Morgunblaðið - 07.04.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968
Erlendur Jónsson
skriíar um
BÓKMENNTIR
GRÍSK MENNING
Will Durant: GRIKKLAND Hlð
FORNA, fyrra bindi. 343 bls.
Jónas Kristjánsson íslenzkaði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Reykjavík — 1967.
GRIKKLAND hið forna er
læsilegt rit og fróðlegt og allvel
fallið til að vekja víðtækari
áhuga á því efni, sem það fjall-
ar um. Höfundurinn er gæddur
bæði þrótti og þrautseigju til frá
sagnar. Og þekking hans er
sjálfsagt hafin yfir allan vafa.
Hann er menntaður sagnfræðing
ur og spakur á mannleg örlög.
Saga hans er saga þjóða. sem
lifðu sínu lífi í önn hversdags-
ins. Þannig sér Will Durant rök
liðinna alda: einnig hetjuskap
fornaldar.
En Durant er ekki aðeins mik-
ill grúskari. Hann er líka ferða-
maður, nútímamaður. Hann hef-
ur sjálfur kannað söguslóðir þær
sem hann lýsir. Sjái hann ekki
fyrir sér sögusviðið eins og
heimamaður, þá skoðar hann það
að minnsta kosti með glöggu
gests auga. Með köflum minnir
rit hans á túristasagnfræði. Að
hætti ferðabókahöfunda tekur
hann lesandann með sér í hring-
ferð um sögusviðið. Líklega er
sá hluti þessarar bókar einna
fróðlegastur, en jafnframt óað-
gengilegastur fyrir þann, sem
ókunnugur er á slóðum grískrar
sögu. Höfundinn ber svo hratt
yfir, hann nefnir svo margar
borgir og svo margar eyjar og
svo marga menn, að frásögn
hans kann að brenglast í höfði
Iþess, sem hyggst lesa bókina
eins og blaðagrein. Grikkland
hið forna er ekki alþýðlegt rit
á forna vísu, heldur á nútíma-
vísu. Auðsjáanlega miðar höf-
undur við, að lesandinn sé að
minnsta kosti lítillega kunnugur
efninu, þegar hann tekur sér
bókina í hönd og byrjar lest-
urinn.
Aðgengilegastar og skemmti-
legastar í þessari bók þykja mér
hugleiðingar þær, sem höfundur
hefur skrifað almennt um efni
sitt, t.d. um daglegt líf fólksins
í Grikklandi hinu forna, menn-
ing þess, listir og skemmtanir.
j Maður sem svo hefur sökkt
sér niður í bókmenntir Hellena,
getur gert sér í hugarlund,
hvernig fólkið lifði og hrærðist
frá degi til dags, hvernig það
bjó, hvernig það starfaði, hvað
það át og drakk, hvérnig það
skemmti sér, hvað það vissi,
hvað það grunaði, hverju það
trúði og svo framvegis.
j / Og Durant er gæddur nógu
fjörlegu ímyndunarafli og hæfi-
legu áræði til að láta hugann
reika þannig aftur í tímann og
draga saman almenn dæmi af
mörgum sundurleitum heimild-
um. Þá verður ekki skrifuð svo
bók um Grikki hina fornu, að
stjórnmálum þeirra sé ekki gerð
nokkur skil. Lýðræði sitt munu
Grikkir ekki hafa talið neitt
heimsundur. En það vekur samt
engu minni aðdáun nútíma
manna, sem líta á þvílíkt stjórn-
arform eins og hver önnúr tækni
leg þægindi nútímans. Durant
segir frá uppruna þess og þró-
un og skýrir eðli þess. Við Is-
léndingar ættum að skilja það
betur en margir aðrir. Þjóðveldi
okkar til forna kann að hafa
verið ekki ólíkt lýðræðinu í
grísku borgríki.
Durant gerir grein fyrir
hvernig hellensk menning þr-ó-
aðist samhliða veldi Grikkja,
hvernig þeir ruddu sér til rúms
í hinum forna heimi kring-
um Miðjarðarhafið, hvernig þeir
auðguðust á siglingum og verzl-
un, hvernig þeir ferðuðust og
urðu smám saman heimsborgar-
ar og fyrirmynd annarra manna.
Frægð og auglýsing var snar
þáttur í þjóðlífi þeirra eins og
gerist nú á dögum. Þeir áttu
sínar pop-stjörnur. Líklega hafa
íþróttamenn aldrei verið dáðari
í veröldinni, svo dæmi sé tekið.
