Morgunblaðið - 30.03.1967, Side 10
; ío
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
Frá hádegisverðarboði Sambands ísl. sveitarf. Fyrir borðsenda sitja Magnús. E. Guðjónsson,
Gunnlaugur Pétursson, Hjálmar Ólafsson, Páll Líndal, Jónas Haralz og Geir Hallgrímsson.
Ráðstefna um framkvæmdaáætl-
anir sveitarfélaga hófst í gær
— Kaldin að tilhlutan Sambands ísl. sveitarfélaga
RÁÐSXEFNA Sambands ísl.
sveitarfélaga um áætlanagerð
sveitarfélaga hófst í gærmorg-
un með erindi Jónasar Haralz
forstjóra Efnahagsstofnunarinn-
ar. Ráðstefnan er haldin í sam-
vinnu við Efnahagsstofnunina
til að kynna sveitarstjórnum
BRIDGE
NÝLEGA er lokið sveitakeppni
Reykjavíkurmótiins og urðu 2
srveitir efstar og jafnar að stig-
um, þ.e. sveitir Halls Símonar-
sonar og Jóns Ásbjörnssonar.
Munu sveitir þessar heyja 80
spila keppni um Reykjavíkur-
meistaratitilinn.
Röð sveitanna varð þessi:
1-2 s. Halls Símonarsonar 34 stig
1-2 s. Jóns Ásbjörnss. 34 —
3-4 s. Ásmundar Pálsson. 31 —
3-4 s. Hilmars Guðm. 31 —
5 s. Stemþórs Ásgeirss 13 —
6 s. Ingibjarga; Halld. 13 —
7 s. Ólafs Þorsteinssonar 9 —
8 s. Eggrúnar Arnórsd. 3 —
1 1 flokki urðu eftirtaldar sveit
ir efstar:
1. s. Dagbjarts Grímss. 36 sttg
2. s. Benedikt Jóhannss. 34 —
3. s. Aðalsteins Snæbj. 32 —
4 s. Jón Stefánssonar 22 —
Tvær neðstu sveitirnar í
meistararflokki flytjast niður í
L fL og 2 efstu sveitirnar í 1.
»pila i meistaraflokki næsta ár.
Á vegum Tafl- og Bridge-
klúbbsins og Bridgesambands ís-
lands hefur að undanförnu stað-
ið yfir bridgenámskeið. Nám-
skeið þetta hefur farið fram að
Tjarnargötu 26 og verið vel sótt,
en þátttakendur hafa verið milli
60 og 70. Þá'tttakendurnir munu
taka þátt í keppni, sem fram fer
f læknahúsinu að Egilsgötu 3 og
hefst 6. apríl n.k.
Ein umferð er eftir í sveita-
keppni Tafl- og Bridgeklúbbs-
ins og er staðan þessi:
A-riðill:
1. sveit Jóns Magnússonar 47 st.
2. sveit Ingólfs Ðöðvarss. 36 st.
3. sveit Ingólfs Ólafssonar 28 st.
B-riðiII:
1. sveit Zóphaníasar Benedikts.
44 st.
2. sveit Jónis Ásbjörnss. 44 st.
3. sveit Eddu Svavarsd. 28 st.
Næst verður spilað hjá Tafl-
og Bridgeklúbbnum fimmtudag-
inn 30. marz.
gagn og hag af áætlanagerð.
Sækja ráðstefnuna fulltrúar frá
flestöllum stærri sveitarfélög-
um. Ráðstefnunni líkur á föstu-
dag.
Páll Líndal varaformaður
Samb. ísl. sveitarfélaga tjáði
blaðinu að þetta væri fjórða
ráðstefnan er Sambandið geng-
ist fyrir til fræðslu fyrir aðild-
arfélög sín.
Hefði verið leitað til Efnahags
stofnunarinnar um samvinnu við
undirhúning ráðstefnunnar og
hefðu allir framsögumenn á
ráðstefnunni starfað meira eða
minna að undirbúningi fram-
kvæmdaáætlana ríkisins.
