Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 19««
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
NORÐMENN OG NATO
Nils Svensson, forstjóri Götaverken h.f. (til vinstri) ræðir við Alf Skaanber, forstjóra Ar-
endal-skipasmíðastöðvarinnar við likan af skipi.
NÝTÍZKU SKIPASMÍÐAR
A fstaða utanríkisnefndar
norska Stórþingsins til
áframhaldandi aðildar Nor-
egs að NATO hlýtur að vekja
athygli, ekki sízt hér á landi.
Þegar ísland gerðist aðili að
Norður-Atlantshafsbandalag-
inu hafði það óneitanlega
veruleg áhrif á afstöðu ís-
lenzku þjóðarinnar að bæði
Norðmenn og Danir höfðu
ákveðið að gerast þátttakend
ur í varnarsamstarfi vest-
rænna lýðræðisþjóða.
í áliti utanríkisnefndar
norska þingsins segir m.a. að
Noregur verði að halda á-
fram þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu með tilliti til ör-
yggis norsku þjóðarinnar.
Nefndin getur ekki komið
auga á nokkra aðra lausn er
tryggi öryggi Noregs um
þessar mundir.
í nefndarálitinu er lögð á-
herzla á það að Noregur hafi
hvorki möguleika né efni á
að byggja upp nægilegar
varnir án samstarfs við aðr-
ar þjóðir.
Það eru stjórnarflokkarnir
fjórir og Verkamannaflokk-
urinn sem að þessu nefndar-
' áliti standa. Aðeins SF-flokk-
urinn, sem á tvo fulltrúa á
þingi er mótfallinn áfram-
haldandi aðild Noregs að At-
lantshafsbandalaginu. Þessi
mikla eining lýðræðisflokk-
anna í Noregi um varnar- og
öryggismál landsins er ákaf-
lega þýðingarmikil. Meðan
Verkamannaflokkurinn var í
ríkisstjórn í Noregi studdu
borgaraflokkarnir yfirleitt
utanríkismálastefnu hans og
Halvard Lange. Nú er Verka
mannaflokkurinn í stjórnar-
andstöðu. Þá styður hann ut-
anríkismálastefnu borgara-
• flokkanna.
Þetta ber ótvírætt vitni
um festu og ábyrgðartilfinn-
ingu norskra stjórnmála-
flokka, þegar um er að ræða
mótun stefnunnar í utanríkis-
og öryggismálum landsins.
í áliti utanríkismálanefnd-
arinnar kemur fram að það
er einróma skoðun hennar að
aðild Noregs að NATO hafi
gegnt hlutverki sínu. Sá
stöðugleiki í hermálum, sem
af NATO hafi leitt hafi
tryggt friðinn í Evrópu. Þessi
, stöðugleiki hafi dregið úr
ófriðarhættu og stuðlað að
minnkandi spennu. Á þessum
grundvelli hafi síðan tekizt að
koma á samstarfi milli aust-
urs og vesturs um mikilvæg
mál.
Eftirtektarverð er afstaða
utanríkismálanefndar norska
þingsins til hugmyndarinnar
um varnarbandalag Norður-
landa. En um hana kemst
nefndin m.a. að orði á þessa
leið:
„Nefndin getur ekki séð að
nokkur önnur lausn á örygg-
ismálum Noregs sé heppi-
legri en aðildin að NATO
eins og heimsmálum er hátt-
að um þessar mundir. Vegna
hernaðarlegrar þýðingar
landsins og takmarkaðrar
getu er einangrað norskt
hlutleysi ekki raunhæft. Fyr-
ir 20 árum hafi verið rætt
um norrænt varnarbandalag
og síðan horfið frá áætlun-
um um það. Nefndin bendir
á að ekkert Norðurlandanna
hafi látið í ljósi skoðanir um,
að slíkt bandalag sé æskilegt
nú. Hugsanlegt varnarbanda-
lag Norðurlanda yrði til að
draga úr þeim stöðugleika í
öryggismálum, sem nú ríkir í
löndunum og skiptir alla Ev-
rópu miklu. Kostnaður Nor-
egs við slíkt bandalag yrði
sízt minni en við aðild að
NATO, og öryggið yrði ekki
jafn mikið. Með því að líta
til Svíþjóðar, sjáum við, seg-
ir nefndin, að kostnaður við
varnir landsins er mun hærri
en í Noregi, hvort sem reikn-
að er með greiðslum hvers
einstaklings eða hundraðs-
hluta af þjóðarframleiðslu.“
HJÁLP VIÐ
BIAFRA
jT'ins og frá var skýrt hér í
“ blaðinu í gær, hafa Norð-
menn tekið sér fyrir hendur
að hjálpa hinum nauðstöddu
Biafrabúum. Sömuleiðis hef-
ur danska þjóðkirkjan og Al-
kirkjuráðið komið til liðs við
hina hrjáðu styrjaldarþjóð.
