Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 12
' 12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. Umrceður um stjórnarskrárbreytinguna í Efri deild í gœr: Milliþinganefnd sammála um lækkun kosningaaldurs í 20 ár - Fimm ára búsetuskilyrði úrelt BJARNI Benediktsson, for- ■ætisráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi ríkisstjórnar- Innar til stjórnskipunarlaga nm breytingu á stjórnar- skránni þess efnis, að kosn- ingaaldur verði lækkaður í 20 ár. Forsætisráðherra sagði I ræðu sinni að það hefði ver- 25 einróma álit milliþinga- nefndarinnar, sem kosin var á sl. ári að þessa breytingu skyldi gera. Hann sagði að þau þjóðfélög virtust fúsust tfl að lækka kosningaaldur, þar sem kosningaréttur væri minnst virði en þær þjóðir þar sem almennar kosningar ráða raunverulega úrslitum tm stjórn landsins, hefðu yfirleitt verið íhaldssamari í þessum efnum. I»á henti forsætisráðherra á að ákvæði um 5 ára búsetu væru ekki lengur eðlileg og þvi væri lagt til að þeim á- kvæðum yrði breytt jafn- hliða. Ólafur Jóhannesson (F) lýsti yfir stuðningi Fram- sóknarflokksins við frum- varp þetta og Eggert G. Þor- steinsson, lýsti ánægju Al- þýðuflokksins yfir þessum á- fanga. Alfreð Gíslason (K) kvaðst hins vegar telja, að -stíga hefði átt skrefið til fulls ©g lækka kosningaaldurinn í 18 ár. Hér fer á eftir ræða for- sætisráðherra og frásagnir af öðrum umræðum um málið i Efri deild í gær: Svo sem menn rekur minad tíl, var á síðasta Alþ. hinn 22. apríl ■amþ. þáltill. þess efni® aðallega, að athuga skyldi, hvort timabaert væri og æskilegt að lækka kosn- ingaaldur. í því skyni var kosin nefnd, sem hefur nú skilað áliti og er það undirritað hinn 9. fehrúar 1967. Aðalatriði þess álrts er prentað á srfðu 6 í fskj. með þvi frv., sem hér liggur fyrir, þar sem sagt er: Þegar lit- m er til framangreindra atriða og émnarra viðhorfa, er það lammæli n., að rétt sé að hverfa að þvf að laekka kosningaaldur alþingiskosninga og annarra •imennra kosninga frá því, sem nú er. Skiptar skoðanir voru hins vegar um það innan n., hve kmgt ætti að ganga í þessu efni, « n. er þó sammála um að maela með því, að hann væri á þessu stigi lækkaður um 1 ár eða niður í 20 ár. Um þetta voru »llir nm. sammála og færa þeir að því rök, að staða ungra manna í þjóðfélaginu hafi breytzt verulega hina síðustu áratugi og þá ekki sízt hin allra síðustu ár, þannig að þeir hafi nú mun *jálfstæðari stöðu, bæði í sínu •igin lífi um hj úskaparstofnun óg tekjur heldur en áður var og færa þessu ákveðim rök svo *em nánar kemur fraim í þessu máli. Ég hygg, að allt þetta sé ómótmælanlegt og rökstyðji, að eðlilegt sé að lækka kosninga- aldurinn, en hann var lengst af 25 ár, en lækkaður á árinu 1934 í 21 ár. Nú er kosningaaldur einnig hinn sami og kjörgengis- aldur, en áður var þar á munur, þannig að kjörgengisaldurinn var hærri. Eðlilegt er, að menn at- hugi einnig, hvernig þessu er fyrir komið í öðrum löndum og þá eru um það aUmismunandi reglur. Því verður ekki neitað, að þau þjóðfélög hafa verið fús- ust til þess að lækka kosninga- aldur, þar sem kosningarétturinn hefur minnsta þýðingu. Hin hafa atftur á móti verið fhaldssamari í þessum efnum, þar sem al- mennar kosningar raunverulega ráða, hvaða úrslitaákvarðamir B ára búsetu, sem ekki þótti lengur eiga við. Þetta ákvæði komst imn, þegar við áttum í Stjórnskipulegum deilum við Dani og varð til þess að