Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 11
MURtíUNBL.AÍJ1Ö, MltíVlKUUAUUR 22. MAHZ 1967. 11 og ananasrækt til útflutnings, en •ðrir ávextir eru einkum rækt- *ðix fyrir heimamarkað. Eldfjallaland Madeira er eldfjallaeyja eins og Azoreyjar, en eldgígar sjald- •eöir. Hún er 57 kílómetrar á lengd og 22 kílómetrar á breidd þar sem hún er breiðust. Strand- lengjan er 152 kílómetra löng. Eyjarskeggjar eru 300.000 talsins, en í Funchal búa 40.000 manns. Mad'eira er ákaflega fjöllótt, og er hæsti tindurinn, Pioo Ruivo á miðri eynni, rúmlega 2000 metra hár. Funohal liggur á suð- urströndinni, sem er miklu þétt- býlli en norðurströndin, enda er veðurfar þar mun betra sökum fjallgarðs sem liggur eftir endi- langri eynni og ver suðurpartinn fyrir norðannæðingum. Norður- ítröndin er klettóttari og villt- ári. Sunnan til á eynni eru skóg- ar.nálega horfnir, en þöktu hana alla fyrir eina tíð. Uppi i fjöll- unum hafa verið gróðursett barr- tré á stórum svæðum, og eru þau helzta eldsneyti eyjar- akeggja, en hfbýli þeirra eru öll óuppihituð. Snjór sezt á fjöllin einu sinni eða tvisvar á vetri, en aldrei fyrir neðan 700 metra beltið. Meðalársihiti er 19 stig, en yfir kaldasta árstímann (októ- ber-maí) er meðalhiti 13 stig. Veðurfar er nokkuð breytilegt, «n yfirleitt mjög gott. Forsaga f lögsagnarumdæmi Madeira er önnur eyja, Porto Santo, sem liggur í 40 kílómetra fjarlægð. Fiskibátarnir liggja í fjörukambinum, en sjómennirnir rabba saman og spUa. Strönd Vestur-Afríku og villtist af leið. Madeira fannst trveimur árum síðar, en líkur benda til að Genúamenn hafi komið þang- að áður, þvi landabréf frá 1351 sýnir eyjamar greinilega, og sennilega vissu Geniúamenn om Hluti hópsins solar sig uppi á efri þiljum. I»ar búa 3500 manns. Sumrr halda, að Fönikíumenn hafi kjomið til Madeira, og rómverski ritíhöfundurinn Plinius getui tveggja eyja sem gætu verið Madeira og Porto Santo. Róman- tisk saga hermir, að tveir elsk- endur, Robert Madhim (eða Madham) og Anna d'Arfet, sem flúðu frá Englandi til Frakk- lands árið 1370, hafi ratað í haf- vidlu og lenit á strönd Madeira, þar sem nú heitir Madhidio — til minningar um atburðinn. Por.ú- galski sæfarinn Joao Gancalvez Zarco sá fyrst Porto Santo árið 1418, þegar hann var að kanna þær fyrir 1339. Hinrik sæfari hóf landnám á Madeira eftir heim- sókn Zarcos: skógar voru höggn- ir niður og sykurrækt Varð brátt arðvænlegur atvinnuvegur á eynni. Þrælaihald var afnumið árið 1775. Brezkar hersveitir hernámu eyna árið 1801 og aftur 1807-1014, en síðan 1833 hefur allt verið þar með kyrrum kjör- um. Eyjarskeggjar eru Portúgalar, en eittlhvað blandaðir Márum og blökkumönnum. Á seiinni árum hefur verið allmikill fólksflótti til Brasilíu og Bandaríkjanna. Fiskimannaþorp Á leiðinni frá Cabo Girao til Funchal höfðum við stutta við- drvöl í fískimannaþorpinu Gam- ara de Lobos og komumst í nán- ari snertingu við mannliif á 1 eynni. Fiskimennirnir voru flestir tötralega klæddir og gengu nálega allir berfættir. Þeir stunda veiðar á opnum róðr- arbátum og seglskútum, og sækja fiskinn á 2000 metra dýpi, enda er