Morgunblaðið - 01.03.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.03.1967, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Hvað segja þeir í fréttum ? I Ráðgert að kísilgúrverksmiðjan verði starfshæf í árslok Rætt við Pétur Pétursson, forstjóra Kísiliðjunnar hf. A SVONEFNDU Bjarnarflaffi um 314 km. frá Mývatni er um þessar mundir unnið að smiði verksmiðju, er vinna mun kísilg’úr úr botni Mý- vatns, og miðar framkvæmd- um vel áfram. Mbl. átti fyrir skömmu viðtal við Pétur Pét- ursson, sem gegnir starfi for- stjóra meðan byggingarfram- kvæmdir standa yfir, um væntanlegar framkvæmdir við verksmiðjuna og starfsemi hennar. — Við stefnum að því, sagði Pétur, að ljúka bygg- ingu verksmiðjunnar að öllu leyti á þessu ári, svo að hún verði starfshæf í lok ársins. Er gert ráð fyrir að byrjunar- rekstur geti hafizt í október, en tveir til þrír máuðir munu fara í ýmiss konar tilraunir og þjálfun á starfsfólki, svo og að stemma stigu við ýmiss konar mistökum sem alltaf - kunnu að verða, er slíkar verksmiðjur taka til starfa. — Undirbúningur, að bygg- ingu verksmiðjunnar hófst að verulegu leyti árið 1965, er dæluprammi var settur út á vatnið og allar nauðsynlegar leiðslur settar upp, svo að mögulegt væri að senda fyrir- tækinu Johns Manwille, sem við höfum samvinnu við, nægileg sýnishorn af þeim kísilgúr, sem við munum vinna. En áður en þetta gerð- ist höfðu rannsóknir staðið yfir í um 10—15 ár á vegum Baldurs Líndal og Raforku- málastjórnar. — Svo vikið sé að þeim framkvæmdum sem liggja fyrir á þessu ári, er þar fyrst og fremst um að ræða að koma fyrir öllum tækjum, sem í verksmiðjunni verða notuð. Gífurlegt verk er að koma þessum tækjum fyrir, en ef ekki stendur á afgreiðslu þeirra, gerum við ráð fyrir að verksmiðjan verði komin í gagn í árslok. Eins og stend- ur vinna 8—10 menn að bygg- ingu verksmiðjunnar og eru þeir þegar byrjaðir að setja upp ákveðin tæki, en í sumar munu vinna við hana milli 30 og 40 manns. — Erlendir sérfræðingar hafa mikið verið hafðir með í ráðum við byggingu verk- smiðjunar. Hún er teiknuð af verkfræðifirmanu Kaiser í Kanada, og hefur það annazt skipulagningu verksmiðjunn- ar, að öðru leyti en því sem viðkemur innlendum aðstæð- um. Kemur verkfræðingur frá Kaiser hingað í marzlok n.k. og verður hér til að hafa yfir- umsjón með uppsetningu tækja. Sérfræðingar Johns Manwille hafa einnig fylgzt með framkvæmdum frá upp- hafi, og koma fjórir sérfræð- ingar þeiira hingað nokkru áður en rekstur hennar hefst. Munu þeir vinna með fslend- ingunum í verksmiðjunni fyrst um sinn. — Við höfum átt við ýmis verkfræðileg vandamál að Pétur Pétursson. stríða, aðallega vegna þess að þetta er í fyrsta skipti, sem kísilgúr er unninn úr vatns- botni. Hafa þeir unnið sam- eiginlega að lausn þessa vandamáls sérfræðingar Johns Manwille og Baldur Líndal af okkar hálfu, og tekizt með ágætum. Þarf verksmiðjan í því sambandi á mikilli gufu að halda við framleiðsluna, og því hefur það orðið úr að ríkið byggi gufuveitu skammt frá verksmiðjunni á næsta sumri, og kaupir verksmiðjan gufu frá henni. Alls staðar, þar sem kísilgúr er unninn annars staðar í heiminum, er hann fenginn úr þurrum jarð- vegi, og því ekki við þessi vandamál að stríða. Gengið hefur verið úr skugga um að nóg hráefni er á botni Mý- vatns, og er stærð kísilgurnám unnar þar, sem kallað er ótak- markað“, Er t.d. áætlað, að vogurinn framan við Reykja- hlíð muni nægja okkur