draga úr hættum, sem ýmsir töldu fetafa af jafnréttisákvæðum þeim til handa. Ég hygg, að það hafi bæði verið í stjórnskipunarl. frá 1915 og endumýjað með nokkuð Öðrum hætti í stjórnarskránni 1920. Það er ljóst, að þessi langa búseta á ekki lengur við eftir að orisakir hennar eru úr sögunni ög ástæðan til þess að menn hafa éfcki breytt þessu er, að þessi hluti stjórnarskrárinnar hefur .verið látinn óhaggaður. Efnis- lega hygg ég, að enginn sé le«e- Ur með því að hafa 5 ára búsetu. Hins vegar er það rétt, sem mér Var bent á, að það hefur alveg fallið niður búsetuskilyrðið og það er meira heldur en ætlunin var og kemur í ]jós að aldrei er em teknar um stjórn þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli. En þó að reglur séu um þetta býsna misjafnar, er það einnig svo er- lendis, að þróunin fer greinilega í þá átt að lækka kosningaald- urinn, eins og n. varð sammála um að leggja til, að gert yrði hér. Aðalágreiningur innain n. virðist hins vegar hafa verið um það, að sumir hafa viljað láta það standa meira eða minna opið fyrir almenna löggjafann að kveða nánar á um, hver kos»i- ingaaldurinn skyldi verða. Mér virðist Þó, að lágmark. hafi átt að verða 19 ár. Fyrir þessu má færa þau rök, að eðlilegt sé að breyta þessu smám saman, að þróunin verði til þess að jafna þann mismun á ungum og göml- um, sem áður var og óþarft sé að ómaka stjórnarskrárgjafann með slí'kum breytingum. Hér er hins vegar um slíkt grundvallar- atriði allrar stjómskipunarinnar að ræða, að eðlilegt sýnist, að um þetta sé kveðið á í sjálfri stjórn- arskránni og hægurifm þá hjá svipaður eins og itó að gera þessa breytingu, þegar hvort eð er á að ganga til almennra kosn- inga, þannig að óþarfa ómak af þeim sökum verður trauðlega mikið. Og ef menn koma sér ■saman um að lækka kosninga- aldurinn nú ofan í 20 ár eins og lagt er til í till. n., virðist ósenni- legt, að á því yrði gerð breyting á næstu 3—4 árum hvort eð er. Það er ærinn tími til þess að gera það næst þegar almennar kosningar fara fram. Það varð þess vegna ofan á og ríkisstj. varð um það sammála að leggja til að breyta þessu ákvæði þann- ig að 20 ára aldur kæmi í stað 21 árs aldurs. Þetta þykir næg breyting að sinni. Ég get engan Veginn sagt, að menn geti ekki á síðari stigum málsins bugsað sér meiri breytingar, en eins og ég gerði grein fyrir, er þetta það spor, sem allir nm. komu sér nú áaman um að leggja til, að stigið yrði og engar ákveðnar till. voru um það, að efnislega yrði farið lengra að þessu sinni lieldur en hér er fallist á. En úr því að þessu ákvæði átti að breyta, þótti teðlilegra að færa kosningaréttar- Skilyrðin til meira samræmis við eðlilegra reglu, ef svo má segja heldur en þau hafa verið og það var þó einkum ákvæðið varðandi Tella niður skiljrrði um óflekkað mannorð, sem sums staðar hefur Verið fellt niður annars staðar, én það þótti þvilík efnisbreyting, að ekki væri ástæða til þess nerna að betur athuguðu máld að tella það úr gildi. Ég vil hins Vegar taka fram, að ef menn hér í d. eða á Aiþ. telja, að rétt sé að haga þessu með svipuðum hætti eins og á sér stað nú hjá bkkar nágrannaþjóðum, finnst inér það vel koma til athugunar. Én sú athugun, sem fram fór og Var að vísu í skyndi gerð, þegar þetta frv. var undirbúið, leiddi til þess, að menn töldu ekki 'ástæðu tii þess að fella þetta 'skilyrði niður, en hins vegar er það nú sem áður mjög rúm beimild, sem