, sem þeir ráða þegar yfir og hafa enga dul á að það dregið, að slíkt sé fullkominn ásetningur þeirra. Hin ótrygga staða Indlands liggur því í aug um uppi. Til viðbótar þessu kemur, að f Indlandi eiga sér stað mikil- vægar kjarnorkuvísindatilraun ir í tæknilegu- og efnahags- legu tilliti og eru því Indverj- ar mjög á verði gagnvart því, að ekki verði sett ákvæði í samninginn sem kunni að hindra friðsamlega hagnýtingu kj arnorkunnar. Japan er fylgjandi samningn um en aðeins með ákveðnum skilyrðum, sem eru mjög svip uð hinum indversku. Ríkis- stjórn Satos sætti strax dul- búnum hótunum Kínverja, er hinir síðarnefndu höfðu sprengt fyrstu kjarnorkusprengju sína. Japanir eru eina þjóðin, sem brðið hafa fyrir skelfingum •kjarnorkustyrjaldar, er borg- 'irnar Hiroshima og Nagasaki voru lagðar í eyði í lok siðustu heimsstyrjaldar. I>ar ríkir því almennur stuðningur við allar aðgerðir, sem miða að því að hefta dreifingu kjarnorku- vopna, en af sömu ástæðum ríkir þar mjög mikil tortryggni og ótti við kjarnorkuvopnatil- raunir Kínverja, nágranna William C. Foster, fulltrúi Bandarikjanna á afvopnunar- ráðstefnunni. verði kjarnorkuvopnalaust svæði. En andstætt því, sem hinn fyrirhugaði samningur um bann við útbreiðslu vopna felur í sér, álíta þessi ríki, að í samningnum eigi að vera tek ið fram skýrt og skorinort, að notkun kjarnorkusprengiefna í friðsamlegum tilgangi eigi að vera heimil. Ljóst er, að slíkt ákvæði felur í sér vissar hætt- ur, því að erfitt kann að verða að skera úr um það hverju sinni, hvort slíkar tilraunir séu ekki framkvæmdar í hernað- arlegum tilgangi. Ítalía hefur þegar bent í At- lantshafsráðinu á vandamál, sem samningurinn kann að hafa í för með sér varðandi tæknilega og efnahagslega framþróun landsins og krafizt þess þar að auki, að öll ríki, sem liggja að Miðjarðarbafi, Kjarnorkuofn í smíðum. Greinilegt er, að mörg ríki, sem að meginreglu eru því fylgjandi, að samningur um bann við dreif- ingu kjarnorkuvopna verði gerður, óttast að dragast aftur úr kjarnorkuveldunum svonefndu varðandi friðsamlega hagnýt- ingu kjarnorkunnar. Einnig ríkir mikil tortryggni gagnvart því, að eftirlit það, sem samningurinn gerir ráð fyrir, bj"ði heim njósnum um leynctarmál á sviði iðnaðar, þar sem kjarn- orka verður hagnýtt. undirriti samninginn samtím- is. Vestur-Þýzkaland hefur látið I ljós miklar efasemdir gagn- vart samningnum. Margir helztu stjórnmálamenn lands- ins halda því fram, að samn- ingurinn mismuni þeim ríkj- um, sem ekki ráða yfir kjarn- orkuvopnum, tæknilega og efna hagslega og verði því að bæta ákvæðum í samninginn til þess að draga úr þessu. >á halda þessir menn því einnig fram, ram- \ ,r’ J þeirra, og vilja Japanir, að svo sé um hnútana búið, að þeim verði veitt einhver trygging gagnvart þessari hættu. Ýmis sérviðhorf Ríki rómönsku Ameríku hafa fyrir skömmu gert með sér samning, þar sem gert er ráð fyrir því, að þessi hluti heims Swidbert Schnippenkötter sendiherra, áheyrnarfulltrúi V-Þýzkalands. að friðsamleg hagnýting kjarn orkunnar í efnahagslífinu