Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 67. tbL MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsina Borgarnes er 100 ára 1 dag. Er afmælisins minnzt í greinum á bls. 17 í blaðinu i dag. Fréttir í stuttu máli Vinnufriður í Danmörku Kaupmann.aiiöfn, 21. marz (NTB) TVEGGJA ára vinnufriður er nú tryggður í Danmörku. Hafa fulltrúar vinnuveitenda samtakanna og alþýðusam- bandsins gert nýja samninga um kaup og kjör, sem gilda til febrúarloka 1969. Nýi samningurinn var bor- inn undir atkvæði hjá báðum aðilum, ©g samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Hjá alþýðusambandinu greiddu 323.763 atkvæði með samn- ingnum, en 167.390 á móti. Vinnuveitendur samþykktu samninginn með 457 atkvæð- um gegn 116. 136 lík fundin Sao Paulo, Brasiliu, 21. marz (NTB) FUNDIZT hafa 136 lík í rúst- um sjóbaðstaðarins Caraqua- tatuba, sem er miðja vegu milli Sao Paulo og Rio de Ja- neiro í Brasilíu. Óttazt er að enn liggi um 300 manns í rúst unum. Skýfall og skriður gengu yfir bæinn um helgina, og missti um þriðjungur íbú- anna, sem eru 15 þúsund, SAS-HÓTEL Á ÍSLANDI? Hefur í hyggju að stórauka ferðamanna- strauminn til Fœreyja, Islands og Crœnl. Kaupmannaíhöfn, 21. marz. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins. SAS hefur í hyggju að stór- auka ferðamannastrauminn til Grænlands, íslands og Færeyja. Johannes Nilsen, forstjóri Danmerkurdeildar SAS, og Erik Palsgárd, fram- kvæmdastjóri hótel- og veit- ingahúsadeildar SAS, hafa nýlega verið í Grænlandi til að ræða hótelbyggingu í Nar- sarssuaq við frú Ninu Holm, framkvæmdastjóra Aero Lloyd, en það fyrirtæki hefur nú um nokkurra ára skeið haft með höndum hótelrekst- ur í smáum stíl í Narsarssuaq. Nilsen sagði I viðtali við fréttamenn Mbl., að SAS hefði fullan hug á að bæta úr þessu fyrir sumarvertíðina, og að hægt sé að breyta þremur stórbygg- Nýjar friðartil- lögur U Thants Saigon, 21. marz. NTB. ÁREIÐANLEGAR heimildir í Saigon herma að U Thant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hafi sent stjórnum N- og S-Víetnam nýjar friðartillögur. Hefur Bandarí'kjastjórn einnig verið skýrt frá þessum tillögum. Ekki hefur enn verið opinber- lega skýrt frá efni tillagnanna, en heimildirnar segja að þær séu é mjög breiðum og sveigjanleg- um grundvelli. Stjórn S-Víetnam heifur þegar sent U Thant mjög jákvætt svar, en ekki er vitað um viðbrögð Hanoi-stjórnarinn- •r. —■ ingum, sem Bandaríkjamenn reistu á sínum tima, í hótel og stórauka þannig gistirýmið. — Sagði Nielsen að frú Holm væri þess mjög hvetjandi að sameina ferðamannastrauminn til Græn- lands, íslands og Færeyja. — Þýðir þetta þá að SAS muni einnig reisa hótel á íslandi og Færeyjum? , — Þetta hefur allt komið mjög óvænt og við höfum enn ekki fullgengið frá áætlunum okkar, en ég get óhikað sagt, að SAS mun í æ ríkari mæli beina at- hygli sinni til þessara landa. Svend Horn, umferðarmálaráð herra Danmerkur, sagði í dag, að Faroe Airways hefði enn verið boðin ársframlenging á flugleið- inni milli Kaupmannahafnar og Færeyja og sé því ekki hægt að segja að félaginu hafi verið steypt. Sagði ráðherrann að fjár- hagur félagsins væri nú mjög slæmur og að mikið tap hefði verið á rekstrinum sl. ár. Miklar umræður hafa verið í Færeyjum í dag um stofnun nýs flugfélags, sem eingöngu sé