„Vér skulum ekki ímynda oss“
segir Durant, „að Grikkir hafi
almennt sökkt sér niður í Aisc-
hýlos eða Platon. Öllu heldur
líktust þeir venjulegum nútíðar-
mönnum og höfðu áhuga á íþrótt
um, og hinir mestu íþróttagarp-
ar voru þeirra átrúnaðargoð."
Og Durant vitnar til Odyss-
eifskviðu: „Af engum hlut hefur
maður meiri frægð, meðan hann
er uppi, en af þeim íþróttum er
hann má fremja með höndum sín
um eða fótum.“
Og hégóminn og tildrið það
— það er ekki nýtt af nálinni.
Snyrting grískra kvenna lýsir
Durant svo:
„Sérhver hefðardama á heilt
vopnabúr af speglum, hárnálum,
nælum töngum, kömbum, ilm-
flöskum og k'Tukkum með and-
litsíarða og smyrslum. Vangar
og varir eru málaðar með stauk-
um af sinnóber eða alkannarót.
Augnabrúnir eru burstaðar upp
ur lampasóti eða muldu antímóni
Augnalok eru skyggð með anti-
móni eða koli. Augnahár eru
dökklituð og síðan smurð með
blöndu úr eggjahvítu og amm-
oníakkvoðu. Smyrsl og vökvar
eru notaðir til að eyða hrukkum,
freknum og öðrum hörundslýt-
um. Olía úr trjákvoðu er notuð
til að eyða svitalykt, og sérstök
ilmsmyrsl eru notuð á sérstaka
líkamshluta: Sannar hispurskon-
ur nota pálmolíu á andlit og
brjóst, bergmyntu á augabrúnir
og hár, blóðbergsseyði á kverk-
ar og kné, myntu á arma, myrru
á fætur.“
Þetta er ekki klén romsa. En
svona miklar dömur voru grísk-
ar konur orðnar fyrir tvö til
þrjú þúsund árum. Upptalning-
in er stórfróðleg. Náttúrlega ber
ekki svo að skilja, að grískar
fornkonur hafi verið hégómlegri
en konur í öðrum löndum og á
öðnum tímum. í rauninni er fólk-
ið alltaf og alls staðar eins. Eðl-
ið er hið sama. Einungis ytra
borðið fer eftir aðstæðunum.
En einmitt þannig gefur þessi
lýsing tvennt til kynna: að grísk
ar konur höfðu ríf fjárráð, því
snyrtidót er á öllum tímum rán-
dýrt; og að þær höfðu líka yfr-
inn tíma til að dútla við útlit
sitt.
Snyrting líkamans er éf til
vill ekki annað hégóminn ein-
ber. En slík fegrun er þá samt
sem áður menningarlegur hé-
gómi, því hún fylgir menning
andans og hvort tveggja út-
krefur hið sama: tíma og pen-
inga.
Frjálsa menn í Grikklandi
forna skorti hvorugt. Á sama
hátt og velferðarþjóðfélag nú-
tímans byggist á vélaafli, þann-
ig byggðist hið forngríska þjóð-
félag á þrælahaldi. Grikkir töldu
líkamlega vinnu ekki samboðna
frjálsum mönnum og verður
skömm þeirra á erfiðinu varla
betur lýst en með þessum orð-
um Xenófons, sem Durant tilfær
ir í bók sinni.:
„Hinar lágu handíðir, sem svo
eru nefndar.........eru í litlum
metum í menningarríkjunum, og
ekki að ástæðulausu. Þær út-
slíta líkamlega öllum þeim sem
við þær fást, jafnt verkamönn-
um sem verkstjórum, sem neyð-
ast til að sitja tímunum saman
ellegar húka heila daga fyrir
framan eldsofninn. Og samfara
líkamlegri þreytu kemur veikl-
un sálarinnar, en þessar lágu
handíðir taka allar stundir
þeirra sem við þær fást, svo að
þeir hafa engar tómstundir til
samneytis með vinum sínum eða
til þjónustu við ríki sitt.“
Svona tala nú ekki aðrir en
forhertir iðjuleysingjar. En kyrr
setumenn voru Aþenar ekki
þrátt fyrir óbeit á vinnu. íþrótt-
ir voru þeirra eftirlæti. Og her-
mennska var þeim lífsnauðsyn.
