Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1967. Umboðsmaður fyrir bílamottur, sem eru þekktar innan bílmarkaðsins í Danmörku og auðvelt að flytja inn, ósk- ast. Umboðsmaðurinn getur fengið umboð fyrir okkar 1. fl. bílamottur sem seldar eru af fremstu og beztu bílaverzlun- um í Danmörku. Umboðslaun. Sendið skriflegar umsóknir til E. Hartogsohn, Klostergade 3, Randers, Danmark. Framtíðin byrjar í dag Óskum að ráða ungan mann til starfa við viðgerðir og viðhald á skrifstofuvélum og tækjum. Æskileg menntun er skriftvéla- virkjun, en laghentur maður með áhuga á sviði véla og tækni kemur vel til greina. Viðkomandi sé á aldrinum 18—25 ára. Einnig óskum við að ráða sölumann til að selja skrifstofuvélar og önnur skrifstofu- tæki. Æskilegt er að viðkomandi hafi próf frá verzlunarskóla eða svipaða menntun, og nokkra reynslu sem sölumaður. Ensku- kunnátta er nauðsynleg. Reglusemi og góðrar framkomu er kraf- izt af báðum nefndum aðilum. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma, en umsóknareyðublöð fást hjá verkstjóran- um. Klapparstíg 17 — Reykjavík. - HVAÐ SEGJA ÞEIR Framhald af bls. 10. dráttar, og er gert ráð fyrir því að um 45% þessara um- boðslauna renni til ríkis- og sveitarfélags sem skattar. Varðandi framleiðslufélagið sjálft er miklu erfiðara að spá um, hvað það geti gefið, því að þar veltur á ýmsu. T.d. er mjög mikilsvert, hve mikið verður hægt að halda fram- leiðslukostnaðinum niðri, hvernig gæðin verða og hve mikinn hluta framleiðslunnar okkur tekst að hafa í 1. gæða- flokki. Enginn vafi er þó á því, að strax og verksmiðjan er búin að ná nokkurri stærð ætti félagið að gefa bæði veru legar tekjur og skatta, því samskonar fyrirkomulag er hjá því og sölufélaginu — 45% skattur sem rennur til sveitarféiags- og ríkis. Mun verksmiðjan bera sig, þegar framleiðslan er komin upp í 9—10 þús. tonn, en síðan vaxa tekjur ört, því að fastur kostn aður vex litið. — Framleiðslan verður flutt út frá Húsavík, og munu stór- Vanur afgreiðslumaður Duglegur, reglusamur afgreiðslumaður getur fengið góða framtíðaratvinnu. Upplýsingar á skrifstofu vorri í dag, mið- vikudag kl. 5—7. Verzlun O. Ellingsen hf. Hafnarfjörður Stúlka óskast til starfa á lögfræðiskrif- stofu. Hálfsdags- eða heilsdagsstarf eftir samkomulagi. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknir í pósthólf 33 Hafnarfirði fyrir 5. marz n.k. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU -ý<----TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN JAMES BOND - James Bond 8Y IAN FIEHING ORAWING BY JOHN HclUSKY Eftir- IAN FLEMING u Tiffany, farðu niður á gólfið og mjak- aðu þér frá manninum í miðjum klefanum. KVIKSJA Ég þorði ekki að hafa augun af þorp- urunum tveimur. Farðu nú inn í baðherbergið og leggstu — — — — ■—K— “ í baðkerið. Ég verð að vernda hana fyrir kúlna- hriðinni. FROÐLEIKSMOLAR HVAR ERU HALASTJÖRNURNAR? Þegar búið var að finna nokkrar halastjörnur árið 1965 var hafizt handa um að rannsaka hvað þær gætu ver- ið. Búið var að finna 1700, en enginn vissi með vissu hvað þær voru. Öldum saman hef- ur verið lítið á halastjörnur sem fyrirboða stríðs eða ein- hverskonar ógæfu og enn vita vísindamenn