í 37 ár. . Ennfremur hefur verið gengið úr skugga um að gæði Mývatnskisilgúrsins er eins og bezt gerist erlendis. — Þegar verksmiðjan verð- ur fullgerð á afkastageta hennar að verða 30 þús. tonn á ári, en ákveðið hefur verið að, fresta uppsteningu á ákveðnum tækjum um tvö til þrjú ár, og getur hún fram- leitt 14—16 þús. tonn, eins og hún er byggð núna. A hinn bóginn verður það mjög kostn aðarlítil framkvæmd að stækka hana. Við höfum gert sölusamning við fyrirtækið - Johns Manwille, sem hefur 3A eða 75% af allri kísilgúrsölu í Evrópu, og gildir samningur- inn til 20 ára. Er fyrirhugað að Johns Manwille kaupi 6 þús. tonn fyrsta árið, níu þús. tonn það næsta, og magnið fari síðan hækkandi upp í 30 þús. tonn á sex til sjö árum. Er þetta fyrst og fremst ör- yggisráðstöfun hjá Johns Man wille meðan hinn íslenzki kís- ilgúr er að vinna sér álit meðal evrópskra kaupenda. En frá því að samningarnir voru gerðir hefur hvort tveggja gerzt, að verðið er tal- ið vera heldur á uppleið, og Johns Manwille er bjartsýnna Stúka Laugardalsvallar stækk- uð og yfirbyggð á næsta ári Rœtt við Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúa Reykjavíkur- borgar, um framkvœmdir í íþróttamálum Á UNDANFÖRNUM árum hafa náðst mikilsverðir áfang- ar i byggingu íþróttamann- virkja í Reykjavík, og í Laug- ardalnum hefur nú á nokkr- um árum risið fullkominn íþróttaleikvangur, glæsileg íþróttahöll með aðstöðu til alls kyns innanhúsíþrótta, og inn- an skamms verður tekin í notkun mjög fullkomin keppn islaug þar í dalnum. Ýmislegt fleira er á döfinni, og fékk Mbl. Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúa Reykjavíkur- borgar, til þess að skýra frá væntanlegum framkvæmdum á þessu sviði. — Mikilvægasta fram- kvæmdin, sagði Stefán, sem byrjað verður á þessu ári er stækkun stúkunnar á Laugar- dalsleikvangi. Framkvæmdir eiga að hefjast næsta haust, og ráðgert að ljúka þeim á árinu 1968. Verður stúkan stækkuð um helming, og get- ur þá tekið um 3600 manns í sæti. Jafnframt verður þá um leið byggt yfir hana. — Þegar þessu er lokið er næst á dagskrá að koma upp nýjum malarvelli fyrir aust- an leikvanginn. Verður þetta fullkominn æfinga- og keppnis völlur, og er honum ætlað að taka við hlutverki Melavalí- ar. Lóðinni, sem Melavöllur stendur á, hefur þegar verið ráðstafað til Háskólans, en við treystum því að fá að halda Melavelli áfram, þar til þessi nýi völlur hefur verið gerður I Laugardal. Þá er .það líka ofarlega á óskalistanum að koma þar upp fullkomnu skautasvelli, og þá helzt yfir- byggðu. Er í því sambandi fyrirhugað strax í sumar að laga svæði þar, og leggja í það vatnsleiðslur, þannig að næsta vetur verði þar allstór skautasvell. Loks verða gerð- ar grasflatir inn eftir Laugar dal fyrir 6 til 8 grasvelli, og verður þar aðstaða til úti- handknattleiks. Annars er nú verið að vinna að heildar- skipulagi Laugardalsins, og mun það verk vera á loka- Stigi. — En svo vikið sé að öðr- um framkvæmdum en í Laug ardal, þá er framundan við- bygging við Sundlaug Vestur- bæjar. A þar að byggja ný búnings — og baðherbergi, og er þörfin á því orðin mjög að- kallandi. Núverandi búnings- herbergi voru upphaflega að- eins ætluð fyrir skólann, þeg- ar sundlaugin yrði fullgerð. Hefur aðsókn að lauginni vax- ið mikið, svo að árið 1966 jaðraði hún við 200 þús. manns, og er það miklu meira en búningsaðstaðan þar ann- ar. Er áætlað að hefjast handa um þessar framkvæmd- ir