mjög aðdjjúpt við eyna. Niðri í fjörunni voru nokkrir fiskimenn að búa til fiskilínur úr sérstakri kaktustegund, og eru þær sagðar mjög sterkar. Vbru vinnubiögð þeirra forvitnileg, en ekki skildi ég fyllilega hvernig þeir unnu verkið. Inni í þorpinu sátu menn annars flest- ir í samræðum niðri við hafnar- bakkann eða spiluðu á gang- stéttunum. Bátarnir lágu hlið við hlið í fjörukambinum. Undir háum hamri niðri við flæðarmálið voni nokkrar kon- ur að þvo þvott í steinsteyptum þróm og höfðu rennandi vatn úr kiönum. Gerðu þær taleverðan uppsteyt þegar við reyndum að taka myndir af þeim. Berfætt börn eltu okkur I stórum hópum sibetlandi, en við og við komu sómakærir borgarar og stökktu þeim á brott. Síðasta spölinn til Fundhal veittum við því eftirtekt, að körfur sem fólk bar á höfði eða öxlum voru allar þaktar lauti, og spurðum leiðsögumanninn hverju það sætti. Þetta var vegna „illa augans", sagði hann. Eyjarskeggjar trúa því að áicveðnir menn hafi „fll augu“ og geti unnið öðrum tjón með þeim, t.d. skemmt varning sem þeir sjá. Laufið yfir körfunum er vörn gegn þessum illu áíhriX- um. Þó Madeira sé varla mikltt frjósamari en Azoreyjar, er allt annar og glæsilegri bragur yfir lífinu þar. Bílar eru áberandi margir og flestir nýir. fbúðar- hús eru bæði stærri og umfram allt miklu vandaðri en á Azor- eyjum, a.m.k. húsin í FundhaL Það sem gerir gæfumuninn er ferðamannastraumurinn. Hann er aukagetan sem bætt hefur lífskjör Madeirabúa til þeirra muna, að þeii mega teljast bjargálna, þó vitanlega sé láfs- gæðunum misskipt þar ekki síð- ur en annars staðar. Mörgum úr hópnum þótfi mest koma til Madeira af þeim stöðum, sem við 'heimsóttum, enda er eyjan bæði fögur og veðursæl, oft nefnd „perla At- lantsfaafsins", en mér fannst húa hafa spillzt af ferðamannafarg- inu, og verða það fyrr eða síðar örlög allra staða sem hafa upp á eitthvað óvenjulegt að bjóða. Við sigldum frá Madeira seint um kvöldið eftir sólheitan og viðburðarríkan dag og tók- um stefnuna á Teneriffe, sem liggur tæpum 400 kílómetrum sunnar. Veður var stillt og vrð eyddum lágnættinu að venju við söng og dans uppi á efri þiljum. Verkstjórar Vita- og hafnarmálastjórnin vill strax ráða til sín verkstjóra. Iðnmenntun, próf frá stýrimannaskóla eða ámóta menntun ásamt starfsreynslu við verk- stjórn er nauðsynleg. Skriflegum umsóknum sem greina um menntun og fyrri störf sé skilað til Vita- og hafnamálaskrif- stofunnar- VITA- og HAFNARMÁLASTJÓRNIN Seljavegi 32 — Simi: 24433. Hafnarfjörður Húseignin Þórsmðrk við Lækjargötu er til sðlu. Eldra steinhús í góðu standi um 80 ferm. að grunn- fleti. 7 herb. og eldhús á hæð og í risi. Kjallari. Bifreiðageymsla. Stór og vel ræktuð lóð. Verð kr. 1 millj. og 500 þús. Útborgun eftir samkomulagi. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL. Linnetsstíg 3 — Sími 50960. Heimasimi sölumanns: 51066. m Gull og dýrir stelnar Nýtízkulegt úrval. Demaui.ar — Kuiturperlur. bjomennirnir gera fiskilmur úr sérstakri kaktustegund. i uiqniunuGGon Skorlpripaverzlun „Fagur gripur er æ til yndis 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.