Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967.
FYRRI GREIN
þeirra hernaðarlegu staðreynda,
sem áhrif munu hafa á framgang
hennar.
í þessum greinum vill hðf-
undur því fjalla nokkuð um
hernaðarstöðu íslands í nútíð og
framtíð og þau hernaðarlegu og
berfræðilegu atriði, sem þessi
mál varða. Þó aðrir kunni að
vera betur færir til þessa verks,
er tilganginum náð ef greinarn-
ar verða til þess að vekja fólk
til umhugsunar um þessi mál-
efni, sem alla varða, en fáir hafa
látið sig skipta.
I. Þróun síðustu ára og
viðhorfin í dag
Með varnarsáttmála fslands
og Bandarí'kjanna frá 1951 tók-
ust Bandaríkjamenn á hendur
varnir íslands svo sem ástæður
þættu til að á hverjum tíma.
Jafnframt var þeim veitt að-
staða hér á landi til annarra
þeirra aðgerða, sem nauðsyn
bæri til og falla imdir ákvæði
Atlants’hafssáttmálans, sem báð-
ar þjóðirnar eru aðilar að.
Síðan hafa Bandarikjamenn
rekið herstöðina á Keflavíkur-
flugvelli, svo og fjarskipta- og
radarstöðvar á nokkrum stöðum
á landinu. Þá hafa hér verið
staðsettar orrustuþotur, sem
ásamt radarstöðvunum annast
loftvarnir íslands auk ýmissa
annarra flugvélategunda til hlut
verka í samræmi við viðhorf
á hverjum tíma. Deildir úr land-
hernum voru staðsettar hérlend-
is fram til 1961, er ný viðhorf
í herflutningatækni gerðu dvöl
þeirra hér á staðaldri ónauð-
synlega.
Vegna ríkjandi viðhorfa var
aðalgildi Keflavíkurflugvallar
frá sjónarmiði Vesturveldanna
fyrst í stað fólgið í .nauðsyn
hans sem millilendingastaðar
fyrir fllugsamgöngur milli Ev-
rópu og Norður-Ameríku. Var
völlurinn því upphaflega undir
stjórn flutningadeilda banda-
ríska fgluhersins, MATS sem þá
var nefnt og var mikil umferð
um völlinn, bæði borgaraleg og
hernaðarleg. Þó gerðu menn sér
ljósa stöðu íslands með tilliti
til kafbátavarna og sjóhernað-
ar á Atlantshafi og voru hér því
staðsettar nokkrar kafbátaleit-
arflugvélar bandaríska flotans,
hinar gamalkunnu Neptune
vélar.
Með tilkomu langlfeygari
flugvéla, benzíngjafar til orrustu
þota á flugi og loiks víðtækri
notkun langfleygu farþega- og
flutningaþotanna fór mikilvægi
Keflavíkurvallar til milli lend-
inga stöðugt minnkandi og upp
Myndin sýnir siglingaleiðir sovézkra kafbáta og skipa inn á At lantshaf, og dæmigert daglegt
eftirlitsflug kafbátaleitarflugv éla yfir þessum svæðum.
EFTIR HJALMAR SVEIINiSSON
AÐ undanförnu hafa utanríkis-
og varnarmál íslands verið
nokkuð á döfinni, bæði í ræðu
og riti. Svo sem vænta má eru
Skiptar skoðanir manna um
heppilegustu skipan þessara
mála, engu síður en annarra.
Er þó bæði eðlilegt og æskilegt
að nú sé fjallað um þessi mikil-
vægu málefni þar sem þau hafa
verið ofarlega á baugi meðal ná-
grannaþjóða vorra og banda-
manna um nokkurt skeið. Nú
eru aðeins tvö ár unz tækifæri
gefst til að endurskoða afstöðu
lslands til Atlantshafssáttmál-
ans frá 1949 og marka stefnu
næstu ára í þessum efnum. Eru
ýmsar blikur á lofti varðandi
málefnj NATO og Vestur-Ev-
TÆKIFÆRISKAUP!
rópu, einikum vegna afstöðu
iFrakklands, og engan veginn
ljóst hrvemig framtíðarskipan
þeirra verður háttað.
Hvað sem þvi líður er æski-
legt að við íslendingar byggjum
afstöðu okkar í utanríkis- og
varnamálum á eins sjálfstæðu
mati á aðstæðum og þekking
okkar leyfir. Er því ekki seinna
vænna, að þessi mál séu rædd og
íhuguð almennt næstu misserin.
í framangreindum umræðum
hefur einkum verið fjallað um
hin stjórnmálalegu viðhorf í
þessum efnum, en minna um hin
hernaðarlegu og herfræðilegu.
Enda þótt stjórnmálaleg sjónar-
mið ráði miíklu um skipan
slíkra mála, verður þó að gæta
þess, að marka þar stefnu, sem
hyggð er á raunhæfu mati
ROTHO
★
Hinar heimsfrœgu ROTHO hjólborut
jafnan fyrirliggjandi. Vestur-þýzk úrvalsvara,
flutt út til yfir 70 landa. 70 lítra garðbörur með
12x2 % hjóli, kr. 895.— 70 lítra börur með 16x4”
hjóli, kr. 1100,— 85 lítra steypubörur með 16x4”
hjóli, kr. 1.430.— Þetta er útsöluverð í Reykjavík.
Getum einnig útvegað níu aðrar gerðir, eins- og
tveggja hjóla, upp í 250 lítra. Allir varahlutir fyr-
irliggjandi. Smásala, heildsala, mnboðssala ■—
Kaupmenn, kaupfélög, leitið upplýsinga, póstsend-
tim.