Þannig fundu þeir orku sinni
viðnám.
Menning Hellena — bókmennt
ir, listir og heimspeki — allt
var þetta forréttindi manna, sem
þurftu ekki að vinna hörðum
höndum fyrir daglegu brauði
sínu. En iðjuleysið bar líka
feigðina í sjálfu sér. Þrælahald-
ið var engin eilífðarvél.
Þetta fyrra bindi Grikklands
hins forna endar á þáttum af
grískri myndlist og húsagerðar-
list. Fróðlegt er að bera saman,
það sem Durant segir annars veg
ar um það efni, og hins vegar
það sem hann skrifar um gríska
lifnaðarhætti á víð og dreif í
bók sinni.
„Engir annmarkar geta skyggt
á þá staðreynd, “ segir hann, „að
grískir listamenn skópu hinn
„klassíska stíl“.“
En hvernig varð sá stíll til?
Tignarlegur, einfaldur og þó
skrautlegur — þannig kem-
Ur hann okkur fyrir sjónir nú.
Það er ekki fyrr en við höfum
einnig fræðzt um lifnaðarhætti
þjóðar þeirrar, sem mótaði þenn
an stíl, að okkur skilst, að sumt,
sem kemur okkur nú fyrir sjón-
ir sem skrautið eitt, sumt af því
varð í rauninni til sem hvers-
dagsleg nauðsyn, enda þó síðari
tíma menn öpuðu það eftir af
fordild og misskilningi.
Jónas Kristjansson hefur snú-
ið þessari bók til vandaðs ís-
lenzks máls. Sízt ber að lasta
það verk hans. Þó get ég ekki
að þvi gert, að ég felli mig ekki
alls kostar við sum orð hans,
einkum samsett: orð eins og:
grindargripur, karlmannafólk,
fílsbein (hinagð til kallað fíla-
bein), vígfýsi.
Margar og góðar myndir
prýða þetta bindi, flestar af
grískum fornminjum og lista-
verkum. Boðað er, að nafnaskrá
og landabréf muni fylgja síðara
bindi.
Að öllu saman lögðu er bókin
svo úr garði gerð, að óhætt er
t.d. að benda skólanemendum á
hana, það er að segja þeim, sem
hafa svo mikinn áhuga á sögu,
að þeim nægja ekki námsbækur-
nar einar.
Erlendur Jónsson.
Verkamannafélagið Dagsbrún
[DA6_SBP0WJ /\5a|funcju
r
verður í Iðnó mánud. 8. apríl 1968 kl. 8,30 sd.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Onnur mál.
Félagsmenn eru beðnir að mæta og sýna skírteini
við innganginn.
STJÓRNIN.
Afmæliskveðja til
dr. Jóns E. Vestdals
sextugs
JÓN E. VESTDAL er maður
harðduglegur, úrræðagóður, út-
sjónasamur og drengur góður.
Hér verður ekki rakin sagan af
Sementsverksmiðju ríkisins, en
þessi búskaparlega mikilvæga
verksmiðja er verk dr. Jóns og
saga hennar í raun og veru saga
dr. Vestdals, svo langt sem hún
nær. Undirbúningsárin og bar-
áttuárin voru stundum hörð, en
fylgt var fast eftir, og nú síðast
eignaðist verksmiðjan eigið skip
og stórrbotin flutningatæki á
landi. Og dr. Jón á eftir að bæta
við þessa sögu, sögu athafna og
atorku.
Um áratuga skeið hefur dr.
Jón verið formaður íslenzk-þýzka
menningarfélagsins Germaníu,
Eins er um Germaníu eins
og Sementsverksmiðjuna, að
saga Germaníu á þessu tíma-
skeiði er í raun og veru saga dr.
Jóns. Fyrir tæpum tveimur ár-
um skipulagði hann sjö daga
heimsókn dr. Max Adenauers og
tuttugu annarra nafnkunnra
Þjóðverja hingað til lands og
misseri síðar ellefu daga heim-
sókn 19 nafnkunmra íslenzkra
manna til Þýzkalands og voru
báðar ferðirnar til mikils sóma.
