Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Að annar hver Sovétborgari sé íþróttamaður! — er hlœgileg vitleysa seg/r sovezkt blað Moskvu, 28. febrúar —NTB MÓTLÆTI Sovétríkjanna á sviði skíða- og skautaíþrótta hefur nú að þvi er virðist orðið tilefni til kröftugra mótmæla þar í landi. Málgagn kennarasamtak- anna í Moskvu, lltsjitelskaja Gazeta, hefur vítt harkalega hvernig tölur eru notaðar í Góður gestur judomanna FÖSTUDAGINN 3. marz, kemur hingað í boði JUDOKAN einn af beztu judomönnum Bretlands, Hoare 4. dan. Syd Hoare tók þátt í Ólympíu leikunum í Tokyo og einnig tók hann þátt í heimsmeistarakeppni judomanna 1966. Hér mun hann dvelja a. h. k. í tíu daga og kenna Judo hjá JUDOKAN. z íþróttaheiminum sovézka. f OI- ympíuieikjunum hafa Sovét- menn t.d. huggað sig við stað- tölufræði og flóknar reikingsað- ferðir, sem ekkert eiga skylt við veruleikann. Blaðið nefnir sem dæmi þær tölur, sem gefnar eru upp í sam bandi við Spartak-leikina, en sagt er að 90 milljónir manna muni taka þátt í leikjunum. Seg ir blaðið, að menn þurfi ekki annað en að líta í kringum sig til að sjá hversu fjarri þetta er Tvö heimsmet TVÖ heimsmet í skautahlaupi voru sett á móti í Inzell í gær. Norðmaðurinn Fred Anton Meier bætti sitt eigið met í 10 km hlaupi um 4/10 úr sek, hljóp á 15:31.8. Hollendingurinn Ard Schenk setti heimsmet í 1000 m hlaupi á 1:20.3 og bætti 12 ára gamalt met um 2.2 sek. sannleikanum. Samkvæmt þess- ari tölu ætti anrtar hver Sovét- borgari, án tillits til aldurs eða kynferðis, að taka þátt í þeim. f Spartak-leikjunum fyrir 4 ár- um var sagt að 66 millj. manns hefðu tekið þátt í þeim. En þess gleymdist að geta, að sama per- sónan fer í 5—6 og stundum fleiri æfingar, og hún er reiknuð með í hvert sinn. Þessvegna verð ur talan svo hlægilega há, segir blaðið. Blaðið bendir einnig á það, að geta afreksmanna í -vetraríþrótt- um sé svo léleg, að það fáist ekki framibærilegir varamenn, þegar skautakappleigir eru háðir eða skíðakeppni. Segii blaðið að 1-ok um, að ef „fjöldavitleysunni“ verði hætt muni kannske fást fá einir toppmenn í sovézkum vetr aríþróttum. Námskeið t stangar- stökki tyrir drertgi í hófi handknattleiksráffsins á sunnudaginn voru fimm menn sæmdir gullmerki ráffsins fyrir vel unnin störf aff handknattleik og málefnum ráðsins. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta heiffurs- merki er veitt. Fimmmenningarn ;r er merkiff hlntu eru frá v. H'innes Þ. Sigurffsson, Sigurffur G. Nordal, Valdimar Sveinbjörnsson, upphafsmaður handknattleiks á íslandi, Grímur Jónsson og Árni Árnason. AFRJÁLSÍÞRÓTTADEILD K.R. mun í næstu viku hefja kennslu í stangarstökki fyrir byrjendur eingöngu. Það hefur oft vilja brenna við, að þeir ungu hafa ekki komizt að, þegar þeir eldri hafa verið að stökkva á stöng, og þess vegna færíi byrjað að æfa þessa fögru íþrótt en eðlilegt er. Frjáls- íþróttadeild K.R. hyggst nú bæta úr þessu, og verður námskeiði því, sem nú er að hefjast haldið áfram til vors. Kennsla fer fram í K.R.-heim- ilinu á miðvikudögum kl. 18.55, en kennari verður hinn góðkunni þjálfari Benedikt Jakobsson, sem m. a. kenndi bæði Torfa Bryn- geirssyni og Valbirni Þorlákssyni að stökkva á stöng, en sem kunnugt er, hafa þeir náð lengst íslendinga í þessari grein, met Torfa var 4.35 m, en það met hefur Valbjörn bætt í 4.50 m. Á námskeiðið eru velkomnir allir piltar, sem eru 15 ára og eldri. Frœgustu knattspyrnulið Evrópu 8: Vinna þá góðu - tapa fyrir lélegri IJm Real Zaragoza á Spáni SPANSKA liðið Real Zara- goza hefur nú misst nær alla von um að vmna meistaratit- il Spánar í knattspyrnu. En liðið byggir nú allar sínar framtíðarvonir á velgengni í lokaspretti keppninnar um Evrópubikar bikarmeistarar. Liðið máetir Glasgow Rangers I 8 liða