Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBUAÖIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Ólafur BjÖrnsson á Alþingi í gœr: Innflutningsfrelsi þjúnar hagsmunum neytenda — Einkasala á viðtækjum andstæð hagsmunum þeirra í RÆÐU, sem Ólafur Björns- son flutti í Efri deild Alþing- is í gær um frv. ríkisstjórn- arinnar um afnám einkasölu á viðtækjum, lagði hann á- herzlu á, að innflutningiu-inn ætti að þjóna hagsmunum neytenda og ríkiseinkasala væri ekki líkleg til þess að þjóna óskum og þörfum neyt- enda, ekki sízt á þessu sviði, sem væri innkaup og dreif- ing viðtækja. Ólafur Björns- son kvaðst vilja nota þetta tækifæri til þess að andmæla þeim áróðri, sem oft væri hafður í frammi gegn frelsi í innflutningi, að slíkt frelsi þjónaði aðeins hagsmunum innflytjenda. Heildsölum eru ekki sköpuð nein forrétt- indi með frelsi í innflutningi, sagði Ólafur Björnsson, held- nr er það almenningur, neyt- endur, sem njóta góðs af þeirri hagkvæmni, sem leiðir af frelsi í innflutningi. Ólafur Björnsson sagði að það fyr- irkomulag sem kynni að hafa átt við fyrir 30 árum væri andstætt hagsmunum neyt- enda nú og því bæri að leggja Viðtækjaverzlun ríkisins nið- fyrir, þá hygg ég það rétt skilið, að hann sé ekki af því sprottinn, að allir séu ekki sammála um, að það fyrirkomulag, sem nú er, sé óhagkvæmt og óeðlilegt, því að eins og greinargerðin með frv. ber með sér ,hefur Viðtækja- verzlunin undanfarið naumast verið rekin sem verzlunarfyrir- tæki, heldur fyrst og fremst sem gjaldheimtustofnun og væru menn sammála um það, að hún eigi ekki öðru hlutverki að gegna, er auðvitað hagkvæmara og ódýrara að sameina hana öðrum opinberum gjaldheimtu- stofnunum eins og raunar er lagt til í frv. En það sem ágreining- urinn er hins vegar um, er það hvort gera eigi þær ráðstafanir, sem frv. gerir ráð fyrir, eða end- urreisa Viðtækjaverzlimina sem einkasölu, þannig að hún gegni því hlutverki, sem henni var ætlað, þegar hin upphaflegu lög um hana voru sett. Ég ætla ekki að fara út í það hér að ræða þá spurningu almennt, hvaða fyrir- komulag eigi að vera á innflutn- ingsverzluninni, enda munu sjónarmið okkar sem að þessu nefndaráliti stöndum vera mis- munandi í því efni, þannig að hætt yrði við, að ég freistaðist þá til að fara út fyrir það um- boð, sem mér hefur verið falið sem framsögumanni fyrir þessu nefndaráliti. Ég skal þó taka það fram, að mín skoðun er sú, að ekki sé hægt að svara þvi með neinni einfaldri eða algildri for- múlu, því að þó að ég telji að vísu að samkeppni í innflutn- ingsverzluninni hafi þá kosti, að þeir sem mæla með öðru fyrir- komulagi, svo sem ríkiseinkasölu hafi þar sönnunarbyrðina, þá er mér hins vegar ljóst, að þær að- stæður geta verið fyrir hendi, sem gera síðarnefnda fyrirkomu- lagið nauðsynlegt. En afstaðan til þess, hvort inn- flutningurinn eigi að vera frjáls eða I höndum ríkiseinkasölu, hlýtur að mínu áliti að markast að þvi, hverra hagsmunir það eru sem fyrst og fremst er tekið tillit til. Eiga það að vera hags- munir neytenda eða innflytj- enda? Að minu áliti á aðalreglan að vera sú, að velja það fyrir- komulag, sem bezt þjónar hags- munum neytendanna. En ríkis- einkasala ér ekki fyrirkomulag, sem Iíklegt er til þess að þjóna vel óskum og þörfum neytend- anna, ekki sizt á þvi sviði, sem hér um ræðir, þar sem eru inn- kaup og dreifing útvarpstækja. Það sem fyrst og fremst er heimt Ólafur Björnsson að af forstjóra rikiseinkasölu, er að hann skili þeim hagnaði, sem fjárlög gera ráð fyrir. Bregðist það, er hann vitanlega kallaður fyrir rétt af fjármálaráðh., endur skoðendum ríkisreikninga og öðrum, sem eftirlit eiga að hafa með störfum hans. Hins vegar þarf hann ekki að standa í nein- um reikningsskil