Morgunblaðið - 01.03.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 01.03.1967, Síða 22
22 MÓRGUNft'LAÐIÐ, MIÐVIKUDXgUIÍ í. MÁRZ 1967. Jósi Guðjónsson Þorluugc- gerði Eyjum — Minningurorð í sjóði minninganna, á ég margar dýrmætar frá æskuárunum. ÞEGAR ég minníst míns góða vinar Jóns Guðjónssonar frá Þor laugagerði, koma fyrst í huga minn æskuárin, sem við áttum saman, fyrir ofan hraun. Þar lékum við okkur saman krakkarnir, frjáls og áhyggju- laus, undir vernd fósturforeldra og vina, sem báru okkur á hönd- um sér og vöktu yfir velferð okkar. Þetta fólk lagði grundvöllinn að lífi okkar, og þó okkur hafi ekki tekizt að fara ætíð að þeirra ráðum, sem vissulega voru gefin af góðum hug, þá vorum við Jón innilega sammála um, að við gát- um ekki kosið okkur betra fólk til samfylgdar á æskuárunum. Móðursystir mín, Jóhanna Lárusson, andaðist í Vancouver 22. þ.m. Guðríður Jónsdóttir, frá Seglbúðum. Móðir mín og tengdamóðir, Sigurlína Jónsdóttir, frá Siglufirði, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, mánudaginn 27. febrúar ‘67. Magðalena Ólafsdóttir, Hannes Vigfússon. Konan mín, Ester Sigurðardóttir Gallagher, lézt 27. þ.m. Arthur Gallagher. Móðir okkar, Þórunn Einarsdóttir, lézt þamn 20. febrúar. Útförin hefur farið fram. Agnes Magnúsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Einar Magnússon, Stefán O. Magnússon. Útför móður okkar og tengdamóður, Þuríðar Eyjólfsdóttur Höydahl, fer fram frá Fossvog«=kirkju fimmtudaginn 2. marz kl. 1.30. Hulda Höydahl, Gerda og Paul Björlykhaug. Heiður og þökk vil ég færa öllu þessu blessaða samferðarfólki. Þegar Jóns Guðjónssonar verð- ur minnst af samtíðarmönnum, verður það gert með þakklæti og virðingu, því góðvild hans, skapfesta og heiðarleiki í öllum störfum voru hans aðalsmerki. Varanleg fyrirmynd þeirra yngri og óreyndu. Skoðanir Jóns á andlegum og veraldlegum málum, voru fast- mótaðar, og breytti öldurót tím- ans þar engu um. Ger þú öðrum það, sem þú vilt, að þér sé gert, þetta var hans leiðarvísir í af- stöðu til veraldlegra mála. í and- legum málum var trú hans, stað- föst, trúin á lífið eftir dauðann og trúin á guðlega vernd í þessu lífi. Jón var víðsýnn í trúmál- um, og sleppti aldrei kjarna kristinnar trúar. Persónuleiki Jóns hafði um sig nokkra skel, en hið innra var andi og líf. Frændagarður Jóns er stór, og ættin öðlingsfólk eins og hann. Þó hann væri alinn upp fjarri föðurgarði, rækti hann mikla frændsemi við sitt skyldulið, og leit á seinni konu föður síns, Guð rúnu Grímsdóttur, húsfreyju á Oddstöðum, nánast sem móður sína, enda hefur hún reynzt syst- kinum hans sem bezta móðir. Jón Guðjónsson, var fæddur á Oddstöðum 2. ágúst 1903, sonur hinna kunnu hjóna Guðlaugar Pétursdóttur frá Þorlaugagerði og Guðjóns Jónssonar, smiðs og Þökkum hjatranlega auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Kristínar S. Lárusdóttur, Grettisgötu 28. Systkini og aðrir vandamenn. Móðir mín og tengdamóðir, Ingibjörg Stella Briem, sem lézt þann 23. þ.m. verð- ur jarðsungin frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 1. marz kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Fyrir hönd barnabama og systkina hennar, Katrín S. Briem, Guðmundur Júlíusson. Útför konu minnar, Kristínar Magnúsdóttur, Langeyrarveg 15, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 2. marz kl. 14. