Morgunblaðið - 24.02.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 24.02.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 196« 17 neska kvikmyndin um Hamlet, sem sýnd var í Reykjavík fyr- ir nokkrum árum var tekin við virkisveggina í Tallinn. Þar fyrir innan hafa varðveizt gömul hús, sum afskaplega skrinigileg, önnur gullfalleg og þar er byggðin sum staðar er útilokuð. Það er eins og maður sé kominn beint inn í ævintýralönd bernskuáranna að ráfa þar um á sólbjörtum degi, laus við skarkala, ys og þys nútímalífsins utan virkis- múranna. Þröngar steinlagðar göturnar kvíslast milli smáhús- anna, sem öll geyma sína sögu. Nokkrar myndarlegar kirkjur eru innan þessara virkismúra, ein þeirra meira að segja kennd við Ólaf konung helga. Sumar kirknanna eru ennþá í notkun — aðrar söfn, því að trúarlíf er lítíð í Tallinn eins og annarsstaðar í Sovétríkjun- um, áður voru Eistlendingar lútherskir að mestu en á tím- um sjálfstæðisins voru ríki og kirkja aðskilin. Með skemmtilegustu húsun- um í gömlu borginni í Tallinn er ráðhúsið, eitt af elztu ráð- húsum Evrópu, reist að hluta snemma á 14. öld og svo bætt við það í byrjun 16. aldar. Einn liður í dvöl íslenzku blaða- mannanna í Tallinn var að ganga á fund borgarstjórans, Jóhannesar Undursk. Það var verulega eftirminnileg heim- sókn, bæ'ði vegna þess, að ráð- húsið litla geymdi marga for- vitnilega og fallega hluti og skringileg skúmaskot og hins, að borgarstjórinn var sérlega skemmtilegur maður heim að sækja, glaðlyndur mjög og gamansamur og veitti gestum sínum hreinustu guðaveigar. Þegar komið er efst upp á hæðina, sem Tallinn er byggð á, sér yfir ævintýraborgina, rauð koparþök, ótrúlega marg breytileg að lögum. Þar uppi hittum við fyrir fjölda nem- enda úr listaskóla borgarinnar við 'teikniæfinigar. Handan múranna sá víða yfir nýju borgina og hafið. Þetta var vesturgluggi Sovétríkjanna. Það hefur ekki verfð amalegt fyrir Dani á sínum tíma að ná sér í bækistöð á svo hernaðar- lega heppilegum stað. En sagan segir, að þeim hafi haldizt illa á undirsátunum. Eistlendingar sættu sig aldrei við yfirráð þeirra og gerðu hverja upp- reisnina af annarri, unz Dana- konungar urðu leiðir á vafstr- inu og seldu landið þýzku sverðriddurunum fyrir 19.000 Framlhald á bls. 19 Harðger þjóð sem hugðist lifa írjóls — 50 ár frá því Eistland lýsti yfir sjálfstæði f DAG, 24. febrúar 1968 halda Eistlendingar — þeir sem stadd ir eru utan Eistlands — hátíð og minnast þess, að 50 ár eru liðin frá þeim degi, er lýst var yfir sjálfstæði lands þeirra og þjóðar. Ef til vill hugsa þeir, sem Eistland sjálft byggja, einnig til þessa dags; ef til vill minnast þeir hans á einhvern hátt hver í sínu horni, — opinberlega geta þeir það ekki. Eistneskir útlagar eru víða um heim, en flestir þó í Sví- þjóð og þar verður þeirra að- alhátíð á þessu afmæli. Þar verður m.a. haldin sýning á skjölum, munum og minjum, sem segja sögu Eystrasaltsríkj- anna á síðustu öldum og í vor er fyrirhugáð að halda eist- neska menningarhátíð, sem búizt er við, að Eistlendingar víðsvegar að sæki. Eins og Eystrasaltsríkin öll hafa Eistlendingar löngum átt í höggi við yfirgangssama ná- granna og lengst af orðið að lúta yfirstjórn einhverra þeirra. Þau rúm tuttugu ár, sem þjóðin bjó við sjálfstæði, sýndi hún þó, svo ekki varð um villzt að hún var fullfær um að standa á eigin fótum og stjórna málum sínum sjálf. Á tíu árum eftir að sjáif- stæði landsins var lýst yfir, tókst Eistlendingum að reisa þjóðfélag sitt úr rústum styrj- alda og annarra hörmunga og koma efnahag landsins á rétt- an kjöl. Þeir sýndu svo sann- arlega, að þeim var