Morgunblaðið - 18.02.1968, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968
— Heimskreppa ?
Framhald af bls. 10
franskra sjónarmiða frekar en
höfundur þeirra.
Um frekari tollalækkanir á
vegum GATT verður ekki að
ræða á næstu árum. Kennedy—
viðræðunum var varla lokið,
þegar fór að bera á öfl-
ugum tollverndarsjónarmiðum
í Bandaríkjunum og Efnahags-
bandalagið i sinni núverandi
mynd hefur í rauninni verið
mjög verndarsinnað. Banda-
ríkjamenn hafa gripið til ráð-
stafana til að takmarka fjár-
magnsútflutning og greiðslur
vegna ferðalaga, eins og kunn-
ugt er. Það er veruleg hætta
á því, að samskonar sjónarmið
komi í vaxandi mæli fram í
öðrum löndum. Þannig er ég
hræddur um að gæta muni til-
hneigingar til að draga úr
efnahagssamvinnu landa í milli,
auka tollvernd og minnka
frjálsræði í gjaldeyrisviðskipt-
um og fjármagnsflutningum,
en þetta hlýtur að sjálfsögðu
að leiða til hægari hagvaxtar
en ella hefði verið“.
„En náðist ekki þýðingarmik
ill árangur í skipan alþjóða-
gjaldeyrismála á fundinum í
Rio de Janeiro í haust sem
leið?“
„Vissulega. Það náðist sam-
komulag um gagnkvæmar yfir-
dráttarheimildir á vegum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og get-
ur þessi árangur orðið til þess
að greiða fyrir alþjóðaviðskipt-
um, þegar fram líða stundir.
Á hinn bóginn þarf að ná sam-
komulagi um framkvæmd þessa
nýja kerfis. Bið getur orðið á
því og enginn getur sagt um,
hvernig þessu nýja tæki verð-
ur beitt. Eins og nú standa
sakir verða þau lönd, sem eiga
í erfiðieikum með greiðslujöfn-
uð sinn eins og Bandaríkin,
að reyna að lagfæra hann með
ein'hliða ráðstöfunum, sem geta
haft alverleg samdráttará-
hrif í öðrum löndum. Eigi að
siður var samkomulagið í Rio
mjög mikilvægt."
„En segðu mér að lokum,
Jónas, hvaða afleiðingar mundi
þróun eins og þú ert að lýsa
hafa fyrir okkur íslendinga.
Sú spurning er okkur áreið-
anlega öllum efst í huga.“
„Við höfum notið góðs af hag
stæðri efnahagsþróun í heknin-
um frá styrjaldarlokum. Ör
hagvöxtur hefur aukið út-
flutningsmarkað okkar og
frjálsræði í alþjóðaviðskipt-
um hefur opnað okkur leið-
ir inn á markaðina, þó að
frjálsræði í viðskiptum með
sjávarafurðir sé minna en
æskilegt væri. En á sama hátt
hlýtur hægari hagvöxtur að
skapa lakari skilyrði fyrir okk
ar eigin efnahagsþróun en ver-
ið hefur og sérhver tilhneig-
ing til verndar, hvort sem er
tollvernd eða önnur vernd, er
okkur mjög óhagstæð. Þar við
bætast sérstakar aðstæður í
sjávarútvegi. Mikil aukning
hefur orðið á framleiðslu í
þeirri grein víða um heim, og
virðast þau lönd sem skemmra
eru komin áleiðis i iðnþróun
leggja sérstaka áherzlu á þessa
grein og hafa að ýmsu leyti
góð skilyrði til framleiðslu-
aukningar í henni. Spáir þetta
ekki góðu um verðlagsþróun
sj ávarafurða.“
„En hvernig eigum við þá
að bregðast við?“
„Ég mundi vilja nefna þrennt:
1) Því meiri áherzla sem lögð
er á að halda efnahagsjafn-
vægi annars staðar, því
brýnni nauðsyn er á, að við
gætum okkar eigin jafnvæg-
is. Á árunum 1961—65 gerðu
miklar erlendar verðhækk-
anir okkur kleift að búa
við örar verðlags— og kaup
gjaldshækkanir hér innan-
lands. Sé hins vegar jafn-
vægi í verðlagsmálum
í þeim löndum, þar , sem
við seljum afurðir okkar,
er brýn nauðsyn að halda
jafnvægi í verðlags- og
kaupgjaldsmálum hér. Við
getum ekki búizt við því
að geta framvegis frílystað
okkur í skjóli alþjóðlegr-
ar verðbólgu eins og
við að vissu leyti höfum
gert á undanförnum árum.
