Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. / BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokvn sÍmi 40381 ” SÍM11-44-44 mUfíBIR Hverfisgöta 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BILALEIGAN VAKUR SundlaUgaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. áJ /LlyJlZ! RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 22-1-75 Með tækifærisvcrði Bell og Howell 16 mm kvik- myndunarvél, sama sem ónot- uS, með skiptanlegri optik og aukalinsu. UppL í síma 19790. - I.O.G.T. - St. Mínerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 20.30. Innsetning embættismanna. Áríðandi að allir mæti. Kaffi eftir fund. Æt. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Næturlæknir Eftirfarandi bréf hefur borizt: „Um miðætti aðfaranótt sL fimmtudags stóð svo á á heim- ili okkar, að álitið var nauðsyn- legt að hringja í „næturlækni". Við gáðum því í „Dagbók“ Morgunblaðsins, en þar er mönnum vísað á símsvara Læknafélags Reykjavíkur", númer 18888. Símsvarið he'íur verið lesið af stúlku, sem að vísu er skýrmælt, en les allt of hratt, miðað við það hvað svar- ið er langt of flókið. Við vor- um þrjú fullorðin (tvö mið- aldra og einn roskinn) sem hlustuðum á þennan símsvara — sá roskni mörgum sinnum, því að hann áttaði sig aldrei á í hvaða númer ætti að hringja til að koma orðum til nætur- læknis. Helzt fannst okkur hverju fyrir sig, að það myndi vera númer 11510, þó að við værum ekki ánægð með það heldur. Sátum við svo stanz- laust við símann frá kl. 1 til kl. 2, en fengum að vonum ekkert svar. Ástæðurnar til þessa mis- skilnings verða væntanlega skiljanlegar af orðalagi í sím- svarinu, og set ég hér því cwð- rétt leiðbeiningar þess um hversu koma skulu hjálpar- beiðni til læknis á framfærL (Sá roskni varð að hlusta tíu sinnum á símsvarann til að ná því öllu):.. • „f neyðartilfellum er tekið á móti vitjanabeiðnum í síma 11510 á skrifstofu Læknafélags Reykjavíkur kl. 9—12 og 1—5 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 9—12. Kvöld- og næt- urvaktir hefjast hvern virkan dag kl. 5 e.h. og standa til kl. 8 að morgni; um helgar frá kl. 1 e.h. á laugardegi til kl. 8 að mánudagsmorgni. Vitjanabeiðn ir í síma Slysavarðstofunnar er sími 21230. Slysavarðstofan í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn; sími 21230. Athugið að slysavarðstof an gegnir aðeins fyrir slasaða sjúklinga." Síðasta leiðbeiningin var eig- inlega hið eina sem okkur var fyllilega ljóst í lok hins langa og flókna og hraða lestrar. Hana skildum við, hvert fyrir sig, þannig, að þess væri ósk- að að ekki væri hringt í 21230 liema vegna „slasaðra sjúkl- inga“, Af því drógum við öll þrjú þá ályktun, að hringja ætti í 11510 þegar um sjúklinga væri að ræða, sem ekki væru slasaðir, þó að okkur þætti und arlegt orðalag á leiðbeiningunni um hringingar þangað; svo og hitt, að ekki væri gegnt í þeim síma milli 12 og 1 — af því að við héldum að þar væri um nóttina að ræða. Trúlegast þætti mér, að við hefðum ráð- ið í það rétta, ef hinar löngu og flóknu leiðbeiningar hefðu verið hægt lesnar, með nokkr- um þögnum milli atriða. Úr því að við þrjú — venju- legar skynsamar manneskjur — misskildum þetta öll, finnst okkur trúlegast að ófáum öðr- um muni fara á sama hátt. Leyf um við okkur því virðingar- fyllst að leggja til, að nýjar leiðbeiningar verði lesnar í sím svarann — hægt lesnar, með þögnum milli atriða, og að nokkru með nýju og skilmerki- legra orðalagi. — Þrjú.“ Vietnam Lesandi skrifar: „Nú eru menn farnir að fást við héimsvandamálin. af meiri alvöru hér í Reykjavík én áður. Sérstök ráðstefna hef- ur komið saman til þess að fjalla um Víetnam og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að íslendingar boðuðu til slíkra funda til þess að leysa ófrið austur í Asíu. Ástæðan til þess að ég drep á þetta hér er sú, að oddviti þeirra, sem tekið hafa að sér að kryfja , þessi málefni til mergjar, kom fram í frétta- tíma sjónvarpsins á sunnudag- inn — og sagði, að ætlunin væri að skoða viðfangsefnið frá öllum hliðum. Lýsti hann tillögum U Thants. En er hann var spurður um afstöðu til til- lagna Bandarikjamanna um að her Norður-Víetnam færi heim til sín og loftárásum yrði hætt, svaraði hann ekki, heldur söng vísu, sem átti að lýsa því hve Johnson Bandaríkjaforseti væri lákur leiðtogi. Og svo ætlar hann að telja fólki trú um að hann sé að reyna að skóða málið með augum hlutleysis. 