Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. i 19 — Borgarnes Framhald af bls'. 17. húsi, en það var sama hvert við vorum send, allsstaðar var okk- ur vel tekið af því góða fo'ki sem í þessu þorpi bjó. Allir flu'tningar hingað fóru þá fram á sjó og komu skipin hing- að einu sinni í viku og þá var víða mikið að gera„bátsdagana“ margan naeturgestinn þurfti að búa um, því að æfinlega vsr skipið hér næturlangt og fór gjarnan snemma morguns suður, svo að var sumsstaðar ekki mik ið sofið þá nóttina. Unglingarnir sem sóttu fram- haldsskóla til Reykjavíkur sendu allt sitt dót í þvott og hreins- un heim. Þá var vissara að vera niðri á bryggju þegar bátarn- ir komu að landi með fólk og farangur, því að verið gat að skórnir væru líka með, og þá þurfti strax að, hlaupa til skó- smiðsins, sem æfinlega gerði við þá samdægurs og tálaði aldrei um hve langur vinnudagurinn væri heldur spurði hvenær ier skipið aftur og mikið voru nú þessir skipsmenn góðir þegar allt var fullt af fólki, og við hímd- um köld og sjó'veik uppi á dekki, þá fóru þeir með okkur niður 1 sína klefa og hlúðu að okkur, dsköp var svo gaman þegar skólaveran var á enda, að fá að fara í bíl heim, þótt ferðin tæki 9 klst. fyrir Hvalfjörð. Enda þótt heimilin væru ávallt opin til gleðifunda og skemmt- opin fyrir unga fólkið þá fór nú að fjölga fólkinu og það var Ijóst að skólann var ekki hægt að nota til samkrvæmalhalds þá þurfti að leggja hönd á plóginn og safna fé til samkomuhúiss, og nú var gott að eiga gáfaða og hagmælta unga menn, sem sett- ust niður og sömdu revíur ívafðr ar gamanvísum um menn bg málefni bæjarins og léku síðan Jórunn Bachmann við góðan orðstír borgarbúa og meir að segja þýddu og léku önd vegisrit eins og Afturgöngur eftir Ibsen og allt var gefið til samkomu'hússins sem bæjarbúar njóta enn þann dag í dag eða síðastliðinn 35 ár og ekki mátti hætta fyrr en hljóðfæri var líka fengið og enn er spilað á það. Nú er tíminn annar, þar sem áður voru berar klappir hafa verið græddir skógarlundir eða byggðar nýtízku villu-r með öll- um nútíma þægindum. Það eru Kubnrettkvöld í Lídd VEITINGAHÚSIÐ Lídó er a» taka upp nýbreytni í skemmt- analífi borgarinnar, sem eflaust mun mælast vel fyrir. Það eru kabarettkvöld sem haldin verða á hverjum sunnudegi, og treð- ur þar upp fjöldi okkar ágæt- ustu listamanna með aðstoð koll ega sinna ýmissa, utan úr heimi. Fyrsta kabarettkvöldið er í kvöld (miðvikudag) og hefst klukkan sjö með glæsi- legri fimmréttaðri máltíð. 1 Á fundi með fréttamönnum sögðu forráðamenn hússins að ætlunin væri að hafa mjög margvísleg skemmtlatriði, bæði af léttara taginu og svo alvar- legri list. Meðal listamanna sem koma fram í kvöld má nefna I óperusöngvarana Svölu Nielsen I og Jón Sigurbjörnsson, sem í reyndar munu syngja eitthvað af léttara tagi í þetta sinn. >á flytja þeir Rúrik Haraldsson og Bessi Bjarnason leikþátt og síð an tekur við eftirhermumeist- arinn Karl Einarsson. Utan úr heimi koma dönsku fjölleika- stúlkurnar Dorelles systur, sem þegar hafa vakið athygli hér fyrir sérstæða og skemmtilega sýningu. Sextett Ólafs Gauks leikur fyrir dansi til klukkan eitt eftir miðnætti. Skemmtun- in í kvöld er nokkurs konar páskakabarett og þar sem þetta er hinn fyrsti hefur verið út- búinn sérstakur hátíðarmatseð- ill. Ef fól'ki fellur svo þessi ný- breytni vel í geð er ætlunin að halda áfram á sunnudagskvöld- um, að sjálfsögðu með nýjum skemmtikröftum í hvert sinn sögðu forráðamenn að lokum. ekki lengur gripabús við fbúðar húsgaflana og kálgarðar mót suðri, slíkt tiliheyrir ekki nú- tíma bæjarlífi, nú sækjum við mjólkina í samlagið, og tilreidd- an matinn í matarbúðirnar ~>g svo bregðum við okkur til Reykja'Vlkur og tökum þátt í gestaboðum að kvöldi og keyr- um síðan heim, svo mikill er hraðinn örðinn'og þægindin, en með aukinni velmegun koma áður óþekkt vandamál, nútíma- kona vill brjóta af sér fijötra sem fylgja því tímabili hennar að eiga og ala upp börn, hún vill vinna úti og gerir kröfur til bæjarfélags síns og það starf- | ræki barnaiheimili og leikvelli, ! unga fólkið vill fá íþróttasvæði og félagsheimili og fullorðna fólkið vinnur að elliheimilismál- um, en til þess að ná þessu marki þá verður