Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 11
r'iWíi-; w i >e ■. />• t): 'twiC't #> 'í »**0<»*y MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. 11 Frá fundi Kaupmannasamtakanna. Aðalfundur Kaupmanna- samtaka íslands í gær — Sigurður Magnusson endurkjörinn formaður AÐALFUNDUR Kaupmannasam taka íslands 1967 var haldinn í Átthagasal Hótel Sögu í gær. Formaður samtakanna Sigurð nr Magnússon setti fundinn og tilnefndi Sigurð Óla Ólafsson, alþingismann og Þorvald Guð- mundsson sem fundarstjóra, en þá Reyni Sigurðsson og Gunnar Snorrason sem fundarritara. Ávarpaði formaðurinn síðan fundinn og er efni ávarpsins rak ið stuttlega hér á eftir. Framkvæmdastjóri samtak- anna Knútur Brunn, hdl., flutti ársskýrslu, og fjallaði i henni m.a. um verðlagsmál, nýja verð lagslöggjöf, nýja löggjöf nm verzlunaratvinnu, um stofnlána- deild verzlunanfy rirtækja við Verzlunarbanka Islands h.f. o.fl. Að lokinni skýrslu fram- kvæmdastjóra lagði gjaldkeri Kaupmannasamtaka fslands fram ársreikning samtakanna og að loknu matarhléi flutti Gylfi >. Gíslason viðskiptamálaráð- Iherra, ræðu og svaraði fyrir- spurnum. Þorvaldur Guðmunds- son flutti greinargerð um starf- semi Verzlunarbanka íslands og Hjörtur Jónsson greinargerð um starfsemi Lífeyrissjóðs verzlun- armanna. Lagabreytingar voru til um- ræðu á fundinum og voru gerðar nokkrar breytingar á lögum sam takanna. Ennfremur var sam- þykkt að fulltrúaráð Kaupmanna samtakanna tilnefni tvo fulltrúa til setu í stjórn Verzlunarráðs íslands. Fyrir fundinum lá ennfremur tillaga um að fjölga bankaráðs- mönnum í Verzlunarbanka ís- lands h.f. úr þremur í fimm, en var tillaga sú felld með miklum •tkvæðamun. Kosinn var formaður og vara formaður Kaupmannasamtak- anna. Var Sigurður Magnússon kosinn formaður með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða og Pét- ur Sigurðsson hlaut samhljóða kosningu sem varaformaður. Verðstöðvunln nauðsyn í ræðu sinni gat formaður Kaupmannasamtakanna, Sigurð- ur Magnússon, um ýmis málefni er snerta smásöluverzlunina í landinu og kom allvíða við. Um verðstöðvunarlögin fórust hon- um orð m.a. á þessa leið: — Ég hygg, að tilkoma verð- stöðvunarlaganna á sl. hausti og sá tilgangur sem liggur að baki þeirra, sé meðal þess markverð- asta sem við höfum staöið frammi fyrir um árabil. Ég held Iika, að almenningur sé þeirrar skoðunar, að með tilkomu verð- stöðvunarlaganna sé gerð við- tækari og alvarlegri tilraun cn áður til að snúa við á þeirri óheillavænlegu braut í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, sem hér hefur náð að þróast á und- anförnum árum. Þá greindi Sigurður frá við- ræðum sem fulltrúar Kaup- mannasamtakanna hefðu átt við viðskiptamálaráðherra og aðra aðila um það leyti sem verið var að undirbúa verðstöðvunarfrum- varpið. og sagði formaðurinn að ldkum eftirfarandi um verðstöðv unarstefnuna: — Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að verðstöðvunarstefn an sem slík, sé þjóðarnauðsyn, framkomin í þeim tilgangi að koma í veg fyrir meirilhátcar efnahagsleg áföll. Hitt fer svo ékki milli mála, að raunveruleg áhrif og gagnsemi verðstöðvunar 1-aganna er mest komin undir for Sigurður Magnússon. ystumönnum hinna ýmsu hags- munasamtaka, bæði í launþega- og vinnuveitendastétt. Sagan seg ir okkur og sýnii, að mól er að linni, og að leggja verður niður þá botnlausu kröfupólitík, sem hér hefur verið rekin um ára- bil. En til þess að svo megi verða, þurfa forystumenn hags- munasamtakanna að viðurkenna þá staðreynd, að í þessum efn- um verður að setja hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmun- um. Það veltur því á miklu, hvort forystumenn hagsmuna- samtakanna starfa af ábyrgðar- tilfinningu og skynsemi, eða hvort innbyrðist valdastreitu þeirra og pólitískri vígstöðu er þannig háttað, að þeir velji þann kostinn að gera endalausar kröf- ur, sem í veruleikanum engan veginn fást staðizt. Þá ræddi formaður samtak- anna um nauðsyn þess að rann- sakað yrði til hlítar, hvort ekki væri hægt með aukinni hagræð- ingu í verzlunarrekstri að stuðla að bættri afikomu smásöluverzl- unarinnar. Greindi hann m.a. frá slíkum athugunum sem fram færu í Danmörku skv. sérstök- um lögum þar í landi frá 1958. í þessu sambandi gat hann þess að með opinberum aðgerðum á sviði skipulagsmála og peninga- mála, væri hægt að hafa veru- leg áhrif á, að hagkvæmari nýt- ing fengist bæði á mannafla, hús næði, áhöldum og tækjum, og mundi slíkt í senn leiða til örugg ari afikomu fyrirtækjanna og bættrar þjónustu við almenning. Loks taldi hann, að með sam- stöðu fleiri verzlana mundi hægt að ná haglkvæmari samningum um ýmsa mikilvæga kostnaðar- liði og á þann hátt stuðla að öruggari afkomu. í lok ræðu sinnar ræddi Sig- urður Magnússon um síaukna starfsemi Kaupmannasamtak- anna og stórum bætta starfsað- stöðu með tilkomu eigins hús- næðis. Loks lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að verzlunar- stéttin í heild hefði sem virk- asta samstöðu i sameiginlegu n málum. Nefnd skipuð til að athuga verðlagslöggjöfina Viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ræddi í upphafi máls síns um þá þróun sem orð- ið hefði í efnahagsmálum þjóð- arinnar og um afkomu þjóðar- búsins á sl. ári og þá ástæður þess að ríkisstjórnin taldi á sl. hausti brýna og sérstaka nauð- syn bera til þess, að verðlag og kaupgjald héldist óbreytt og stöð ugt nú um skeið. Ráðherra sagði m.a.: — Á síðastliðnu ári mun mark aðsvirði þjóðarframleiðslunnar í heild hafa numið um 24.000 millj. kr. Innflutningur vöru og þjónustu nam 9.550.— millj. kr. Utflutningur vöru og þjónustu nam nokkru minna en innflutn- ingurinn eða 9.200,— millj. kr., þannig að þjóðin ráðstafáði um 350 millj. kr. meiru en þjóðar- framleiðslunni nam, og svarar þessi upphæð til hallans á greiðslujöfnuði í utanríkisvið- skiptum vegna vöru og þjónustu. Á árinu 1965 hafði þjóðin hins vegar ráðstafað um 200 millj. kr. lægri upphæð en þjóðarfram- leiðslunni nam, og kom þetta fram sem greiðsluafgangur vegna vöru og þjónustu. Hér kemur greinilega fram sú mikla breyting á aðstöðunni í efnahags málum, sem gerði verðstöðvun- arstefnuna nauðsynlega. En hvernig notuðum við svo þjóðarframleiðsluna á síðast- íiðnu ári? Um þetta liggja enp aðeins fyrir bráðabirgðatölur, en samkvæmt þeim gengu 15.250 millj. kr. til einkaneyzlu, 2.150 millj. kr. til sameiginlegrar neyzlu á vegum ríkis og bæiar- og sveitarfélaga og 6.865 millj. kr. til fjármunamyndunar. Út- flutningsbirgðir jiikust um 35 millj. kr., en bústofn landbúnað• arins minnkaði um 20 millj. kr. Hlutfallslega varð imm meir: aukning á fjármunamyndun’nni en einkaneyzlunni og samneyzl- unni. Hins vegar varð miklu miruni aukning á birgðum út- fluthingsvöru en árið áður, en þá hafði hún orðið sérs ak'.ega mikil. Fróðlegt er að athuga á hvaða sviðum fjarmunamyndun' in er. Af þeim 6.855 miLj. kr., sem á sl. ári gengu til fjár- munamyndunar, gekk s*jersti hlutinn til íbúðarhúsabyggmgs: eða um 1700 millj. kr. Næst stærsti liðurinn var fjármuna- myndun í iðnaði, 910 millj. kr, en þar af eru 363 millj. kr. í fisk iðnaði. Þriðji stærsti liðurinn var