Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Jarðeignasjóðurinn Eftir Árna G. Eylands EITT af stærstu nýmælum í búnaðarmálum sem nú eru á döfinni er frumvarpið um Jarð- eignasjóð ríkisins. Tilgangur minn með grein þessari er ekki að ræða það mikla mál né frumvarpið al- mennt, vil aðeins drepa á þrjú atriði sem ég tel að þurfi frek- ari athugunnar við, er leiða megi til nokkurra breytinga á frum- varpinu, áður en það verður að lögum. Sýslurnar sem aðilar. Nú stendur yfir athugun á skipulagi sveitanna, með það fyr ir augum meðal annars að leysa vandamál fámennishreppanna getulausu og dauðvona. Hlýtur sú athugun að leiða til fækkun- ar og stækkunar hreppa, á ein- hvern hátt. Hér hljóta að verða teknir upp nýir siðir í þeim málum, að stjórnarfarslegt skipu lag í sveitum landsins verði fært nokkuð í annað horf heldur en nú er. Hætt verði að kljúfa hreppa eins og nú er leyft með lögum og jafnvel stutt að, en í þess stað verði farið að sam- eina hreppana í stærri og líf- vænlegri heildir. Það mun nokkuð kunnugt að ég hefi stungið upp á þeirri breytingu þjóðfélagslega og stjórnarfarslega, að hreppaskip- un sú sem nú er verði lögð nið- ur, en að í stað þess verði sýsl- urnar efldar sem skipulags og stjórnarfarslegar heildir. Þær taki við þeim verkefnum hrepp- anna sem nú eru, en sem kunn- ugt er hafa verkefni hreppanna farið minkandi og sum þau verk efni sem áður voru aðalmál hreppanna hafa færzt yfir á sýslurnar og jafnvel þjóðfélags- heildina. Auðvitað geri ég mér engar gyllivonir um, að svo vel ráðist að horfið verði að nýskipan sam- kvæmt tillögum mínum. Mörg ljón eru þar í vegi, og það eitt sennilega nægilegt til þess, að þær verði dæmdar úr leik við athugun vandamálsins, að þær koma frá mér sem einstaklingi. Málið hefði vafalaust horft tals- vert öðru vísi við, ef slíkar til- lögur hefðu komið frá ráða- mönnum í landinu einum eða fleirum. Eigi að síður geri ég mér nokkrar vonir um, að á næst- unni muni hér og var vakna á- hugi mætra manna að athúga þá leið í skipulagi sveitanna að gera hlut sýslanna meiri en nú er. í 6. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að jarðir sem ríkið eign ast samkvæmt 1. grein frum- varpsins, megi „selja sveitarfé- lögum, eða upprekstrarfélögum, sem jörðin heyrir til“. Hér tel ég að bæta eigi við að einnig megi selja hlutaðeigandi sýslu- félagi jarðir þær sem hér um ræðir. Slíkt tel ég alveg sjálf- sagt og æskilegt. Að ganga fram hjá sýslunum á þessu sviði kem- ur ekki til mála. Ég hefi áður — í Morgunblað- inu — sett fram þá skoðun, að bezt færi á því að sýslurnar eign uðust allar jarðir sem fara í eyði, hver sýsla innan síns um- dæmis. Öll rök hníga að því. For- kaupsréttur hreppanna að jörð- um sem seldar eru, er yfirleitt dauðir bókstafir. Meiri hluti allra hreppa í landinu hafa enga fjárhagsgetu né aðstöðu til að nota sér þá heimild. Og að mínu áliti eru eyðijarðir, og jafnvel aðrar jarðir, sem byggðar eru, langtum betur komnar í eigu og forsjá sýslanna en ríkisins. Hér er eigi tóm til að ræða það mikla mál frekar. Fleira að gera en að leggja í eyði. í 6. grein frumvarpsins segir svo, um jarðir sem Jarðeigna- sjóður selur sveitarfélögum eða upprekstrarfélögúm: „f sölusamningum skal það til- skilið að