2) Ennþá meiri nauðsyn en
áður er á því að breikka
þann grundvöll, sem at-
vinnulíf okkar stendur á.
Það hefur enn sýnt sig, hve
gífurleg áhætta er samfara
því einhæfa atvinnulifi,
sem er 'hér á landi. Við
verðum hins vegar að
gera okkur Ijóst, að
ekki er að vænta mikils á-
rangurs í þessu efni nema
í samvinnu við erlenda að-
ila, sem ráða yfir þeirri
tækniþekkingu, markaðsað-
stöðu og fjármagni, sem við
ráðum ekki yfir sjálfir,
nema að takmörkuðu leyti.
Við þurfum ekki að
fyrirverða okkur fyrir
slika samvinnu, þvi að
mi'klu stærri þjóðir en við
þurfa á henni að halda, og
hún mun ekki skerða yfir-
ráð okkar sjálfra yfir nátt-
úruauðlindum og atvinnulífi,
ef skynsamlega og gætilega
er á málum haldið. Það
getur framvegis orðið erf-
iðara en áður að vekja á-
huga erlendis á slíkri sam-
vinnu við okkur, en ég held
eigi að síður, að við ætt-
um að leggja á það áherzlu.
3) Okkur er það nú enn mikil-
vægara en áður að tengjast
Fríverzlunarbandalagi Ev-
rópu, EFTA. Hvorttveggja
í senn, hægari hagvöxtur og
vaxandi ti'fhneiging til
verndar, mun torvelda í æ
rikari mæli afstöðu þeirra
landa í Evrópu, sem standa
utan við markaðsbandalög-
in“.
„Og niðurstaðan?“
„Við þurfum ekki að óttast,
að heimskreppa sé í aðsigi með
öllum þeim geigvænlegu af-
leiðingum, sem það mundi hafa
fyrir okkur ekki síður en aðra.
En á hinn bóginn verðum við
að búa okkur undir, að þróun
efnahagsmála í umheiminum
geri okkur róðurinn þyngri en
verið hefur á undanförnum ár-
um, ekki sízt síðustu velgengn-
isárum, og við verðum að vera
reiðubúnir að móta stefnu okk-
ar í samræmi við þetta.“
M.
Háseti
Stýrimann, matsvein og háseta vantar á m/b Hauk
RE 64, báturinn fer á þorskanetaveiðar.
Cpplýsingar um borð í bátnum, sem liggur við Granda
garð næst Fiskiðjuverinu eða í síma 15526.
Gott fyrirtæki til sölu
Tilvaiið tækifæri fyrir mann, er vill skapa sér sjálf-
stæða atvinnu.
Selst sakir heilsubrests eiganda.
Upplýs.ingar veitir:
Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafr.
SkóJavörðustíg 21 a, Reykjavík.
Pósthólf 281 sími 21456.
Miðstöðvaroffnar
IdEAL -
Miðstöðvarofnar hafa verið í notkun hér á landi
og eru í fleiri húsum hér en aðrir innfluttir ofnar.
stíðastliðin rúm 40 ár
c^tandard
Framleiða flestar tegundir miðstöðvarofna, sem á heimsmarkaðinum eru al-
gengustu tegundimar, eru venjulega til hjá okkur.
„Trimline“
pottofnar.
Það er tvímælalaust mikið öryggi fyrir húseigendur að hafa í húsum sínum
ofna, sem löng og góð reynsla er fyrir og sem venjulega eru fyrirliggjandi hér,
í stærðum og gerðum, er henta bezt hverju sinni.
ALET TIL HITA- OG VATNSLAGNA A EINUM STAÐ HJA OKKUR.
B>orláksson & Norðmann
Bankastræti 11
Skúlagötu 30.