byggirig samgöngumann- vinkja 790 millj. kr. Þar á eftir kom f jármunamyndun í landbúr. aði, 63'5 millj. kr., og verður ekki sagt, að það. sé um æski- lega þróun að ræða, þegar hlið- sjón er höfð á því, .að 1 land- búnaðinum er um að ræða alvar lega offramleiðslu, sem selja þarf til útlanda fyrir brot af framleiðslukostnaði. Það er að sjálfsögðu yerðlagskerfi það, sém gildir á sviði landibúnaðar- ins og tryggir bændum hliðstæð- ar tekjur við launastéttir við sjávar'síðuria, sem veldur því, að framleiðsla og fjármunamyndun í land'búnaði heldur áfram að vaxa, án tillits til sambandsins milli framleiðslukostnaðarins og verðlagsins erlendis. Fjórði stærsti þáttur fjármun.amynduv arinnar voru flutnángatæki 700 millj. króna. Fjármunamyndun í verzlun og veitingastarfsemi var 436 millj. kr. Þegar fjármuna- mynduninni er skipt í tegundi-, kemur í ljós, að 3.465 millj. kr gengu til bygginga, 2.165 millj. í vélar og tæki og 1.225 rrriuj. kr. í önnur mannvirki. Þessu næst ræddi ráðherra um afkomu þjóðarbusins út á við á síðastliðnu ári og gat þá m a. að verðmæti útflutningsfram- leiðslunnar hefði verið minni í fyrra en á árinu 1905, og væri það í fyrsta skipti síðan á árinu 1960 sem líkt ætti sér stað. Bráða birgðatölur bentu til þess, að verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar hefði lækkað um tvö pro- sent frá 1965, á sl. ári. Að lokum vék svo ráðiherra að verðlagslöggjöfinni og sagði þá: < — Það er kunnara en frá ' .þurfi að segja, að í nálægum lönidum eru opmber afskipti af verðlagi og verðiagsmyndun með nokkuð ólíkum hætti. Víðast hvar hefur sams konar eftirlit með verðlagi og tíðkaðist á styrj aldarárunum og fyrstu árunum þar á eftir verið afnumið, en yfirleitt er þó í gildi lagaákvæði, sem veita hinu opinbera ýmist rétt eða skyldu til meiri eða minni afskipta af óeðlilegri verð lagsmyndun eða samtökum fyrir tækja til þess að halda uppi óhæfilegu verðlagi Á undan- förnum árum hefur oft verið að því vikið í opinberum umræð- um, að tímabært væri að endur- skoða verðlagslöggjöfina ís- lenzku og færa hana í svipað horf og nú tíðkazt t.d. á hinum Norðurlöndunum. Ríkisstjórnin hefur niú ákveðið að skipa nefnd Framihald á bls. 31. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Stóragerði 4, hér í borg, þingl. eign Kristjáns Guðmundssonar, fer fram eft- ir kröfu Gunnars M. Guðmundssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 2. marz 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Heildverzlun óskar eftir húsnæði, með góða aðstöðu fyr- ir lagerpláss. Þarf að vera laust strax, eða sem fyrst. Tilboð sendist í pósthólf 1282. íbúðir í Hafnarfirði Til sölu meðal annars: 3ja herb. íbúðir í fjögurra íbúða húsi við Öldugötu. Seljast fullfrágengnar að öðru leyti en því að eldhúsinnrétting og hreinlætistæki fylgja ekki. Tilbúnar til af- hendingar næsta haust. Bílgeymslur fylgja tveim íbúðanna. Verð frá kr. 750 þús. 5 herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk í fjöl- býlishúsi við Álfaskeið. Verð frá kr. 710 þús. Tvær 5 herb. íbúðir í ca. 125 ferm. þríbýlis- húsi við Kelduhvamm fokheldar og full- frágengnar að utan með tvöföldu gleri og útihurðum. Bílgeymsla fylgir annarri íbúðinni. Verð kr. 570 þús. og 760 þús. Glæsileg 3—4ra herb. ca. 125 ferm. íb. á jarðhæð við Arnarhraun, sérhiti, sérinn- gangur. Glæsilegt einbýlishús við Grænukinn, með bílskúr og fallegri lóð. ÁRNI GUNNLAUGGSSON HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði — sími 50764. kl. 9—12 og 1—4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.