fyrir því, hvernig hagsmunum neytend- anna hafi verið þjónað. Hvort sú vara sem á boðstól- um er sé ódýr miðað við gæði, hvort nægileg fjölbreytni sé í voruvali o. s. frv. Það er heldur ekkert til viðmiðunar, þar eð aliur innflutningur er á einni hendi. Og það sem forstjórinn veit, að störf hans verða metin eftir því, hverju hann skilar í ríkissjóðinn, ekki eftir hinu, hvernig þörfum neytendanna er þjónað, þá er það ekki nema mannlegt og eðlilegt, að tillitið til neytendanna sitji á hakanum. Öðruvísi er, ef innflutningur er frjáls. f*á verður hver einstakur innflytjandi að vera samkeppn- isfær við aðra innflytjendur um Framhald á bls. 21. Axe/ Jónsson á Alþingi í gœr: UT. Hér fer á eftir ræða Ólafs Björnssonar, svo og frásögn af þeim umræSum, sem urðu i Efri deild í gær um málið. * Þótt ágreiningur sé um afstöðu tíl þessa máls, sem hér liggur Þingmál í gær EFRI DEILD Bjartmar Guðmundsson (S) hafði framsögu fyrir nefndar- áliti um frv. um sölu eyðijarð- arinnar Lækjarbæjar. NEÐRI DEILD Lúðvík Jósefsson (K) talaði fyrir frv. sínu um Olíuverzlun ríkisins en það var til 1 um- ræðu. Benedikt Gröndal (A) talaði ifcrrir frv. sínu um Sementsverk- «miðju ríkisins og einnig tók til máls Ragnar Arnalds (K). Jón Skatfason (F) hafði fram- BÖgu fyrir frv. er hann flytur ésamt fleirum um skipulagslög og tóku til máls við umræðuna Axel Jónsson (S), Birgir Finns- eon (A) og Emil Jónsson (A). Ný mól Þórarinn Þórarinsson (F) flyt ur þingsályktunartillögu í Neðri deild Alþingis um skipun rann- BÓknarnefndar skv. 39. gr. stjóm arskrárinnar til rannsóknar á ásökunum um trúnaðarbrot utan ríkismálanefndarmanna. Er til- lagan þess efnis að deildin kjósi 7 manna nefnd til þess að rann- eaka þá ásökun fyrrv. utanríkis- ráðherra Guðmundar í. Guð- Briundssonar, að utanríkismála- nefndarmenn hafi gert sig seka um trúnaðarbrot í utanríkisráð- herratíð hans. Skuli nefndin hafa það vald, sem 39. gr. stjórnar- skrárinnar heimilar og gefa síð- en deildinni ítarlega skýrslu um _ máiið Þétta verður byggðina í Kópavogi — innan núverandi marka AXEL Jónsson (S) talaði í Neðri deild í gær fyrir frv. er hann flytur ásamt öðrum um heimild til þess að selja Kópavogskaupstað nýbýla- lönd o. fl. Ræðumaður sagði að frv. þetta væri flutt skv. einróma samþykkt bæjar- stjórnar Kópavogs en eðlilegt væri nú að þétta byggðina í Kópavogi innan þeirra marka sem hún nú er og svo hagaði til að á þeim nýbýlum, sem frv. næði til og búskapur væri að mestu af lagður, væru heppilegustu landsvæði til bygginga. Axal Jónsson sagði m.a.: Frv. það, sem hér um ræðir, er um heimild handa ríkisstj. að selja Kópavogskaupstað nýbýla- löndin Ástún, Birkihlíð, Grænu- hlíð, Lund, Meltungu, Sæból, og Snæland og Efstaland og að auki hluta úr jörðinni Kópavogur, sem hefur verið í umsjá heil- brmrn., liggur austan Hafnar- fjarðarvegarins, en sunnan Fífu- hvammslækjar. Frv. þetta er flutt samkv. einróma samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs. Ástæð- urnar eru augljósar, eins og fram er tekið í grg. með frv., að á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því, að Kópavogskaupstaður eign aðist meginhluta Digraness og Kópavogslands, hafi orðið mjög gagngerðar breytingar. Kaupstað urinn hefur byggzt upp og eðli- legt er að þétta byggðina innan þeirra marka, sem nú eru jafn- hliða því og byggðasvæðið fær- ist út. Á korti, sem fylgir með hér sem fskj., eru nánari sk.iigreining á því, hvað hér er um að ræða og þar er einnig sýnt, að þegar fyrir nokkru var talsvert farið að skerða nýbýlalöndin með erfðaleigusamningum og lóðaleigusamningum úr þeim. Eins og fram er tekið í grg. er á sumum þessara nýbýla þegar aflagður búskapur og á öðrum nokkuð dreginn saman og