Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 25
WIVjmiUINBL.AtJIÐ, IVlItl VlIVUUAtiUK Z2. MAKZ 1967. 25 Lægri unglingafar- gjöld með flugvélum HINN 1 . apríl n.k. býður Flug- lélag Islands þeim farþegum sín um, sem eru á aldrinum 12 til 22 ára upp á sérstök ungmenna- fargjöld. Ungmennafargjöldin eru 25% lægri en venjuleg far- gjöld á sömu flugleiðum. Illafariðmeð gott land „Illa farið með gott land“ datt mér í hug á síðastliðnu sumri, þegar ég fór úr Meðallandi upp yfir hraun ytri leiðina. Þegar komið var upp fyrir Leiðvöll, átti ég von á að fara á brú yfir Lækjalandsál, sem var áður tals vert vatnsfall. Nú er þar ekkert vatn og engin brú. Síðan héld- um við áfram og upp yfir Skor ur, og hvergi sást vatn, en all- ir vatnsfarvegir tómir og flest- ar grasfitjar svartar af sandi, sem fokið hafði upp úr farveg- inum. Enga sauðkind var að sjá á þessari leið, enda ekki von, þar sem hvergi var vatn að finna og lítill hagi. Hér virðist allt það land, þar sem áður voru góð ir hagar, vera að fara í sand. Er öðruvísi að litast hér um en þeg ar ég og fleiri úr Meðallandi vorum að fara til smalamennsku upp I Skaftúrtungu á haustin og urðum að vaða öll þessi vötn, þó að oft væri mikið vatn í þeim, og þá var líka margt sauðfé á þessum leiðum. Ég hafði líka orð á því við ýmsa Meðallendinga, þegar rætt var um að veita vatninu úr þess um hraunhvíslum, þ.e. Skorum og Kvíalækjum, að landið yrði ekki lengi að verða örfoka, þeg- ar farvegirnir þornuðu og sand- urinn tæki að fjúka úr þeim. Því miður var þetta ekki lengi að koma í ljós — og er það vissu- lega illa farið. Eina trygga ráð- ið er að hleypa vatninu aftur í sína farvegi. Er þá líklegt, að koma megi í veg fyrir frek- ari landspjöll og landið grói aft ur upp smám saman. Um leið myndi vatnsmagnið aftur minnka í Asavatni og myndu fáir harma það. Jón Ormsson Á fargjaldaráðstefnu Alþjóða- sambands flufélaga IATA, í Honolulu s.l. haust komu Evrópu flugfélögin innan samtakanna sér saman um að koma á sér- stökum lágum ungmennafar- gjöldum á flugleiðum innan Evr ópu. Þetta mál var rætt á fund- inum í Honolulu, en var síðan endanlega samþykkt á fram- haldsfundi, sem haldinn var í Róm í nóvember s.l. Samkvæmt hinum nýju regl- um eiga ungmenni sem eru á aldrinum frá 12 árum fram að 22 ára aldri, þegar ferð hefst, kost á 25% afslætti, miðað við venjulegt fargjald í flugleiðinni. Afsláttur þessi gildir allt árið og gildistími farmiða er eitt ár frá því að ferð hefst. Skilyrði er, að keyptur sé tvímiði og hann nýttur báðar leiðir. Þess- ar nýju reglur og lækkuðu far- gjöld auðvelda unglingum mjög ferðalög, en fram að þessu hafa þeir unglingar, sem náð hafa 12 ára aldri, orðið að greiða fullt fargjalcL Tekið skal fram, að þessi nýju fargjöld gilda hjá öllum flug- félögum, sem fljúga áætlunar- flug hingað til lands. STJÓRiN og kjaramálanefnd Hagfræðafélags fslands lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá viðleitni Bandalags háskóla- manna (B.H.M.) að öðlast samn- ingsrétt fyrir hönd háskólamennt aðra manna í opinberri þjón- ustu. Jafnframt skora stjórn og kjaramálanefnd félagsins á hæst virta ríkisstjórn að hlutast til um, að frumvarp um veitingu samningsréttar til B.H.M. verði lagt fyrir Alþingi, á því þingi sem nú situr. (Stjórn og kjaramálanefnd Hagfræðafélags fslands). Opið í kvöld til kl. 1. OG HLJÓMSVEIT SKEMMTA. Hljómsveit Elfars Bergs leikur í ítalska salnum, sön^kona Mjöll Hólm. ^ Skírdag lokað — Föstudagurinn langi lokað. Laugardagur opið til kl. 11,30. — Páskadag lokað. Annan í pasktim, opið til kl. 1. HOTEL JACK & JUDO Hljómsveit Karls Lilliendahl ásamt söng- konunni Hjördísi Geirsdóttur. Borðpantanir í síma 22321. Opið til kl. 1. VERIÐ VELKOMIN. INGÓLFS-CAFÉ CÖMLU DANSARNIR í kvöld kL 9 Hljómsveit JÓHANNESAR EGGERTSSONAR. Söngvari: GRÉTAR GUÐMUNDSSON. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. BUÐIN! VOW! í KVÖLD (MIÐVIKUDAGSKVÖLD) TOXIC TOXIC TOXIC sem sjá um að fjörið haldist frá kl. 9—1. með nýjustu topplögin. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. BREIÐFIRÐINGABÚÐ. Suðurnesjamenn OTfím 'i jren rei Suðurnesjamenn r nAOi/Anitinfí f FÉLAGSBÍÓI í KEFLAVÍK í kvöld, miðvikudag kl. 9. DREGIÐ IJT í KVÖLD 3 stórvinningar f kvöld 25 umferðir 16 daga páskaferð til Mallorca. ■jf Sjálfvirk þvottavél. dregnir út í Glœsilegasta ★ Frystikista 265 1. kvöld. Einstakt bingó ársins ■V» K« !%• ★ Grundig útvarpsfónn. 'A Húsgögn fyrir 15 þús krónur. tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.