á næsta ári. Nauthólsvík hefur verið mjög vinsæll bað- staður að undanförnum árum, og nú eru á prjónunum áætl- anir um að bæta aðstöðuna þar. Hefur borgarstjóm skip- að nefnd til að gera tillögur að skipulagi og mannvirkjum, sem rísa munu í Nauthólsvík, og starfar sú nefnd undir for- ystu borgarlæknis. Á næstu árum byggjast í Breiðholti stór íbúðahverfi, þar sem áætlað er að verði um 25 þúsund íbúar. Er því nauðsynlegt að þar komi góð íþróttaaðstaða, svo sem keppni og ævingavöllur, sundlaug og íþróttahús. Áhugi er líka fyrir því að bæta aðstöðu borgar- búa fyrir vetraríþróttir. Skíða félögin í bænum eiga öll eigin skála, og er aðstaða þar sæmi- leg, en meðal skíðamanna er töluverður áhugi fyrir því að byggja upp einn stað, sem yrði miðstöð fyrir skíðaíþrótt- ina. Yrði þar um að ræða betri aðstöðu, en hvert einstakt fé- lag gæti boðið upp á. Þetta mál er þó ekki komið veru- lega á rekspöl ennþá. — Nú er líka að komast talsverð hreyfing á bygginga- mál íþróttafélaganna í borg- inni, en um skeið hafa því miður verið of litlar fram- kvæmdir hjá félögunum, og ný félagssvæði ekki myndazt eins Og vonir stóðu til. Nú eru tvö félög, Þróttur og Fram, farin að hugsa sér til hreyf- ings. Þróttur er að byggja upp sitt svæði í Langholtinu, og er komið svo langt, að félagið mun flytja starfsemi sína þangað inn eftir í vor. Þá verða Þróttarar búnir að koma sér þar upp húsnæði með búningsklefum og böð- um, og ennfremur félagsað- stöðu, auk þess sem þar verð- ur þá kominn malarvöllur. Framarar verða innan skamms að vfkja frá sínu gamla svæði fyrir neðan Sjó- mannaskólann. Þeim hefur verið úthlutað svæði við hlið með söluna en áður, vegna aukinnar eftirspurnar. — Gert er ráð fyrir þvf, þegar verksmiðjan er komin f fullan gang að útflutning»- verðmæti framleiðslunnar verði um 3 milljónir dollara. Af því fer um 30% í umboðs- laun, en þau fara hækkandi eftir því sem framleiðslan vex, og byrja á 12% fyrsta árið. Við þessi umboðslaun er það að athuga, að Johns Man- ville hefur sett upp umboðs- skrifstofu á Húsavík, sem hef- ur sáralítinn kostnað til frá- Framhald á bls. 24. Stefán Kristjánsson. Álftamýrarskólans við Miklu- brautina, og nú standa yfir milli forráðamanna Fram og fulltrúa borgarinnar viðræð- ur um þá flutninga, en þeim er enn ekki lokið. Eru vonir um að framkvæmdir þar geti hafizt mjög fljótlega. Fleiri félög eru ekki að hefja vallar- framkvæmdir, en á hinn bóg- inn þurfa nokkur að fá betri félagslega aðstöðu. Til dæmis hefur ekki verið gengið frá því hvar ÍR fær vallaraðstöðu, en á því er brýn þörf, þar sem félagið hefur enga eins og er. Þar sem bærinn hefur vax- ið mjög á síðustu árum, hafa þegar myndazt skilyrði fyrir því að fjölga íþróttafélögum í Reykjavík. Að mínum dómi er það tvímælalaust bezta lausn- in á málinu, að hver bæjar- hluti hafi sitt íþróttafélag, og að þau starfi í ákveðnum hverfum, fremur en að þau séu dreifð innan um hvert annað. Enda hefur þróunin líka eindregið verið í þessa átt á síðustu árum. íþróttafélag þarf að stofna f Árbæjarhverfi ,og vonandi líður ekki á löngu þar til á- hugamenn um íþróttir, sem þar búa, stofna félag til að vinna að íþróttamálum f hverfinu. Þegar Breiðholt byggist verður þar einnig þörf fyrir eitt eða tvö ný íþrótta- félög. íþróttafélögin eiga að vinna í góðri samvinnu við skóla hverfisins, og íbúarnir að styrkja þau til góðra verka. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.