ekki fisj- að saman og þeir sýna það enn í dag, bæði erlendis og heima fyrir. Fyrir tveimur árum átti und irrituð þess kost að koma <til Eistlands á ferðalagi um Sovét ríkin ásamt fleiri íslenzkum blaðamönnum. Þykist ég viss um, að dvölin þar verði okkur öllum minnisstæð svo og það ágæta fólk, sem við kynnt- umst þar fyrir tilstilli hins elskulega gestgjafa okkar, Augusts Saaremiagis, formanns Blaðamannafélags Eistlands, sem svo seinna kom til ís- lands ásamt tveimur sovézk- um blaðamönnum í boði Blaða mannafélags Islands. Við komum m.a. til höfuð- borgar Eistlands, Tallinn og |f Eistlendingar eru náskyldir Finnum og tala svo að segja sömu tungu, hafa þeir alla tíð ábt mikið saman við Norður- landaþjóðir að sælda, þ.e.a.s. fram að þeim tíma, er Eistland var innlimað í Sovétríkin. Eistland er líka að mörgu leyti líkt Finnlandi, þar eru til dæmis mörg vötn og falleg og miklir skógar, — um 20% Finnar geta aftur á móti farið þegar þá lystir, en því miður hefur það nokkuð skyggt á ánægju Eistlendinga, að finnsk ir unglingar hafa átt það til að koma til Tallinn beinlínis í þeim erindum að drekka frá sér ráð og rænu og valda þá stundum ýmiss konar óskunda. Það er ódýrara að drekka á gjaldeyrisbörunum í Tallinn (og Leningrad, sem þeir sækja mjög í sama tilgangi) en í Finnlandi, þar sem vín er rán- dýrt og auk þess skammtað. Það munu annars hafa verið Danir, sem Eistlendingar kynnt ust fyrstum Nor'ðurlandaþjóða — og svo sem ekki að góðu, því að Danakonungar gerðu á víkingatímunum hverja tilraun ina á fætur annarri til að leggja land þeirra undir sig. Eistlendingar voru herskáir og vörðust lengi vel en að lokum náðu Danakonungar norður- hluta landsins á sitt vald. Það var Valdemar II, sem grund- völlinn lagði að höfuðborginni, Eistlendingar urðu að berjast harðri baráttu fyrir frelsi sínu ari, — sérhver Eistlendingur var hermaður á þeim árum og vopn. Þessi mynd er af eistnesku málverki, sem sýuir hvað urnar fyrir sjálfstæðið. — Þrjár kynslóðir undir vopnum — hafnarborgarinnar Parnu og dáðumst mjög að þeim mynd- arbrag, sem þar var á flestum hlu'tum. Það mátti þegar sjá á göngulagi, fasi og klæðaburði fólksins á götunum, að það var lengra komið í siðmenning- unni en til dæmis sjálfir Rúss- ar. Fatnaður var t.d. á allan hátt betur gerður, fallegri í sniði og efnisbetri en við sáum annarsstaðar í Sovétríkjunum og hvarvetna var meiri smekk vísi, hreinlæti og snyrti- mennska. Fólki'ð bar sig vel og var þ<«gilegt og viðmótshlýtt í framkomu; minnti raunar mjög á Norðurlandabúa, sem er ekki að undra, því að fyrir utan að landsins skógi vaxin. Og Eist- lendingar eru að því leyti bet- ur settir en margir a'ðrir Sovét búar, að þeir geta að nokkru leyti fylgzt með því, sem ger- ist á Vesturlöndum, vegna þess, að þeir heyra útvarp frá Finnlandi. Löngum hefur verið kært með Finnum og Eistlendingum og því vakti það mikinn fögn- uð í báðum löndunum, þegar teknar voru upp reglulagar ferjuferðir milli þeirra. Að vísu liggur straumurinn aðal- lega frá Finnlandi ennþá, því að ferðafrelsi Eistlendinga er enn ákaflega takmarkað, eins og annarra sovézkra þegna. í lok heimsstyrjaldarinnar síð- allir báru vopn, einhverskonar Eistiendingar vildu leggja í söl- sonur. faðir, afi . . . Tallinn, eða Reval, eins og borgin var upphaflega kölluð. Það var árfð 1219. Tallinn er á margan hátt töfrandi borg, einkum hinn forni hluti hennar, sem er um- lukinn rammgerum virkisveggj um og mjög fallegum. (Rúss- Páts forseti heldur ræSu á fr elsistorginu í Tallinn á 20 ára afmæli sjálfstæðisins. Ráðhúsi ð í Tallinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.