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hinn- ar látnu er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Magnús Magnússon. bónda. ára gamall fluttist Jón að Þor- laugagerði til þeirra heiðurs- hjóna Rósu Eyjólfsdóttur og Jóns Péturssonar, móðurbróður síns, og ólst þar upp til fullorðins ára. Reyndust þau honum eins og beztu foreldrar og hann þeim, sem góður sonur. Jón Guðjónsson tók fullan þátt í höfuðatvinnuvegum Eyjanna eins og þeir voru stundaðir, fram an af æfi hans, búskapur, sjó- sókn og fuglaveiðar og var hann jafnvígur á þetta allt. Auk þess var Jón prýðis smiður, og eftir- sóttur, vegna vandvirkni og heið- arleika í störfum. Um árabil vann hann við skipasmíðastöð Gunnars M. Jónssonar, og bar á hann mikið lof, sem góðan hús- bónda. Jón var með afbrigðum greið- vikinn, ekki sízt við nágranna sína og vann þá oft langan vinnudag til að ljúka því, sem á lá, án þess að spurt væri um greiðslu. Munu þeir greiðar án efa verða honum goldnir í verð- mætri mynt, en þeirri, sem við breizkir menn sækjumst svo mjög eftir. Árið 1931 giftist Jón æskuvin- konu sinni og nágranna, Guð- rúnu Jónsdóttur frá Suðurgarði. Og þar byrjuðu þau búskap, síð- ar fluttust þau niður í bæ og bjuggu þar í nokkur ár. Eftir lát Jóns Péturssonar 1932 hélt Rósa í Þorlaugagerði áfram búskap og áttí Jón ásamt konu sinni, þá margar ferðir upp að Þorlauga- gerði. Þau hjónin reyndust Rósu Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og gáfu okkur styrk er við misstum elskulega litla drenginn okkar Steinar Smára. Katrín Ágústsdóttir, Guðbergur Sigursteinsson. Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og virðingu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður, Bjarna Pálssonar, vélstjóra. Matthildur Þórðardóttir, Svanhildur Bjarnadóttir, Jónas Bjarnæson, Svavar Bjarnason, og systkini hins látna. mikið vel, og voru hennar aðal- forsjá, ásamt fósturdætrum Rósu, Svövu og Guðfinnu. Eftir lát Rósu 1944 fluttist Jón með fjölskyldu sína að Þorlauga- gerði. Og sannaðist á þeim hjón- um, að römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til. Því áreiðanlega hefur verið arðvæn- legra að vinna við smíðar ein- göngu, en binda sig við smábú- skap. En æskuheimilið og umhverfi þess, hafði hann fest við órofa tryggð, mun Jóni og Guðrúnu hafa fundizt eins og Gunnari forðum, að þarna vildu þau una, alla þá daga, sem Guð, þeim sendi. Og okkur sem til þekkj- um, finnst að eftir hans lörigú samleið Við þetta umhverfi, se sem hlý ástúð felist í þögninni, er ríkir eftir hann látinn. Jón missti konu sína GuðrúnU 1953, en hún hafði átt við van- heilsu að stríða. Þau eignuðust tvö börn, sem hafa lánast vel, Ingibjörgu húsfreyju í Þorlauga- gerði, gifta Garðari Arasyni og Sigurgeir kennara. Auk þess ólu þau upp frá barnsaldri Önnu Oddgeirs, sem búsett er hér í bæ, og reyndust henni, sem beztu foreldrar. Eftir lát konu sinnar bjó Jón áfram mð börnum sínum í Þor- laugagerði. Með Jóni Guðjónssyni er geng- inn merkur maður, sem hægara verður að muna en gleyma. Hann andaðist 