jarðirnar megi ekki byggja til búrekstrar". (Undir- strikað af mér, Á. G. E.). Þetta þykir mér undarlegt ákvæði og óeðlilegt, og það stangast jafn- vel við eðlilega framkvæmd fyrstu greinar. Hið fyrsta í þeirri grein tekur til jarða, þar sem svo er ástatt, að mrðin selst ekki „með eðlilegum hætti, en eig- andi hennar verður að hætta bú- skap vegna aldurs eða ván- heilsu". Nú má Ijóst vera, að slík jörð, sem þannig er ástatt um, getur mætavel verið allgóð jörð og sæmilega vel í sveit sett. Þess eru næg dæmi, að aldrað fólk verður að hverfa frá slíkum jörð um, án þess að geta selt nýtilegu verði. Jarðeignasjóður kaupir jörðina og leysir þannig vanda hins aldraða bónda. En hvaða vit er í því að setja það skil- yrði, ef hreppurinn (eða sýslan) vill kaupa jörðina úr hendi Jarð- eignasjóðs, að á henni megi ekki stunda búskap — ekki byggja hana til búreksturs? Slíkt nær ekki nokkurri átt. Þegar Jarðeignasjóður kaupir jarðir samkvæmt 1. tölulið 1. greinar frumvarpsins, þarf það ekki að vera og má ekki vera einhliða sjónarmið að leggja ali- ar slíkar jarðir í eyði. Jörð get- ur verið þannig í sveit sett, að það sé sveitarfaginu skaði, að jörðin leggist í eyði, jafnvel svo að eðlilegt sé að hreppurinn kaupi hana siðar af Jarðeigna- sjóði, beinlínis með það fyrir augum að jörðin komist aftur í byggð, þótt hreppurinn væri þess ekki umkominn að leysa vandræði bóndans, er hann gafst upp við búskapinn, með því að Hugsið vel um fætur barnanna! öko Foreldrar og aðstandendur barna, dragið ekki að fá rétta skó á barnið. Látið okkur mæla lengd og breidd fótarins með fótmælitæki „AKA 64“, sem leyfir fjölbreytilegt útlit á skónum, en þeir eru þó algjörlega háðir því máli er „AKA 64“ segir til um. Við seljum „AKA 64“ skó og afgreiðslufólk okkar hefir fengið sér- staka þjálfun í meðferð mælitækj anna, sem notuð eru við fótmál- töku viðskiptavinanna. AÐEINS „AKA“ SKÓR FYLGJA „AKA“ MÁLI! iuál tekið at fæli í skóbúð. SKÓHUSIÐ neyta forkaupsréttar að jörðinni, og gera hlut hans góðan. Hér þarf að liðka betur til heldur en gert er í 6. grein frum varpsins, eins og hún nú er orð- uð. Hugsun greinarinnar, að hindra með öllu, að jarðir sem sjóðurinn kaupir samkvæmt 1. tölulið I. gremar byf'gist aftur, fær ekki staðizt. Það er ekki hæat að viðurkenna slíkt sem heilbrigt sjónarmið. Br*>ekia er evki stöðvað. Það er öllum kunnugt hvert afhroð sveitirnar hafa beðið á undanförnum velgengisárum gróðamanna í Reykjavík og víð- ar. Peningamenn utan sveitar hafa keypt jarðir, bæði byggðar og óbyggðar, sérstaklega þar sem einhver veiðivon er, og hinar byggðu jarðir hafa þeir mjög oft keypt beinlínis með það fyrir augum að leggja jarð- ' irnar í eyði. Þeir sem öruggir | eru í andanum að stefna að því með lögum að leggja jarðir í eyði munu telja þetta vel far- ið. En ég get ekki fallist á að svo sé, tel það blátt áfram hörm- ung og vandræði hve víða og oft eignarumráð veiðijarða og annarra hlunnindajarða færast til Reykjavíkur og annara kaup staða utan sýslufélagsins sem hlutaðeigandi jörð heyrir undir. Fyrir þetta hefði þurft að byggja með löggjöf. Slík löggjöf hefði helzt þurft að vera svo víðtæk, að sýslurnar hefðu forkaupsrétt að öllum jörðum sem fara í eyði innan sýslu, og á fasteignamats- verði. Það