Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 23
M<JKtxUITBL.At»l«, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. 23 Hvað skal hafa í matinn ? Á PÁSKTJM eins og á öðrum hátíðum á íslandi, þykir góður matur, og þá helzt veizlumat- ur, alveg ómissandi. Hér á landi er gert minna að því en víða annars staðar, að íjölskyldan, þ.e.a.s. hjón með börn sín, fari á veitingaihús og neyti þar há- tíðamaitar, og húsmóðirin fái þar með frí frá daglegri matseld. Mun hið 'háa verðlag á veitinga- húsum ráða þar nokkru. Eggj aréttir þeir, sem tíðkast með mörgum nágrannaþjóðunum á páskum, hafa ekki hlotið neinn fastan sess á íslenzkum heimil- um, að því er við bezt vitum. Mun láta nærri, að súkkulaði- páskaeggin séu þáu einu, sem þykja ómissandi hjá okkur. Abætisréttir Ananasábætir: ÍNiðursoðinn ananas er . mjög Ijúffengur eins og hann kemur fyrir úr dósinni, en ennþá betri er hann borinn fram á eftirfar- andi hátt: 8 ananassikífur ca. 100 gr. suðusúkkulaði V\ L rjómi hnetukjarnar Súkkulaðið brsett yfir gufu blandað vatni þannig að það verði eins og þunnt krem. Hnet- wrnar saxaðar. Rjóminn þeyttur og honum sprautað á ananas- skífurnar. I>að sem eftir er af rjómanum er sett saman við súkkulaðið. Þetta er síðan sett í miðjuna á ananasskifunum og hnetunum stráð á. Sitrónusoufflé. 4 egg (aðskilin) eykur safi og börkur af 1 sítrónu y8 tsk. saiit. flórsykur. Eggjarauðurnar þeyttar og BÍtrónusafinn og börkurinn sett í. % bolli af sykri settur smám taman út í. Þeytt vel. Eggja- hvíturnar stífþeyttar og Vi bolli af sykri þeytt vel síiman við. Sett saman við rauðurnar. Sett í ■murt form og bakað síðan í vatnsbaði við vaegan hita í u.þ. b. 40 mínútur. Flórsykri stráð yfir. Vannillusoufflé. 2 matsk. kartöflumjöl 1 bolli köld mjólk 4 eggjarauður sykur Vt tsk. salt 5 eggjahvíitur 1 tsk. vanilludropar flórsykur Kartöflumjölinu blandað sam- «n við mjólkina. Hitað að suðu marki og láfið sjóða í eina mín- útu. Eggjarauðurnar þeyttar með % bolla af sykri og saltinu. Mjólkinni hellt yfir og kælt. Eggjahvíturnar stífþeyttar, V* bolta af sykri bætt í og þeytt mjög vel. Blandað saman við rauðurnar og vanilludroparnir settir út í. Sett í smurt form, sem sykri hefur verið stráð í, og bak- að í vatnsbaði við vægan hita í 30—40 mínútur. Flórsykri stráð yfir. Sveskjuábætir með kremi: 150 gr. sveskjur Vatn og sykur 2 egg 1 msk. sykur safi úr sítrónu 3 blöð matarlím Vz dl. vatn 1 dl. sveskjusafi 2 dl. þeyttur rjómi Sveskjurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt, í vatni með sykrinum og soðnar í því, þar til þær eru vel meyrar. Settar í skál. Matarlímið lagt í bleyti í kait vatn og brætt. Eggin aðskilin. Rauðurnar hrærðar með sykrin- um og hvíturnar þeyttar. Sveskju safinn og sítrónusafinn sebtur úf í matarlímið, þegar það er bráð- ið. Því hrært út í eggjarauðurn- ar. Þegar þetta byrjar að þykkna er hvítunum blandað í. Sett yfir sveskjurnar í skálinni og skreytt með þeyttum rjóma. Bakaður ferskjuábætir: 3 msk. smjör eða smjörlíki 1 bolli sykur 2 egg 1 bolli hveiti Va tsk. salf 1 msk. ger Va tsk. vanilludropar 6 ferskjur í sneiðum Deigið er búið til þannig: smjörlíki er hrært, sykri bætt út í, síðan eggjunum. Hveiti