ekki fullkom- lega úr hverju þær eru. Nýj- asta kenningin segir að „ský- ið“, sem álitið er að hafi um- leikið sólkerfið okkar, hafi einu sinni fyrir um 4.600.000,- 000 árum byrjað að mynda „smáhluti" — „óhreina snjó- bolta“ úr ryki og ís. — Voru þeir úr metan, ammóníaki og vatni. Nokkrir þessara snjó- bolta hafa síðan fallið niður á pláneturnar, aðrar á sólina. En 1% af þeim hefur hafið sjálfstæða hringrás um sól- ina og hafa ekki eyðzt eða breytt um rás. Þeir minnstu eru örsmáir, en þeir stærstu hafa um 30 km þvermál fyrir utan sjálfan halann. ar vörubifreiðar flytja hana frá Mývatni. Fer hver bifreið með 20 tonn í ferð, 10 tonn á palli og önnur 10 tonn á stór- um aftanívagni. Vegna þessa verður að byggja á þessari leið nýjan veg, og sér ríkis- sjóður um þær framkvæmdir. Er þegar búið að opna tilboð í mestan hluta þess vegar. Var upphaflega ráðgert að byggja hann á einu sumri, en nú verður sennilega ofaná að byggja hann á tveimur sumr- um, sem er ódýrara og að mörgu leyti auðveldara við að fást. Ég geri líka ráð fyrir að við munum komast af fyrsta árið, enda þótt við verðum ekki búnir að fá veginn alla leið. — f Húsavík eru talsverðar framkvæmdir vegna fyrirhug- aðs útflutnings þaðan. Hefur þar á sl. ári verið allmikil hafnarframkvæmd, sem gerir okkur kleift að byggja geysi- stóra vöruskemmu alveg við hafnarbakkann, skammt frá sjálfri útskipuninni. Verður þessi skemma 25x28 m að stærð, og er ráðgert að byggja þar aðra álíka stóra eftir 2—3 ár. Við Mývatn gerum við ráð fyrir að byggja 10 starfs- mannahús, sem standa mun skammt frá Hótel Reykjá- hlíð. Hafa þessi hús þegar ver- ið boðin út, og tilboðin eru í athugun. — Allar hugsanlegar ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að valda ékki spjöllum á náttúrufegurð og íuglalífi við Mývatn. Verksmiðjan er af þessum sökum bygg i tals- verði fjarlægð frá vatninu, þannig að hún sést vart það- an, og ryki því, sem kemur úr verksmiðjunni, söfnum við saman. Mesta hættan stafar af olíumengun í vatninu, og er mikið gert til að fyrirbyggja það. í kringum dælupramm- ann á vatninu munum við setja olíugildru, og kringum olíutankana tvo í landi — sá minni er niðri við vatnið en hinn stærri upp við Verk- smiðjuna, höfum við byggt þrær, svo að þótt þeir springju ætti olían ekki að ná að blandast vatninu. — Minning Framhald af bls. 22. t>ú barst til íslands barnagullin þín í björtum höndum. Og enn þá skærast óskaperlan skín frá æskuströndum. Og stundum var þér strangt í dagsins önn og stormar kaldir. En allar byrðar barstu djörf og sönn og brosin taldir Þú hímdir stundum hljóð á auðri strönd með höfgum tárum. Þá dreymdi þig um suðræn sumarlönd með sól og bárum. Ég finn, að þangað ber nú bátinn þinn um bárufalda. Og burtför þína blessar Drottinn minn um bifröst kalda. Þín systkin kveðja blíðum bænarróm frá barnsins árum. Og minning þína svæfa söngsins hljóm og söltum tárum. Þinn mánn og sonu vef ég bljúgri bæn og blíðum orðum. Þeim verði ísland vorsins eyja græn sem var þér forðum. Allt hljóð ég þakka, hjartans Dagmar mín frá horfnum árum. Við bylgjuniðinn bezt ég minnist þín í brosi og tárum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.