Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 5
MORGXJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
5
■ ■
SéS yfir hinn nýja afgreið lusai Útvegsbankans. Ól. K. Magnússon tók myndirnar í miðjum
afgreiðslutíma fyrsta daginn, sem opnað var.
w
Utvegsbankinn tekur
nýjan sal í notkun
„ÞAÐ ER ekkert launungarmál, ■
að sparif járeign bankans og
aukning hennar er grundvöllur
undir allri annarri starfsemi
bankans, og þvi þótti okkur rétt,
að veglegasti afgreiðslusalurinn
yrði valinn til þeirrar starfsemi,
bæði til að gera starfsskilyrði
starfsfólki betri og ekki sizt til
að bæta alla þjónustu við við-
skiptavini sparisjóðsdeildar".,
sagði Jóhannes Elíasson banka-
stjóri við blaðamenn, þegar
bankastjórn Útvegsbankans kall !
aði á blaðamenn í tilefni þess,
að s.l. þriðjudagsmorgun var tek
inn í notkun endurbyggður af-
greiðslusalur fyrir sparisjóðs-
deildina á 1. hæð bankahússins
með inngangi bæði frá Lækjar-
’ torgi og Austurstræti. Er hér
um að ræða gamla bankann, þar
sem Islandsbanki hóf starfsemi
sína i, en ofan á þá gömlu og
traustu byggingu voru byggðar
4 hæðir, eins og kunnugt er.
„Það er okkar álit“, sagði Jó-
hannes Elíasson, „að vel hafi
tekizt að sameina gamla og nýja
í bankahúsi Útvegsbankans, en
það eru mörg ár síðan ákveð-
ið var að byggja við gamla bank
húsið. Orkaði það nokkuð tví-
mælis, hvort gamla húsið skyldi
rifið og annað nýtt byggð frá
grunni, en eftir að Bolli Thor-
oddsen hafði gert burðarþolsút-
reikninga á gamla húsinu, var
ákveðið að byggja ofan á gamla
; húsið. tslandsbanki flutti í hús-
ið árið 1906.
Á fyrstu hæð hússins verða 3
afgreiðslusalir, þessi endurbyggð
ur fyrir sparisjóðs- og hlaupa-
reikningsdeild, svo nýr salur,
sem byggður var út í portið, og
fara þar fram gjaldeyrisvið-
skipti og aígreiðsla erlendra ávís
ana, og svo í þeim þriðja, þar
sem sparisjóðsdeildin var áður
til húsa, og nú er verið að færa
£ nútímahorf, fara fram víxla-
viðskipti. Mun sá salur verða tek
inn í notkun um mánaðamótin
maí-júní í ár. Þar með verður
endurbyggingu og nýbyggingu
bankans lokið, nema að rishæð-
in verður látin bíða í bili til
að mæta hugsanlegri útþenslu
bankastarfseminnar.
Arkitektar byggingarinnar
voru Eiríkur Einarsson og Hörð-
ur Bjarnason í samvinnu við Jón
Karlsson. Yfirsmiður var Guð-
jón Guðmundsson, rafvirkja-
meistari Ólafur Jensen, málara-
meistari, ÓJafur Jónsson, marm-
aralögn annaðist Sigurður Helga
son, dúklögn Ólafur Ólafsson,
hitalögn Guðjón Júlíusson, en
um loftræstingu sá Blikksmiðj-
an Vogur.
Adólf Björnsson og Gunnlaug
ur Björnsson sáu um bygging-
arframkvæmdir í umboði banka
stjórnar. Gengu nú blaðamenn
um bygg'inguna í fylgd með
bankastjórunum Jóhanni Elias-
syni og Jónasi G. Rafnar og
Finnboga Rút Valdemarssyni, og
einnig voru með í þeirri skoð-
unarferð Adólf Björnsson og
Gunnlaugur Björnsson.
Nýi salurinn, endurbyggði er
allur hinn glæsilegasti, og Sig-
urður Sigurðsson deildarstjóri
Sparisjóðsdeildar sagði okl.ur,
að öll afgreiðsla gengi mun bet
ur, og yrði það til þæginda fyr-
ir viðskiptavini, sem ekki þyrftu
lengur að bíða lengi eftir af-
greiðslu. Þá væru starfsskilyrði
starfsfólks mun betri, og þó vant
aði ennþá nokkur borð, sem
auka myndu á þægindin.
Voru forráðamenn bankaiM «•
vonum mjög ánægðir með hia>
ar íiýju framkvæmdir.
Ólafs^irðingar
sýna ,,r*1í:nn
og konu“
Ólafsfirði, 28. marz. ..
ANNAN pasRadag frumsýncH
leikfélagið hér sjónleikinn Mann
og konu eftir Jón Thoroddsen
og var leiknum mjög vel tekiS
af áhorfendum. Leikstjóri er
Kristján Jónsson.
Séra Sigvalda leikur Stefán
Ólafsson, Staðar-Gunnu leikur
Ásta Axelsdóttir og Hallvarður
Hallsson var leikinn af Svein-
birni Axelssyni.
Leikmynd gerði Magnús Páls-
son og var hún fengin frá Fá-
skrúðsfirði.
Þetta var 50. sýning Leiksfélag*
Ólafsfjarðar, en félagið var stufn
að 1961. Að lokinni sýningu hélt
bæjarstjórinn ræðu og þakkaði
leikfélaginu fyrir það menning-
arstarf, sem það hefur innt af
hendi í bæjarfélaginu. Formað-
ur félagsins þakkaði ræðu bæj-
arstjóra. — Jakob.
Til leigu
Óinnréttaður kjallari stærð um 80 ferm. á góðum
stað í bænum, til leigu. Tilboð merkt: „Góð geymsla
2406“ sendist afgr. blaðsins.
Iljónakiúubur CarðMbrepps
Dansleikur næstkomandi laugardag. Aðgöngumið-
ar pantaðir í sima 50008 föstudag kl. 4—7 síðd.
Stjórnin.
Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum
Verið brún - Brennið ekki
•'•:.-••••••'•••
'VV:ý<ý/\v
.
■
■
Coppertone er langvinsælasti sólarábu rðurinn í Bandaríkjunum í dag, enda hafði Copperton og Q. T. (Quick Tann-
ing) frá Coppertone 77,4% af allri samanlagðri sölu á sólaráburðum þar árið 1966.
Fáanlegt af Coppertone vörum eru: Coppertone Lotion, Coppertone Oil, Copperton Oil Spray, Coppertone Shade
(fyrir rauðhærða og viðkvæma húð), Coppertone Noskote (til varnar bruna á vörum, nefi, eyrum) og Q. T. (Quick
Tanning) frá Coppertone.
Útsölustaðir: Herradeild P. & Ó., Gjafa- og snyrtivörubúðin, Ocúlus h.f., Sápuhúsið, Vesturgötu 2, Verzlunin Mirra, Austurstræti 17, Vestur-
bæjar Apótek, Holts Apótek, Laugavegs Apótek, Garðs Apótek.
Amaró h.f., Akureyri, Kaupfélag Árnesinga, K aupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag ísfirðinga, Parísarbúðin, Vest-
mannaeyjum, Sauðkróks Apótek, Hafnarbúð, Hafnarfirði, Verzlunin Edda Keflavík, Apótekið Eskifirði.