Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 196« 15 Sannleikurinn er sagna beztur Eftir Árna G. Eylands — HINN 26. apríl síðastliðinn var flutt í Ríkisútvarpinu erindi er nefndist: Dokað við á Elínar- höfða, fyrirlesari I>orvaldur Steinason. Eigi veit ég deili á þeim manni og grunaði ekki, er hann hóf mál sitt, að hann myndi ræða um hluti, er eitt sinn snertu mig og störf mín. En sú varð þá raunin á, og því miður kom í ljós, að frásögn og málf lutningur mannsins varð, er á leið erindið, með þeim hætti að mér komu í hug orð höfund- ar Njálu um Gunar Lambason: „um allar sagnir hallaði hann mjög til enn ló víða frá“. Þótt ekki sé ég Kára líkur, sé ég mig tilneyddan að gera filraun til að leiðrétta verstu missagnir í erindi Þ.S. Mér er samt Ijóst, að í blaðagrein næ ég ekki til nema tiltölulega fárra af þeim mörgu, semhlust- uðu á útvarpserindið. Þannig reynist erfitt að leiðrétta svo vel sé, þegar hallað er réttu máli í útvarpi. Erindi Þ.S. fjallaði að miklu leyti um hinn mæta mann Þórð heitinn Ásmundsson útgerðar- mann og bónda á Akranesi (7. júní 1884- 3. maí 1943). búnaðar áhuga hans og athafnir. Svo að eigi fari á milli mála hefi ég fengið í hendUr frá skrifstofu ríkisútvarpsins ljós rit af hluta af erindi Þ.S., það er bls. 8.-12. af handriti hans. Eftir að hafa sagt frá því, er Þórður, 1918, kaupir og tekur í notkun fyrsta traktorinn og traktorplóginn, sem til landsins var fluttur, ræðir þ.s. um fyrsta Fordson traktorinn, sem Páll Stefánsson flutti inn, sennilega 1920, áreiðanlega ekki „skömmu eftir 1920“. Fleira er missagt, þótt smátt sé, um þann traktor og hvernig „vélaöld landbúnað- erins hófst“. Læt ég mig það engu skipta, enda hefi ég gent því máli nokkur skil í bók minni Búvélar og ræktun, 1950. Einnig gætir missagna um Þúfna banana, sem inn voru fluttir 1921-1927. Get ég vísað þar til sömu heimildar, en spaugilegar eru tilraunir Þ.S. að gera lítið úr þeirri stóru tækni-tilraun, án þess að hann valdi því. Að þessu loknu fór Þ.S. í er- indi sínu að ræða um kaupin á fyrstu skurðgröfunni af drag- skóflugerð, sem tekin var í notk un hér á landi vorið 1942, og aðdragandann að þeim kaup- um. Og nú krítar Þ.S. liðugt, heldur betur. Verð víst að taka hér upp kafla úr erindinu, þar segir svo: „-----Bændurnir keyptu drátt- arvélar og brutu land til tún- ræktar í stórum stíl. En þurrk- un flóanna og mýranna sat (á) hakanum. Nýju túnin sýndu þess glögg merki mörg hver, að fram ræslu vantaði. Þar um vitnaði votlendis-gróðurinn sem þakti þau. Allvíða skartaði fífan í nýræktinni. Þórður Ásmundsson fór sér hægt. Hann rak land- búnað á Akranesi, heyjannaafl- aði hann af nýrækt sinni og einnig af gömlu túnunum á Elín arhöfða. Framræsla mýrarinnar á Elínarhöfða var langt frá því að vera viðunandi fyrir túnrækt Endurbætur skurða í nýrækt- inni skapaði stórátak árlega. Þórði Ásmundssyni sem og öðr- um er við túnrækt fengust úr mýrum eða forarflóum, varð það fljótlega ljóst, að ef gera átti stórátak á því sviði, var þörf á afkastameiri verkfærum en skóflunni og kvíslinni. Til þess vantaði vélar sem gætu grafið skurðina. Formælendur ræktunarmála, þeir sem töldu sig hafa þekk- inguna og reynsluna virtustvera á annari skoðun. Vanaviðkvæð I í notkun við framræslu hér á ið hjá þeim þegar bændur og landi. ræktunarmenn voru að tala um vélar til þess að grafa skurði var þetta: „Það eru engar vélar til sem geta grafið skurði sem henta íslenzkum jarðvegi, enda engin þörf á þeim.