Slíkar framkvæandaáætlianflr
og hér um ræddi væru ekki
öllum sveitarfélögum að gagni,
aðeins þeim stærri og hefði ver-
ið bent á það í tilkynningu um
ráðstefnuna. Þó væru þátttak-
endur nokkuð fleiri en gert var
ráð fyrir eða um 35 til 40.
Páll sagði, að Reykjavík og
Kópavogur hefðu þegar gert
framkvæmdaáætlanir en Akra-
nes, ísafjörður, Sauðárkrókur og
Akureyri hefðu hafið undirhún-
ing að gerð slíkra áætlana. Sagði
Páll, að áætlanagerð væri mik-
ils virði fyrir sveitarfélögin,
enda gæf hún mjög góða yfir-
sýn yfir það, er gera þyrfti í
framkvæmdum sveitarfélaga.
Vonaðist hann til, að ráðstefn-
an yrði til að herða á áætlana-
gerð sveitarfélaganna og hvetti
þau til að taka slíkar gerðir
upp, enda yrði þá um að ræða
skynsamlegri hagnýtingu fjár-
magnsins að ræða. Benti Páll í
því sambandi á, að meira fé
væri varið til fjárfestingar hér-
lendis en víða erlendis, en minna
yrði úr því, en eðlilegt gæti tal-
izt.
Eins og fyrr segir flutti Jónas
Haralz erindi í morgun og fjall-
aði það um „Markmið ríkis og
sveitarfélaga og gildi fram-
kvæmdaáætlana til samræming-
ar á þeim“. Að loknu erindi
svaraði Jónas fyrirspurnum.
Þá bauð stjóra sambandsins
til miðdegisverðar að Hótel Borg.
Síðan fluttu erindi Sigfinnur
Sigurðsson, hagfræðingur, um
„Framkvæmdaáætlanir til langs
tíma og samband þeirra við ár-
legar fjárhagsáætlanir", Jón Sig
urðsson, hagsýslustjóri, um „Und
irbúning að ákvörðunum um
opinberar farmkvæmdir“ ag
Guðmundur Ágústsson, hagfræð
ingur, um „Framkvæmdaáætlun
Kópavogs". Svöruðu ræðumenn
fyrirspurnum að loknum erind-
um.
í dag flytja erindi og svara
fyrirspurnum Pétur Eiríksson,
hagfræðingur, um Áætlanir um
tekju- og lánsfjáröflun sveitar-
félaga og Bjarni Einarsson, bæj-
arstjóri, um „Landshlutaáætlan-
ir sem umgerð um áætlanir
sveitarfélaga".
Á morgun mun Torfi Ásgeirs-
son skrifstofustjóri flytja erindi
um „Fræðsluáætlanir“ og svara
fyrirspurnum. Þá mun bprgar-
stjóri bjóða þátttakendum til
hiádegisverðar. Ráðstefnunni
líkur með almennum umræðu-
fundi þátttakenda og framsögu-
manna með stjórn sambands um
viðfangsefni ráðstefnunnar.
Ráðstefnan er haldin í Tjarn-
arbúð.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÞAÐ vekur mig ævinlega til umhugsunar, þegar mér
kemur í hug, að Kristur sagði ríka, unga manninum
að selja allar eigur sínar og skipta þeim meðal fá-
tækra og koma síðan og fylgja sér. Gildir þetta um
alla? Mér þætti vænt um að fá að vita þetta, því að
svo vUl til, að ég á talsvert af eignum.
EF EIGNIR yðar hindra yður í að fylgja Kristi, gæti
það orðið nauðsynilegt fyrir yður að „yfirgefa allt og
fylgja honum“. Að minnsta kosti hlýtur það að vera
nauðsynlegt fyrir yður að endurskoða afstöðu yðar til
veraldlegra verðmæta. Það er greinilegt, að ríki ungl-
ingurinn hafði hugann svo bundinn við auðæfi sín,
að honum var ókleift að láta Krist og ríki hans sitja
fyrir öllu öðru. Þess vegna sagði Kristur honum að
selja „allar eigur sínar og skipta þeim meðal fátækra“.
