Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. 5 ?•-:•%•*:••:•%•*:•%*•:•*:••:•%*%*•:*•:•%•*:*%* *:• •> v v %• v *i* %*%•%•<• v v *;•%• v v %•%;**>%* v v v %• v %• *!••!**> ■! Land og synir — vel tekið í Þýzkalandi HER fara á eftir nokkrar um- sagnir vestur-þýzkra blaða um skáldsögu Indriða G. Þor- steinssonar, Land og synir, sem kom út undir nafninu Herbst úber Island hjá Herd- er-forlaginu í Freiburg á síð- astliðnu haustL í Reutlinger General-An- zeiger, blaði um stjórnmál og menningarmál segir: — Efni þessarar óvenjulegu skáldlega sögðu og átakaríku sögu má draga saman í stuttu máli: Söguhetj unni, EinarL sem er ungur maður, þykir vænt um bæinn Gilsbakka, sem hann hefur fengið í arf með hálfföllnum húsum. En hann hefur misst trúna á framtíð sína sem frjáls bónda, því að hvert áramótauppgjör sýnir aðeins skuldir, þrátt fyr ir þrotlausa vinnu. Þegar faðir hans deyr að lokum, þá selur hann jörðina til þess að geta byrjað nýtt líf í borginni. Höfundurinn, sem er maður um fertugt og einn af ritstjór- um næststærsta dagblaðs á íslandi, lýsir í skáldsögu sinni einu aðalvandamáli lands síns, flótta kynslóðar sinnar úr sveitunum. Hann gerir það í fáum dráttum og með aing- urværð, sem minnir á íslenzkt landslag, blandinni dsviknum ástríðum. Landslag og menn renna saman í eina heild. Frá sagnir Indriða Þorsteinssonar sleppa ekki tökum á lesand- anum og leiftra af skáldleg- um tilþrifum. í þessari sögu lýsir hann elskendum af við- kvæmni og hlédrægni, þann- ig að hún verður einstæð á þessum tímum yfirborðslegs kynferðis-exhibitionisma. — Þess vegna er þessi bók ekki aðeins perla Norðurlandabók- mennta, heldur einnig virðing arverður akerfur nútíma- prósa. Hér er skáldsagnalist meðhöndluð af hreinleika: í blaðinu Landeezeitung, Lúneburg segir: „Þessi skáldsaga, sem er þrungin þunglyndi haustsins og frumstæðum ástríðum, lýs ir á mærðarlausu máli nátt- úru og mannfólki hinnar fjar- lægu eyjar í norðurhöfum. —■ Þetta er fyrst og fremst bók handa vinum Norðurlanda- bókmennta.“ í Stuttgarter Zeitung í Stutt gart segir: „Síðan móðirin lézt, hafa Einar og faðir hans búið sam- an einir. Þeir eru bændur, eiga nokkrar kýr og kindur og skulda stöðugt hjá kaup- félaginu þrátt fyrir þrotlausa vinnu. Einar ríður til fjalla ásamt karlmönnum frá næstu bæjum til að smala fé. Þá skilur hann ef til vill enn betur gamla gamminn, sem er ekki lengur fær um að ríða með þeim og öfundar hann. Með dynjandi hófataki þeysa þeir um óbyggðirnar, í gangna kofunum er sungið. Menn skiptast á orðaleikjum og hnittnum svörum. Við þetta bætist, að þetta sama haust finnur Einar konuefni sitt. Þegar faðir Einars deyr skyndilega, er ákvörðun hans óhagganleg, hann ætlar að flytjast til borgarinnar. Hann skýtur hestinn sinn, selur eig ur sínar og borgar skuldirnar. Árangurslaust bíður hann Margrétar, sem hann ætlaði að byrja nýtt líf með, og held- ur burt án hennar. Þetta er lýsing á alþýðu- fólki og baráttu þess, áhrifa- mikil vegna látleysis síns. Hún bregður upp skýrri mynd með því «ð lýsa ytri atburð- um, tilfinningum er lítt flíkað, en undirtónninn er hæglát sjálfshæðni og tregablandin glettni." í Rheinische Post í Dússel- dorf segir: „íslenzkir afdalabændur á kotjörðum sjá aldrei fyrir endiiui á vandræðunum. Skuldimar vaxa þrátt fyrir þrotlausa vinnu, sauðféð er sjúkt af lungnapesf, það eru engar vélar til að rækta tún og engi, engir peningar til að gera við bæina, sem komnir eru að falli. Frá æsku hefur Einar engu kynnzt, nema þess Veiðimál á Búnaðarþingi Indriði G. Þorsteinsson, um áhyggjum, og hann hefur misst trúna á framtíðina í sveitinni. Hann ætlar að flytj- ast burt. Hvorki fortölur ná- grannanna né boð kaupfélags- ins um að hjálpa honum á- fram fá hann til að breyta á- kvörðu-n sinni. Að lokum stendur hann við veginn í hríðinni og bíður eftir bíln- um, sem á að flytja hann til Reykj-avíkur. Hann er einn og einmana, stúlkan, sem ætlaði að fara með honum, kom ekki. Hin látlausa atburðarás með endalokum söguljóðs ger ist á þungbúnum rigningar- og þokudegi að hausti til, sem gerir allar útlínur undarlega óljósar. Einnig ungi bóndin-n hverfur hvað eftir annað í móðu, jafnskjótt og lesandinn heldur, að hann sé að greina hann. Hinar stuttörðu sam- ræður eru eftirminnilegar, það grillir aðeins í dýpra sam band milli feðganna, gíað- værðin í samveru elskend- anna er feimnisleg. Alls stað- ar, þar sem hið skáldlega gægist fram í hinum rólega prósa Indriða Þorsteinssonar, gerast atvik, sem draga upp þróttmikla mynd af náttúru- mögnum og mannlegum ör- lögum hinnar norðlægu eyj- »r.