myndi girða fyrir að gróðamenn gætu lagt hlunninda jarðir í eyði. Og sem fyrr sagt tel ég allar eyðijarðir, og þá ekki hvað sízt hlunnindajarðir, sem fara í eyði, séu langbezt komnar í eigu hlutaðeigandi sýslufélaga. Það sé hollast fyrir landbyggðina og þá sem hana byggja, og einnig fyrir þjóðfé- lagsheildina. Til þess að svo mætti verða þarf ríkisvaldið auðvitað að efla sýslurnar til slíkra jarða- kaupa. Þar gæti jarðeignasjóð- ur ríkisins verið hinn virki milli- liður og aðstoðaraðili. Með frumvarpinu um J arð- eignasjóð ríkisins er bersýnilega ekkert til þess hugsað að stöðva braskið með hlunnindajarðirnar. í 2. grein frumvarpsins er raun- ar gert ráð fyrir að sjóðurinn hafi heimild til „kaupa jarðir, sem hlunnindi fylgja og líkur eru til að verði ekki nýttar til búreksturs, en háfa sérstakt nota gildi fyrir sveitarfélag eða riki.“ (Hér gleymast sýslurnar sem endranær í frumvarpinu). Að þeir sem samið hafa frumvamið líta ekki á þetta sem mikils- vert atriði kemur berlega fram í athugasemdum við frumvarp- ið. í athugasemd við aðra grein segir berum orðum, að ekki sé „líklegt að heimild þessi verði mikið notuð." Með öðrum orð- um, að braskið með hlunninda- jarðirnar muni fá og eigi að fá að þrífast. Annars virðist nokkuð óljóst hvað ætlazt er fyrir með ákvæð- um annarrar greinar frumvarps- ins. Hún fjallar sem sagt um kaup á hlunnindajörðum „sem líkur eru til að verði nýttar til búreksturs," en I athugasemd- um segir „að sjóðuriinn geti undir vissum kringumstæðum keypt hlunnindajarðir í þvi augnamiði, að þar verði stundað- ur búskapur áfram.“ Þetta virð- ist stangast hvað við annað, eða vera úr hófi óljóst, enda þvl soáð í athugasemdunum að heim ild þessi verði lítt notuð, svo sem fyrr var sagt. önnur grein frumvarosins þarf að breytast svo, að ljóst sé hvort Jarðeigna- sjóði er ætlað að kaupa hlunn- indajarðir til að forða því, að þær fari í eyði, eða til þess að leggja þær í eyði. Um hvort tveggja getur auðvitað verið að ræða, lagagreinin virðist gera ráð fyrir því síðarnefnda, en í athugasemdum við frumvarnið er gert ráð fyrir því fyrrnefnda. Sem heild munnu lög um Jarðeignasjóð ríkisins verða út- rétt hönd til hjálpar bændum sem vilja hætta búskap af eðli- legum og knýjandi ástæðum, og um leið er stefnt að því sem æski legu að leggja jarðir í eyði. Vel má það standast ef hóflega er að unnið. í frumvarpinu hefir eðlilegur og æskilegur hlutur sýslanna „gleymzt" og verið fyrir borð borinn. Því þarf að breyta. í frumvarpinu er ekki gerð nein tilraun til þess að reisa rönd við hinu illa og óheppilega braski með hlunnindajarðir og aðrar, sem svo mjög gerir vart við sig bændastéttinni og sveit- unum til skaða og skammar. Hér vantar röggsamleg lagaákvæði og aðgerðir til úrbóta. Reykjavík, 19. febrúar 1967 Árni G. Eylands. Til sölu 4ra herb. íbúð í sambýlishúsi við Hraun- bæ, sem næst frágengin. Húsa og Ibúðasalan Sími 18429. ERNEST HAMILTON C> (London) á Limited 1 Anderson St. " London S. W. 3. England. BLAKKIR FYRIR SKIP Afsláftur af húsgögnum Vegna flutnings seljum við næstu daga, bólstruð húsgögn með miklum afslætti, sófasett, svefnsófa, svefnbekki, svefn- stóla, staka stóla. Góðir greiðsluskilmálar. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.