Morgunblaðið - 30.03.1967, Síða 17
MORStJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ lftOT.
M-
Búnaðarskóli byrjaði á Hólum 1882
sumarið þegar ekkert sumar kom"
//
ÞAÐ var nokkuð önnur mynd
sem við blasti, er ekið var inn
Hjaltadalinn nú á þorranum
en í sumar, þegar landsmót
hestamanna var þar og dalurinn
íullur af lífi, hestum og fól'ki.
Nú hvíldi kyrrð og heiðríkja yf-
ir staðnum, því yfir öliLu lá snjó-
breiða, sem mildaði formin, að-
eins grámaði í hamrabeltin í
fjöllunum, þar sem skafið hafði.
Heima á Hólastað var þó mik-
il önn þennan laugardagsmorg-
un í skólahúsinu. Síðustu
kennslutímar vikunnar í fullum
gangi hjá báðum deildum bænda
skólans, sem er fullsetinn 34 nem
Fyrri grein
endum. Við heilsuðum upp á
Hauk Jörundsson, skólastjóra, lit
um inn í kennslustofurnar til
bændaefnanna, en trufluðum svo
ekki kennsluna meir, heldur sett
umst inn til Hólmjárns J. Hólm-
járns kennara, sem er manna
fróðastur um staðinn, enda er
hann uppalinn þar sjálfur. son-
ur fyrsta skólastjóra bændaskól-
ans Jósefs J. Björnssonar, bú-
fræðingur þaðan á sínum tíma
og kennari þar í mörg ár. Og
Hólmjárn hefur sínar sjálfstæðu
skoðanir á fornum hlutum og
nýjum.
— Allt vitleysa sem um land-
námið er sagt í Landnámu, segir
hann. Og þar með hafði samtal-
ið byrjað á upphafinu, fyrstu
byggð á þessum slóðum og staðn-
um. — Hjaltadalur er einn af
þessum mörgu dölum, sem
íiggja inn í fjallgarðinn milli
Skagafjarðar og Eyjafjarðar.
Þessir dalir hafa til orðið á ís-
öld. Þeir éru sérkennilegir, því
fjöllin eru geysihá og brött, lag-
skipt klettafjöll og lítið ísnúin
austan megin, svo sem Hóla-
byrða.
— Af hverju heitir það annars
Hólabyrða?
— ÞafS er kistan uppi á fjall-
inu, birgðakistan. Þarna eru líka
fleiri nöfn, sem eru merkileg.
Raftahlíð heitir hlíðin hér inn
með. Hún hefur verið skógi vax-
in. Fleira bendir til þess. Árið
1912 fundu strákar héðan t.d. gul
víðihríslur í grjóturð, sem er
framhlaup úr fjallinu. neðan við
Gvendarskál. Þeir gróðursettu
hríslurnar og girtu utan um þær
og nú eru þær tveggja mann-
hæða háar. Þama hafa verið
hríslur, sem féð gekk í. Við vor-
um annars að tala um Landnámu.
Þar segir að Hjalti Þórðarson
skálps, hafi komið til fslands og
numið Hjaltadal að ráði Kol-
beins og búið að Hofi. Þetta er
ekki rétt. Þeir leyfa sér að láta
fjóra menn fara og nema sama
landið, auk hans, Sléttu-Björn.
öndótt og Kolbein Sigmunds-
son. Hjalti bjó at Hofi, stendur
þar. En þetta getur ekki verið
rétt. Maður sem kemur hér,
nemur ekki land á Hofi. Hann
kemur frá Noregi og vill sjá út
á sjóinn. Hér er miklu betra bæj
arstæði. En hann er trúaður
maður og reisir sér hof. Það hef-
ur hann ekki við bæinn, heldur
framfrá. Það er ekki óalgengt
og almennt viðurkennt að ýms-
ir landnámsmenn byggðu hofin
fjær bænum, eins og t.d. Ingólf-
ur Arnarson, og gæti ég nefnt
mörg dæimi. Það er fyrst afkom-
andi Hjalta, sem býr á Hofi. í
Melabók stendur líka berum orð
um að hann hafi búið á Hólum.
Um 1050 er sagt í Kirkjusögu
að hér búi Oxi Hjaltason og
reisti hann stærstu kirkju, sem
hér var byggð. Þá var öldin orð-
in önnur en þegar langafi hans,
Hjalti landnámsmaður, kom.
Kirkjan þurfti ekki að vera langt
frá bænum. Það hefur ruglað
Sturlu Þórðarson, að þegar hann
segir frá Hjaltasonum, þá kallar
hann þá Hofverja. Hann heldur
að þeir hafi búið á Hofi. Þegar
erfið mikla er haldið yfir Hjalta
með 1200 manna veizlu, þá er
það eðlilega haldið á Hofi. Hann
var heyrgður á Hofi, á helgum
stað og þar fór erfið fram.
