Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
ÞEIR VAKA YFIR ORYGGI ÞINU
JflfNT fl HflTÍDUH SEM VIRKUM DÖGUM
Umferðarlögreglan stöðvaði bíla á leið út úr bænum yfir páskana og ráðlagði þeim að snúa
aftur vegna ófærðar.
ÞAÐ er páskadagur. Þú sit-
ur í uppáhalds stólnum þín-
um inni í stofu, reykir upp-
áhalds pípuna þina og lest í
góðri bók. Steikarilminn legg
ur frá eldhúsinu og þú hugs-
ar með þér að líklega sé bezt
að fara að taka upp rauðvins
flöskuna. Börnin eru að leika
sér á gólfinu og gæta þess
að hafa ekki hátt, til þess að
trufla ekki pabba á frídegin-
um. Úti fyrir er ofsaveður, og
það sést ekki í næsta hús
fyrir snjófokinu. En það skipt
ir þig ekki nokkru máli, i
þinni hlýju, notalegu stofu.
I annarri stofu, í öðru húsi,
sem stendur við Reykjanes-
braut spretta menn á fætur
og þjóta út í óveðrið þegar
hátalari glymur og tilkynnir
eldsvoða. I húsi við Snorra-
braut spretta menn á fætur
og þjóta út þegar bílslys er
tilkynnt.
í veðurbörðum Landrover
á Hellisheiði tekur þreyttur,
kaldur maður upp talstöð og
sendir tilkynningu frá Vega-
þjónustu FÍB, til Slysavarna-
félagsins um að tíu bílar séu
fastir þar. 1 gráu húsi á Gufu
nesi situr enn einn maður
við talstöð, tekur við tilkynn-
ingunni og kemur henni til
réttra aðila. Þetta eru menn-
irnir sem vaka þegar aðrir
sofa, sem vinna þegar aðrir
halda jól eða páska. Og við
litum inn til þeirra í gær.
Þnrfa að biðja um frí þegar
börnin eru fermd.
Slys, eldsvoðar og göbb,
þetta eru, ef svo má að orði
komast, jólagjafir og páska-
egg slökkviliðsmanna.
Sveinn Ólafsson og Tryggvi
Ólafsson eru meðal þeirra
Magnús Valdimarsson,
framkvæmdastjóri FÍB.
sem áttu vakt þesa síðast-
liðnu páska. Og þeir eru eft-
ir atvikum ánægðir, því að
óvenju lítið var að gera um
hátíðina. — Við erum ellefu
á vakt hverju sinni, segir
Sveinn, tíu hérna og einn í
gömlu stöðinni niður frá. En
um stórhátíðar, jól, nýár og
þess háttar eru yfirleitt fjölg
að um fjóra a.m.k. Nei, við
verðum ekki varir við neina
óánægju yfir að þurfa að
vinna um hátíðar. Auðvitað
vildu menn frekar vera
heima hjá ástvinum sínum,
en þetta er nokkuð sem verð-
ur að vera, vaktirnar verða
alltaf að ganga fyrir. Ég get
nefnt þér sem dæmi að mín
vakt veit þegar hvaða daga
hún fær á næstu jólum, og
ég get nú varla sagt að við
höfum verið yfir okkur glað-
ir. Við eigum dagvakt á að-
fangadag, dagvakt á jóladag,
dagvakt á nýársdag og dag-
vakt á annan i nýári Auk
þess eigum við aukavakt á
aðfangadagskvöld.
— Nei, það kom sem betur
fer ekkert sérstakt fyrir um
þessa síðustu hátíð. Nokkrir
smábrunar, eitt gabb, og svo
sjúkraflutningar. Sá erfiðasti
var í skíðaskála ÍR. Þar hafði
drengur fótbrotnað og færð-
in uppeftir var fremur slæm.
Við höfum sérstaka bifreið í
svona ferðalög, hún er með
drifi á öllum hjólum. Fram
og til baka voru þeir um það
bil fjóra tíma. En þetta eru
þaulvanir og góðir ökumenn
svo að allt gekk vel. — Já,
það er töluvert um svona slys
í skíðaskálunum um helgar,
og um páskahelgina bregzt
það aldrei að við þurfum að
brjótast eitthvað út fyrir borg
ina.