“ -------- -En Þórður var ekki hættur við sínar fyrirætlanir í landbúnaðinum. Nú hvarf hann aftur að því sem hann varð að láta niður falla fyrir nær tutt- ugu árum. Hann hafði verið frumherji við það að nýta véla aflið til jarðvinnslu. Nú varþað framræsla mýranna og flóanna, þar skyldi einnig nóta vélaaflið. Ég ætla að það hafi verið 1941 sem Þórður lagði drög að kaupum á skurðgröfu frá Eng- landi. Árið eftir festir hann kaup á gröfunni. En: „Það er ekki sop- ið kálið þó í ausuna sé komið.“ Á því fékk Þórður að kenna í þetta sinn. Þegar til þess kom að fá inn- flutningsleyfi fyrir gröfunni var fyrsta svar þeirra sem völdin höfðu hart Nei. Þá fékk Þórður í félag með sér Björn Lárusson bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Björn var samflokksmaður þáverandi landbúnaðarráðherra, sem réð þessum leyfisveitingum eða synj aði. Ekki var svarið jafn af- dráttarlaust eins og í hiðfyrra sinn en þó var það nei. Þeim var það vel ljóst Þórði og Birni eftir nokkrar tilraunir að þeir fengju aldrei innflutn- ing á gröfunni á sínu nafni. En tii íslands skyldi hún samt koma Þegar öll sund virtust lokuð varð það fangaráð þeirra Þórð- ar og Björns að gefa Vjelasjóði íslands“ eftir eignarheimild og innflutning á gröfunni, til þess að öruggt væri að hún kæmi til landsins. Aðeins settu þeir eitt skilyrði. Eina skilyrðið var það að vinna hæfist með gröfunni á Akranesi. Að þessu skilyrði var gengið, grafan kom til landsins sú fyrsta í eigu íslendinga. Vinna með gröfunni hófst á Akranesi og þar með var ^ gengi skurðgraf- anna tryggt á íslandi. Þar með hafði Þórður unnið sigur í þessu baráttumáli. Hann barðist fyTÍr því að fá stór- virk verkfæri til framræslu landsins. Eignarheimild á verk- færinu skipti hann engu máli að eins að það kæmi til landsins og yrði notfært þar. Það má segja að hinir vísu feður rækt- unarmála hafi unnið varnar- sigur. Þeir höfðu þumbazt við í lengstu lög og hamlað á móti því að véltæknin yrði notuð til landþurrkunar þegar þeim var ljóst að mótstaðan var orðin þýðingarlaus, að ekki yrði leng- ur staðið á móti vélvæðingunni. Þá var aðeins eitt áhugamál eft- ir hjá þeim, það að vera fyrstu eigendur og innflytjendur hinna stórvirku tækja. Þann heiður fengu þeir með vafasömum rétti þó, og verði þeim hann að góðu. Sú staðreynd stendur óhögg uð að fyrsta skurðgrafan sem kom í eigu íslendinga kom þang- að að tilhlutan og fyrir ötula baráttu Þórðar Ásmundssonar á Akranesi." Svo mörg eru þau orð. Hér er ekki smátt í böggum. Blásið er upp og gert að mikilli „baráttu" það sem alls engin barátta var, svo sem brátt skal sannað, og athugulum lesanda dylst varla tilhneiging fyrirlesarans Þ.S. til rætnislegrar frásagnar í garð þeirra sem hann nefnir „formæl endur ræktunarmála" og hina „vísu feður ræktunarmála“, sem „þumbuðust við“ í lengstu lög gegn því að tæknin væri tekin Hversu mikil ósanngirni og fjarstæða ummæli Þ.S., um „þumbarahátt" forráðamanna ræktunarmála eru, sést bezt