Ætt háns hefur verið mjög
trúhneigð, sem sést á afkomend-
um hans. Þegar enginn vildi
standa upp af sinni jörð í því
skyni norðanlands, þá gaf 111-
ugi Bjarnason eign sína Hóla
fyrir biskupssetur og skóla árið
1106. Gaf hana sér til sáluihjálp-
ar. Og fyrsti prestur, sem gerð-
ur er biskup, er Jón Ögmunds-
son. Þá strax er sett samtímis
upp biskupssetur og skóli á Hól-
um og er svo til 1800. Þá verð-
ur það úr að Hólaj? eru seldir
og allar stóljarðirnar. Skóla-
meistari var hér Páll Hjálms-
son og konrektor var Gísli Jóns-
son. Þeir kaupa jörðina fljótlega.
Þeir eru ekki efnaðir menn, en
til að standa undir þessu rifu
þeir beztu byggingarnar árið
1810 og seldu viðina. >á fór hin
fræga Auðunarstofa, sem var frá
því snemma á 14. öld, bezt búin
stofa á landinu, og talið að þar
hafi fyrsti steinofn verið byggð-
ur. Þeir voru svo hér til 1814.
Þá var búið að rífa margar merk
ar byggingar. Bogi frá Hrappsey
keypti jörðina um 1820 og átti
hana í nokkur ár. Þá tekur við
búi presturinn Benedikt Jónsson,
sem síðan ánafnaði sonarsyni
sínum og nafna jörðina. Eftir
það verður úr að komið er upp
bændaskóla á Hólum. Á sýslu-
fundi árið 1881 bar Gunnlaugur
Briem fram tillögu um að sýsl-
an kaupi Hóla og setji þar upp
búnaðarskóla. en Gunnlaugur,
sonur Eggerts Briem sýslumanns
á Reynistað, var sá sem mest
beitti sér í þessu máli. Það verð-
i.i.iyiiiiiinii'in'iDgi/ll
-
m. ■
x f - > - S$l
* ••• ‘ x.
' <»$' **’ ......... .........
Séð heim að Hólum
að vetrarlagi.
ur úr að Skagfirðingar einir
kaupa Hólastað fyrir 13.500 kr.
Skagfirðingar eiga hrós
fyrir það
— Skagfirðingar skrifuðu
Eyfirðingum, Þingeyingum
svo
og
& & *
5 >&<
H. J. Hólmjárn,
kennari að Hólum.
Húnvetningum og báðu þá um
að koma á fund og ræða málið,
hieldur Hólmjárn áfram. Hún-
vetningar einir komu. Þeir
gengu inn í kaupin og ákveðið
var að reistur yrði búnaðarskóli
á Hólum. Skagfirðingar komu
aftur á móti Húnvetningum um
að reisa kvennaskólann á Ytri
Ey. Skólinn byrjaði svo 14. maí
1882, og hefur verið rekinn óslit-
ið síðan. Er aldrei hægt að hrósa
Skagfirðingum nóg fyrir þessa
...........
Hólasveinar — og meyjar — ternja.
~>. v •><..> >» A > >
framgöngu. Sýslurnar tvær,
Húnavatnssýsla og Skagafjarðar-
sýsla, ráku skólann á Hólum til
1887. Þá komu Eyfirðingar og
Þingeyingar inn í, en þeir fyrr-
nefndu höfðu áður styrkt skól-
ann með 500 kr.
— Og faðir þinn, Jósef J.
Björnsson, var fyrsti skólastjór-
inn?
— Já, pabbi hafði verið í
Noregi við búnaðarnám og einn-
ig í Danmörku hjá Heiðafélag-
inu. Hann byrjaði um vorið
1882, en Hólaskóli hófst með
tveggja vetra námi, kennsla
verkleg og bókleg, en itemend-
ur unnu um sumarið fyrir vetr-
ardvölinni, jafnframt því sem þá
átti að vera verkleg kennsla.
Aðstaðan var ekkert glæsileg
fyrsta árið. Sumarið var kallað
,.sumarið þegar ekkert sumar
kam“. Bóndi nokkur, sem hélt
dagbók, skrifaði þetta: „Þetta
sumar var það mesta hörmung-
arsumar, sem elztu menn mundu.
>á lá hafís fyrir Norðurlandi
fram á ’höfuðdag, 29. september.
