Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. Olíuflekkurimn or&inn 700 mílur að flatarmáli London og Land’s End, ^ 21. marz. NTB-AP. BREZKA útvarpið skýrði frá l>ví í gær, að olíuflekkurinn úr olíuskipinu Torrey Cany- on, sem strandaði á Sjö steina rifinu sl. laugardag, væri nú orðinn 700 fermílur að flatar- máli. Vonir manna um björg- un skipsins eru nú nær orðn- ar að engu, eftir að mikil sprenging varð í vélarrúmi skipsins og reif það næstum í tvennt. Einn maður beið bana við sprenginguna, en fjórum mönnum var bjarg- að, þar á meðal skipstjóran- um, sem hafði neitað að yfir- gefa skipið er það strandaði. Skýrt var frá því í London í dag, aö tjónið af strandi þessu væri það mesta sem um getur á friðartímum. Eru skipið og farm- ur þess tryggt fyrir 18.2 milljón- ir dollara, en mesta tjón á undan þessu var þegar ítalska farþega- skipið Andrea Doria sökk eftir áreksturinn við Stokkihólm, en þá riámu tjónagreiðslur 16 millj. dollara. 20 brezk herskip héldu áfram að dæla efnablöndu í sjóinn und- an Cornwal'l-skaga til að reyna að forða því að þykka olíuleðj- una reki upp á ströndina og eyði- leggi þar með einhverjar vinsæl- ustu baðstrendur Bretlands, en eins og áður hefur verið skýrt frú byggist afkoma íbúanna í héruðunum þar um kring mikið á ferðamannastraumnum. Heimildir í London herma að ríkisstjómin íhugi nú mjög, hvort að það sé ekki eina leiðin til björgunar að kveikja í skip- inu og olíunni í sjónum. Telja þessar heimildir, að ekki sé ólík- legt að eigendur skipsins, sem er bandarískt fyrirtæki, gefi sam- þykki sitt til þess, nú þegar sprengingin hefúr rifið skipið nær því í tvennt. Um 40.000 lestir af olíu hafa nú lekið úr skipinu. Cátu stjórnað með vélinni stutt rabb við skipstjórann á Littafelti TOGARINN Þorkell Máni kom ®eJ Litlafellið til Reykjavíkur í gær, og Morgunblaðið ná»i tali af skipstjóra þess, Ásmundi Guðmundssyni. „Við vorura á leið frá Tálknafirði tii Stykkis- hólms og Rifs með olíu. Veður ▼ar slæmt og fór stöðugt versn- andi. Þegar við komum í Breiðafjörð vorum um 10 nríl- ur suður af Skor, gekk þessi heljar sjór yfir skipið með þeim afleiðingum að stýrissveifin hér aftaná brotnaðL Við gátum strax séð hvað fyrir hafði kom ið. Skipið valt að vísu heil ósköp en það var samt hægt að stjórna því dálítið með vélinni. Það vill leita upp í vindinn Litlafellið og það auðveldaði stjórnina. — Ykkur rak upp að landi fyrst ekki satt? — Okkur rak nokkurn veginn inn eftir miðjum firðinum, en við beittum skáhallt upp í vind inn eins og við gátum, og út í bugtina, en fórum aldrei nær en svona níu eða tíu mílur. Við töluðum svo við Reykja- víkurradíó og báðum þá um að kalla upp nálæg skip. ÞorkeU Máni og annar togari, brezkur komu svo að okkur og þeir á Þorkeli skutu línu yfir tU okk ar. Siglingin heim gekk svo ágætlega þótt við færum hægt yfir og skipið fer líklega í slipp í kvöld til viðgerðar. Áhöfnin var fjórtán manns í þessari ferð og þeir stóðu sig allir með mikiUi prýði. Páskaferðir í Þórs- mörk og í ðræfi FERÐaFÉLAG íslands mun efna til tveggja ferða í Þórs- mörk um páskana og ferðaskrif stofur Guðmundar Jónassonar •g Úlfars Jacobsens í ÖræfL Fyrri ferð F.