Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome »lveg mi5ur sín út af þvi. Og hrædd, Fyrr hafði hún nú verið hrædd, en þó aldrei eins dauðskelfd og hún var nú. Af því að nú fyndist henni allt vera glatað. Allt glatað .... síð- asti möguleiki Brads var fyrir bí......hún vissi það .... hún vissi það alveg upp á Ihár...... Ég hristi hana og hún greip andann á lofti, og reif svo upp lafið á skyrtunni minni og þurrk aði nefið á sér á því og reyndi svo að stilla sig. — Gaf Miles þér ekkert í skyn, að hverju hann hefði leomizt? — Nei, ekkert. Hann sagði mér ekki annað en það, að hann mundi tala við Brad sjálfan. Haiui mundi kalla Brad til sín. — Hvenær? — Fljótlega, sagði hann. Þegar rétta stundin væri komin. Viltu nú ekki fara og bíða bara, sagði hann. Hann skyldi hringja til Brads og setja honum mót. Og ég hef alltaf verið að hhista eftir símahringingu. Hann hefur ekki hringt enn, þessi sjálfum- glaði bölvaði kvalari! Vill auð- vitað gera úr þessu hátíðasýn- irvgu, þessi andskotans merkileg- heitapésL Honum er sama þó hann geri fólk vitlaust meðan það bíður eftir honum ....... Hún leit snöggt upp. — Hana nú! Þarna hringir síminn. Það hlýtur að vera Miles að hringja til Brads. 29. kafli. Laugardagskvöld, kl. 10.15. Hárbeittur smelluhnífurinn stakk hvað eftir annað og skar svo. Einlhverntíma fyrr á þessu mílnalanga segulbandi sagði ég, að vandræðin, sem við vorum í gætu ekki versnað. Þé vissi ég ekki, hversu mjög mér skjátlað- ist eða hversu vont ástandið gæti orðið. í kvöld — fyrir tæpri klukku- stund — féll þriðja fórnardýrið fyrir morðingjahendi. Ennþá vita ekki aðrir um þetta en við Brad. Ég á við, að af öll- um gestahópnum, sem hér er saman kominn, vitum við einir um það. Við steinþegjum uim það, þó ekki væri nema til þess að mega halda lifi. Ef srvo illa tækist til, að saga Brads breidd ist út, myndi það gefa sækjand- anum banvænt vopn í hendurnar gegn honum og mitt vopn yrði algjörlega máttlaust á móti því. Þessi skýrsla er ekki ætluð eyrum nema eins manns — verj- .*.*.• • • • • • • .*.*.• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • 1 I • • • ; .*.*.* WL Cotolyn Somody. 20 óro, m Uá Bondorikjunum segin ||j ,>egor fílípenjor þjóðu mig. M r#yndf ég morgvíjleg efnl. || Efnungis Qeorasil hjólpoði Íj rounverulega * . JKHKmF' ' ' 'í Nr. 1 I USA þvt það «r raunhcf hjólp — Cl.arasil „sveltir” fílípensana Þelta viiindolega somsetta efn! getur hjólpoð yður ó sama hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga i Banda- rikjunum og viðar - Þvf það er raunverulega óhrifamikid... Hörundslitað: Cf.ara.il hylur bólurnar á meðan það vinnur á þaint. Þor sem Oearosil er hörundslitoð leynast fílípensarnir — jomtímls þvf. sem Clearasil þurrkar þá upp með þvi oð fjarlægja húðfituna, sem nærir þó — sem sagt .sveltir” þá. 1. F.r inni húðina ö 2. D.yðir gerlana .3. „Sv.ltir“ filíp.nsana anda Brads, ef hann þá fær hann nokkurn. Kerry hafði lokið þessari æsi- legu sögu sinni um þessa nýju vitneskju, sem Miles Kendall hafði í höndum. Hann hafði ekk ert sagt henni, nema það, að á einhverjum ónefndum en „við- eigandi" tíma mundi hann leggja hana fyrir Brad. Hún hafði beð- ið milli vonar og ótta og loksins hafði síminn hiingt. — Þarna hringir .... >að hlýtur að vera Miles að hringja til Brads. Kerry toom mér á óvart. Hún þaut ekki másandi til Brads. Hann var tæpur á taugunum, og það vissi 'hún. Hann var með fullt hús af gestum og það var ekki rétti tíminn til að koma með óhemjulegar spurningar. Hann mundi betur geta snúizt við Miles ef 'hann gerði það ró- legur. Hún lokaði því augunum og las st/utta bæn í 'hljóði, og sagði bara og það óvenju skyn- samlega: — Við þurfum víst að fara að hafa fataskipti fyrir borð haldið, Steve. Við höfðum því fataskipti og fórum niður aftur til þess að njóta þess, sem víst átti að kalla áhyggjulaust tovöld. U U Um það bil helmingur þeirra, sem boðnir voru, höfðu komið og nú var Brad á ferð og flugi meðal þeirra, en stanzaði sem snöggvast hjá mér og sagði: Miles vill fá mig til sín í skrif- stofuna klukkan hálftíu stund- víslega. Hann yppti öxtlum og bætti við‘ — Ekki veit ég, hvað hann getur viljað mér — og svo fór hann aftur að sinna gestun- um. Rétt eftir borðhaldið, þegar ég fór að setja plötur á plötuspilar- ann, ®á ég, að Brad var horfinn. Ég var svo heppinn að Kerry var að hverfa inn í snyrtiher- bergið ásamt tveimur konum „fuglavinanna", sem voru þarna gestkomar.di. Ég gekk út í gegn um eldlhúsið og kom nógu snemma til að sjá Brad við stýrið á bílnum, að aka út um hliðið. Ég horði á eftir ihonum þangað til 'hann var horf- inn út á þjóðveginn. Ég kveikti mér í vindli og reykti 'hann upp — vildi ógjarna fara að elta Brad, en var hins- vegar ekki nógu þolinmóður til að bíða eftir að hann kæmi aftur til að frétta um erindislokin, eða þetta hvernig Miles ætlaði að leika sér að honum eins og kött- ur að mús. En ég gat heyrt sög- una fyrr með því að ná í hann í Crossgate Ég ók bílnum mínum aftur á bak út og bjóst hálít í hvoru ”við, að Kerry stykki upp í hann þá og þegar — og svo elti ég Brad, fram'hjá lögreglumönn- unum, sem voru á verði við hlið- ið. Við Ferjuihornið, sem var uppá halds stefnumótastaður ungl- inga, vár aðeins einn bíll, en i honium voru bveir lögreglumenn. Svona getur morð orðið til þess að rugla fyrir ástarfari á laug- ardagstovöldi, hugsaði ég. Ég för mér hægt og horfði é gamla naustið við ána. Þar var allt dimmt og Zella Daly sat sýnilega róleg og örugg heima hjá sér. Örugg undir lögregluvernd! Nei, nei, mamma — litli bróöir er þægur. Við lánuoum homun nýja brauðhnífinn upp í rúm til sín. Aftur á móti var Crossgate öll uppljómuð og á ferð og flugi. í Lindarkránni var milkið að gera, því að óvenju margir helargest- ir höfðu komið frá New York og Fhiladelphia. Skenkiborðin voru þéttskiuð, kvikmyndahúsin voru full, og bændur og konur þeirra fylltu allar búðir. Borgin var með frídagssvip. Spámenn og kaup- menn höfðu góða atvinnu — svo var þessu margfalda morði fyrir að bakka. Ég vissi, að Miles hafði skrif- stofu sína í framherbergi á neðstu 'hæð í húsinu sínu í Hirð- stræti. Ég ók fram hj'á því og leitaði mér að bílstæði. En með gangstéttinni var óslitin bílaröð. Brad hafði verið heppnari, því að ég toom auga á bílinn hans fyr ir miðri næstu húsasamistæðu. Eftir nokkurt hringsól, fann ég stæði, sem var að losna og lagði bílnum þar. Milli gömlu gangstéttarinnar og húsagarðsins er skíðgarður fyrir _ framan Kendallhúsið gamla. Ég gekk að hliðinu og ætl aði að bíða Brads þar. En þegar ég átti enn eftir tuttugu skref þangað, sá ég mann koma út og ganga í öfuga átt við mig og flýta sér. — Hæ, Brad! kallaðii ég, en þó ekki ofhátt. Brad? Maðurinn hvorki dfokaði við né leit um öxl. Hann laut bara 'höfði og herti gönguna. Það var dimmt undir trjánum, sem eru meðtfram götunni, og ég fór að halda, að mér 'hefði skjátlazt um manninn. Ég hallaði mér upp að hliðinu hjá Kendall og bjóst við að nú (kæmi Brad út naast. Múruð einkabraut liggur upp að dyrunum þar sem skrifstofa Miles er. Miles fæddist í þessu húsi, en nú eru foreldrar hans bæði dáin og hann býr þarna enn. Hann hefur aldrei farið að Fjölbreyttur matseðill Tríó NAUSTS leikur Helga Sígurþórsdéttlr syngur Opið til kl. 1.00 Borðpantanir í síma 17759 LOTION ir • ^ COPPERTONE í REGNI í SÓL Verðið briín í fyrstu skííaferíinni — lllntið QlflCK TAIN frá Coppertone Quick Tanning frá COPPERTONE hefur ca. 90—95% af allri sölunni í U.S.A. á quiek tanning efnum í U.S.A. Quick Tanning frá COPPERTON E hefur alls staðar orðið metsöluhaíi, þar sem það hefur fengizt. Quick Tanning frá COPPERTONE gerir yður brún á 3—6 tímum. INNI eða ÚTI f aól eða snjó. Sé það notað úti í sól eða snjó, gerir það yður tvöfalt brún. Quick Tanning verndar gegn sólbruna og gerir yður eðlilega brún alveg eins og venjuleg COPPERTONE sólarolía eða sólkrem. Q. T. inniheldur enga liti eða gerviefni, sem gerir húð yðar rákótta eða upplitaða. Quick Tanning frá COPPERTONE inniheldur nærandi og mýkjandi efni fyrir húðina. Quick Tanning frá COPPERTONE fæst í öllum þeim útsölustöðum, sem selja hina venjulegu sólar- olíu og sóJkrem frá COPPERTONE. Q. T, er framleitt af COPPERTONE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.