Morgunblaðið - 30.03.1967, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
I Kjörgarði
Nýkomin ullerefni í kjóla og dragtir.
Svört og hvít efni í stúdínudragtir.
Kjörgarður
vefnaðarvörudeild.
5 herbergja íbúð
Til sölu er 5 herb. endaíbúð á 2. hæð í
nýlegu sambýlishúsi við Álfheima. Tvö-
falt gler, teppalögð, hagkvæmt verð og
greiðsluskilmálar.
Skipa- og fasteignasalan
Sjúkrasokkar
Getum boðið yður mjög gott úrval af
sjúkrasokkum af eftirtöldum tegundum:
Dr. Scholls vitality lycra, kr. 429.—, Gold-
en lady, litur bronze kr. 205.— Yales sup-
erflex, kr. 385.— Opal, litur kork kr. 379.—
Domus Medica, Egilsgötu 3.
- HOLAR
PVamhald af bls. 17.
sem móðir mín átti. En hann
hélt áfram að vera kennari á
Hólum til 1934. Sigurður var
skólastjóri í 18 ár og gerðist síð-
an forstjóri Búnaðarfélags ís-
lands. Þá tók við Páll Zophonias-
son og gegndi skólastjórastarfi
frá 1920 til 1928. Steingrímur
Steinþórsson tók við af honum
til 1935, síðan Kristján Karls-
son til 1960, Gunanr Bjarnason
í 1 ár, Árni Pétursson settur í
eitt ár og Haukur Jörundsson hef
ur stýrt skólanum síðan 1963.
Mest um vert að meta
skepnurnar
— Þú ert sem sagt alinn upp
hér á Hólum og hefur svo komið
aftur seinna á sefinni sem kenn-
ari. Hvaða greinar kennir þú,
Hólmjárn?
— Ég hef kennt búfjárræktar-
fræði, og í upphafi einnig jarð-
fræði og jarðræktunarfræði. En
nú er ég farinn að létta af mér
kennslunni. Námið_ er bæði verk-
legt og bóklegt. Ég legg mesta
rækt við að kenna mönnum að
meta skepnurnar. Ég vil ekki
að nemendur mínir fari fram
hjá skepnu, án þess að sjá hvern
ig hún er. Ef þeir ætla að kaupa
kú, er ekki nóg að þeir sjái að
hún hefur 4 lappir og haus. Þeir
verða að sjá hvernig skepna
þetta er, hvort hún hefur bygg-
ingu til að mjólka, standi rétt og
vel á fótunum o.s.frv. Sama
máli gegnir um hesta og kindur,
þarna kemur mikið við sögu arf-
gengisfræði. Þetta fer eftir viss-
um lögmálum. Við höfum 130
klst. í búfjárdómum. Sama hátt
hafði ég um jarðræktarfræðina,
meðan ég kenndi hana.
— Annað sem við leggjum á-
herzlu á við nemendur hér í skól
anum, er að gengið sé veL um
húsið verið á hreinum inniskóm,
ekki reykt og ekki haft vín um
hönd. Það er menningarlegt at-
riði að kenna fólki að ganga
hreinlega um, bera virðingu fyr-
ir umhverfinu og þar af leiðandi
fyrir sjálfu sér. Sá maður, sem
ekki ber virðingu fyrir sjálfum
sér og vill stuðla að því að bæta
umhverfið, hann þarf umbóta
við. Og við hjálpum nemendum
TIL FERMINGAGJAFA
FYRIR TELPUNA!
FYRIR DRENGINN
SAUMABORÐ
SNYRTIBORÐ
KOMMÓÐUR
SVEFNBEKKIR
SKRIFBORD
STÓLAR
HANSAHILLUR
O. FL. O. FL.
ALDREl MEIRA ÚRVAL
SKEIFAN Kjörgarði
Símar 18580 og 16975
til þess eftir beztu getu, sagði
Hólmjárn er við gengum með
honum um húsið, litum inn í
vistarverur nemenda, sem þeir
hirða sjálfir. Það mátti vissulega
sjá að fyrirhöfn kennara og
skólastjóra á þessu sviði ber
árangur. Svo snyrtilegt sem allt
var þar og nemendum til sóma.
Hólafélag eflir Hóla kirkjulega
og menningarlega
Sr. Björn Björnsson, sóknar-
prestur á Hólum kennir einnig
í skólanum, íslenzku og dönsku.