Þar sem hann er sá eini af þeim, sem Jesús kallaði til
fylgdar við sig, sem hann sagði þetta við, verðum við
að álíta, að hann hafi leyft auðæfum sínum að standa
í vegi fyrir því að gerast heilshugar lærisveinn. Allt
bendir til þess, að þetta sé rétt, því að hann gat ekki,
þegar hann horfðist í augu við þessa ákvörðun, yfir-
gefið auðæfi sín, og þess vegna gat hann ekki fylgt
Kristi, heldur fór burt „mjög hryggur“. Réttlæti
Krists, kærleikur hans og kröfur eru öllu öðru ofar,
krefjast forréttar. Ef nokkuð kemst upp á milli yðar
og hans, hvað svo sem það er, þá verður þetta „nokk-
uð“ að víkja og komast á sinn rétta og eiginlega stað.
Sumir hinna guðhræddu kristinna manna, sem ég
þekki, eru vel efnum búnir. En fjármálasjónairmið
þeirra hafa lægri sess hjá þeim en Kristur og ríki
hans. í raun og veru hugsa þeir um f jármuni sína sem
tæki til þjónustu, og á þann hátt má segja, að þeir hafi
selt „allar eigur sínar“ og fylgi Kristi.
Gísli Magnússon
Stefán Edelstein
Róbert A. Ottósson
Reformation-sinfónía Mendels-
sohns frumflutt hér
13. tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar j kvöld
13. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á þessu starfsári
verffa haldnir í Háskólabíói
fimmtudaginn 30. marz. Fluttur
verffur konsert fyrir tvö píanó
og hljómsveit í Es-dúr K. 365
eftir Mozart. Er þetta í fyrsta
sinn, sem konsert þessi er fluttur
hérlendis. Einleikarar eru Stefán
Edelstein og Gisli Magnússon.
Stjórnandi Róbert A. Ottósson.
Þá verffur einnig frumflutt hér
á landi 5. sinfónian eftir Mend-
elssohn, „Reformation sinfónian",
effa „Siffbótarsinfónían".
Stefán Edelstein, skólastjóri
Barnamúsíkskólans, leikur nú í
fyrsta sinn með Sinfóníuihljóm-
sveitinnL en hann hefur áður
látið til sín heyra sem einleikari
í útvarpi. Gísli Magnússon leikur
nú aftur einleik á tónleikum eftir
þriggja ára hlé, en síðast lék
hann píanókonsert eftir Haydn.
í tilefni af 450 ára afmæli sið-
bótarinnar verður Siðbótarsinfón
ía Mendelssohns nú flutt hér. Er
lokaþáttur þeirrar sinfóníu reist-
ur á sálmalaginu við „Vor Guð
er bórg á bjargi traust“.
Lokaverk tónleikanna verður
Chavonne eftir Pál ísólfsson.
Samdi hann það verk upphaf-
lega fyrir orgel, og er það nú
flutt í fyrsta sinn í hljómsveitar-
búningL
Asfraliumenn
vilja kaupa
Queen Mary
MELBGURNE, 29. marz, AP. —
Hópur ástralskra fésýslumanna
á nú í samningum viff Cunard-
línuna um kaup á einu stærsta
farþegaskipi heims, Queen Mary.
Talsmenn fésýslumannanna segja
aff þeir hafi í hyggju aff nota
skipiff til flutninga á brezkum
innflytjendum til Ástralíu og
einnig til hnattferffa meff ástr-
alska farþega.
Talið er að kaupverð skipsins
muni nema 8 millj. sterings-
punda. 1 verðinu yrði innifaldar
árs endurbætur á skipinu, en vél
ar þess eru í fullkomnu ástandi,
að því er talsmennirnir sögðu.
Queen Mary hefur nú siglt um
heimshöfin í 15 ár.