Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome — Ekki meðan nokkurt réttlæti •r til hjá okkar dásamlegu þjóð frelsis og lýðræðis, og óendan- leg tækiíæri til þess, sem betur mætti fara, þessari stoltu þjóð Bandaríkja Norður-Ameríku, og fyrir það fell ég á kné daglega og þakka honum og það ætti hver maður að gera, svo og kon- ur og börn, sem njóta hinnar óendanlegu náðar hans. Okkur brá ekkert að heyra dómarann sleppa sér í þessari hversdagslegu mærð — því að avorsa hafði hann alltaf talað — en i hinu varð ég hissa, að hann skyldi koma inn í stofuna með hattinn i hofðinu. Og meðan hann flutti þessa ræðu, fór hann í yfirfrakka, án þess að hrasa t*ra eina einustu samstöfu. Og hann var enn að tala, er hann fylgdi okkur til dyra og út. Hvorugt okkar Kerry hafði hugmynd um, hvað hann var að fara, fyrr en hann hafði gengið nrveð okkur hringinn í kringum búsið, símalandi, og var kominn yfir grasflötina og að skógar- horninu víð beygjuna á ánni. En þi fölnaði Kerry og setti upp hræðslusvip. Matin dómari var að fera með okkur að naustinu og við gerð- um okkur strax þann möguleika ijósan, að innan nokkurra min- útna kynnum við að rekast á lík Evvie Leng. Ég hafði verið svo smekkiaue að benda i naustið, sem hugs- anlegan felustað. Walker hafði tekið því fjarri, en hafði engu að síður samiþykkt að atthuga miiið, Þetta var þá þetta „vissa »triði“, sera hann hafði minnzt i í skrifstofunni sinni áðan, og nú itti að atfhuga það og i þann hátt, sena ég hafði sízt af öllu búizt við — Martin dómari ætl- aðt aó gera þaá sjálfur! fiinu sinni hafði þarna verið stígur, nógu breiður fyrir bál, gegn um undirskóginn, en nú var hann horfinn í gróður, end- ur fyrir iöngu. Við Kerry eltum dómarann er hann gekk úr einu rjóðrinu td þess næsta í ein- tónaum krákustígum — án þess að munnurinn i honum stanz- aðt. Við tókum nú eftir því, að hann talaði í vaxandi æsingi — tii þeas að dylja blygðunina, sem hann fann til i þessari ferð. Og við héldum áfram að elta hann gegn um skóginn, án þess að taka nokkurntíma fram í fyrir honum. Þetta eintal hans snerist um spillingu heimsins og lét þó í ljós vonina um frelsunina áður en yfir lyki — en á þessu efni hafði hanp tönglast frá því ég mundi fyrst fetir honum. Og jafnlengi hafði ég verið að ráða það við sjálfan mig, hvort þessi maður væri klára-hræsnari eða hvort hann meinti raunverulega eitt- hvað með þessari predikunar- starfsemi sinni. En hann elskar þetta síðustu- daga-spekings hlutverk sitt og leikur það út í æsar — enginn vafi á því — en sé það uppgerð, hefur honum að minnsta kosti aldrei fipazt í hluverkinu. Og það er nógu sannfærandi fyrir aðra og hann gæti hlaupið í hempuna í veikindaforföllum prestsins okkar með augnabliks fyrirvara, og sunnudagaskóla- bekkurinn hans er sá fjölmenn- asti í öllu béraðinu. Hann kann því vel, að nemndur hans finni, að hann sé fullkomlega dús við himnavöldin, og sé alveg sér- staklega í náðinni hjá þeim — og kannski er hann farinn að trúa þessu öllu saman sjálfur. Og ekki veit ég nema þetta allt kunni að vera ósvikið. Nú, er við eltum hann gegn- um skóginn, komuffl við auga á gamla naustið. Sennilega var þetta í fyrsta »inn, sem hann hafði komið nærri því síðan kon an hans framdi þar sjálfsmorð. Þetta hlýtur að hafa verið alveg Sérstaklega grimmdariegt áfail fyrir hann, því að þá var hann einmitt alveg nýkominn í dóm- arakápuna og aila þá virðingu, sem henni fylgir. og þetta hafði komið honum í klaufalega að- stöðu og meinlega. En jafnvel þótt satt væri, að allur þes«i heilagleiki hans hefði rekið kon una hans til sjálfsmorðs, eins og surnir vildu halda fram, þá gat