Hörmungarnar eru miklar i
Nígeríu og jafnvel talið að
stefnt sé að því að útrýma
Biafraþjóðflokknum. Hafa
bardagarnir verið villimann-
legir og hörmungin óskapleg.
Norðmenn leggja áherzlu á
að flytja skreið, sem þeir
gefa, suður til Biafra, en þar
var áður góður markaður
jafnt fyrir norska skreið sem
íslenzka.
íslenzka þjóðin hefur áður
sýnt, að hún vill koma nauð-
stöddum til hjálpar. Væri
þess vegna ekki fyllsta
ástæða til þess, að við fetuð-
um í fótspor Norðmanna og
sendum skreið suður til Níg-
eríu. Við eigum nú miklar
birgðir skreiðar, sem ekki
selst vegna styrjaldarástands
ins í Nígeríu og vissulega
væri ástæða til að við gæfum
einhvern hluta þessara mat-
væla, sem okkur eru nú hvort
sem er lítils virði.
EF ÞÚ VEIZT, hvernig tann-
kremi er þrýst út úr „túbu“,
þá er líklegt, að þú skiljir einn-
ig þær nýtízkuaðferðir, sem
Svíar nota við skipasmíðar.
Ekki er þó víst, að forstjóri
„Götaverken h.f.“, Nils Svens-
son, hafi haft tannkremstúpu í
huga, þegar hann lét fyrirtæki
sitt byggja hina nýju „Aren-
dal“ skipasmíðastöð utarlega við
hafnarmynnið. En þegar maður
sór, hvernig hinum smátt og
smátt stækkandi skipsskrokki
er þrýst lengra og lengra fram
á við út úr sjálfri skipasmiðj-
unni, þá kemst maður varla hjá
því að detta í hug „tannkrems-
aðferðin". Það sem Svens-
son hugsaði fyrst og fremst um
var betri vinnuhagræðing og
aukin afköst, þegar hann gerði
áætlunina um þessa nýtízkuleg-
ustu skipasmíðastöð í heimi upp
úr 1950
Það sem er mikilvægast við
Arendalskipasmíðastöðina er
það, að svo að segja öll störf
eru unnin þar innan húss. Rann
sókn, sem Götaverken gekkst
fyrir, sýndi, að í meðalári töp-
uðust 25 prósent af utanhúss-
vinnustundum vegna rigninga,
myrkurs og kulda.
Þegar skipasmíðastöðin hóf
starfsemi sína 1963, þá var ekki
einungis, að ný skipasmíðastöð
hefði tekið þar til starfa —
heldur var þar einnig innleitt
nýtt skipasmíðakerfi.
í stuttu máli má lýsa hinni
nýju aðferð svo, að hinn marg-
víslegi efniviður, sem skipin eru
sett saman úr, skríði fram á
beltum út úr hinni tæknilega
vel gerðu stálsmiðju, í gegnum
skipasmiðjuna, þar sem hlutar-
nir eru settir saman og þaðan
út í tvær skipakvíar. Raunar
'nær efri hluti skipakvíanna
inn í byggingu þá, þar sem
hlutirnir eru settir saman. Efni
í hinar margbrotnu leiðslur
skipsins, þar á meðal rafleiðsl-
ur, er sent upp í hina ýmsu
skipshluta frá „næstu hæð fyr-
ir neðan“.
Þegar nægilega stór hluti
skipsskrokksins er kominn út
úr verksmiðjunni, þá er aðal-
vélunum komið fyrir. Með þessu
móti er skipið nær reiðubúið til
reynslu og afhendingar, þegar
það kemur út í ytri skipakví-
anna. Og þá þegar er byrjað
að smíða nýjan skipsskrokk í
þeim hluta kvíanna, sem ná
inn í sjálfa verksmiðjuna.
Þegar Svenson lagði drögin
að þessari skipasmíðastöð, þá
ákvað hann að breyta út af
þeirri venju við skipasmíðar að
leggja fyrst kjöl að skipunum.
í þess stað er byrjað að smíða
þá skipshluta, sem mynda skut-
ipn inni í verksmiðjunni, og
jafnhliða því sem skipsskrokk-
urinn tekur smátt og smátt á
sig reglulega lögun, er honum
þrýst út í hinar opnu skipa-
kvíar með 700 smálesta vatns-
aflsþrýstingi. Þyngd sumra
þeirra skipshluta, sem setjaþarf
saman, er allt að 300 smálestir.