- TJR VERINU
Framhald af bls. 3
Mundi margur missa spón úr ask
inum sínum, ef karfavinnsla legð
ist að miklu leyti niður.
Síldarbátamir gerðir út með
miklum halla 1967
Á sl. ári hefur fjöldinn af síld
arbátunum ekki einu sinni haft
fyrir beinum útgjöldum, hvað
þá að þeir hafi haft nokkuð upp
í afskriftir. Tapið á þessum bát-
um er svo stórkostlegt, þegar
hallast á þá hliðina. Þetta
eru dýr skip, bæði stofnkostn-
aður og útgerð þeirra.
Hagi síldin sér eins í ár og hún
gerði í fyrra og verðið á síldar-
afurðunum verði jafnlágt, er
ekki annað fyrirsjáanlegt en að
úr þessum veiðum hljóti að
draga til mikilla muna, hvað svo
sem við tekur. Það er að vísu
eftir að rétta hlut s'íldarbátanna
vegna gengislækkunarinnar eins
og þorskveiðiflotan6 og frystiihús
anna, en útlit með síldveiðarnar
næsta sumar er mjög skuggalegt.
Erfiðleikar atvinnuveganna
Undirstaða gjaldeyrisöflunar-
innar er sjávarútvegurinn. Ef
hnn er lamaður, bitnar það strax
svo til á allri þjóðinni, en harð-
ast þó á ríkissjóði, þvi að hann
fær stærsta bitann af kökunni
í skatt- og tolltekjum.
Útgerðarmenn geta tapað í
eitt ár eða svo, á meðan þeir
eru að eyða varasjóðum sínum,
ef nokkrir eru, og á meðan þeim
tekst að safna skuldum. En
bankar og aðrar lánastofnanir
þurfa að fá sitt, þvi að þær hafa
sínar skuldbindingar til að
standa við ekki síður en aðrir.
Og þjónustufyrirtækin lamast ó-
trúliega fljótt með útgerðinni,
enda er þar svo komið, að ekkert
fæst nema gegn staðgreiðslu.
Ef allt á ekki að halda áfram
að dragast saman og ástandið að
fra síversnandi hjá öllum, verð-
ur að búa þannig að útgerðinni,
að hún beri sig. Aukin útlán í
taprekstur eru ekki nema til þess
að gera illt verra.
Þegar nýir samningar eru gerð
ir og nýtt úthald hefst, vakna
alltaf vonir um, að nú muni af-
koman batna, en hækkun Jcostn
aðarliðanna hefur fylgt furðu
fast á eftir. Menn hafa ekki ver-
ið búnir að snúa sér við, þegar
þeir stóðu í sömu sporum. Mest
veltur þó jafnan á, að vel afl-
ist.
Undanfarið hefuT alH hjálpazt
að til þess að auka í erfiðleika
sjávarútvegsins. Afli hefur dreg
izt stórlega saman, meðal annars
af því að síldin hefur fjarlægzt
landið, svo að nú getur tekið 8
sólarhringa að sigla á miðin fram
og aftur. Ógæftir hafa verið með
eindæmum, bæði á vetrarvertið
inni og í haust, og dró það einn-
ig stórlega úr aflamagninu. Fara
þarf 40 ár aftur í tímann til þess
að finna hliðstæðu við verðfall
útflutnings afurðanna: Mikið
verðfall á freðfiski, óseljanleg
skreið, stórlækkað verð á síld-
armjöli og algjört hrun á lýs-
inu, sem hefur lækkað um helm
ing.
Það eru miklar þrengingar
fraim undan hjá atvinnuvegun-
um, sem Jíka koma niður á verka
lýðnum í minnkandi atvinnu og
launagreiðsluerfiðleikum. Það
vantar áreiðanlega ekki mikið
á, að boginn bresti hjá mörgum
manninum í dag, hvort sem hann
er atvinnurekandi eða launþegi.
Það verður hlutverk ríkisstjórn-
ar og Alþingis að reyna að halda
atvinnuvegunum gangandi, því
að hrynji þeir saman, er enn
meiri voði vís.
Þorsteinn Júliusson
héraSsdómslögmaSur
Laugav. 22 (inng Klapparstígl
Sími 14045
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100