12. febrúar sl. En á ströndinni handan hafs- ins mun honum fagnað af henbi, sem réyndist honum sannur lifs- föruautur á þeirra samleið hér á jörð. Friðfinnur Finnsson. Öddgeirshólum. Dagntar Heide Hansen Minning Fædd 18. maí 1925. Dáin 9. febrúar 1967. ÞANN 9. þ. m. andaðist í ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn frú Dagmar Heide Hansen, ætt- uð frá Hvalbö í Færeyjum, að- eins 42 ára að aldri. Okkur vin- konum hennar komu hin skyndi- legu veikindi hennar mjög á óvart. Aðeins fyrir fáum dögum var hún ein í hópnum glöð og kát, sem að vanda, hrein og hjartahlý með sinn fölskvalausa gleðiblæ og hugljúfa yfirbragði, það voru hennar meðfæddu eig- inleikar, sem færðu okkur nær henni og löðuðu okkur allar saman. Góðleiki hennar í garð allra er hún hafði einhver kynni við í lifinu var okkur hinum góður skóli, sem við vildum ekki missa af. Þar, sem maður finnur að eru eðlislægir kostir hins hreina sálarlífs, þar viljum við vera í félagsskapnum. Dagmar kom til íslands 1949, frá góðu foreldraheimili í Hval- bö í Færeyjum, þá 24 ára. Hún átti hér ágæta systur, frú Elisa- bet Joensen, sem ásamt manni sínum, Jens Vilhjálmssyni, veittu henni hlýjar móttökur og leiddu hana á veg heilbrigðs lífs. Hand- leiðslu systur sinnar gat hún aldrei gleymt og taldi sig ekki geta launað, en systirin Elisabet var ánægð með launin, svo vand aði hin látna kona líf sitt allt og hún þakkaði góðri systur. Dagmar giftist seint á árinu 1950, Peter Hansen, garðyrkju- manni, ættuðum frá Odense á Fjóni, og áttu þau heima hér i bænum ávallt síðan ásamt son- unum tveimur, Kristjáni og Jóni, sem báðir eru hinir efnilegustu sveinar. Þegar dró að lokum hins jarð- neska lífs frú Dagmar, á sjúkra- beðinu þar, sem .góður bróðir hennar reyndi að létta stundir þjáninganna, óskaði hin látna að stuf líkamans, að lokinni gerð í hitaofni ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn, skyldi flytjast til ís- lands og blandast islenzkri mold. Það hefur verið gert. Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, Jónasar Bjarnasonar, frá Bíldudal. Sérstaklega þökkum við lækn um og starfsliði Heilsuvernd- arstöðvar Reýkjavíkur. Börn, tengdabörn og barnabörn. Með þessum fátæklegu kveðju orðum viljum við vinkonur hinn ar látnu þakka henni á hvern hátt hún kynnti þjóð sína og fjölskyldu sína í framandi landi, með sínum mannkostum, kær- leikanum og sinni hreinu sál. Blessuð sé minning frá Dag- mar Heide Hansen. Andvarp eitt brýst gegnum himnanna hjúp. Heyrist æðstum í dómi, — bergmálar handan við helsins djúp hátt, með engilsins rómi. E. B. Vinkonur. KVEÐJA FRÁ VINKONU. Við sundin gullnu sástu ljósið fyrst frá sól og mána. Og oft þú hefur ein í huga gist þar eyjar blána. í hafsins bylgjum hló þitt draumaland við hörðum straumum. Þar sástu hafsins sollna lagarband í sólskinsdraumum. Þar lærðir þú að lifa traust og hljóð sem ljós á brautum. og fylla dyggðaperlum sálarljóð í sæld og þrautum. Framhald á bls. 24. Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim, sem minntust mín á fimmtugsafmæli minu 21. febrúar, með heimsóknum, góðum gjöfum og kveðjum. Stefán Gestsson, Safamýri 33.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.