Var ótíð fram úr öllu hófL Það
sumar fékk ég ekki nema 78
hesta af útheyi. Það sumar gekk
líka mislingaveiki, svo allt hjálp-
aðist til að eyðileggja menn“. Og
14. maí, þegar skólinn byrjaðL
gengu ísbirnir á land. Þeir sáust
á gangi fyrir sunnan Bárðardal
og fóru út og niður að fljóti, að
því er þessi sami maður skrifar.
Þennan dag komu fyrstu
skólapiltarnir hingað, 8 talsins,
meðal þeirra Guðmundur Guð-
mundsson á Þúfnavöllum og
Hermann Jónasson, sem seinna
varð skólastjórL Þá var eina
húsið gamli torfbærinn. Þar
bjuggu allir og þar fór kennsla
líka fram. Voru það raunar að-
eins tvær stofur og svefnloft
yfir, en notazt var við það fyrstu
9—10 árin. Fyrsta stanf föður
míns var að fá sér þrjá færa
hesta undir reiðing og hann og
Guðmundur á Þúfnavöllum fóru
með þá gangandi norður Hjalta-
dalsheiði til Akureyrar, til að
sækja lífsbjörg handa þessu
fólki, sem hingað var komið. í
júlímánuði bárust svo misling-
arnir. Þá dó kona pabba og son-
ur þeirra á öðru ári. Pabbi sagði,
að það sumar hefði aldrei séð sól
allan ágústmánuð út. Oft þurfti
að fara heim af engjum, því svo
mikið krap var, að ekki var
hægt að slá fram úr. Engu heyi
var náð fyrr en 20, september.
Harðindin voru slík að af öllu
Hólatúni og engjunum fengust
ekki nema 375 hestar með öll-
um þessum mannskap. f upphafi
var fjárhagur skólans mjög
þröngur. Nauðsynlegt var að
byggja upp, en sýslurnar tvær
höfðu ekki fjármagn til þess.
Árið 1888 segir pabbi svo upp
skólastjórastarfinu og bendir á
Hermann Jónasson sem eftir-
marm sinn. Þá komu hinar sýsl-
urnar tvær með, Eyjafjarðar-
sýsla og Þingeyjarsýsla, og hægt
að fara að gera það sem þurftL
að byggja upp. Stórt og voldugt
timburhús var keypt og flutt
hingað og var það fullkiáirað
árið 1892. Þetta hús brann svo
síðar.
Allir aðdrættir á hestum
— Manst þú sjálfur eftir þess-
um árum á Hólum?
— Ekki fyrri skólastjóraárum
pabba. Bftir það flutti hann að
Bjarnastöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi og bjó þar. En árið 1896
tók hann aftur við skólanum og
ég man vel eftir því. Þá var ég
fimm ára gamall. Þetta var þá
enn tveggja ára skóli. Einn
kennari var þar auk pabba, sem
einnig hafði búið, en kennara-
starfið var illa borgað, svo ekki
gekk vel að halda þeirn.
— Á þessum árum var enginn
vegur í Skagafirði, sem hægt var
að aka eftir kerru. Því urðu all-
ir að- og fráflutningar að fara
fram á áburðarhestum og allt var
farið ríðandi. Þegar pabbi kom
aftur að skólanum, fékk hann
sérstakan mann til að sjá um
hestana og alla flutninga til og
frá staðnum. Þetta var Guð-
mundur Guðmundsson, faðir
Áma G. Eylands. Ég fór að vera
með honurn 7 ára gamall, stóð
undir böggunum og var með 1
ferðum. Guðmundur vandi hest-
ana svo vel, að hann rak þá
beizlislausa í strollu. Þeir röð-
uðu sér í lestina. Ullarlestirnar
voru t.d. 12—15 hestar og var
farið með ullina í Hofsós, 26
km leið. Þar var tekið af þeim
og svo farið að taka út og láta
upp á aftur. Hestarnir röltu af
stað jafnóðum sem iþeir fengu
baggana. Heim af túninu var
líka allt flutt á klökkum. Búið
var að handslétta nokkuð mik-
ið, en kringum hvern sléttan hó4
var þúfnakargi. Sléttuðu spild-
urnar voru á að gizka 6 m á
breidd og 50 á lengd og allt hand
unnið, rist ofan af, plægt ef hægt
var, herfað og keyrt til með
skóflu og stundum sett steinhol-
ræsi milli sléttanna. Þegar pabbi
fór árið 1902, var Hólatúnið um
30 ha og talið stærsta tún á
landinu.
— Árið 1902 yfirtekur Norð-
uramtið skólann af sýslunum. >á
var öllu breytt. Nú var kennt 6
mánuði í tvo vetur og engin
námsskylda eða próf. Þá tekur
Sigurður Sigurðsson við skóla-
stjórn, en pabbi verður kenn-
ari og flytur að Vatnsleysu, jörð
Framhald á bls. 18.