hann róað samvizku sína með því að auka þennan heilagleika um allan helming. Áður en Fotter Martin varð dómari, hafði hann fjórum sinn- um verið öldungadeildarþing- maður. Samkvæmt orði því, er af honum fór í Washington, var hann Jljótur að slá úr og í, eftir I því hve vinsæl eða óvinsæl mál- in voru, sem um var að ræða, hverju sinni...... Walker hafði sýnilega gengið í góðan skóla sem tækifærissinni. Eftirtektarverðasta svar, sem Potter Martin hafði gefið, var einhverntíma snemma í þing- mennsku hans, þegar blaðamað ur frá stórri fréttastofu talaði við hann: — >ér vitið það vafa- laust, þingmaður, að smyglaö áfengi kemur í stríðum straum- um inn í héraðið yðar? En vit- ið þér líka hitt, að smyglararnir borgia fimm dali fyrir hvern kassa, sem þeir flytja inn, og að verðir laganna skipta þessum fengi á miili sín, háir sem lágir? — Nei, sannarlega er mér ekki kunnugt um þett«, var sagt, að þingmaðurinn hefði svarað, móðgaður. — Ég get ekki trúað því, að svona hneyksli eigi sér stað. Héraðið, sem ég er þing- maður fyrir er hreint, bæði sið- ferðilega og lagalega séð, ein- hver fegursti garðblettur sem lil er hjá þessari okkar göfugu þjoð og með guðs hjálp mun það ... — Já, en hr. Martin, — alla- verulegur hluti þessa fjár rann í kosningasjóðinn yða’r. Vitið þér ekki sjálfur, að kosningavélin yðar hefur verið ríkulega smurð með smygluðu rommi? Þetta er hægt að sanna, og ef við gæt- um fengið yfirlýsingu frá yðiu- núna, þá...... H"!">‘H"H"H- I i •>4“><H"H‘<;«H Án þess að hik* andartak, svaraði Martin: — Ég hef ekki annað að segja en það, vinir, aá vegir guðs eru órannsakanlegir og dásamlegir og það er dauð- legum ihönnum oívaxið að skilja þá..... Ðómarinn hafði stanzað I sið- asta rjóðrinu, og við Kerry gengum til hans. Gamla naustið var beint fyrir fiaman okkur, á árbakkanum. Það, sem ég sá, var efcki veður barðk veggirnk og gluggarnir, sem neglt var fyrir, 'heldutr sá ég naustið eins og við mundum það ÖU — vinsælan skemmtistað frá æskuárum okkar. Betri stað mundi ég aldrei þekkja, að minnsta kosti fannst mér það er ég leit til baka. Þarna hafði verið svo mikið um allskonar skemmt anir, sund, róðrarferðir á ánni, dans eftir litla grammiófónmum og setur fyrir fiaman arininn á kvöldin. Þegar dómarinn var við staddur, datt auðvitað ekki af okkur né draup, en við kunnum vel við okkur samt — og það gerði dómarinn líka, á sinn heil- aga hátt. Þegar mamma Joyce var þarna en dómarinn ekki, lét- um við alveg eins og vitleýsingar — svo að allir voru skellihlæj- andi .... en Joyce og María, sem voru allra kátastar, voru bráð- feigastar okkar allra. En nokkrum árum seinna var allt orðið breytt. Við fengum önnur áhugamál og annarsstað- ar. Áin varð einhvern veginn grynnri og sumstaðar voru í henni eyrar, sem gerðu það hættulegt að róa um hana, og vatnið í henni óhreinkaðist af úrgangsefnum frá verksmiðjum, sem byggðar voru ofar við ána. Þessi litla Paradís var nú fallin í hendur skemmdarvarga og við höfðum misst hana — nema rétt sem stefnumótastað — og þar vildi Joyce helzt eiga stefnumót. Þau átti bún mörg — og mest með Brad. Það var þá, sem við öll bjugg- umst við að sjá þau gift, hvaða daga sem væri. Kannski hefði það getað bjargað henni. Kannski hefði það líka bjargað Brad, að hún skyldi hlaupast á brott með þessum ómerkilega undirsmygl- ara. Það fáum við aldrei að vita. En nú var gamla naustið sem óðast að hrörna, vegna brúkunar leysis og fúa. Næstum öll bryggj- an vaT hrunin og flotin burt. Reykháfurinn hefur misst múr- steinana sína niður á hrörlegt þakið. Ekki líður á löngu áður en allt hrynur saman. Það eina, sem virðist nokk- urnveginn