með geri og salti bætt í, hrært aðeins til að blanda það. Ferskjurnar eru settar í botninn á smurðri eldfastri skál, deiginu hellt yfir og bakað í ofni í 1 klst. Þeyttur rjómi borinn með. Bananaábætir: Það kemur fyrir, að við eigum eggjahvítur í ísskápnum, sem við Osta - egg í rjómasósu Osta-egg í rjómasósu: 8 harðsoðin egg 100 gr. rifinn ostur 1 dl. rjómi salt og pipar og rifinn laukur eftir smekk Vt tsk. paprika Eggin skorin að endilöngu. Eggjarauðurnar teknar úr og stappaðar með gafifli og bland að saman við ostinn. Rjóman- um blandað saman við og kryddinu, síðan sett aftur í hvíturnar. Rjómasósan: 3 matsk. smjör 4 matsk. hveiti , Vt L mjólk IVa dl. rjómi salit og pipar rasp Sósan bökuð upp og sett í eldfast mót. Fylltu eggin sett í sósuna og raspi stráð á. Bak- I að í meðalheitum ofni þar til það verður gyllt. Papriku stráð á. er ábætisréttur, sem auðvelt er að búa til og nota þá eggjahvít- urnar: 3 eggjahvítur 50 gr. makrónur 2 matsk. rúsínur 8 litlir bananar svolítið romm (nota má annað vín í staðinn) 2 matsk. sykur Makrónurnar brotnar og sett- ar í eldfast mót, helmingnum af rúsínunum stráð á, þar næst sett- ir bananar, síðast rúsínur. Eggja- hvíturnar stífþeyttar með sykr- inum og settar, ofan á bananana. Söxuðum möndlum stráð yfir og fatið sett inn í heitan ofn (helzt bara yfirhita) í ca. 20 mín. Þessi ábætisréttur er borinn fram volg ur. Kjötréttir Kótelettur í ofni: 6 svínakótelettur 2 stórir laukar 1 kg. kartöflur vatn, súpu'teningar, salt, pipar, dálítið „salvia" Kóteletturnar eru brúnaðar, einnig laukurinn. Kariöflurnar afhýddar hráar og skornar í sneiðar. Kartöflur og laukur SÚPA Minestrone-súpa: 2 laukar Vi meðalstórt hvítkálshöfuð 2 gulrætur 3 matsk. smjörlíki 1 ds. tómatpuré 1% 1. sjóðandi vatn með ten- ingum söxuð steinselja Laukurinn saxaður smátt og hvítkálið. Gulræturnar rifnar á rifjárni (grófu) og allt lótið krauma í smjörinu dálitla stund. Tómatpuré sett út í, síðan salt og pipar og sjóðandi vatnið (með teningunum). Dok sett yfir og súpan soðin í 10—12 mínútur. Steinseljunni stráð yfir, og gott er að setja einnig rifinn ost. lagt tfl. skiptis i eldfast mót, kryddinu stráð yfir og kjötið sett efst. Vatni hellt á súputening og síðan hellt yfir kjötið. Lok sett yfir fatið. Bakað í ofni í 45 mín. Kótelettur og hvítkál: 12 lambakótelettur 1 laukur saxaðuæ 1 bolli tómatsafi (úr dós) V\ bolli borðedik 2 rnatsk. soya-sósa 1 matsk. sykur 1 Vz tsk. salt V\ tsk. pipar 5 bollar niðursoðið hvítkál Kóteletturnar brúnaðar í potti eða á pönnu, síðan er öðru því, er fara á í réttinn (að hvítkálinu undanskildu) hrært saman, sett yfir kjötið og suðan látin koma vel upp. Þetta er síðan látið smá- sjóða við vægan hita í dálitla stund, hvítkálið látið út í síðustu 15 mínúturnar. Lok þarf að vera á pottinum eða pönnunni. Papriku-r jóma-schnitzel: 4 sneiðar bacon, smátt skornar 750 gr. kálfakjöt í sneiðum 4 matsk. saxaður laukur salt 1 tsk. paprika 1 bolli súr rjómi Vz bolli tómatsósa Bacon, kjötsneiðar og laukur steikt. Papriku og salti stráð yf- ir. Rjóma og tómatsósu hellt yfir, lok sett á pönnuna og síðan er kjötið soðið í ca. Vt tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.