í. í Þórsmörk tekur 5 daga. Lagt verður af atað kl. 9.30 árdegis á skírdag og komið heim 2. páskadag. Síð ari ferðin tekur þrjá daga. Lagt verður af stað kl. 2 síðdegis á laugardag og komið heim á 2. páskadag. Þátttaka í þessum íerðum er sæmileg, að því er MbL hefur verið tjáð. öræfaferðir Guðmundar og Úlfars taka báðar 5 daga. Ferða áætlun er í aðalatriðum hin sama. Lagt verður af stað kl. 9 árdegis á skírdag og fárið að KirkjubæjarklaustrL Á öðrum degi verður farið að Hofi í Öræfum og gist þar. Á þriðja degi verður farið að Ingólfs- höfða og (eða) Jökulsá að Breiðamerkursandi. Um kvöldið verður aftur farið að HofL Á páskadag verður ekið að Kirkjubæjarklaustri og 2. páska dag þaðan til Reykjavíkur. Að sögn Úlfars Jacobsen er snjólítið i Öræfum og litið í Ógæftir hjá Horna tjarbarbátum HORNAFIRÐI 21. marz. — Hjá Homafjarðarbátum hefur sem annars staðar verið sama ógæfta ástandið og, þó að róið hafi verið og þá oftast í mjög slæmu veðri. Fyrri hluta marzmánaðar var afli bátanna 985 lestir í 92 sjó- ferðum. Er þá heildarafli bát- anna frá áramótum 1926,5 lestir í 244 sjóferðum. Á sama tíma í fyrra, var heildarafii 1472 lestir í 166 sjóferðum. Afli þriggja bát, sem mestan afla hafa er Jón Eiríksson 300 lestir, og Hvanney 286 lestir. í dag eru allir bátarnir á sjó að draga þriggja til fimm nátta trossur. — Gunnar. .-aHW" MMaai Hér birtist mynd af Sigurði Vilhjálmssyni, er fórst aí slys- förum í Höfn í Hornafirði að- faranótt sl. sunnudags. Sigurður var 38 ára að aldri ókvæntur og barnlaus. Stjórnarfrv. um Ríkisskip —- Þriggja onarasia stjárnameind R 7 IISSTJÖRNTN hefur lagt fram á Alþingi lagafrv. um skipa útgerð ríkisins en fram til þessa hafa engin lög verið til um það ríkisfyrirtæki. Skv. frv. er lagt til að stjórnarnefnd skipuð þrem ur mönnum skuli hafa yfirum- sjón með rekstri Skipaútgerðar- innar. í því eru og önnur atriði, sem kveða á um rekstur og starf- semi fyrirtækisins. í greinargerð segir: í frumvarpinu er lagt tfl, að stjórnarnefndin verði skipuð þrém mönnum, eins og nú er, en þó þannig, að ráðherra sé ekki bundinn af þvi að skipa forstjóra Skipaútgerðarinnar í nefndina. Lagt er til, að stjórnarnefndin verði skipuð til fjögurrar ára í senn. Að minnsta bostl einu sinni áður hefur komið á Alþingi frv. til 1. um Skipaútgerð ríkisisns. Var það árið 1962, en það frv. varð ekki útrætt. Einnig lét milli þinganefnd í samgöngumálum frumvarp um þetta efni fylgja áliti sínu og tillögum um sam- göngumál árið 1958. Hefur þannig áður verið bent á nauðsyn þess að lögfesta starfs grundvöll Skipaútgerðarinnar eins og hér er lagt til. Ákvæði frumvarps þessa, ef að lögum verður, hafa ekki áhrif á skipun manna í störf hjá Skipa- útgerð ríkisins, sem nú starfa hjá henni samkvæmt skipunar- bréfum. Segja má, að um þessar mundir sé starfsemi Skipaútgerðar á tímamótum. Ber þar fyrst til, að flest skipanna, sem útgerðin á, eru orðin orðin gömul og á eftir tímanum, og þarf að gera ráð- stafanir til þess að kaupa ný skip. f öðru lagi hafa samgöngur á landí og í lofti tekið við verú- legum hluta þeirra flutninga, sem Skákþing f GÆRKVÖLDI voru tefldar bið- skákir úr fjórum fyrstu umferð- unum. — Sjá frétt á bls. 13. — Úrslit urðu þau að Halldór vann Gylfa, Björn vann Braga Björns- son, Gylfi vann Jón og Halldór vann Braga Björnsson. Er Björn Þorsteinsson n efstur með 2% vinning og eina biðskák. 