Morgunblaðið - 30.03.1967, Qupperneq 13
TÍÖRGÍÍNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
13
BIFREIÐAR OG BIFREIÐAiÆKN!
Nú þegar daginn er tekið
að lengja og vorið nálgast
fcemur að venju líf og hreyf-
ing í tvennt, sem viðvíkur
bílum. Það er bílasala og öku
kennsla. Bílasíðunni þótti
ekki úr vegi að bregða sér
á kreik og hitta að máli
nokkra aðila, sem hafa áður-
nefnt að starfi og fá hjá þeim
upplýsingar, sem gætu orðið
almenningi að gagni.
Laganemi við ökukennslu
Við flettum Mbl. og rák-
umst á auglýsingu frá Guð-
mundi Karli Jónssyni, sem
auglýsti ökukennslu á Volks-
wagen, hringdum í hann og
báðum um stutt rabb. Hann
tók því vel og bauð okkur
að heimsækja sig. Guðmund
ur stundar nám við lagadeild
Háskólans og er þetta auka-
starf hjá honum, en hugmynd
ina fékk hann er hann vann
í Bifreiðaeftirlitinu sl. sum-
ar sem prófdómari.
Guðmundur segir okkur að
mikil hreyfing sé nú komin í
ökukennslu, enda vilji fólk
fremur læra á bíl þegar dag
inn fer að lengja en í svart-
asta skammdeginu. Aðspurð-
ur um hvernig fólk, sem lær
ir að aka bíl yfir bjartasta
tímann í góðri færð bregði
við þegar snjóa tekur á haust
in og hálkan tekur við, seg-
Frú Unnur Björnsdóttir og Þórir Hersveinsson. Það styttist i prófið.
sjálfa.
Standist nemandi það próf
hefur hann öðlast réttindi til
að aka bifreið.
Jon Friðsteinsson i Bilakaup og viðskiptavinur.
ir Guðmundur að það sé yfir-
leitt búið að fá það mikla
reynslu í akstri að það bregð
ist rétt og með varkárni við
hálkunni.
— Hvernig fer ökukennsla
fram?
— Sá sem ætlar að læra á
bíl byrjar á því að leita til
ökukennara. Þegar að fyrsta
tímanum kemur byrjar kenn
ari að skýra út íyrir nemand
anum helztu atriði viðvíkj-
andi bifreiðinni og hvernig
eigi að aka henni. Flestir
þekkja þessi atriði, sérstak-
lega unga fólkið, sem ef til
vill hefur ekið einhverju far
artæki áður t.d. dráttarvél
eða jeppa í sveitinni. Nú síð-
an tekur við sjálf kennslan,
þ.e.a.s. akstur hér um borg-
ina og jafnframt fræðsla um
umferðarreglur, hin ýmsu um
ferðármerki og annað í því
sambandi. í upphafi kennslu
fær ökukennari nemenda bæk
ur, sem hann þarf að lesa
fyrir próf, er tekið er í bif-
reiðaeftirlitinu, áður en í verk
lega prófið er farið. í þessum
bókum er að finna allar upp-
lýsingar um umferðarlög, um
ferðarreglur og reglugerðir
bifreiðaeftirlitsins. Til þess að
standast prófið þarf nemandi
að svara 26 af 30 spurníng-
um hárrétt.
Standist nemandi fræðilega
prófið tekur það verklega
við, en það er akstur, spurn-
ingar um vélina og bifreiðina
— Hvað tekur að jafnaði
marga tíma fyrir viðvaning
að læra á bíl?
— Það er auðvitað mjög
misjafnt og margt sem þar
ræður. Unga fólkið er yfir-
leit fljótara og öruggara að
ná valdi yfir bifreiðinni, enda
hefur það í mörgum tilfell-
um tekið í ökutæki, eins og
ég sagði áðan. En ég myndi
segja að 10—15 tímar væru
lágmark og allt upp í 50 tíma
eftir aldri.
Hræðilegt að spyrja
Á horni Laufásvegar og
Bragagötu er næsta öruggt að
flestir þeir, sem tekið hafa
ökupróf í Reykjavík á síðari
áratugum, hafa æft sig í að
bakka. A þessu horni hittum
við Þóri Hersveinsson lög-
regluþjón og kennara, þar
sem hann er að segja nem-
anda sínum, frú Unni Björns-
dóttur, til. Við fáum leyfi til
að setjast uppí hjá þeim
augnablik og ræða stuttlega
við þau.
Við snúum okkur fyrst að
frúnni og spyrjum hana hvað
hún hafi tekið marga tíma.
— Þetta er 16. tíminn
minn.
4-r Hvernig fannst yður að
byrja að aka hér í allri um
ferðinni?
— Það var alveg hræðilegt
í fyrsta tímanum, en eftir sem
maður ekur meira vex sjálfs
traustið og áður en varir
finnst manni þetta ofur auð-
velt
— Mynduð þér treysta yð
ur í prófið í dag?