eign Færeyinga. Sjá nánari frétt á baksíðu Morgunblaðsins. — Rytgaard. Orð/ð að lögum: FrumvarpSð um ráðstafanir vegna sgávarútvegsins FRUMVARP ríkisstjórnarinn ar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins var sam- þykkt við þriðju umræðu málsins í neðri deild Alþing- is í gær og er þar með orð- ið að lögum. Samkvæmt því mun ríkis- sjóður greiða 140 milljónir króna til verðuppbóta á fryst an fisk og 100 milljónir tii verðbóta á fiskverð. Eins og kunnugt er, var frumvarpið borið fram m.a. vegna hins mikla verðfalls á frystum fiski erlendis. Vorster og Smith Höfðaborg, 21. marz (NTB) | IAN Smith, forsætisráðherra Rhodesíu, ræddi í dag við John Vorster, forsætisráð- herra Suður-Afríku, í Höfða- borg. Er þetta í fyrsta skipti sem stj órnarleiðtogar ná- grannaríkjanna ræðast við eftir að Rhódesia lýsti ein- hliða yfir sjálfstæði fyrir hálfu öðru ári. Chichester á Atlantshafi: Frækileg sigling í f árviðri fyrir S. Ameríku Punta Arenas, Ohile, 21. marz (AP-NTB) BREZKI sægarpurinn Sir Francis Chichester er nú kom inn austur fyrir syðsta höfða Suður-Ameríku á leið sinni frá Ástralíu til Bretlands. Sir Francis er einn á ferð í segl- bát sínum „Gipsy Moth IV“, og vonast til að komast til Bretlands um 18. maí, eftir 110 daga siglingu frá Sidney. Flugmaður frá brezka út- varpinu B.B.C. flaug yfir bát Chichesters í dag og skýrði svo frá að hann hefði aldrei fyrr augum litið jafn slæmt sjólag. Áður en Ohiöhester hélt frá Ástralíu urðu margir til þess að vara hann við hættunum á siglingaleiðinni suður fyr- ir Ameríku. Er siglingaleiðin talin hættuleg stærri skipum jafnvel þótt veður sé sæmi- legt, enda hefur fjöldi skipa farizt á þessurr. slóðum. Sjálí- ur taldi Ohiohester að líkurn- ar væru 3 á rnóti 1 gegn því að kann kæmist hjálparlaust á leiðarenda. Fyrir brottförina frá Ástra- líu hinn 28. janúar sl. hafði Chichester siglt bát>i sínum þangað alla leið frá Bretlandi, fyrir suðurodda Afríku, og tók sú ferð hann 107 daga. Var þetta erfið ferð, og létt- ist Ohiohester um 50 pund á leiðinni. Reyndur skipstjóri í Sindney taldi það afrek Ohiohesters mjög glæsilegt, en barnaleik hjá því, sem framundan værL Skipstjóri þessi, Alan Villiers, stjórnaði eitt sinn Seglskipum á sigl- ingaleiðinni fyrir Suður- Ameríku, og sagði hann við brottför Ohiohesters: „Þarna er versta og ótrúlegasta sjó- lag, sem ég hef nokkurn tíma lent í — það versta, sem nokk ur getur lent í.“ Chichester var ekki hepp- inn með veðui er hann sigldi suður fyrir Ameríku. Flug- maðurinn Ro'berto Fuenzalida frá Chile flaug yfir „Gipsy Motlh IV“ í nótt, og sagði að þar hafi verið fárviðri. Nú er Ohiehester kominn heilu og höldnu yfir á Atlantsihaf- ið, og stefnir norður á bóg- Inn áleiðis til Falklandseyja. Versti farartálminn er að baki hans, og vonir standa til að hann haidi áætlun og komi til Plymuutih á tilsettum tíma eftir rumlega 46 þúsund kílómetra sigiingu umlhverfis hnöttinn. Sir Franeis Ohiohester er nú 65 ára að aldri, og á sér merka sögu. Hann strauk úr skóla í bernsku og gerðist landbúnaðarverkamaður þrátt fyrir bann föður síns, sem var efnamaður. Seinna flutti hann til Nýja Sjálands, og gerðist hlutihafi í fasteigna- sölu þar 21 árs gamall. Fimm árum seinna, árið 1927, voru Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.