Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 5
MORGUNÐLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1968 b Fullkomnar vélar Hampiðjunnar íslendingar cg hatib Athafnamenn skoða framleiðslu Hampiðjunnar. Frá vinstri: Sveinn Benediktsson, Þorsteinn Gíslason, Gunnar Magnússon, Maríus Héðinsson og Hannes Pálsson forstjóri Hampiðjunnar. LAUGARDAGINN 1. júní bauð Hampiðjan um 100 út- gerðarmönnum, skipstjórum, netagerðarmönnum, ásamt blaðamönnum að sjá sjávar- útvegssýninguna „íslendingar og hafið“, en Hampiðjan hef- ur sýningu á framleiðsluvör- um sínum í samvinnu.við efna iðnaðarfyrirtækið Hoechst, sem 1 »uð hópnum upp á veit- ingar eftir að sýningin var skoðuð. Hampiðjan h.f. hóf starfsemi sína í ársbyrjun 1935. Fyrstu árin var framleiðslan ein- göngu miðuð við þarfir togar- anna, þ.e.a.s. botnvörpugarn og botnvörpur. Á stríðsárunum 1939-1945 og fyrstu árin þar á eftir voru í Hampiðjunni unn- ar allar botnvörpur, sem ís- lenzki togaraflotinn notaði og spunnið eingirni í allar fiski- línur, sem bátaflotinn notaði. Á árunum 1957-1961 var vélakostur verksmiðjunnar aukinn svo, að hægt var að fullnægja mestum hluta af þörfum íslenzka fiskiflotans af botnvörpunetum, fiskilín- um og köðlum. Eftir að farið var að nota gerfiefnin í framangreind veiðarfæri, voru keyptar tvær samstæður af nýtízku vélum til að vinna gerfiefnaþræði og garn úr Polyethylen og Poly- propylen . Þessi nýja framleiðsla hófst í ársbyrjun 1967, og getur Hampiðjan nú sem áður fuil- nægt þörfum fiskiskipaflot- ans af botnvörpunetum, fisk- línum og köðlum. Hampiðjan h.f. hefur allt frá upphafi lagt megináherzlu á að framleiða aðeins fyrsta flokks vörur og nota til fram- leiðslu sinnar beztu hráefni, sem fáanleg hafa verið á hverjum tíma. Við ræddum stuttlega við Hannes Pálsson forstjóra Hampiðjunnar. — Hvaðan fáið þið gervi- efnin í framleiðslu ykkar? — Svo til öll gerviefnin, sem Hampiðjan notar til framleiðslu sinnar eru frá Hoechst, V-Þýzkalandi, en það er með stærstu fyrirtækj- um í efnainaði í Evrópu og heimsþekkt. — Nú hefur orðið gjör- breyting á efnum í veiðarfæra gerð. — Árið 1964 varð almenn og skyndleg breyting á efnis- notkun í botnvörpur og önnur veiðarfæri, sem gerðu vélar Hampiðjunnar úreltar. Var þá um tvennt að velja, að hætta starfseminni, eða að kaupa vél ar til fúllvinnslu á gerviefn- um. Eftir ítarlegar rannsókn- ir og kostnaðaráætlanir var ráðist í að endurnýja allan vélakost Hampiðjunnar og voru nokkrar hinna nýju véla teknar í notkun í árslok 1966. — Að hvaða fyrirmynd end- urnýjuðuð þið vélakostinn? — Við umrædda gjörbreyt- ingu á vélakosti Hampiðjunn- ar reyndist Hoetíhst öðrum fremur ráðgefandi um tækni- leg atriði og voru nokkrir starfsmenn Hampiðjunnar sendir til Frankfurt am Main ti'l þjálfunar í meðferð slíkra véla. — Nú blandið þið sjálfir gerfiefnin. Hvað er framleiðsl- an mikil? — Árið 1967 var framleiðsla Hampiðjunnar samtals 480 tonn, þar af 243 tonn vörur úr gerviefnum. Mun framleiðsla úr gerviefnum fara vaxandi með vélum, sem nú er verið að taka í notkun. — Eru ekki mismunandi gæðaefni boðin til veiðafæra- gerðar? Framhald á bls. 18 ©AUGLÝSINGASIOFAN Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu ANCU - SKYRTUR COTTON - COTTON BLEND og RESPI SUPER NYLON Fánlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Margar gerðir og ermalengdir. Hvítar — röndóttar — mistlitar. ANCLI - ALLTAF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.