5. og 6. umferð verða tefldar í dag í Domus Medica við Eiríksgötu. annars hefðu orðið að fara fram á sjó, og þess vegna eru strand- ferðirnar ekki eins þýðingarmikl ar og áður var. Hefur þessi mikla breyting m.a. lýst sér í vaxandi rekstrarhalla Skipaútgerðarinn- ar undanfarin ár, sem ekki hef- ur verið unnt að vinna upp með auknum flutningum. Hefur þetta vandamál hvað eftir annað verið tekið til sérstakrar athugunar undanfarin ár, síðast af nefnd þeirri, er frumvarp þetta samdi. Er skýrsla og tillögur nefndar prentuð sem fylgiskjal með frum varpi þessu. Fundur um þjóðmálin í Fdafnarfirði f KVÖLD kl. 8.30 heldur Lands- málafélagið Fram, Hafnarfirði, fund um þjóðmálin og væntan- legar alþingiskosningar og mun Sverrir Júlíusson ræða um þau málefni. Þá mun og fara fram kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og rætt um 40 ára afmæli Fram. Fundurinn verður í Sjálfstæðis húsinu í Hafnarfirði og er Sjálf- stæðisfólk hvatt til að mæta á -»---------♦ ♦■♦----- Sovétstjórnin heldur enn fast við fyrri andstöðu sina gegn aðild eða aukaaðild Austurríkis að Efnahags- bandalaginu, að því er aust- urrískir heimildarmenn segja eftir lokafund þeirra Josef Klaus, forsætisráðherra Aust urríkis og Alexei Kosygins, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Skipað upp í Skarö:- stöð í Daiasýslu BÚÐARDAL 18. marz. — Fimmtudaginn 16. marz kom 700 tonna danskt skip á vegum Jökla hf. með 65 tonn af fóðurbæti í ’Skarðsstöð í Dalasýslu og eru þetta merk tíðindi í samgöngu- málum, þar sem áður hefur tíðk- azt að skip skipi öllum fóður- vörum fyrir Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýslu upp í Reykja vík. Þarf svo að flytja vöruna þaðan að mestu leyti í bifreiðum með ærnum kostnaði, þar eð Hvammsfjörður og Gilsfjörður eru oft ísi lagðir á vetrum. Áður fyrr var verzlun í Skarðsvík og skipaferðir þangað beint frá út- löndum, en hefur legið niðri að segja má það sem af er þessari öld, þar til ráðamenn Skarð- hrepps sýndu það framtak að ’koma upp bryggju, sem við get- ur legið um 1000 tonna skip. 'Hafnarskilyrði eru talin þarna góð. Samgöngur hafa verið með bezta móti innan héraðs í vetur. — K. Á. Þingmenn fara í páskaleyfi — Alþingi kemur saman að nýju 6. apríl SÍÐUSTU fundiir Aliþingiis fyrir páskahátíð voru haldn- ir í gær. Þingfunddr mumu aftur hefjast þann 6. apríl. í efri deild þakkaði Sigurður Ó. Ólason forseti þingmönnum fyrir samstarfið og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra, svo og starfsmönnum Alþingis, gleði- legra pásika. Utanbæjarþing- mönnum árnaði hann fararheilla til heimila sinna. Karl Kristjánsson þakkaði for- seta fyrir hönd þingdeildor og færði honum og fjölskyldu hans árnaðaróskir. Þá þabkaði Karl Kristjánsson forseta fyrir góða og röggsama fundarstjórn. Tóku þingmenn undir orð Karls með því að rísa úr sætum. Sigurður Bjarnason, forseti neðri deildar, óskaði þingmönn- um gleðilegrar páskahátíðar og fjölskyldum þeirra. Utanbæjar- mönnum árnaði hann góðrar heimferðar og sagðist óska þess, að þeir mættu allir heilir hittast ’eftir páskahátíð. Þá þakkaði Sig- urður þingmönnum fyrir sam- istarfið. Hannibal Valdimarsson þalbk- aði fyrir hönd þingmarina og íærði forseta og fjölskyldú hana árnaðaróskir. Þá þakkaði Hanni- bal Valdimarsson forseta fýrir góða og röggsama fundarstjórn. Tóku þingmerin undir orð Hannl 'bals með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.