úrslitum. Verður fyrri leikurinn í kvöld í Glasgow en hinn síðari í Zaragoza 22. marz. Veganesti Real Zara- goza til þessara mikilvægu leikja er að liðið hefur sigrað í kappleikjum við hina erfiðu andstæðinga, en tapað fyrir þeim sem taldir eru auðveldir viðfangs. Þjálfari liðsins Daucik er ættaður frá Ungverjalandi. Hann segir: „Við vonumst til að geta sýnt í Evrópukeppni bikarmeistara, hvað í liðinu býr. Piltarnir eru allir af vilja gerðir til að gleðja stuðn ingsmenn lið9ins og Real Zaragoza hefuT á skrá 12.500 „unnendur“ sem greiða félag- inu sérstakt ársgjald. Piltarn ir munu gera sitt bezta“. Real Zaragoza stefnir að því að verða fyrsta spánska liðið sem vinnur Evrópubik- ar bikarmeistara. Engu spönsku liði hefur tekizt vel upp í þeirri Ktppni — bReal Madrid hafi unnið Evrópulik ar meistaraliða 6 simum. Real Madrid hefur nu náð nær öruggri forystu í meist- arakeppni Spánar. Gaílinr. á Real Zaragoza er hve mis- jafna leiki liðið á. Liðsmenn undirbúa vel og sameinast i stórátaki til að vinna erfiðan leik — en tapa svo þeim næsta, stundum gegn miklu lakara liði. Megin orsökin til þess er talinn lélegur sóknarleikur. Spánverjar leggja mikið upp úr framlínuleikmönnum og fréttamenn kalla framvsrðina oft „hina fimm stóru“. Fram- herjar Zaragoza hafa aðeins skorað 26 mörk í 16 leikjum í 1. deildinni á Spáni — en liðið hefur fengið á sig 28 mörk. Miðherjinn Marcelino og h. innh. Angel Santos eru mark- hæstir með 7 mörk hvor. Sumir skeila skuldinni á Daucik þjálfara. Tveir leik- manna, framvörðurinn Isasi og miðvörðurinn Jose Santa- maria, hafa opinberlega kvart að yfir erfiðum æfingum og drepandi aga þjálfarans. Zaragoza nefur náð sér hvað bezt á strik í bikarkeppn inni nú. í fyrstu umferð vann liðið norska liðið Skeid með 5—4 samanlagt og í næstu Uimferð vann liðið stÓTsigur. Það sigraði ensku bikarmeist- arana Everton 2—0 á heima- velli og í Englandi tapaöi Zaragoza 0—1. Spánskir fréttamenn telja Zaragoza hafa góða mögu- leika gegn Glasgow Rangers þó þeir telji erfitt að sigra Skotana í Skotlandi. Auk áðurnefndra leik- manna eru þeir beztir mark- vörðurinn Manuel Alarcla, sem kom til Zaragoza fyri” nokkrum vikum. Hann er 22 ára og mjög öruggur. Darcy da Silva sem kallað- ur er „Canario" h. útherji 32 ára og áður stjarna í Real Madrid. Hann lék í úrslita- leik Evrópubikarsins 1960 með Real Madrid er það lið vann Eintracht 7—3. Skíðamót á Húsavík SL. sunnudag efndi skíðaráð ÍFV til æfingamóts í svigi í Skálamel við Húsavík. Keppt var í karlaflokki og þrem ald- ursflokkum unglinga. Sigurvegari í karlaflokki var Bjarni Aðalgeirsson, 2. Hreiðar Jósteinsson, 3. Aðalsteinn Karlsson. í flokki drengja 15 til 16 ára sigraði Björn Haraldsson, 2. Þórhallur Bjarnason, 3. Bjarni Sveinsson. í flokki drengja 13 til 14 ára sigraði Haraldur Haraldsson, 2. Kristján Ásgrímsson, 3. Benedikt Geirsson. í flokki drengja 11 til 12 ára sigraði Jósteinn Hreiðarsson, 2. Böðvar Bjarnason, 3. Sigfús Haraldsson. Rúmenar áfram andvigir Búkarest, 28. febrúar — AP RÚMENSKIR leiðtogar hafa eim á ný látiff í ljós andúff sína á hugmyndinni um alþjóðaráð- stefnu kommúnista til þess að fjalla um deilurnar milli sov- ézkra og kínverskra kommún- ista. Birtist í dag ritstjórnargrein f málgagni rúmenska kommúnisía flokksins, „Scinteia“, þar sem segir, að einstakir flokkar eigi að leysa deilumál sín út aff yrir sig og án fhlutunar annarra flokka. Jafnframt lætur blaðið að því liggja, að meginorsöte þess, að Rúmenar séu andstæðir hugmyndinni um alþjóðaráð- stefnu sé sú, að þeir óttist auk- in áhrif og völd Moskvuflokks- ins og að úr sjálfstæði annarra flokka dragi. Leggur „Scinteia“ til, að flokkárnir í Rússlandi og Kína leysi sjálfir deilumiál sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.