Hinar tvær skipakvíar eru
334 métrar á lengd, 46 metrar
á breidd og 10 metra djúpar.
Þeim er ætlað að rúma allt að
250 000 smálesta olíuskip og þær
eru nógu breiðar til þess, að
tvö 25,000 smálesta flugvélamóð
urskip geti legið hlið við hlið í
hvorri kví.
Eftir fjögurra ára reynzlu af
þessari nýju skipasmíðastöð, er
Svenson mjög ánægður með ár-
angurinn. „Til að halda velli í
samkeppninni um skipasmíðar á
heimsmarkaðinum, þá verður
máður að geta boðið viðskipta-
vinunum eitthvað nýtt og at-
hyglisvert. Þessi skipasmíðastöð
er andsvar mitt við þeirri kröfu
og pantanabókin sýnir árangur-
inn“ segir hann.
Hver eru afköst Arendal-
skipasmíðastöðvarinnar, ef þau
eru borin saman við afköst
stærstu skipasmíðastöðva Jap-
ans?
„Hér getum við smíðað til dæm
is 90 þúsund tonna olíuskip á
70 vinnudögum. Japanar þarfn
ast meira en 100 vinnudaga, til
að smíða skip af sömu stærð“
segir Svenson.
Það kostar mikla peninga að
reka slíka skipasmíðastöð sem
Arendal, og þess vegna má
aldrei standa á pöntunum. Það
kostar eiganda stöðvarinnar 350,
000 sænskar krónur (70.000 doll
ara), ef stöðin starfar ekki í
einn dag.
Svenson er öruggur um það,
að hann hafi næg verkefni í
framtíðinni, jafnvel þótt Súez-
skurðurinn kunni að verða opn
aður innan eins árs. „Súesskurð
urinn verður ekki í framtíðinni
sú mikla olíuflutningaleið, sem
hann einu sinni var. Jafnvel þótt
hann kunni að verða opnaður á
þessu ári, þá mun taka langan
tíma að hreinsa hann. Og risa-
olíuskipin, sem skipafélögin eru
nú að láta smíða, komast ekki
í gegnum skurðinn", segir hann.
Fullkomlega nýjar hugmyndir
hljóta alltaf að leiða til þess,
að menn gefi eitthvað af því
gamla upp á bátinn.
Hið mikla starf, sem leysa
þarf stundvíslega af hendi og
baráttan fyrir því, að fá fleiri
og fleiri pantanir, krefist mikilla
afkasta, og þess vegna er lítill
tími til hátíðlegra veizluhaida
með freyðandi kampavíni. Þegar
skipasmíðakvíin hefur verið fyllt
af vatni, þá er hið nýja skip
dregið út á sjó að næturlagi,
og daginn eftir getur morgun-
vaktin hafið vinnu við næsta
skip.
Og hið stóra skip, meira en
200.000 smálestir að þyngd, sigi-
ir í brott og kemur aldrei aftur.
Ef ef svo fer, að það komi aft-
ur, þá er það til að fá viðgerð,
en engin skipaviðgerðastöð í
Svíþjóð getur gert við þesisi
risavöxnu olíuflutningaskip.
„Eins og ykkur er kunnugt,
þá er meira upp úr því að hafa
að gera við skip en smíða þau,
því miður“ segir Svensson.
Barnaskóla
*
Isafjarðar
slitið
BARNASKÓLA fsafjarðar var
slitið 28. maí sL í Alþýðuhúsinu
á ísafirði að viðstöddu fjölmenni.
Skólastjórinn, Björgvin Sig-
hvatsson gerði grein fyrir skóla-
starfinu á liðnu skólaári og af-
henti siðan nemendum barna-
prófsskírteini.
Undir barnapróf gengu alls ©5
börn og stóðust 62 þeirra prófið.
Tíu þeirra hlutu ágætisein.kunn,
41 barn fékk I. einkunn og 11
börn II. einkunn.
f ræðu sinni gerði skólastjór-
inn grein fyrir starfsemi skólans
almennt. í skólanum var alls 401
barn, 186 stúlkur og 215 dreng-
ir. Skiptust þau í 18 bekkjar-
deildir. Alls verða 60 börn skóla-
skyld á ísafirði á þessu ári. —
Kennarar við Barnaskóla ísa-
fjarðar eru 14, auk skólastjóra.
Sumir þeirra gegna ekki fuLlu
starfi.
Við skólauppsögn sungu börn-
in nokkur lög undir stjórn Ragn-
ars H. Ragnars, sön-gkennara
skólans.