Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stœrsta og tfölbreyttasta blað landsins MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Ernir sjást víða um land TÖÍLUVERÐ brögð hafa verið að því að fólk hafi séð erni á flugi og hefur t.d. sést örn tvo undanfarna daga á flugi yfir Skerjafirði og á flugvallarsvæð inu. Þá munu bræðurnir á Kví- skerjum hafa séð tvo erni á flögri þar um slóðir og einnig sást til arnar nýlega í Bakka- firði. Hér mun vera um ungerni að TæSar' sem enn hafa ekki orð- ið kynþroska, en áður en örn- inn kemst á þann aldur flæk- ist hann oft og tíðum um land- ið, unz hann leitar aftur á varp stöðvarnar. Talið er að það taki örn 6—8 ár að verða kynþroska. Árið 1964 var hætt að kasta á víðavang eitri og virðast all- ar líkur þenda til að erninum Þak af hlöðu og hrotnar rúður fari nú fjölgandi, þar eð ung- fuglar sjást nú æ tíðar en áð- ur. Mun þetta góðs viti og má því ef að líkum lætur búast við að erninum fari að fjölga í lok áratugsins. Þó má ekki slaka á friðuninni eigi erninum að fjölga að marki. Árin 1964 og ’65 munu um 20 arnarungar hafa komizt á legg og við talningu arnarins í fyrra töldust 16 ungfuglar, en erfitt er að kasta tölu á þá, vegna flökkunáttúru þeirra. í sumar munu hins vegar ekki hafa komizt á legg nema fjórir ungar. Á þremur stöðum á landinu hefur hræ verið borið út handa erninum, en ekki er kunnugt um árangur þess. Þess má geta að sú, er sá örninn yfir flugvallarsvæðinu var frú Irma Weile Jónsson, en örninn, sem sást yfir Skerja- firði sá Gísli Jónsson. Svo sem getið var í fréttnm Mbl. fyrir helgi hrann hærinn Stifla í Vestur-Landeyjum til kaldra kola á fimmtudagskvöldið. Engu var bjargað nema sjónvarpstæki hjónanna, sem þar bjuggu, en þau heita Kristbjörg Ingvarsdóttir og Emil Guðmundsson. Vátrygging var lág og hafa þau hjón og börn þeirra orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. (Ljósm: Markús Jónsson, Borgareyrum). EGILSSTAÐIR, 21. marz. — Síð- astliðinn föstudag gekk hér yfir óveður með nokkurri snjókomu og þá sérstaklega mikilli veður- hæð. Hvassast mun hafa orðið uppi í dölunum, sem venja er í norðan átt. 1 Birkihlíð í Skriðdal fauk þak af fjárhússhlöðu og all ir gluggar brotnuðu í f járhúsinu. Bóndinn, Björn Bjarnason, var nýgenginn út úr hlöðunni og ætl- aði að negla fyrir glugga, sem fokið hafði úr húsinu. Um leið og þakið fór komu þrjár járn- plötur niður á skullu á heystæð inu þar sem Björn hafði staðið við að taka hey fyrir nokkrum sekúndum. Á Lambhúsum í Fljótsdal brotnuðu 11 rúður í íbúðarhús- inu af steinkasti. Ekki er vit- að um fleiri skemmdir af völd- um veðursins. — M. G. Lítil telpa fyrir bíl UMFERÐASLYS varð við Freyjugötu 10 síðari hluta dags í gær. Þar hafði lítil telpa, Hanna Bára Gestsdóttir, 5 ára, hlaupið út úr undirgangi í hús inu og út á götuna. I sömu svif- um bar að bifreið, og skipti eng um togum að litla telpan varð fyrir bifreiðinni. Kastaðist hún Framhald á bls. 31. Færeyingar stofna eigiö flugfélag Flugfélag íslands hefur ná missf allar þœr vinsœldir, sem það hafði í Fœreyjum, að sögn Arge, fréttaritara Mbl. FÆREYINGAR ætla að stofna j Mbl. í Færeyjum. Hlutafé hins sitt eigið flugfélag, samkvæmt nýja flugfélags sem verður að upplýsingum Arge, fréttaritara öllu leyU færeyskt er 1,5 millj- Miklar annir í stop- ulu innanlandsflugi MIKLAR annir voru í innan- landsflugi Flugfélags íslands gær og fyrradag, þar eð að undanförnu hefur verið stirð tið og hafði safnazt fyrir tölu- vert magn af vörum sem flytja átti út á land. Einnig var mikið um farþegaflutning, fólk á leið í páskaleyfi, frá því um miðjan dag í fyrradag og þar til í gær- morgun. Mun félagið hafa flutt fessum tíma um 750 farþega. fyrradag, fyrri hluta dags, lá innanlandsflug niðri, en er leið á daginn fór veður batnandi vestanlands og á Suðvesturlandi. Hófust þá flugferðir og stóðu í alla fyrrinótt og fram undir gær- morgun, er veður fór aftur versn andi. f gærdag versnaði veður og tók fyrir allt flug, en síðdegis í gær skánaði það aftur. Miklir fólksflutningar eru á milli Akur eyrar og Reykjavíkur og ísa- fjarðar og Reykjavíkur, enda er skíðavika