löggjafinn er talinn hafa til þess að túlka, hvað í þessu skilorði felst og naumast 1 samræmi við almenna réttar- Vitund að því er ég hygg enn að að ef frv. verður samþ. nú og 'aftur að þmgkosningum loknum, ér eðlilegt, að þegar í stað verði gerðar aðrar og fleiri breytingar á réttarstöðu ungra manna, en það er eðlilégt, að gert sé í sam- éæmi við það, hvað gert verður Við þetta frv. Ég leyfi mér svo éð leggja til, að frv. fari til 2. úmr. Ég hygg að oftast hafi ver- ið venja, að sérstök stjórnar- 'skrámefnd hafi verið skipuð. Vegna þess að málið er ekld stærra eða flóknara að þessu sinni heldur en ég hef hú gert 'greiin fyrir, tel ég nóg, að það fari til allshn. Læt ég á vald forseta og hv. d., en bendi á, að þetta tvennt kemur til varðandl befndaskipun. Ólafur Jóhannesson (F) lýstt yfir fylgi Framsóknarflokksin* Við frv. Kvaðst hann telja þessa breytingu eðlilega. Þá taldi hana einnig eðlilegt að breyta búsetu- ákilyrðum og lét í ljós þá skoð- ún, að kosningalög ættu að kveða nánar á um þau. Eggert G. Þorsteinsson (A) áagði að Aiþýðuflokkurinn vildl lækka kosningaaldurinn í 18 ár ég hefði það verið rætt á mörg- úm fundum og þingum Alþýðu- flakksins. Hann kvað AlþfL 'fagna þessu frv. þótt hann teldl það ganga of skammt. Alfreð Gislason (K) þóttl skrefið ekki stórt og spurði hvort það borgaði sig að breyta stjórn- 'arskránni fyrir svo látið. Ég hef ekki heyrt margar radddr sem neitt mál of vel skoðað. Ég þótt- ist hafa rennt augunum yfir þetta eftir að frá því var gengið, én þarna hafa orðið nokkur mis- tök, sem er hægur hjá að leið- írétta við meðferð málsins á þingi, vegna þess að sjálfsögðu ér það eðlilegt, að þess sé kraf- 'izt, að menn hafi verið búsettir lt. d. um eins árs bil eins og löngum var skilyrði um kosn- 'ingarétt og kjörgengi, en látum þar vera. A.m.k. er búseta í landinu eðlilegt skilyrði íyrir kosningarétti að mínu viti. Hins vegar var sérstaklega at- hugað, hvort ástæða væri tid að Tella skilorðið alveg niður. Það er þó eins og ég segi til athug- únar. En búsetuskilyrði eitthvert ér tvímælalaust rétt að hafa, þó 'að því hafi verið sleppt, þegar 6 ára búseta var felld niður. Þá var einnig breytt ákvæði Varðandi túlkun á því, hvort konur teldust fjár síns ráðandi Við giftingu. Þetta hefur ekki átt Við miðað við núverandi löggjöf álllengi og var þvi eðlilegt, að það væri fellt niður. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þetta frv. Efni málsins er einfalt og ljóst. Það er svo hine vegar greinilegt, vilj.a lœkka í 20 ár en fleiri sem Vilja lækka í 18 ár. Ég tel rétt að 'Aiþingi athugi hvort ekki beri að gera það. Bjarni Benediktsson (S) vaktt athygli síðasta ræðumanns á þvi, að þetta væri ekki einungis tii- laga ríkisstjórnarinnar heldur þingkjörinnar nefndar, sem adlir 'flokkar hefðu átt fulítrúa í og 'orðið hefði safmála vun að legsgj* þetta til. Þá benti forsætisráð- herra á, að nokkur þúsund manns mundu öðlast kosninga- rétt við þessa breytingu. Að lokum tókÓlafur Jóhanneæ son (F) stuttlega tii máls á ný. Sjávarútvegsmál rædd í neðri deild NOKKRAR umræður urðu við þriðju umræðu frv. ríkisstjórnar innar um ráðstafanir vegna sjáv arútvegsins í gær. Þriðja um- ræða var haldin strax að lok- inni annarri umræðu, em frv. var þar samþykkt ébreytt. Við þriðju umræðu snerust umræður aðallega um togveiðar innan fiskveiðilögsögunnar. Björn Pálsson <F) sagði 1 upp hafi ræðu sinnar, að