Söiustaðir: Járnvörudeild Kron, Hverfisgötu,
Timburverzlunin Björk, ísafirði, Tómas Bjömsson,
h.f., Akureyri og hjá umboðinu
Ingþór Haraldsson hí.
Snorrabraut 22. — Sími 14245.
Tryggingarfélag
óskar eftir að ráða skrifstofustúlku. Vélritunar-
kunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist afgr. blaðsins
fyrir 10. maí n.k. merkt: „932.“
Höfum flutt
alla starfsemi okkar frá Spítalastíg 6 að Súðavogi
14.
Jens Árnason hf.
Vélsmiðja, Súðavogi 14. — Sími 16956.
Kópavogur
Lokað frá kl. 2—4.30 á mánudag vegna jarðar-
farar.
Borgarbúðin
Kársnesbraut 93 og Hófgerði 30.
HUGLBBINGAR UM HERN-
ADARÞYDINGUISLANUS
frá 1961—62 hefúr gildi hans
sem slikít verið óverulegt.
Fram undir 1960 eða svo
höfðu hugleiðingar um kafbáta-
varnir og kafbátahernað að
mestu fallið í skuggann af þeim
nýju og umfangsmiklu vanda-
málum, sem skapazt höfðu
vegna tilkomu kjarnorkuvopna
meðal ráðamanna Vesturveld-
anna. Er því þó svo farið að
flestar þessar þjóðir byggja við-
gang sinn og tilveru að miklu
og jafnvel algjöru leyti á inn-
og útfluitningi hráefna og full-
unninna vara. Þá flytja Vestur-
Evrópuþjóðirnar svo til alla
brennsluolíu sína inn frá Mið-
Austurlöndum. Verzlunin milli
Norður-Ameríku og Vestur-Ev-
rópu fer svo til öll fram með
kaupskipum yfir Atlantshafið
og eru um 3,000 kaupskip í hafi
á Norður-Atlantshafinu einu
saman á hverjum tíma. Þá má
og benda á að um 90% allra
heimsviðskiptanna fara fram
með kaupskipum og eru nú um
20.000 kaupskip í notkun í heim-
inum, samtals um 200 milljónir
tonna gross og flytja þau nú um
1500 milljónir tonna af varningi
ár hvert. Mikill hluti þessara
flutninga er á vegum hinna
stóru iðnaðarþjóða.
Með þessar staðreyndir í
huga þarf engan að furða, að
upp úr 1960 hafi ráðamenn
Vesturveldanna farið að gera
sér þess ljósari grein, að kaf-
bátahernaður og þá jafnframt
kafbátavarnir tilheyrðu síður
en svo fortíðinni til. Smíði
hinna fyrstu kjarnorkukafbáta,
fyrstu raunverulegu neðansjávar
skipanna, hafði þá þegar vald-
ið stökkbreytingum á þessu sviði
auk þess sem tímabært þótti að
gefa nánari gaum að sívaxandi
kafbáta- og flotastyrk Sovét-
ríkjanna. Sovézki flotinn er nú
hinn annar stærsti í veröldinni,
næst á eftir Bandaríkjaflota, og
öflugastur að kafbátastyrk. Tel-
ur hann nú um 400 kafbáta, þar
af yfir 300 úthafskafbáta af ný-
tízkulegum gerðum, meðal ann-
ars um 60 kjarnorkuknúna. Þá
hefur kaupskipafloti þeirra náð
sjötta sæti í heiminum að stærð
og hefur flutningageta hans fjór-
faldazt á síðustu tólf árum.
Svipaða sögu er að segja um
fiskiflotann.
Eina opna leiðin fyrir sovézk
skip inn á Atlantshaf er frá
hinum umfangsmiklu bækistöðv
um sovézku- her-, kaup- og
fiskiskipaflotanna i Kolaflóa
umhverfis Murmansk við Bar-
entshafið. Eru það íslausar hafn-
ir allan ársins hring. Verður
sovézki Atlantshafsflotiinn, hvort
sem er ofansjávar eða neðan, því
að fara um hafsvæðin umhverf-
is ísland til að komast inn á
sjálft Atlantshafið. Við Mur-
mansk eru nú bækjstöðvar 150
nýtizku úthafskafbáta.
Þegar höfð er í huga sú úr-
slitaþýðing, sem ísland hafði i
kafbátahernaðinum á Atlants-
hafi í síðustu heimsstyrjöld á-
samt ofangreindum staðreynd-
um, er því ljóst, að með tilliti
til átaka og aðgerða á sjó hefur
mikilvægi íslands við „mynni"
Atlantshafsins vaxið fremur en
minnkað, sökum breyttrar land-
fræðilegrar afstöðu hugsanlegra
ófriðaraðila.
Þegar þessar staðreyndir urðu
ljósari með vaxandi íhugun var
því lögð stöðugt meiri áherzla
á kafbáta- og skipaeftirlitsflug
það, sem þegar var haldið uppi
héðan.
Þegar lokið var framlengingu
hinnar frægu DEW radarlínu til
Kulusuk I Grænlandi érið 1961
var kominn upp svo til samfelld-
ur „radarveggur" frá vesíur-
enda Aleutianeyja, um norður-
strönd Alaska og Kanada, yfir
Grænland, ísland, Færeyjar og
allt til Evrópu. Var þá ákveðið
að flytja sveit Lockheed Warn-
ing Star radarflugvéla úr banda-
ríska flotanum frá Nýtfundna-
landi til fslands til að fylla í
tvær „glufur“ í veggnum, milli
íslands og Grænlands og fslands
og Færeyja.
Með þessari þróun var svo
komið, að flotinn hafði meiri
bein not af Keflavíkurflugvelli
en flugherinn. Var þá ákveðið
að fyrrnefndi aðilinn tæki við