Hann hefur þjónað prestakallinu
í 27 ár, en var fyrstu 12 árin á
Vatnsleysu og á Sauð'árkróki í
eitt ár, meðan prestsihúsið var
byggt árið 1953 — Hér hafði
ekki verið prestsetux síðan rr.
Benedikt Vigfússon var hér, fað
ir Jóns Benediktssonar, segir sr.
Björn, er við tókum hann ta'.i.
En Jón pessi rar tengdasonar
Þóru Gunnarsdóttur. er Jónas
Hallgrímsson orti um, sem frægt
er orðið. Þóra er jarðsett hér
um 1870 að mig minnir. Moð
Þóru flutti hingað stúlka. sem
kölluð var Sigga Tóta. Hana
jarðsetti ég hér árið 1949. Sigga
Tóta mundi vel eftir Þóru.
— Hér er gott að vera, segir
sr. Björn Sambúð kirkju og
skóla er prýðileg. Þetta er
kirkjulega sögufrægur staður.
Hér hefur staðið kirkja síðar,
1050, er Oxi Hjaltason reisti þá
fyrstu, og hafa pær allar staðið
á sama stað. Sú sem nú er, það
er sú sjöunda röðinni. Dóm-
kirkjurnar eru fimm, þá fyrstu
byggði Jón Ögmundsson helgi
árið 1106 Hann stofnsetti elzta
skóla á Hólum, en það var laMnu
skóli. Þegar biskupar hættu að
vera hér. lagðist skóli niður og
búnaðarskóli kom svo ekki fyrr
en 1882.
— Já, þessi kirkja sem nú
stendur, var vígð 20. nóvember
1763 af Gísla Magnússyni
biskupi, segir sr. Björn. Hún er
hlaðin úr rauðum sandstemi,
sem tekinr, var úr Hólabyrðunni.
Þýzkur maður byggði hana og
var hún í 6 ár í smíðum. Kirkj-
an er mjög falleg og henni hefur
verið haldið mjög vel við. Við
geymum þar gamla muni, aitaris
tö'flu frá dögum Jóns Arasonar,
kristslíkneski frá kaþólskam
tíma, að minnsta kosti á 5. hundr
að ára gamalt, skírnarfont frá
1674 o.fl. Kannski hafa þessir
munir bjargast af því kirkjan
hefur ekki verið hituð upp fyrr
en síðustu árin. í henni eru líka
nýir munir, svo sem pípuorgel
frá 1958. og turninn var reblur
til minmngar um Jón Arason
árið 1950 Þess má geta að ki-kj
an fékk höfðinglega gjöf í fy.-ra
vetur frá burtfluttri skagfirskrí
konu. Það er flóðlýsing, 6 Ijój,
sem lýsa kirkjuna og turninn
upp að utan á kvöldin.
Stofnað hefur verið Hólafélag,
sem á að vinna að eflingu Hóla-
staðar, í menningarlegum og
kirkjulegum efnum. Sr. Þórir
Stephensen er formaður nú, en
skipt er um stjórn á tveggja
ára fresti Markmiðið er að efla
Hóla sem skólasetur og kirkju-
setur. Ög sr. Björn kveðgt vera
skólastjóranum, Hauki Jörunds-
syni, alveg sammá:la um að á
Hólum eigi að rísa skólasetur
með fleiri skólum auk bænda-
skóla. En viðtalið við Hauk birt-
ist í seinni grein. — E. Pá.
Tilboð óskast
í vélbátinn Fróða HR 33 í því ástandi sem
báturinn er í við bryggju á Stokkseyri.
Tilboðum sé skilað til Samábyrgðar ís-
lands, í Reykjavík, fyrir 4. apríl næstkom-
andi. Réttur áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er, eða hafna öllum.
Skrifstofustúlka
Skrifstofu í Reykjavík vantar stúlku til
starfa nú þegar, eða ekki seinna en í júní-
lok. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Nokkur aukavinna fylgir starfinu. Eitt-
hvert sumarleyfi á launum í sumar kem-
ur til greina þrátt fyrir stuttan vinnu-
tíma. Upplýsingar um nafn, heimili, síma
aldur, menntun og fyrri störf sendist af-
gr. Mbl. merkt „Reykjavík 2342“
||| ÚTBOÐ
Tilboð óskast í sölu á 38 strætisvögnum
fyrir Strætisvagna Reykjavíkur.
Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu
vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 30. maí n.k. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
YONARSIRÆTl 8 - SÍMI 18800