muni sæta njósnum annarra iðnaðarríkja undir yfirskini kjamorkueftirlits og verði að koma í veg fyrir það. Frakkland fyrir utan Frakkland mun ekki hafa í hyggju að undirrita hinn fyr- irhugaða samning fremur en Moskvusamninginn frá 1963 um bann við kjarnorkuvopna- tilraunum i andrúmsloftinu. Franska stjórnin hefur senni- lega engan áhuga á því, að fjöl vopn fremur en Randaríkin og Sovétríkin. Því fleiri, sem kj arnorkuk j arnorku veldin verða, þeim mun meiri hætta er mannkyni búin. En franska stjórnin telur það enn mikil- vægar, að þau ríki, sem nú eiga kjarnorkuvopn, eyðileggi þau og hætti framleiðslu kjarn orkuvopna. Þetta er sú skoð- un, sem liggur til grundvallar stefnu frönsku stjórnarinnar í þessu viðkvæma máli, og þar er einmitt lögð áherzla á og gagnrýnt það atriði í samnings uppkastinu, sem er afar mörg um þymir í augum, sem sé að samningurinn leggur engar hindranir í veg þeirra ríkja, sem framleitt geta nú þegar kjarnorkuvopn, að halda áfram framleiðslu þeirra og auka þannig stöðugt á hernaðarlega yfirburði sína gagnvart kjam orkuvopnalausum ríkjum, sem síðan verða enn varnarlausari gagnvart þeim. Hér verður engu spáð um það, hvernig tekst að ráða fram úr hinum margvíslegu vanda- málum, sem hinum fyrirhug- aða samningi um bann við dreifingu kjarnorkuvopna eru samfara. Ríki þau, sem greint var frá hér að ofan, eru þó að meginreglu til fylgjandi þessari samningsgerð, að Frakklandi undanskildu. Þessi ríki eiga fulltrúa á af- vopnunarráðstefnunni í Genf: Brasilía, Búlgaría, Burma, Kan ada, Abyssinía, Tékkóslóvakía, Indland, ftalía, Mexicó, Niger- ía, Pólland, Rúmenía, Svíþjóð, Sovétríkin, Egyptaland, Bret- land og Bandaríkin. Frakkland er átjánda ríkið, sem aðild á að afvopnunarráðstefnunni, en tek ur ekki þátt í henni. Bretar og Pólverjar skiptast á ræðismönnum London, 23. febr. NTB. • Stjórnir Póllands og Bretlands hafa gert mér sér samning um að skiptast á ræðismönnum og koma upp ræðismannaskrifstof- um og er það fyrsti slikur samn- ingur milli Pólverja og Vestur- Evrópuríkis frá styrjaldarlok- um. Samninginn undirrituðu þeir þeir Adam Rapacki, utanríkis- ráðherra Póllands og George Brown, utanríkisráðherra Bret- lands, sem undanfarna daga hafa setið á rökstólum í London. Að sögn utanríkisráðuneytis- ins brezka, er tilgangur sam- komulagsins að koma á föstu sambandi milli landanna. Bretar mega samkvæmt því koma upp sendiráðsskrifstofum í Póllandi og Pólverjar í Bretlandi, en þeir hafa raunar þegar eina slíka skrif stofu í Glasgow. Samskipti Breta og Pólverja hafa aukizrt töluvert að undanförnu, einkum á sviði viðskipta og ferðamála. Biúizt er við, að samkomulaginu verði hrundið í framkvæmd á næstu tólf mánuðum. Einu kommúnistarikin, sem Bretar hafa haft slíkt samband við áður, eru Júgóslavía og Sovét ríkin. Þeir Rapacki og Brown hafa komið víða við í viðræðum sín- um að undanförnu, þeir ræða meðal annars Vietnam, samskipti ríkja í Austur- og Vestur-Evr- ópu, öryggismál Evrópu og af- vopnunarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.