ef það er athugað, að við íslend- ingar vorum langfyrstir allra Norðurlandaþjóðanna til þess að nota skurðgröfur í miklum mæli við gröft opinna skurða við ræktunarframkvæmdir. Það er vart einleikið með upp diktanir Þ.S. í sambandi við skurðgröfukaupin 1941 — 1942, þegar þess er gætt að fyrir hendi eru greinilegar upplýsing ar um það mál allt, aðgengileg- ar fyrir hvern sem hafa vill og vita hið rétta og sanna um þá hluti. Læt mér nægja að vísa til hins nýjasta, bókarinnar: Skurðgröfur Vélasjóðs 1942- 1966, sem kom út um áramót- in síðustu. Bendi um leið á heim- ildaskrá í þeirri bók. Til varúð- ar get ég þess, að prentvillur Eyjafirði, Húnaþingi og víðar. Þó var einnig vaknaður áhugi fyrir framræslu mýra til tún ræktar. Tel ég mig hafa verið einn meðal margra er litu á það sem mest aðkallandi að fá vél- ar til að vinna að slíkri fram- ræslu. Tíminn leið, stríðið var skoll- ið á og enski herinn kominn til landsins og ekki hægt um vik. Snemma árs 1941 er skurð- gröfumálið enn til umræðu á Búnaðarþingi, svo sem oft fyrr (svo sem 1927, 1929 og 1939). Ráðunautur Ásgeir L. Jónsson lagði þar fram upplýsingar sem hann hafði aflað sér um skurð- gröfur. Einnig lágu þar fyrir upplýsingar um gröfur þær, er ég hafði fest auga á. Ekki komu þar fram svo vitað sé neinar upplýsingar um að Þórð ur Ásmundsson á Akranesi væri Skurðgrafa, Pnietsman Cub, að verki, 1942. er því miður að finna í sumu því sem ég hefi um skurðgröf- urnar ritað. Svo er og um Bú- vélar og Ræktun, á bls. 48 stend ur undir mynd: 1. júlí, á að vera: 1. júní, svo sem tekstinn ber með sér, og á bls. 49 stend- ur: 29. júlí, á að vera 29. júní. Ekki er þess að vænta að les- endur þessarar greinar fari að plægja gegnum gamla árganga af Frey og önnur rit. Verð ég því að endursegja enn á ný stuttlega hið helsta um skurð- gröfukaupin 1941-1942, og hvernig framræsla mýrlendis til túnræktar með skurðgröfum hófst hér á landi fyrir 26 ár- um. Sumt um þetta tek ég orð- rétt úr fyrri skrifum mínum um þessa hluti. Á þann hátt hygg ég að tiltækilegast verði fyrir lesendur að fá yfirsýn um hin- ar ótrúlegu og fáránlegu missagnir fyrirlesarans Þ.S. Á ferðalagi um Norður-Amer íku sumarið 1939 leit ég eftir skurðgröfum, svo sem fleiri vél- um. Sá ég þá unnið að fram- ræslu og vegagerð með gröfu af dragskóflugerð (Excavator, drag line type). Þetta var í mýrlendi norður í Nýja-íslandi. Ég at- hugaði þetta sem bezt ég gat og heimsótti meðal annars verk- smiðju sem smíðar slíkar vélar. Mér varð ljóst, að gröfur af þessari gerð myndu geta kom- ið að góðum notum hér á landi, sérstaklega við framræslu hall- fleyttra hálfdeyjumýra til tún- ræktar. Fékk svo fyrir árslok 1939 tilboð um sölu á slíkri vél hingað til lands, en gjaldeyris- skortur og nokkur vantrú olli að ekkert varð af kaupum þá um sinn. Mynd af slíkri gröfu birti ég í desemberblaði Freys 1939. Hugmyndir og óskir um skurðgröfur voru á döfinni víða en engin grafa til og í notkun nema flotgrafan sem keypt var til notkunar í Staðar- og Vík- urmýrum í Skagafirði 1926. Nú söng hún sitt síðasta í Ölvus- forum og lagði að fullu upp laupana 1945. Hugmyndir manna um skurðgröfur voru enn mjög bundnar við engjalönd eins og í að leita fyrir sér