það er ekki ólíklegt, að sú verði þró- unin með þau velflest og máski öll. Það einmitt hagar svo til, að á þeim nýbýlum, sem búskap- ur er aflagður núna, er um að ræða þau landssvæði, sem hag- kvæmast er að taka til bygging- ar. Þar má við bæta, eins og vikið er að í grg., að það er hag- kvæmt af fleiri ástæðum að byggja þetta svæði heldur en ég hef nú þegar talið, m.a. vegna þess að þetta svæði er á vatns- svæði Fossvogsholræsis, sem er mikið mannvirki og Kópavogs- kaupstaður er aðili að. Enn frem ur má minna á, að væntanlegur Suðurlandsvegur mun liggja nið- ur Fossvogsdalinn, þegar þar að kemur, hann verður endurbyggð ur og til umr. hefur komið milli bæjaryfirvalda I Kópavogi og borgarstjórnar Reykjavíkur, að sá vegur muni skipta löndum milli Kópavogs og Reykjavikur. Framhald á bls. 2S. Til sölu Byggingarlóð fyrir einbýlis- hús í Kópavogi. Einbýlishús, 140 ferm, í Ár- bæjarhverfi, selst fokhelt með 40 ferm bílskúr. Skipti á 3ja til 4ra herb. íbúð koma til greina. 3ja herb. glæsileg íbúð í smíð- um við Hraunbæ. Afhendist fullbúin seinni partinn í sumar. 3ja herb. íbúð við Barónsstíg. Góð kjör. 3ja herb. hæð í góðu tirhbur- húsi nýendurbyggðu. Sólrik með sérhitaveitu. Útb. kr. 375 þúsund. 3ja herb. hæð 90 ferm við Hringbraut. Ris og bílskúr fylgir. 3ja til 4ra herb. mjög stór og sólrík jarðhæð við Flóka- götu, góð kjör. 4ra herb. glæsileg endaibúð á efstu hæð í háhýsi, góð kjör. Höfum ennfremur á söluskrá ódýrar 2ja herb. ibúðir við Hvassaleiti, óðinsgötu, Nes- veg, Laugaveg, Skipasund og góða einstaklingsíbúð við Lindargötu. ALMENNA FASTEIGN ASfll&H LINDARGATA 9 SlMI 21*150 FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Til sölu 3ja herb. kjallaraibúð við Skaftahlíð, sérhiti, sérinng. 3ja herb. jarðhæð við Berg- staðastræti. 4ra herb. hæð við Kársnes- braut. Bílskúrsréttur, rækt- uð lóð. 4ra herb. endaíbúð á 8. hæð við Ljósheima, sérþvottahús á hæðinnL Hagkvæmir greiðsluskilmálar. 5 herb. endaibúð við Álf- heima. Harðviðarinnrétting- 6 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi við Nýbýlaveg. Raðhús við Bræðratungu og Lyngbrekku. íbúðir óskast Höfum kaupanda að „Sig- valdalhúsi" í smíðum við Hrauntungu. Höfum kaupanda að 5 til 6 herb. einbýlishúsi í Kópa- vogi, eldra hús. Höfum kaupanda að tvíbýlis- húsi í Austurbænum í Rvík. Höfum kaupendur að 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum í Vestur- bænum. Símar 24647 og 15221. Ámi Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, lögfr- Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsimi 40647. 2ja herb. ibúð við Austur- brún, má skipta útborgun. 2ja herb. íbúð við Lyng- brekku, gott verð. 3ja herb. íbúð við Laugarnes- veg, laus fljótlega. 3ja herb. íbúð við Nýbýlaveg, ný og vönduð. 3ja herb. stór og ný íbúð við Þinghólsbr., æskileg skipti á 2ja herb. íbúð í borginni. 4ra herb. vönduð íbúð við Álf heima. 4ra herb. vönduð íbúð við ÁlftamýrL 4ra herb. vönduð risíbúð i Vogunum, allt sér. 5 herb. ný íbúð við Álfhólsv. 5 herb. góð íbúð við Hjarðar- haga, góð kjör. Lítið einbýlishús við Grettis- götu, eignarlóð. Ris í góðu steinlhúsi við Tjörn ina. I risinu eru tvö eldhús og sjö herbergi. Selst í einu eða tvennu lagi. / smiðum 150 ferm. efri hæð við Digra- nesveg. 130 ferm. íbúð við Fellsmúla. 150 ferm. einbýlishús við Hlaðbæ. 137 ferm. einbýlishús við Vorsabæ. 126 ferm. einbýlishús í Kópav. 3ja herb. íbúð í fjórbýlishúsL með innbyggðum bílskúr, við malbikaða götu í Hafn- arfirði. Tilbúin undir tré- verk. Málflufnings og fasfeignasfofa L Agnar Gústafsson, hrL j Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. , Símar 22870 — 21750. j Utan skrifstofutíma: t 35455 — 33267.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.