Jú, slökkvistarfið er ákaf-
lega bindandi. Það er ekki
hægt að tala mn nein frí
nema sumarfrí Við getum
aldrei fengið að bregða okk-
ur frá til að snúast eitthvað
smávegis, það gæti komið út-
kall á meðan. Við myndum
heldur ekki kæra okkur um
það, þótt það væri leyft. Við
skulum segja að þú berir
ábyrgð á einhverjum sérstök
um bíl, dælubíl, stigabíl eða
sjúkrabíl. Þú kærir þig ekki
um að hafa það á samvizk-
unni að fjarvera þín myndi
kannske kosta nokkrar dýr-
mætar mínútur. Svo eru vakt
irnar svc/ óreglulegar að við
getum ekki tekið þátt í neinu
selskapslífi, spilaklúbbum eða
öðru slíku, vaktirnar ganga
fyrir öllu. Við verðum meira
að segja stundum að fá sér-
stök frí til að láta ferma eða
skíra. I slíkum tilfellum kem
ur alltaf einhver félaginn til
hjálpar.
Jafnvel þegar þeir eiga frí-
vakt geta slökviliðsmenn ekki
verið „óhultir" á heimilum
þeirra er bjalla sem getur
glumið hvenær sem er sólar-
hringsins og kallað þá til
aukastarfa. Þau aukastörf
lesandi góður gætu jafnvel
orðið til að bjarga húsi eða
þinni fjölskyldu.
Við talstöðina 24 tima á sólar
hring.
Þegar minnzt er á loft-
skeytastöðina I Gufunesi,
hýrnar yfir þeim sem ferð-
ast um landsbyggðina að stað
aldri, og þeir eiga ekki nógu
sterk orð til að lýsa hrifningu
sinni og þakklæti fyrir þau
störf sem þar eru unnin. Þar
sitja menn við talstöðvar 24
tíma á sólarhring og afgreiða
endalausan straum af skila-
boðum og hjálparbeiðnum
sem berast að úr lofti, af
láði eða legi.
Gufunes, er ein og flestir
vita, fjarskiptamiðstöð. Hún
annast flugþjónustu, skipa-
þjónustu og svo viðskipti við
bifreiðar sem kunna að vera
dreifðar víðs vegar um land-
ið. Unnið hefur verið að um-
fangsmiklum umbótum á fjar
skiptaútbúnaði fyrir viðskipti
við flugvélar og skip, og nú
er röðin komin að endurbót-
um á fjarstýrisútbúnaði fyrir
bílviðskipti sem lengi vel
voru rekin sem eins konar til
raunastarfsemi. Bjarni Gísla-
son, stöðvarstjóri í Gufunesi
segir okkur að einn maður sé
á „bílvakt" allan sólarhring-
inn og hafi ærið nóg að starfa
Um páska og aðrar hátíðar
þegar fólk flykkist út úr bæn
um, aukast annirnar um allan
helming og því venjulega sett
ur annar maður til aðstoðar.
Það munu vera um 400 bílar
á fslandi sem hafa talstöðv-
ar svo það liggur í augum
uppi að eitthvað gengur á þeg
ar þeir eru flestallir á ferð-
inni í einu. Og það eru ekki
bara bílstjórarnir sem njóta
góðs af þessari þjónustu. Um
helgar hringir jafnan fjöldi
fólks til að spyrja frétta af
einhverjum ferðahóp. Og það
var sérstaklega mikið um
þetta nú um páskana, þar
sem veður var svo slæmt að
flestir ferðamannahópar lentu
í einhverjum hrakningum.
— Stöðvar bílanna eru ekki
nægilega sterkar til þess að
við getum náð sambandi við
þá hvar á landinu sem er,
segir Hákon Bjarnason, varð-
stjóri. En þetta er eins og
ein stór fjölskylda og allir
eru hjálpsamir. Skilaboðin
eru látin ganga bíl frá bíl út
um landið þar til þau komast
á ákvörðunarstað. Við getum
nefnt tvö dæmi um þjónustu
stöðvarinnar í Gufunesi, nú
um páskana. FÍB bifreið á
Hellisheiði kallaði hana upp
og sagði að fjöldi bifreiða
sem í voru m.a. konur og
börn, væri fastur þar í snjó-
sköflum. Gufunes kom skila-
boðunum til Slysavarnafélags
ins og fólkinu var bjargað.
Þýzkur maður fannst stór-
slasaður skammt frá Skafta-
felli í Öræfum. ann var bor-
inn heim að bænum. Þar var
simasambandslaust, en þar
var staddur Guðmundur Jón-
asson með nokkra af lang-
ferðabílum sínum. Hann hef-
ur að sjálfsögðu talstöð og
kallaði Gufunes strax upp.
Gufunes sendi svo skilaboðin
áfram til réttra aðila og
nokkru síðar var sjúkraflug-
Framhald á bls. 21.
Lögreglumennirnir sem stöðvuðu bifreiðar og sneru þeim aftur til bæjarins. F.V. Reynlr
Sveinsson, Steinþór Nygaard, Tómas Hjaltason og Snjólfur Pálmason.
Slökkviliðsmennirnir Sveinn Ólafsson og Ágúst Ólafsson.