Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. 21 - INNFLUTNINGS- FRELSI Framlhald atf bls. 8. verð og gæði vöru sinnar, ef hann á ekki að verða fyrir töp- um og heltast úr lestinni. Rökin fyrir því að fara þá leið, sem lagt er til í þessu frv. fremur en að hverfa aftur að einkasölunni, hljóta þvi að vera þau að annað henti ekki hagsmunum neytend- anna. Hitt er svo annað mál, að í öðrum tilvikum geta þetta verið önnur sjónarmið en tillitið til þess að þjóna sem bezt óskum og þörfum neytendanna, sem látin eru ráða því hvaða fyrir- komulag vörudreifingarinnar sé talið heppilegast. Sem dæmi um það, má nefna Áfengisverzlun- ina. Flestir munu sammála um það, að áfengisnautn, nema þá í miklu hófi sé skaðleg bæði ein- staklingum og umhverfi hans. Þar er því ekki sama ástæða til að leggja sömu rækt við þjón- ustu við neytendurna eins og þegar um notkun menningar- tækja, sem útvarpstæki verða að teljast er að ræða. Dreifing áfengra drykkja þjóna því öðr- um markmiðum, nefnilega í fyrsta lagi því að skattleggja skaðlega neyzlu og í öðru lagi því að takmarka neyzluna. Til þess að þjóna slíkum markmið- um, er ríkiseinkasala hentugt tæki enda hygg ég það eiga fáa formælendur utan þings eða innan, að innflutningur áfengis verði gefinn frjáls. Ég get því að gefnu tilefni ekki látið hjá líða að nota þetta tækifæri til þess að andmæla þeim áróðri, sem oft er hafður í frammi gegn frelsi í innflutn- ingsverzluninni, að slíkt frelsi þjóni aðeins hagsmunum inn- flytjenda, eða jafnvel aðeins einstaklinga, sem innflutnings- verzlun hafa með höndum. En það leiðir að því, sem ég hefi nú bent á, að þegar slíku er hald- ið fram, er sannleikanum alveg snúið við. Við Sjálfstæðismenn erum því að vísu vanir, að okkur sé borið það á brýn að sjá ekki annað en sérhagsmuni heildsalanna. Hitt er ekki . að sama skapi daglegt brauð, að Alþýðufl. og Fram- sóknarfl. sem stundum hafa þó lagt hönd á plóginn til þess að auka verzlunarfrelsi, eins og t. d. með því að státa að undirbún- ingi þessa frv. sem hér liggur fyrir og því nefndaráliti, sem ég nú mæli fyrir marki einnig sína málefnaafstöðu með tilliti til sérhagsmuna heildsalanna. Allt er það líka úr lausu lofti gripið, að frjáls innflutningsverzlun sé fyrst og fremst hagsmunamál heildsalanna. Þeim eru ekki sköpuð nein forréttindi með því að gefa innflutninginn frjálsan, enda hefur raunin engan veginn orðið sú, að aukið frjálsræði í influtningsverzluninni hafi leitt til útrýmingar annarra innflutn- ingsverzlunar en þeirrar, sem er á vegum einstaklinga. S.Í.S. er enn stærsta innflutningsfyrir- tæki landsins, auk þess sem tnikill innflutningur á sér stað á vegum annarra félagasamtaka og innkaupastofnana ríkis- og bæjarfélaga og fyrirtækja þeirra. Það eru ekki innflytjendurnir, heldur neytendurnir eða al- menningur, sem njóta góðs af þeirri hagkvæmni, sem leiðir af frelsi í innflutningsverzluninni. Bf hlýða þykir hins vegar svo sem Áfengisverzlunin, er dæmi nm, að fyrirkomulag vörudreif- ingarinnar sé notað sem tæki til þess að skattleggja neytendurna í þágu innflytjandans sem þar er rikisvaldið, þá býst ég ekki við að neinn ágreiningur sé um það, að einkasala sé þar hentugt tæki. Það getur lika átt við, þeg- ar sérstakir örðugleikar eru á því, að útvega vöruna, að ednka- sölufyrirkomulag henti eða sé jafnvel óhjákvæmilegt. En sem betur fer er ekki nú um slíkt að ræða, þótt hin almennu vand- ræði, sem við var að etja á kreppuárunum, þegar núgald- andi löggjöf um einkasölu á við- tækjum var sett, hafi ef til vill réttlætt slíkt fyrirkomulag þætti bezt hent þá. En afstöðu til þess, hvort það fyrirkomulag, sem rétt kann að hafa átt á sér fyrir 30 árum mið- að við þær aðstæður, sem þá voru fyrir hendi ber auðvitað að taka með tilliti til þeirra ástæðna, sem nú eru fyrir hendi, en skv. því sem ég hefi sagt verður að telja að endurreisn einkasölu ríkisins á viðtækjum myndi verða andstæð hagsmun- um notenda þessara tækja. Gils Guðmundsson (K) vakti í upphafi máls síns athygli á því, að hagnaður af rekstri Viðtækja- verzlunarinnar hefði jafnan runnið til menningarstarfsemi, fyrst til ríkisútvarpsins síðar til greiðslu á byggingarskuldum Þjóðleikhúss og Sinfóníuhljóm- sveitar. Ræðumaður sagði að þau rök, sem verið hefðu fyrir stofnun