með kaup á skurðgröfu. Pétur Ottesen var þá varamaður í stjórn Bún- aðarfl. íslands. Afgreiðsla Búnaðarþings á skurðgröfumálinu var svohljóð- andi: Búnaðarþing skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að veita fé nú þegar til kaupa á tveimur skurðgröfum, er valdar séu í samráði við B.f. Já, Búnaðarþing vildi láta kaupa tvær gröfur án tafar, nú var á þingi vöknuð trú á, að hægt væri að fá gröfur sem hentuðu. En á Alþingi var trú- in á málefnið minni, fjárveit- inganefnd og Alþingi veitti ekk- ert fé til skurðgröfukaupa, en fór þess á leit við ríkisstjórn- ina, „að reynt verði til þrautar að festa kaup á einni skurð- gröfu til landþurrkunar“. Hinn 16. ágúst fól svo þáver- andi landbúnaðarráðherra, Her- mann Jónasson, mér, „að útvega sem allra fyrst tilboð í slíka skurðgröfu." Ég var við þessu búinn, hafði, er nokkuð rýmk- aðist um enskan gjaldeyri um áramótin 1940—41, farið á stúf- ana varðandi hugsanleg baup á dragskóflugröfu frá Englandi. Aðeins tveimur dögum eftir að ráðherra fól mér „að útvega sem allra fyrst tilboð í slíka gröfu“, gat ég lagt fyrir hann tilboð um gröfu frá firmanu Priestman Bros. Ltd. í Hull, en ég hafði áður staðið í sambandi við þessa verksmiðju 1925, er kaup flot gröfunnar í Skagafjörð voru und irbúin. Enn dróst málið nokkuð á langinn. Ráðherra setti sig samt vel inn í málið og mun hafa haft um það samráð við Bún- aðarfélag íslands. Um það get ég vísað til greinar Steingríms Steinþórssonar í Búnaðarritinu 1941: Hugleiðingar um ræktun- armál. Loks fól ráðherra mér 17. nóvember 1941 aðkaupa eina skurðgröfu frá Priestman af stærðinni Cub með 8 rúmfeta dragskóflu. Einnig ákvað ráðherr ann í samráði við Búnaðarfélag íslands að grafa skyldi lánuð til Framræslu- og áveitufélags Stað arbyggðar í Eyjafirði til fram- ræslu engjalanda þar í sveit. Með því að ákveða að hefjast fyrst handa í hinum forblautu Staðarbyggðarmýrum, var stigið illa út af réttri braut, að mínu áliti. Slíkar gröfur eru alls ekki ætlaðar til vinnu við slíka stað- hætti. Samt fór þetta vel eftir ástæðum. Þegar fréttist um þessi fyrir- huguðu skurðgröfukaup, (sjá Frey októberblað 1941,) kom að máli við mig Björn Lárusson bóndi á Ósi í Skilmannahreppi og fór þess á leit, að ég pantaði aðra gröfu í viðbót til notkun- ar við framræslu í námd við Akranes. Kvað Björn Þórð Ás- mundsson útgerðarmann á Akra nesi ábyrgjast kaupin og greiðslu með sér. Staðfesti Þórður það síðar símleiðis. Þessi kaup voru afráðin, en ekki minnist ég þess að nokkurntíma væri gengið skrif lega frá neinu þar að lútandi, ég taldi þess ekki þörf, en hugði gott til þess að unnið yrði með gröfunni að framræslu til túnræktar. Pálmi Einarsson jarðræktarráðunautur meðnefnd armaður minn í Verkfæranefnd hafði þá mælt fyrir framræslu í Garðaflóa við Akranes, í mikl- um mæli. Aldrei minntust þeir á það við mig einu orði Björn og Þórður, að Þórður hefði þá lagt „drög að kaupum á skurðgröfu frá Englandi“, og aldrei heyrði Pálmi Einarsson þess getið er hann vann vann að mælingum á Akranesi vegna fyrirhugaðrar framræslu í Garðaflóa. Er því allt sem Þ.S. segir í útvarpser- indi sínu, um skurðgröfukaup Þórðar Ásmundssonar frá Eng- landi 1941-1942 með hinum mestu ólíkindum. