Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. - LISTIR - LISTIR OOKMtfflTIR - LISTIR - LISTIR HID FRÆGA LEIKRIT PETERS WEISS, MARAT'SADE Á SVIÐI ÞJÓDLEIKHUSSINS CM næstu mánaðamót frum- sýnir Þjóðleikhúsið hið fræga leikrit Marat/Sade eftir sænsk- þýzka leikritaskáldið Peter Weiss. Um 40 leikendur taka þátt I sýningunni, og eru inni á svið- inu allan tímann sem leikurinn stendur yfir. Með aðalhlutverk fara leikararnir Gunnar Eyjóifs- son er leikur Marat, Róbert Arn- finnsson er fer með hlutverk Sade, Margrét Guðmundsdóttir sem leikur Charlotte Corday, stúlkuna sem myrti Marat og Herdís Þorvaldsdóttir er leikur Simonne, konu Marats. Af öðr- um leikurum má nefna þau Helgu Valtýsdóttur, Árna Tryggvason, Bessa Bjarnason, Jón Sigurbjörnsson, Klemenz Jónsson, Ævar R. Kvaran, Sig- ríði Þorvaldsdóttur og Sverri Guðmundsson. Ennfremur standa nú yfir æf- ingar hjá Þjóðleikhúsinu á leik- ritinu Loftsteinninn eftir Fried- rich Diirrenmatt. Er það gaman- leikrit er fjallar um nóbelsverð- launahafa. Leikendur í því verða 14 og fer Valur Gíslason með aðalhlutverkið, en leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Ráðgert er að frumsýning verði um páska. Við fengum að líta inn á æf- ingu á Marat/Sade nú fyrir nokkrum dögum. Voru leikend- urnir þá að fara yfir leikritið og finna út hvar agnúar væru hjá þeim og leikstjórinn Kelvin Palmer hjálpaði þeim til að leið- rétta þá. Sviðið verður hið sama allan tímann og búningar þeir sömu. Er sviðsmyndin og bún- ingar, sem Una Coliins hefur gert mjög smekkleg og undir- strika þau áhrif sem leikritið gefur. samt leikrit sín á þýzku. Að loknu skólanámi í Berlín og Bremen fór Weiss til Parísar og lagði stund á myndlistarnám. Síðar hóf hann svo ritstörf og gaf út nokkrar bækur á árunum 1947—1953, sem vöktu töluverða athygli meðal bókmenntamanna. Fyrsta leikrit Weiss er tekið var til sýninga nefndi hann „Rot- undan“, og var það sýnt á sviði tilraunaleikhúss í StokkhólmL Síðan hefur hróður Weiss, sem leikritahöfundar stöðugt aukizt. Kevin Palmer Höfundur Marat/Sade, Peter Weiss, er fæddur árið 1916 í Ber- lín og ólst hann upp í Þýzka- landi, Tékkóslóvakíu og Sviss, en flutti til Svíþjóðar fyrir rúm- lega 20 árum og hefur hann átt þar heima síðan og hefur sænsk- an ríkisborgararétt. Ritar hann Leikritið Marat/Sade var frumflutt í Schiller leikhúsinu í V-Berlín 29. apríl 1964 og stjórn- aði Konrad Swinarski leiksýn- ingunni. Gerði Weiss sjálfur leikmyndina, en búningateikn- WMmWé. wm. ■ Jón Sigurbjörnsson og Sverrir Guðmundsson í hlutverkura sínura í MaraL Sviðsmynd úr 2. þætti Marat. Fremst á myndinni er Gunnar Eyjólfsson er leikur Marat. Við hliðina á baðkerinu situr Herdís Þorvaldsdóttir, en uppi á bekknum standa Margrét Guð- mundsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Sverrir Guðmundsson og Jón Sigurbjörnsson (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ingar voru eftir eiginkonu hans. Upphafleg tónlist í leikritinu gerði Hans-Martin Majewski. Frægasta uppfærslu Marats/ Sade var gerð í London 1965 undir stjórn Peters Brook. Hefur volgu vatni, en Marat sem per- sóna í leikritinu er stöðugt í bað- keri. Uppistaðan eða rammi leikrits ins er sóttur í aðra átt. Á árun- um 1787—1811 stóð forstöðumað- Leikstjórinn Kevin Palmer útskýrir fyrir leikkonunum Helgu Valtýsdóttur og Sigríði Þorva ldsdóttur, sú uppfærsla verið mjög lofuð af öllum þeim er hana sáu og leik- urinn var síðar kvikmyndaður með sömu leikurum, er léku í London. Tónlistina við þá upp- færslu gerði Richard Peaslee, og er hún notuð við sviðsetningu Þjóðleikhússins. Nýjasta leikrit Peter Weiss er Réttarrannsóknin er fjallar um Nurnbergréttarhöldin, og nú fyrir nokkru var svo frumsýndur leikur er fjallar um nýlendupóli- tík Portúgal í Angóla. Nefnist það leikrit Lúsitanska grýlan. Bæði þessi leikrit hafa vakið mikla athygli. Leikritið Marat/Sade er ekki sögulegt verk um stjórnarbylt- inguna miklu í Frakklandi um 1790. Viðureign Marats og Sade, sem er uppistaðan í leiknum er tilbúningur höfundar, reist á þeim einu staðreyndum, að það var Sade sem flutti ræðuna við útför Marat og að Marat var haldinn hörundssjúkdómi og þoldi oft ekki við nema niður i ur geðveikrahælisins i Charen- ton, monsieur Coulsier, fyrir reglulegum leiksýningum á spít- alanum, sem voru liður í lækn- ingameðferð á sjúklingunum. Varð það fljótlega að nokkurs konar tízku í París að heimsækja sælið í Charenton, bæði til að sjá hegðun sjúklinganna svo og sjálf ar leiksýningarnar. Charenton var hæli þar sem séð var fyrir allskonar fólki sem þótti ekki umgengnishæft með al menningi, hvort sem það var geggjað eða ekki. Frá 1801 til dauða síns 1814, var hinn al- ræmdi de Sade markgreifi, en við hann er sadismi kenndur, hafður í varðhaldi á Charenton-hælinu, en þar stóð hann fyrir mörgum leiksýningum með sjálfan sig og aðra vistmenn sem leikara. Er leikritinu Marat/Sade stillt upp sem slíkri sýningu og Sade þá sem „höfundi“ þess. Hugmynd leikritahöfundarins er fyrst og fremst sá að koma á framfæri átökum milli öfgafyllstu ein- staklingshyggju (Sade) og hug- sjónar stjórnarmálalegrar og mannfélagslegrar endurskipulagn ingar, (Marat). Nær höfundur fram sterkum áhrifum með orð- ræðum Marats og Sades, sem aðrir leikendur undirstrika með hreyfingum sínum og látbragði. Leikstjóri er Kevin Palmer og er þetta fjórða leikritið, sem hann stjórnar fyrir Þjóðleikhús- Marat: Og situr ekki Robes- pierre, sem fölnar við að heyra orðið valdbeiting í tígulegum matarveizlum og ástundar menningarlegar samræður við kertaljós. Ennþá viljið þið líkja eftir þeim, þessum púðruðu skálkum. Ég lýsi sök á hendur þeim! ið og einnig stærsta og viðamesta verkefnið sem hann stjórnar þar. Eins og áður segir gerir Una Collins leikmyndir og búninga- teikningar, en Magnús Blöndal Jóhannsson er hljómsveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.