Dr. Jón hefur staðið á bak
við sýningar á íslenzkum lista-
verkum víða í Þýzkalandi og
sýningar á þýzkum listaverk-
um hér heima. — Hann hef-
ur stuðlað að því að nafn-
kunnir íslendingar flyttu kynn-
ingarfyrirlestra um íslenzk mál-
efní í Þýzkalandi og tekið á móti
mörgum þýzbum. listamönnum,
vísindamönnum og stjórnmála-
mönnum. Hér heima hefur Ger-
manía undir stjórn dr. Jóns
haldið uppi kvikmyndasýningum
þar sem sýndar hafa verið þýzk-
ar frétta- og menningarkvik-
myndir og nokkrum sinnum á
ári hverju, m. a. um jólin, hafa
verið haldnar hér skemmtisam-
komur yrir Þjóðverja og íslend-
inga. Einnig hefur komið út um
margra ára skeið ársritið „ís-
laind“ en það er ritað á þýzku
og gefið út af Germaníu, ásamt
þýzk-íslenzku félögunum í Ham-
borg og Köln. Allt þetta starf
hefur verið tímafrekt, en unnið
af alúð eins og allt sem dr. Jón
tekur sér fyrir hendur.
Gott er af því að vita að dr.
Jón E. Vestdal er ekki nema
sextugur í dag. Hann á eftir að
gera margt, sem til framfara
horfir hér á landi og í samskipt-
um okkar við vini okkar í Þýzka
landi. Hann er einn þeirra
manna, sem íslenzk þjóð stendur
í þakkarskuld við.
Pétur Ólafsson.
Bdrðdælir muno ekki slíkt
flóð í Skjólfandafljóti
HÚSAVÍK, 5. apríl. — í hlák-
unni fyrir tæpum mánuði kom
mikið jakahlaup í Skjálfanda-
fljót, en það náði þá ekki að
ryðja sig sem kallað er. Við bæ-
inn Hlíðskóga er í fljótinu eyja,
sem nefnist Valley. Við eyjuna
hlóðst upp jakastífla og síðan
krap svo áð rennsli í kvíslinni
vestan eyjarinnar stöðvaðist al-
veg og er svo enn. Austari kvísl-
in hefur einhvern framgang yfir
eyjuna, en þó mjög takmarkað
og rennur ekki í sínum eðlilega
farvegi.
Undanfarið hefur alltaf verið
að hækka í fljótinu og gætir
hækkunarinnar nú allt fram
undir Lundarbrekku. Fljótið
flæðir yfir bakka sína á um 10
km. svæði og víða upp að vegum
beggja megin fljótsins. Vegurinn
að vestan er alveg ófær, en aust-
anmegin hefur enn verið fært.
Engar teljandi skemmdir hafa
orði’ð af þessu flóði ennþá, en
tæpt stóð að það ylli tjóni á bæn
um Sandvík. Vatnið hefur flætt
inn í kjallara skólahússins á
Stóruvöllum.
Slíkt flóð sem þetta muna
Bárðdælir ekki í Skjálfanda-
fljóti. Það er undir tíðarfari
komið hvernig fer þá þiðna tek-
ur, því að komi örar hlákur er
hætt við tjóni, sem ekki er gott
að varast eða koma í veg fyrir.
SPB.
Skilningur frumkristninnar ú
upprisunni í 2 útvurpserindum
SÉRA Jakoto Jónsson dr. theol.
mun flytja erindi í útvarpið,
dagana 7. og 15. apríl. Erindið
nefnist „Skilningur frumkrist-
ínnar á upprisunni“.
Dr. Jakob mun þar gera grein
fyrir því hvernig hinir fyrstu
kristnu Htlu á upprisu Krists og
leitast m.a. við að svara þessum
spurningum: Hvernig á að Hta á
heimi’ldirnar? Hvernig eru frá-
sagnir samtvinnaðar boðskapn-
um? Er boðskapurinn túlkaður
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
eins af öllurn höfundum, og hafa
allir lagt sömu áherzluna á
sömu atriðin? Hefur boðskapur-
inn tekið breytingum frá því
atburðirnir gerðust og þar til
frásögnin um þá var skráð?
Hvaða straumar og stefnur hafa
ráðið mestu um mótun frásagn-
anna?
Dr. Jakob Jónsson er sérfræð-
ingur í nýja-testamentisfræðum,
og auk þesis gaeddur þeim eig-
inleika að geta rætt um vísinda-
leg efni á þann hátt að allir
hafa gagn og ánægju af.
Fyrri hluti erindisins verður
fluttur á Pálmasunnudag, 7.
apríl, og hefst kl. 13.15. Síðari
hlutanum verður útvarpað á
annan í páskum og hefst kl.
13.15.