Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. 5 Snjór á Selfossi SNJÓR er fullorðnum hvim- leiður. Hann tefur samgöngur og veldur ýmsum usla á lifi samborgaranna, s e m e k k i mega vera að því að doka við f hinu hraða lífi nútímans. Þó eru sumir á meðal okkar, sem gleðjast yfir snjónum og njóta hans tii hins ítrasta. Þegar blaðamaður og ljós- myndari Mbl. voru á ferð um Ölfus og Flóa, ekki alls fyrir löngu, hittu þeir krakkahóp við Ölfusárbrú. Krakkarnir klifruðu upp á riðið á brúnni og hoppuðu síðan niður í stóra og mikla fönn, sem safnazt hafði í hléi Selfossmegin við brúna. Virtust krakkarnir hafa góða skemmtan af þess- um leik og báru hláturssköll- in þess gleggst vitni Um leið og ljósmyndarinn birtist varð og uppi fótur og fit á meðal krakkanna: — Manni taktu mynd af mér,hrópaði lítil hnáta um leið og hún hoppaði og stakkst á kaf í mjúka fönnina, svo að einungis höfuðið stóð upp úr. — Hvað segir lögreglan við þessum leik ykkar? spurðum *■ .................................................................................................................................................................................................................................................■ ■■ '• ■■ • ••'•••........................................................................................................... Taktu mynd af okkur. — Stöllurnar heita frá vinstri: Agn- es, Gunnarsdóttir, Kristin Gísladóttir og Guðrún Marteins- dóttir. við og litum íbyggnir á krakk ana. — Uss, þeir mega ekkert vera að því að skipta sér af okkur, sagði þá stór og stæði- legur strákur heldur borgin- mannlega. — f>eir eru önnum kafnir við að spila póker inni á lög- reglustöð, bætir annar minni við. Hann er miklu fremur líkari snjókarli en Selfyssingi, svo snjóugur er hann eftir leikinn. — Kemur þetta í Moggan- um, segir þá Mtil hnáta og Virðist með eftirvæntingar- glampa í augum. Við jánkum því, en í sama mund setjast þrjár litlar stöll- ur á brúðarriðið og segja: — Taktu mynd af okkur. Ljósmyndarinn lætur ekki segja sér það tvisvar og myndin verður til. Síðan klifra allir krakkarn- ir upp á riðið, einn þeirra segir: 1, 2 og 3 og allir hoppa fyrir ljósmyndarann. f»að er gaman að leika i snjónum og jafnvel þótt hinir fullorðnu séu miður hrifnir af honum, þá rifjast þó alltaf upp skemmtilegar endurminn- ingar úr bernsku, þegar fer að snjóa. Hún stakkst á bólakaf á fönnina. Njátið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum Verið brún - Brennið ekki Coppertone er langvinsælastl sólaráburðurinn í Bandaríkjunum í dag, enda hafði Copperton og Q. T. (Quick Tann- ing) frá Coppertone 77,4% af allri samanlagðri sölu á sólaráburðum þar árið 1966. Fáanlegt af Coppertone vörum eru: Coppertone Lotion, Coppertone Oil, Copperton Oil Spray, Coppertone Shade (fyrir rauðhærða og viðkvæma húð), Coppertone Noskote (til varnar bruna á vörum, nefi, eyrum) og Q. T. (Quick Tanning) frá Coppertone. Útsölustaðir: Herradeild P. & Ó., Gjafa- og sny rtivörubúðin, Ocúlus h.f., Sápuhúsið, Vesturgötu 2, Verzlunin Mirra, Austurstræti 17, Vestur- bæjar Apótek, Holts Apótek, Laugavegs Apótek, Garðs Apótek. Amaró h.f., Akureyri, Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag ísfirðinga, Parísarbúðin, Vest- mannaeyjum, Sauðkróks Apótek, Hafnarbúð, Hafnarfirði, Verzlunin Edda Keflavík, Apótekið Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.