á ísafirði um það bil að hefjast og munu margir eyða páskaleyfinu vestra. ónir danskra króna eða 9,4 millj ónir íslenzkra króna. Svo sem kunnugt er samein- uðust Skandinavíska flugfélag- ið SAS og Flugfélag íslands um Færeyjaflug til og frá Norður- löndum á þeim grundvelli að fél ögin skiptu á mili sín kostnaði og tekjum samkvæmt ákveðnum samningi. Var ætlunin að flug- vél frá Flugfélaginu yrði not- uð við þetta flug. Meðal Færeyinga hefur þessi samningur mælzt mjög illa fyr- ir og lítur landsstjórnin í Fær- eyjum svo á að Faroe Airways hefði átt að njóta sama leyfis og SAS hefur frá og með L apríl n.k. f gærmorgun var síðan ákveð ið að stofnað skyldi alfæreyskt flugfélag og er undirbúningur að stofnun þess í fullum gangi. Hlutaféð mun hafa verið greitt að mestu leyti í gær, að því er Arge tjáði Mbl. Félagið verður eign einkaaðila í Færeyjum, en þó munu þeir hafa hug á að fá Lögþingið til þess að veita fé til félagsins. Er síðan ætlunin að félagið taki við allri þjón- ustu, sem Faroe Airways hafði með höndum fáist til þess leyfi danskra flugyfirvalda. Arge sagði að Flugfélag Is- lands hefði verið mjög vinsælt í Færeyjum, allt til þess er samn Framhald á bls. 31. Herjólfur og Esja fengu á sig hnúta — Miklar annir hjá Ríkisskip Bjargaði mannslífi í Stýrði skipi í 12 vindstigum með málarapramma úti á miðju Atlantshafi „ÞETTA var svo sem ekki neitt. Ég var aðeins að bjarga landa míntun frá drukknun", sagði Arne Samuelsen hov- mester á Kronprins Frederik, þegar við hittum hann að máli í gær, og vildi sem minnst úr þessu þrekvirki sinu gera. Staðreyndir eru samt þær, að þegar skipað var að fara frá Þórshöfn í Færeyjum á dögunum til Reykjavikur, bjargaði Arne Samuelsen mannslifl. „Það er eignlega ekkert um þetta að segja, en samt var það svo, að mér varð gengið upp í matsalinn hér aftur á og varð þá þess áskynja, að einhver var að reyna að losa bjargbelti, og varð mér þá strax ljóst, að maður myndi vera í höfninni. Við lágum við nýju bryggjuna í Þórs- höfn, en þannig hagar til, að hún hefur verið byggð sem viðbót við þá gömlu, og skagar nokkuð út, þannig að maður, sem gengur tæpt á þeirri nýju, athugar máski ekki vegna ókunnugleika, að allt í einu er ekkert fyrir nema sjórinn, og það mun hafa valdið slysinu. Og það kom í ljós að mað ur var fyrir borð, og m.a.s. tveir, sá hinn annar ætlaði að reyna að bjarga honum. Framhald á bls. 21. Arna Samuelsen „hovmester" — Vestmannaeyjaskipið Herjólf- ur fékk á sig sjó, er það var á leið frá Eyjum síðastliðið laugar dagskvöld. Var skipið statt norð vestan við Eyjar í vonzkuveðri og miklum sjó. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns Teitssonar framkvæmda- stjóra Skipaútgerðar ríkisins mun tjónið á skipinu ekki mikið og mun viðgerð hafa lokið í gær- kvöldi. Mun skipið hada til Eyja í dag. Við sjóinn, sem kom á skipið brotnuðu svokallaðir stól- ar undir björgunarbát á báta- dekki og losnaði báturinn. Einn ig beyglaðist lunning og ýmsar smærri skemmdir urðu á skip- inu. Þá sagði Guðjón að Esjan hefði og orðið fyrir dálitlum hnút um svipað leyti. Kastaðist við ágjöf ina bjargbeltakassi til, en skemmdir urðu ekki stórvægi- legar. Miklar annir eru nú hjá Ríkis MIKIL hálka var á götum Reykjavíkur í gær og frá morgni til kvölds hafði lögreglan fengið tilkynningu um 20 árekstra. Eng inn þeirra var þó alvarlegs eðlis. skip, vegna þess hve erfið færí er á landi. í fyrradag fór Herðu- breið vestur og norður með ful fermi af vörum og Esjan, sem fara á í dag var þegar í gær orð in fullfermd. Togarar selia vel Togarinn Þormóður goði seldi í fyrradag ísfisk í Bremerhaven, 240 lestir fyrir 266 þúsund mörk. Er það þriðja hæsta sala íslenzks togara í Þýzkalandi, en tvær síðustu sölur togarans Maí eru hærri. Togarinn Karlsefni seldi í Cuxhaven í gær 154,6 lestir fyr- ir 188.230 mörk, en það er og rnjög góð sala. Þá átti togarinn Úranus að selja í Þýzkalandi 1 gær, en ekki höfðu borizt fréttir af sölunni. Togarinn Kaldibakur átti að selja í Englandi í fyrradag, en komst ekki að. Hafði hanm enn ekki selt í gær er síðast fréttist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.