hann teldi þetta frv. nauðsynlegt, þótt hann á hinn bóginn vildi að aðrar leið ir yrðu farnar til að bæta rekstr- arafkomu sjávarútvegisins. Það þyrfti að bæta rekstursgrund- völl sj'ávarútvegsins þannig, að hann þyrfti enga styrki, því að annars leiddi það til gengislækk unar fyrr eða síðar og menn misstu trú á gjaldmiðlinum með þannig aðgerðum. Ræðumaður sagði að allt of miklir útgjalda- liðir væru á útgerðinni og væru þeir ekki frekar þessari ríkis- stjórn að kenna en öðrum. Taldi Björn síðan upp 24 útgjaldaliði útgerðar. Þá vék hann að togbátaútgerð og sagði, að rétt væri að leyfa togveiðar í landhelgi, enda væri það undir ströngu vísindalegu etfirliti. Og ef togarar gætu ekki veitt nema upp við landsteina, væri rétt að leggja þá niður, þeir ættu að sækja á fjarlægari mið. Togveiðar minni bóta inn- an landhelgi væru lífsspursmál fyrir mörg minni sjáivarþorp á landinum og mörg stærri eins og Vestmannaeyjar lifðú svo að segja á lögbrotum, því að tog- veiðiflotinn í Eyjum væri meira og minna innan landhelgi. Væri nær að setja þannig löggjöf, er menn gætu fylgt án þess að drepast úr hungri, en vera ekki að danglast með lög, er menn fylgdu ekki og væru að auki at- vinnulí'fi víða til stórtjóns. Sverrir Hermannsson (S) ræddi aðaHega um það í sinni ræðu, að nauðsynlegt væri að hagnýta landlhelgina á hagkvæm an hátt og benti í því sambandi á togveiðar innan landhelgi, sem réttmætar væru og nauðsynleg- ar, enda væru þær undir ströngu vísindalegu eftirliti. Vitnaði hann í grein í Þjóðviljanum í þessu samhandi, en í greininni er rætt um togveiðar í landhelgi og mælt mjög sterklega með þeim . Matthías Bjarnason (S) benti á, að það væri minni afli nú hjá togurum en á tímum nýsköpun- ar eða um 40% minni. Væri því fyrst og fremst aflaskortur er torveldaði útgerð togara en ekki fjandskapur ríkisstjórnarinnar, eins og Einar Olgeirsson hafði haldið fram í ræðu. Þá vék ræðu maður að ræðu Sverris Her- mannssonar og sagði, að ummæll hans um hraðtfrystihús og hag þeirra væru óvarleg og fengju ekki staðist, þá harmaði Matthí- as skoðun þingmanns á togveið- um innan landhelgi og sagði, að togveiðar innan landhelgi myndu kippa grund'vellinum undan smábátaútgerð t.d. á Vest fjörðum. Það væri mjög hættu- legt að leyfa hömlulausa tog- veiði innan landhelgi. Þá gagnrýndi hann ýmis at- riði í ræðu Björn Fálssonar og taldi Björn ekki fylgjast með. Hann benti einnig á, að þróun í fiskveiðimálum Austur-'Evrópn bentu til þ ess að við gætum ekki eins leitað til þeirra með sölu á sjárvarafurðum okkar. Guðlaugur Gíslason (S) þakk- aði aukinn skilning Alþingis & nauðsyn þess, að leyfa togveiðar undir vísindalegu eftirliti Innan landhelgi. Benti hann á, að út- vegsmenn í öllum stærstu ver- stöðvum landsins vildu leyfa tog veiðar minni báta innan fisk- veiði lögsögunnar. Björn Pálsson (F) átaldi Matt hías Bjarnason harðlega fyrir að láta deilur sínar á Vestfjörðum koma niður á sér, góðum vini hans og samherja í mörgum mál um. Einnig harmaði Bjöm það, að Matthías skyldi telja sjólfan sig skynsamari en sig og Jón Jónsson fiskifræðing, en þeir væru báðir sammála um að rétt væri að leyfa togveiðar í land- helgi. Auk þess tóku til máls Einar Olgeirsson (K), Jón Skaftason (F) og Hannibal Valdknarsson (K). Að lokinni umræðu var frum- varpið samþykkt og sent ríkis- stjórninni sem lög fró AlþingL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.