Morgunblaðið - 01.03.1967, Side 16

Morgunblaðið - 01.03.1967, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 196T. Útgefandi:: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssom Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. RÁÐSTAFANIR VEGNA FR YSTIHÚSANNA 1 ð undanförnu hafa vanda- mál frystiiðnaðarins, sem skapazt hafa vegna verulegs verðfalls á framleiðsluafurð um hans, verið til umræðu hjá fulltrúum hraðfrystiihús- anna og ríkisstjórnarinnar. — Hraðfrystihúsinu hafa nú lýst því yfir, að þau muni failast »á þær aðgerðir, sem ríkis- stjórnin hefur boðið fram til þess að létta undir með frysti iðnaðinum vegna hinna breyttu viðhorfa á erlendum mörkuðum. Kjarni þeirra ráðstafana, sem ríkisstjórnin hefur á- kveðið að beita sér fyrir er að veita frystihúsunum 55— 75% verðfallstryggingu á ár- inu 1967 miðað við endanlegt verð ársins 1966 á þeim frystu afurðum, sem hagræðingar- fjárgreiðslur ná til. Verð- tryggingin miðast við fisk- tegundir og greiðist frystihús um jafnóðum og sölusamtök- in greiða fiskandvirðið. I öðru lagi mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að afurða- lán verði óbreytt í krónutölu frá því sem var á árinu 1966, 'og í þriðja lagi að 75% hag- ræðingarfjár verði greitt við veðsetningu afurða, en hag- ræðingarfé verði óbreytt frá árinu 1966. Mun ríkisstjórn- in beita sér fyrir því, að stofn aður verði 140 milljón króna sjóður til þess að standa und ir verðfallstryggingunni, og það sem kann að verða eftir í sjóðnum í árslok 1966 verð- ttr varið til stofnunar verð- jöfnunarsjóðs hraðfrystiiðnað arins, enda náist samkomulag um uppbyggingu slíks sjóðs milli aðila til eflingar frysti- iðnaðinum í framtíðinni. - Með þessu samkomulagi, sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi næstu daga í formi lagafrumvarps hefur tekizt að ráða bót á erfiðleik- um frystiiðnaðarins þannig, að frystihúsin geta á það fall- ist og ríkisstjórnin beitt sér fyrir þessum ráðstöfunum án þess að til nýrra skattaálagn- inga komi af þeim sökum. Ánægjulegt er, að svo farsæl- lega hefur tekizt til um lausn á vandamálum sjávarútvegs- íns og frystiiðnaðarins sem raun hefur á orðið. • Eins og Morgunblaðið hef- ur áður vakið athygli á fel- ast í þeim vandamálum, sem frystiiðnaðurinn nú stendur frammi fyrir tækifæri til ný- sköpunar þessarar atvinnu- greinar. Hún hlýtur annars vegar að byggjast á því að tryggja frystihúsunum meira hráefni en þau hafa að und- anförnu átt við verulegan hrá efnisskort að búa og hins veg ar á endurskipulagningu frystiiðnaðarins, en ljóst virð ist, að nú eru mörg frystihús rekin, sem eru þannig upp byggð, að rekstrargrundvöll- ur þeirra er mjög erfiður, fyrst og fremst vegna þess hversu smá þau eru. Á breyt- ingatímum, eins og þeim sem frystiiðnaðurinn stendur frammi fyrir er nauðsynlegt að tækifærin séu notuð til endurskipulagningar, sem í senn færi frystiiðnaðinn í nú- tímalegra horf og tryggi ör- uggari rekstrargrundvöll frystihúsanna. Er þess að vænta, að þær umræður, sem þegar hafa orðið um slí'ka end urskipulagningu leiði til þess að frystihúsin sjálf hafi for- ustu um slíkar nauðsynlegar breytingar. ÞYRLUR r|ómsmálaráðherra, Jóhann *■' Hafstein, hefur nú falið Landhelgisgæzlunni að gera nákvæma áætlun um rekst- urskostnað stórrar tveggja hreyfla þyrlu og leggja fram álitsgerð um það hvaða tæki Landhelgisgæzlunnar sem nú eru í notkun, hægt er að taka úr umferð við tiikomu sHkr- ar þyrlu. En samkv. skýrslu, sem for stjóri Landhelgisgæzlunnar lefur sent dómsmálaráðherra og hann hefur gefið Alþingi upþlýsingar um, bendir margt til þess, að stór tveggja ireyfla gæzlu- og björgunar- þyrla, sem kosta mundi um 40 milljónir króna, gæti leyst af hólmi flugvél Landhelgis- gæzlunnar og minni varðskip og auk þess sinnt ýmis konar annarri nauðsynlegri þjón- ustu, sem Landhelgisgæzlan og ýmsir aðrir aði'lar hafa haft með höndum. Hér er um hið mikilverð- asta mál að ræða fyrir Land- helgisgæzluna. Hún hefur eflzt mjög að tækjakosti á undanförnum árum, en nauð- synlegt er, að hún fylgist jafn an með öllum nýjungum á nes’su sviði og jafnframt því sem stór gæzlu- og björgun- arþyrla mundi bæta aðstöðu bennar til landheligsgæzilu, fengist af slíku tæki mikil- væg reynsla við íslenzkar að- stæður, en margt bendir til Dess, að stórar þyrlur geti hentað mjög til samgöngu- bóta víða um land. lenzka fiskiðnaðarins TVÆR af aðalútflutningsvör- um Grænlendinga, selskinn og frosin fiskflök eru nú í mikilli hættu vegna verðfalls á útflutningsmörkuðum. Er ástandið mjög alvarlegt, eftir því sem segir í frétt í danska blaðinu Berlingske Tidende í sl. viku. Boðað hefur verið til fundar milli dönsku Græn landsverzlunarinnar og full- trúa grænlenzkra fiskkaup- enda og sjómanna. Hvað frosnu fiskflökin snertir hefur orðið mikið verðfall á Ameríkumarkaði, sem er stærsti kaupandinn og hefur verðið pr. pund lækk- að úr 28 sentum niður í 21, en fyrir hvert cent, sem verð ið fellur tapa Grænlendingar 600 þús. dönskum krónum þannig að á þessu ári hefur lækkun útflutningsverðmætis ins á fiskflökunum frá Græn landi numið 4.2 milljónum króna, en ársframleiðslan nemur um 9000 lestum. Verð á selskinnum hefur farið ört lækkandi á síðasta ári og bíða menn nú með eftirvæntingu eftir selskinna- uppboðinu, sem fram á að fara í Kaupmannahöfn í apríl n.k., en slík uppboð eru haldin tvisvar á ári. Verði frekari verðlækkun á þessum tveimur útflutnings- vörum má búast við að hún hafi alvarleg áhrif á græn- lenzkt efnahagslíf. Mjög litlir möguleikar eru á róttækum breytingum á út- flutningsframleiðslunni í Grænlandi og um aðra út- flutningsframleiðslu er vart að ræða. Ólíklegt er talið að sú leið verði farin að lækka fiskverðið til sjómannanna til þess að lækka framleiðslu kostnaðinn, vegna þess að lækkun í samræmi við verð- fallið á útflutningsmörkuðun- um myndi kippa grundvell- inum undan grænlenzku sjó- mönnunum. Leiðin, sem menn helzt hallast til að fara, er að end- urskipuleggja framleiðsluna og reyna að auka nýtingu hráefnisins í ríkara mæli en nú er gert. Þetta mun krefj- ast aukningar á aflamagningu, sem landið er, en til þess að það sé hægt þarf fleiri og stærri fiskiskip. Auka þarf fjárfestinguna og þjálfa fjöl- mennara lið sjómanna, því að ekki er talið gerlegt að auka afköst þeirra atvinnutækja, sem nú eru í landinu. Eins og ástandið nú er mun það höggva stórt skarð í fjárhags áætlun dönsku Grænlands- verzlunarinnar og þannig hafa áhrif á efnahagslíf Dan- merkur auk þess, sem það getur hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir einkaaðila í Græn landi. Verðfallið á selskinnunum hefur einkum haft áhrif á framleiðendur í NV- og A- Grænlandi. Á undanförnum árum hefur verð á skinnun- um verið hátt, eða um 125 kr. danskar fyrir skinnið, en á sl. ári féll verðið niður í 85 kr. danskar. Þetta verð hefur þó ekki skert lífskjör veiðimanna alvarlega, en meira verðfall myndi hafa al- varlegar afleiðingar, því að ekki er um aðra útflutnings- framleiðslu að ræða 1 þessum héruðum. Skinnauppboð í apríl mun skera úr um þetta atriði, en verði þá enn verð- fall, mun það hafa alvar leg þjóðfélagsáhrif á þessum svæðum. Sömu sögu er að segja um fiskflökin og þeirra fram- leiðlsusvæði. Menn eru þó varaðir við of mikilli svart- ; sýni eins og er, og má aðeins benda á, að um verðhækkun til sjómanna verður ekki að ræða í náinni framtíð. ENDURSKIPU- LAGNING ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS k tlantshafsbandalagsríkin hafa nú ákveðið að setja á stofn sérstaka nefnd, sem rannsaka á skipan banda lagsins með tilliti til breyttra viðhorfa í heimsmálunum, og er framkvæmdarstjóri At- lantshafsbandalagsins formað ur nefndarinnar, en upphafs- maður þessarar hugmyndar er utanríkisráðherra Belgíu. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Henrik Sveinn Björnsson fastafulitrúi ís- lands hjá Atlantshafsbanda- laginu, að hugmyndin með starfi þessarar nefndar væri að taka til endurskoðunar framtíðar'hlutver'k bandalags ins í ljósi heimsmálanna, eins og þau Hta út í dag og þeirr- ar þróunar, sem orðið hefur síðan bandalagið var stofnað. En svo sem kunnugt er verð- ur Atlantshafssáttmálinn end urskoðaður árið 1969. Frá því að Atlantshafs- bandalagið var stofnað á Grænlenzkar konur að störf- um í frystihúsi. miklum örlagatímum árið 1949 hefur þróun mála í Ev- rópu orðið í friðsamlega átt og það er óumdeilanlegt að það hefur fyrst og fremst orð- ið fyrir áhrif Atlantshafs- bandalagsins. Með tilliti til þess er nauðsynlegt að banda lagsríkin geri sér grein fyrir, að hve miklu marki nauðsyn- legt er að breyta starfsemi bandalagsins, vegna hinna breyttu aðstæðna en jafnljóst er, að samtök, sem svo miklu hafa áorkað í friðsamlega átt í Evrópu eru vissUlega þess virði, að þeim verði við hald- ið og þau efld í samræmi við nýja tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.