mannkærleiki, ráðdeild og fyrirhyggja að sitja i öndvegi. Jórunn Bachmann. Alþýðusamband Vest- fjarða fertugt í gær í GÆR átti Alþýðusamband Vest I fjarða 40 ára afmæli. Var það stofnað 20. marz 1927 og bar þá heitið Verkalýðssamband Vest- fjarða. Stóðu að stofnuninni sex félög: Verkalýðsfélagið Baldur, tsafirði og Jafnaðarmannafélag ísafjarðar, og höfðu þau for- göngu um stofnunina, Sjómanna- félag ísfirðinga og Verkalýðsfé- lögin á Hnífsdal, Bolungavík og Önundarfirði. Fyrstu stjórn A.S.V. skipuðu: Ingólfur Jónsson, forseti, Hall- dór Ólafsson ritari, Finnur Jóns- son gjaldkeri, Ingimar Bjarna- son og Sveinn Sveinsson. í vara- stjórn áttu sæti Eiríkur Einars- son, Helgi Hannesson og Árni Sigurðsson. Forsetar A.S.V. hafa verið Ingólfiur Jónsson 4 ár, Finnur Jónsson 4 ár, Hannibal Valdimars son 19 ár og Björgvin Sighvats- Sambandssvæði A.S.V. er nú miðað við aílt Vestfjarðakjör- dæmi, en var lengst af miðað við ísafjörð, ísafjarðarsýslur og Barðastrandasýslu. Starfsemi A.S.V. hefur að mestu beinzt að kjaramálum og hefur sambandið náð því mark- miði, að heildarsamningar um kaup og kjör giltu um allt sam- bandssvæðið. Hafa samskipti sambandsins við Vinnuveitenda- félag Vestfjarða og Útvegs- mannafélag Vestfjarða verið góo og án alvarlegra árekstra. A.S.V. starfrækir skrifstofu á Isafirði og annast þar marghátt- aða fyrirgreiðslu fyrir sam- bandsfélögin. í stjórn Alþýðu- sambands Vestfjarða eiga nú sæti: Björgvin Sighvatsson, for- seti, Pétur Sigurðsson, ritari, Kristinn D. Guðmundsson, gjald- keri. Auk þess eiga miðstjórnar- menn Alþýðusambands íslands á Vestfjörðum sæti í stjórn A.S.V., en á síðasta þingi A.S.Í. voru þeir Karvel Pálmason og Björg- vin Sighvatsson kjörnir frá Vestfj. í miðstjórnina. Wýtl tungl fundið jbað tíunda vi* Satúrnus NÝTT tungl er fundið hjá S Saturnusi og er það 10. tungl ■ ið, sem vitað er um kring- $ um þá stjörnu. Franskur \ stjörnufræðingur fann þetta I tungl í desembermánuði, en ( beðið var frekari staðfesting- s ar á því að það væri þar. I Nú hefur líka verið tekin ^ mynd af þessu nýja tungli i s Ameríku og hefur það þvi ) verið viðurkenrt. Þykir vís- | indamönnum þetta mjög s merkilegt, bví tungl finnast i ) örsjaldan. Það 9. sem fer • Salurnus fannst s S Sæmundsson, S Ný tegund snjóbíla í kringum árið 1898. Þorsteinn stjörnufræðingur veitti Mbl. ) upplýsingar um þetta nýja J tungl. Það er mjög náíægt s Saturnusi eða i 160 þús. km.) fjarlægð og fer kringum Sat- | urnus á 18 tímum. Frakkinn ( Dollfuss, sem fyrstur fann S það, kallar þsð Janus. Þann- • ig stóð á að har.n kom auga ’ á það, að í desembermánuði voru hringir i kringum Sat- urnus á rönd og minni birta en venjulega og því hægt að S sjá nýfundna tunglið. Síðast fannst nýtt tungl ár- s ið 1951, en það var 12. tungl- i ið kringum Jupiter. VÍÐA er snjóþungt í sveitum landsins þessa dagana og sjálf- sagt margur óskað þess að hafa snjóbíl tiltækan. Ágúst Jónsson, innflytjandi, hefur fengið kana- diska snjóbíla, sem hann telur hagkvæma fyrir héraðslækna, björgunarfélög, sportmenn og yfirleitt alla sem um óbyggðir ferðast. Upphaflega er farartækið smíð að sem herbíll en með því að taka burt byssur og annan út- búnað sem stríði tilheyrir er hægt að setja hann á almennan markað. Farartækið ber nafnið Universal Carrier og er knúinn 85 hestafla 8 cyl. Ford vél. Breiddin er 83 tommur, hæð 63 tommur og lengd 12 fet. Carrier- inn hefur 80 lítra benzíngeymi og með benzínforða á hann að komast 120 mílna vegalengd. Há- markshraði er um 50 km. Hann ber auðveldlega átta manns, en i neyðartilfellum má koma tólf 1 hann, og einnig getur hann dreg- ið á eftir sér einn eða fleiri stóra sleða. Ágúst sagði að hann hefði verið beðinn að leita að farar- tæki sem gæti farið yfir fjöll og íirnindi og gert það víða. Hefði sér litizt bezt á þann kanadiska, m.a. vegna þess að verðið væri hóflegt, um 130 þúsund krónur hingað kominn. Moskvu, 20. marz. NTB. Á LAUGARDAG vísaði Sovét- stjórnin úr landi tveimur starfs mönnum við sendiráð Kína i Moskvu og er talið að þetta muni vera gert í hefndarskyni fyrir brottvísun tveggja sovézkra sendi ráðsmanna úr Kínaveldi á dög- i unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.