Nú lítur Unnur á kennar-
ann og hann svarar því til
að það sé farið að styttast
í það.
Þórir segir okkur að helztu
erfiðleikarnir við að kenrta á
bíl yfir veturínn sé að þá sé
ekki gott að kenna akreina
akstur því að akreinar sjá-
ist yfirleitt ekki. Hann er
einnig sammála Guðmundi
um að auðveldara sé að kenna
ungu fólki, það hafi yfirleitt
ekið áður, „þó að það sé auð-
vitað ekki löglegt".
Aðspurður um hvort hann
telji menn þurfa sér tilsögn
þegar hægri handar akstur-
inn taki gildi segist Þórir
ekki telja að svo verði al-
mennt, en . eflaust verði það
allmargir, sem leiti til öku-
kennara eftir aðstoð til að
átta sig á hlutunum fyrst í
stað.
— Hvað álítur þú að fólk
þurfi marga tíma fyrir öku-
prófið?
— Það er nú æði misjafnt,
en algengast er þetta frá 17—
20 tímar.
Eftirspum meiri en framboð
Á sl. ári var metinnflutn-
ingur á bifreiðum til íslands,
er fluttar voru inn milli 7 og
8 þúsund bifreiðir. Á bílasölu
Guðmundar hittum við þá
feðga Guðmund J. Guðmunds
son og Baldur Guðmundsson
og spyrjum þá hvort þessi
mikli innflutningur hafi ekki
haft áhrif á bílasölu.
Guðmundur verður fyrir
svörum og segjir framboðið
ekki vera meira og eftirspurn-
in meiri en þeir geti fullnægt
á sumum tegundum.
— Um hvað gerðir er mest
spurt?
— Volkswagen er án efa
vinsælastur Því veldur aðal-
lega lítil breyting á bílunum
ár frá ári, mjög góð vara-
hlutaþjónusta og lipurð bíls-
ins og mjög hátt endursölu-
verð. Annars má segja að all
ir evrópsku smábílarnir séu
mjög vinsælir og góðir sölu-
bílar.
— Er ekki vertíðin að
byrja hjá bílasölum þessa dag
ana. Jú, segir Baldur hún
byrjar venjulega í marz eða
apríl, en fer mikið eftir veð-
urfari og aðstæðum. Það má
segja nær untantekningarlítið
að ef snjór er og kalt er I
veðri þá dettur salan mikið
niður.
—• í hverju er starf ykkar
fólgið?
— Starf okkkar er í því
fólgið að leiða saman kaup-
anda og seljanda og leiðbeina
báðum aðilum án þess að hafa
sérstök áhrif á þá. Þegar mað
ur kemur til okkar og vill
kaupa bíl þá byrjum við á
því að kanna greiðslugetu
hans og leiðbeina honum síð-
an í samræmi við hana. Einn
ig leggjum við áherzlu á það
ef um lán er að ræða í sam
bandi við kaupin, að kaup-
andi lofi ekki meiru en hann
getur staðið við, enda hefur
verið um undantekningu að
ræða ef greiðsla hefur brugð
ist. Þá verða báðir aðilar að
vera myndugir eða hafá um
boð frá forráðamönnum.
— Tökum sem dæmi að
maður komi til ykkar til að
kaupa sinn fyrsta bíl, hvaða
ráð mynduð þið gefa hon-
um?
— Við spyrjum manninn
fyrst hvort hann hafi ein-
hverja þekkingu á bílum. Ef
svo er ekki ráðleggjum við
honum að hafa samband við
fagmann oð láta hann athuga
bílinn.
— Er ekki mannþekking
mikilvæg í þessu starfi?
— Það má nú nærri geta
segir Guðmundur og hlær við.
Ég er nú búinn að fást við
bílasölu í 13 ár og þeir eru
ekki fáir viðskiptavinirnir,
sem ég hef haft á þeim tíma.
Það tekur ekki orðið lang-
an tíma að sjá nokkurn veg-
inn hvernig maður er að inn
ræti.
— Kaupið þið bíla stjálf-
ir?
— Nei, það gerum við
aldreL Hinsvegar höfum við
söluumboð fyrir Trabant, 6-
dýrasta bílinn á markaðinum,
og það máttu gjarnan láta
fara.
Eingöngu þjónusta
f Bilakaup, Skúlagötu 55
hittum við Jón Friðsteinsson
sölumann þar sem hann er að
sýna viðskiptavini glæsilegan
Willys Wagon, sem hann segi-
ir okkur að eigi að kosta upp
undir 300 þús kr., enda sé
hér um bíl í sérflokki að
ræða.
Hann segir okkur að hjá
þeim sé mest spurt um Volks
wagen og allar gerðir jeppa,
svo og smábíla almennt.
— Hvað er það helzt sem
menn athuga og legja áherzlu
Framhald á bls. 20.
Feðgarnir Guðmundur Guðmundsson og Baldur Guðmundsson. Bátslíkanið á veggnum
er af tólfæring, sem Guðmundur réri á í æsku.