Viðtækjaverzlunarinnar á sínum tíma væru enn í fullu gildi. I fyrsta lagi hefði þetta fyrirtæki stuðlað að innflutningi hóflegra margra tegunda og þá fyrst og fremst viðurkenndra tækja. í öðru lagi næðust betri viðskipta- kjör, þegar allur innflutningur væri á einni hendi. I þriðja lagi væri hægt að komast af með minni fjárfestingu í tækjum og varahlutum, í fjórða lagi væri auðveldara að hafa hemil á ólög- legum innflutningi með einka- sölufyrirkomulagi, í fimmta lagi væri minni mannafli og minna húsnæði bundið við þessa starf- semi með þeim hætti og loks í sjötta lagi væri tryggt að allur hagnaður af þessari starfsemi rynni til menningarþarfa. Þá gerði Gils Guðmundsson að umtalsefni það álit, sem fram kemur í greinargerð frv. að það mundi kosta 40—50 milljónir og 30 manna starfslið að endurreisa Viðtækjaverzlunina og sagði að ekkert lægi fyrir um það að minna fjármagn og minni mann- afli væri við þetta bundinn með frjálsum innflutningi. Hann kvaðst ekki'hafa heyrt athuga- semdir kaupenda viðtækja við þjónustu Viðtækjaverzlunarinn- ar en hins vegar hefðu heildsalar flutt þakkarávarp vegna frv. Þá vék ræðumaður að afstöðu Alþýðuflokksins til málsins og las stuttan kafla úr bókinni „Jafnaðarstefnan“ eftir Gylfa Þ. Gíslason. Gils Guðmundsson kvaðst að lokum telja, að enn skorti allar sannanir fyrir því að það væri hagkvæmara þjóðhagslega séð að láta einstaklinga annast inn- flutning viðtækja heldur en rík- isstofnun og því lægi ekkert á að afnema þessi lög. Ólafur B. Björnsson (S) sagði að ekki væri að búast við að miklar kvartanir heyrðust frá neytendum um þjónustu Við- tækjaverzlunarinnar, þar sem hún hefði verið einkasala og fólk hefði ekkert haft til þess að miða við. Hann gerði að umtalsefni þá röksemd, að einkasalan gæti gert r Arangursrík frönskunámskeið nálæí»t París frá 3. apríl — 28. maí, 3. júní — 28. júlí. Verð í 8 vikur F.F. 1150.— Innifalið: Fæði, húsnæði, 200 kennslustundir, 1600 km. ferðalög, verzlunarnám- skeið, lokapróf, prófvottorð. Skrifið til: Institut International d’Etudes Francaises B.P. Rambouileet, Frankreich. stærri og hagkvæmari innkaup. Reynslan hefði ekki sýnt, að frjálsræði í innflutning i hefði leitt til þess að allur innflutn- ingur hefði færzt í hendur SÍS og stærstu heildsalana, sem þó hefði átt að vera skv. þessari röksemd. Smærri fyrirtæki hefðu haldið sínum hlut og vel það með því að koma með ýmsar nýjung- ar sem hinir stærri hefðu ekki komið auga á. Ólafur Björnsson sagði að í mörgum tilvikum mætti ef til vill spara einhvern gjaldeyri með stórum innkaupum og innflutningi fárra tegunda af hverri vöru. Á það mætti þó ekki einblína heldur á að spyrja hvort þjónusta við neytendur verði jafngóð. Það eru ekki allir steypt ir í sama mót og þarfir og óskir manna mismunandi. Þá kvaðst Ólafur Björnsson draga í efa þá röksemd að hægt væri að koma við sparnaði í mannahaldi og fjármagni í opin- berum rekstri. Ef einkafyrirtæki hefur óþarflega marga starfs- menn verður hagnaður minni en mannhald opinbers fyrirtækis er greitt af skattgreiðendum og það sama er um fjármagnið að segja. Varðandi þá röksemd að ríkis- einkasala mundi auðvelda eftirlit með ólöglegum innflutningi sagðist Ólafur Björnsson ekki hafa trú á því og spurði hvort ekki væri smyglað áfengi og tóbaki til landsins þrátt fyrir einkasölu á þessum vörutegund- um. ATe/ióf/icrfor frystikistur 300 Iítro irystiklstur Verð kr. 17.950,00 Viðgerðu- og varahlutoþjónusta HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-17 2 Simi 21240 Húsbyggjendur athugið Smíðum eldhúsinnréttingar og aðra skápa í íbúð yðar. Vönduð vinna. Stuttur afgreiðslufrestur. Vinsamlega leitið til boða. Húsgagnavinnustofa SIGURÐAR ÁRNASONAR. Auðbrekku 36, Kópavogi — Sími 38470. Enskimám í Englandi Scanbrit skipuleggur enskunámskeið fyrir útlend- inga í Englandi á sumri komanda eins og á undan- förnum árum. Dvelja nemendur á góðum enskum heimilum og aldrei nema einn frá hverju landi á hverju heimili. Ábyrgur leiðsögumaður verður með nemendum bæði út og heim aftur. Einungis er hægt að taka takmarkaðan fjölda nemenda héðan og er því ráðlegt að sækja um sem fyrst. Allar upplýs- ingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykja- vík, sími 14029.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.