1 Það er eitt, sem gleymist alltof oft, þegar rætt er um Víetnam. Ég á þar við hlut Norður-Víetnam. Ég efast um að menn hefðu fokið úpp til handa og fóta yfir stríði í smá- ríki austur í Ásíu, ef Norður- Víetnam hefði í rólegheitum Iagt Suður-Víetnam úndir sig, innlimað landið á kommúníska vísu. — Eða gengust kömmar fyrir ráðstefnu vegna innlimun ar Eystrasaltsríkjanna og Aust- ur-Evrópuríkjanna á sínum tíma? Og eru þau þó ögn nær okkur. En af því að Bandaríkja- menn komu Suður-Víetnam til aðstoðar til þess að reka árás- arherinn út fyrir landamærin fá ýmsir menn tækifæri til þess að fyllast heilagri vand- lætingu og fordæma Banda- ríkjamenn vegna þátttöku í stríðinu þarna. Ýmsir ágætir menn virðast — viljandi eða óviljandi — horfa framhjá staðreyndum málsins, skella skollaeyrum við árásaraðilan- um en m ina á Bandaríkja- menn. Og ekki stendur á að fordæma Bandaríkjamenn — en þá gleyma menn líka gjarna íuásaraðilanum. Af hverju fordæmdu menn ekki Bandaríkin á sama hátt fyrir að koma vinum sínum til hjálpar i síðari heimstyrjöld- inni? Því í ósköpunum gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á Þýzkaland? Var ekki Hitler jafngóður og Hó Sí Mín? Hvor- ugur fór a.m.k. með ófriði á hendur öðrum — eða er það? Það er út af fyrir sig gleði- legt, að sjóndeildarhringur fólks á íslandi er ekki bundinn við næsta nágrenni — og, að fólk hefur áhuga á að ræða málefni fjarlægra landa. En það á ekki að láta kommúnista komast upp með að sprengja reyksprengjur í áróðursskyni fyrir heimskommúnismann — með aðstoð þeirra, sem í raun og veru vilja ekki styðja komm únista, en láta gabbast. Þeir andkommúnistar, sem gengið hafa til ráðstefnunnar með kommum og þeirra fylgifiskum til þess að ræða Víetnam, eru glámskyggnir, etf þeir láta kommúnista fá yfirhöndina í væntanlegri Víetnam-nefnd — ef þeir láta nota sig fyrir vagni kommúnista. Þeir úr hópi lýð- ræðissinna, sem þarna eiga hlut að máli, ættu að hafa þetta hugfast, Lesandi". Verð þorskalýsis Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf frá Lýsi hf. Vegna greinar í dálki yðar 28. febrúar um verðhækkun á þorskalýsi á flöskum er pkk- ur skylt eg ljúft að gefa eftir- farandi skýringu: Bréfritari yðar, Flatabúi, getur þess réttilega að verð- hækkunin stafar hverki af verðhækkun lifrar né launa- hækkun starfsfólks. Hins veg- ar hefði hann mátt renna grun í, að verðbreytingin stæði í einhverju sambandi við breytt ar umbúðir, sem hann getur um í bréfi sínu. Á síðastliðnum 2 áfum höf- um við gert riákvæmar r'ann- sókriir á rarinsó'knastófu Pkk-. ar á gæðabreýtingúm lýsis eft- ir að byrjað er að nota lýsið úr flöskunum. Kom í ljós að gæðum lýsisins hrakaði svo í 325 gramma umbúðunum að síðustu 5—6 skeiðarnar voru tæpast neyzluhæfar vegna þráa ef aðeins var tekin ein skeið á dag. Ákváðum við þá að breyta umbúðunum þannig að í stað 325 gramma umbúðanna settum við á markaðinn 220 gramma flöskur, sem einkum eru ætlað- ar þeim heimildum, þar sem notkun er ekki mikil daglega, en fyrir hina, sem meira nöta höfum við á boðstólum dósir sem taka 1 líter. Kosta flösk- urnar í heildsölu kr. 14.— en dósirnar kr. 26.— Gefur sá verð munur strax nokkra hugmynd um verðmætahlutfall innihalds og umbúða. Þakkir á Flatabúi fyrir ár- vekni sína og ábendingu--til ýfir valdanna, en við vorum þó á undan honum, því Verðlags- stjóra hefur verið gerð grein fyrir verðbreytingunni, þó svo að hún hafi átt sér stað fyrir verðstöðvunarlögin. Stafar verðbreytingin ein- göngu af því, að hinar nýju og minni umbúðir eru dýrari á hvert gramm innihalds. En eins og að ofan segir eru á boðstól- um hjá okkur stærri umbúðir — ca. 4 sinnum meira innihald fyrir tæplega tvöfalt verð og vonum við að þau heimili sem mikið nota af lýsi nýti mögu- leikann á sparnaði með kaup- um á lýsi í hinum stærri um- búðum. Ástæða þess, að flöskurnar eru ekki endurkeyptar ér sú, að kostnaður er orðinn svo mikill við söfnun og hreinsun þeirra að við höfum neyðst til áð hætta endurkaupum. Áð lokum þokkum við svo Flatarhúa viðskiptin og vonum að skýring okkar sé honum fullnægjandi. Virðingarfyllst, LÝSI H/F. Óskum að ráða stúlku vana fatapressun Efnalaugin Glæsir Laufásveg 17—19. ÚTBOÐ Tilboð óskast í akstur með skólanemend- ur barnaskóla og gagnfræðaskóla Garða- hrepps. Útboðsgögn fást í skrifstofu undirritaðs. Tilboðsfrestur er til 8. marz n.k. og verða tilboð opnuð þann dag kl. 13.30 í skrif- stofu Garðahrepps Sveinatungu við Vífil- staðaveg. Sveitastjórinn í Garðahreppi 27/2 ’67. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.