“ Þýðinguna og Landi og son um gerði frú Rita Öhquist, að mestu eftir sænskri þýðingu, sem gerð var á sí-num tíma, þegar Land og synir var fram lag íslands, önnur tveggja bóka, til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1965. í GÆffi var lagt fram eitt nýtt mál á Búnaðarþir.gi. Það var um að þvi ákvæði væri komið inn í jarðræktarlögin, að vatnsleiðsl u-r á sveitabæjum nytu nokk- urs styrks úr ríkissjóði. Þrjú mál afgreiddi Búnaðar- þing í gær: Um framleiðslu a síldarmjöli, um djúpfrystingu nautasæðis og um endurskoðun á lögum um jarðakaup ríkisins, sem þingið taldi ekki þörf á ef frumvarpið um jarðeignasjóðinn yrði samþykkt. Þó mælti þingið með nefndarsikipun til að athuga möguleika á fjölbreyttara at- vinnulífi sveitanna. Til fyrri umræðu á Búnaðar- þingi í gær voru tvö mél: Breyt- ingar á reglugerð um búfjár- flutninga og frumvarpið um jarðeignasjóðinn. Nánar verður sagt frá afgreiðslu þess er þaS kemur til síðan umræðu. Á dagskrá Búnaðarþings í dag er m.a. erindi Þórs Guðjónsson- ar, veiðimálastjóra, er hana nefndir: Starfsemi í þágu veiðÞ mála. Fundir Búnaðarþings t:m haldnir í Bændahöllinni og fielj- ast kl. 9.30. MOSKVU 27. febrúar, NTB - AP. Haile Selassie, keisari Eþíópíu, kom í morgun til Moskvu 1 Þ^'iggja daga opinbera heimsókn. Meðal þeirra, sem tóku á móti honum á flugvellinum, vor* Podgorni forseti og Kosygin, for- sætisráðherra. Þeir munu ræðaM við næstu daga um efnahagsað- stoð Sovétmanna við Eþíópíu og ýmis alþjóðamál. Norðurlöndin gera með sér tryggingasamning Kaupmannah. 25. febr. NTB 1 GÆR var undirritaður i Kaup- mannahöfn samningur milli Norðurlandanna 5 um greiðslu- yfirfærslur milli sjúkrahúsa land anna og réttindi á trygginga- greiðsium í hverju Norðurland- anna sem þegn kann að dvelj- ast í um lengri eða skemmri tma. I Samningur þessi er að nokkru ! leyti endurskoðun á samningn- ! um frá 1965 og reglur hans sam- I ræmdar löggjöf hvers lands fyr- ir sig. Auk. þess hefur verið reynt að fá því framgengt, »8 ef Norðurlandabúi flytur sjúkuir af landd sínu til einhvers hinna Norðurlandanna haldi hahn da#- 1 greiðslum sínum. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN tíVERFI: VANTAR Skiplhoit II Túngata Tjarnagata Lamibastaðahverfi Vesturgata n Sjafnargaia Baldurgata Gnoðarvogur Kjartansgata Tunguvegur Ta/ið við afgreiðsluna, sími 22480 VICTOR 101 Labbað um Lóns uræfi á kvöld- vöku F.L Á FUNDI Ferðafélags Islands, sem verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu fimmtudagskvöldið 2. marz, sýnir Ásgeir Long kvik- mynd sína: Labbað um Lónsör- æfi, en sú kvikmynd hefur ekki verið sýnd opinberlega í Reykja- vík áður. Fá landssvæði á fslandi eru hrikafegurri en það, sem sýnt er á þessari kvikmynd, fjalllendið beggja vegna við efsta hluta Jök- ulsár í Lóni og Víðidalurinn, sem skerst inn úr dal Jökulsár. Þarna er mikið um líparít og litskrúð fjallanna fyllilega sambærilegt við Landmannalaugasvæðið, en fjöllin hrikalegri miklu og allur stórleikur landskaparins meiri, einkum þar sem heitir í Trölla- krókum. Alltof fáir hafa lagt leið sína um þetta svæði. Asgeir Long sýndi jöklamönnum kvik- mynd sína síðastliðið haust og voru allir, er sáu hana, á einu máli um að á þetta svæði þyrftu þeir einhverntíma að komast. As- geir og félagar hans fóru sína ferð á hestum og eigin fótum og ber kvikmyndin þess ljósan vott, að þar fór fólk, sem kunni að ferðast. Þetta er ósvikin ferða- mynd, bæði skemmtileg og fróð- leg. Á eftir kvikmyndinni verður myndagetraun að vanda og dans Hafnarfjörður U,.„, . ,#<• KLÆSHEGUR OS ROMGÖCUR FJÖLSKYLDUBlLL 4ra dyra bW, bwtu Metum sem fáanleg eru. farangursrými mjög gott ein« H á ÖHum VAUXHAIL Wum. Bogrw hHöarrúður, sem bsðl gefa aukið rými og fallegra útlrt. W HESTAFU ÞRAUTREYNO OG SPARNEYTW YÉl ARMOLA 3 SlMI 38900 Höfum til sölu tvær fokheldar íbúðir á fallegum stað í Hafnarfirði. íbúðirnar eru á jarðhæð, ca. 110 ferm. og á I. hæð ca. 125 ferm. Sérhiti, þvotta- hús og inngangur. Rúmgóðar geymslur. Bílskúr fylgir stærri íbúðinni. Þrjár íbúðir eru í húsinu. Verða tilbúnar til afhendingar 1. júní nk. Teikningar á skrifstofunni. Skip & Fasteigr ’r Austurstræti 18. — Simi 21735. Éftir lokun, 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.