óbreytt er Latiklett- uí', sem er stór og flöt hlein, sem stendur út í ána og þar vorum við vön að liggja í letihni í sól- skininu. Þetta er enn uppálhald* hvíldarstaður fótgangenda, sem klifra upp á hann til þess að njóta útsýnisins niður eftir ánnL Það er þó eftirtektarvert, að stíg urinn, sem liggur eftir bakkan- um og er mikið notaður, þótt óleyfilegt sé, beygir snöggt inn í landið við Látaklett og liggur svo beint yfir hlykkinn á ánnL og þannig langt frá gamla naust- inu. Kannski finna fótgangendur það á sér, að Vitlausa Marí* muni væla að þeim. En jafnvel þótt afturgangan hennar sé þar ekki á ferli, er staðurinn sæmi- lega draugalegur. Dómarinn sagði: — Steve og Kerry, ef þið viljið fyrirgef* gömlum manni .... Við stönzuðum og biðum með- an hann gekk að garrvla naust- inu. Hann dró lykil upp úr vas- anum. Þá var þjóðsagan úti — að dómarinn hefði fieygt lyklinura í ána, tii þess að húsið yrði lok- að að eilífu. Hann rétti úr öxl- unum og reyndi lykilinn í skránni og fljótiega lét skráin undan. Hann gekk hægt inn um dyrnar og skildi þær eftir opnar á eftir gér. Við Kerry hreyfðum okkur ekki. Við gátum hérumtoil ekk- ert séð í þessu myrkri, sem þarna var inni. Þarna hlaut að vera raki og ryk og húsið allt hið óvistlegasta. Kannske hékk ennþá kaðallinn, sem María hafði hengt sig í, á bitanum. Við biðum, ag eftir nokkrar langar mínútur kom dómarinn út aftur. Hann lét aftur hurðina á eftir sér og gætti þess að læsa henni vandlega. Svo gekk hann til okkar einbeittur en álútur, en svo leit hann á okkuir gráura augunum og hristi höfuðið. — Ekkert. Engin Evvie. Nú, jæja ........ það kysi ég líka helzt. Helzt kysi ég, að engin Evvie fyndist nokk- urn tíma, hvorki hér né annar* staðar. Það er sjaldgæft, að Martin dómari þegi lengi í einu, en hann steinþagði alla iheimleið- ina. Þegar við komum að húsinu, kom Walker akandi. Hann flýtti sér út úr bílnum og sendi okkur rannsakandi augriatillit. — Ekki? — Ekki heitt lífsmark að sjá, svaraði dómarinn. — Enginn hefur gengið þarna um, síð- an .... Hann lauk ekki við setning- una. Ég skammaðist mín fyrir »ð hafa sýnt gamla manninum þessa hörku, og ekki bætti spurningin, sem Walker kom með, úr skák. — Jæja, ertu þá ánægður, Steve? — Vitenlega. AJsakaðu. — Ekkert að afsaka. Við skul- um ekki taka þetta nærri okk- ur. Ég býst við, að þetta hefði þurft að gera fyrr eða seinne, hvort sem var. Hann sneri sér og horfði út á ána. Það var farið að skyggja yfir skógunum og kyrrð færðist yfir um leið. Ég tók eftir því, að hávaðinn í slæðibátnum var hættur fyrir fulit og alit. — Þeir eru hættir, aagði Waiker. — Enginn árangur. Þoð Hitarar - Master - Hitarar Model M-50E Model B-99E Model B-120E Model B-155E Model B-320E HHamagn - BTU á klst. 60.000.00 76.000.00 120.000.00 150.000.00 320.000.00 ftairtf f e« Lesgd 7« 00 107 17 150 • BrckM 3C.4 40,8 40,5 44 7« H«8 41 64 M,6 64, B 86 lyngd f kg. (ím oiút ) 10.1 11 41 41 72 BúmUk oifugeymie, f lftrum * U 6C 60 120 A»tlu6 olfueytsala, í iftrum á kist. 1,26 t 9,26 4,2 6.« Tfmor, £ einoi UnkfylU M, S 14,6 15.6 12 14 Loftmagn, «pphiU6 (c.f.m.) 100 146 460 500 1600 Ifótor: 220 voit, M rie, 1 fasa 1/8 M> 1/8 hö 1/4 hö 1/3 hö 1/2 hö fnÚBingshraði 5460 1450 1460 3450 1725 BitaatiUtr (thermoaUt) Fáanlegt Fáanlegt Fáanlegt Fáanlegt Fáaniegt Síðasta sending vetraríns er komin Útsölustnðir: Byggingavöruverzlun Akureyrar og Verzlun Elíasar Guðnasonar, Eskifirði. Fimm stærðir fyrirliggjandi. —- Þeir, sem vilja fá MASTER, úr þessari sendingu, ættu að tryggja sér þá sem fyrst. i mmmm & mm n Grjótagötu 7 og Ármúla 1. — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.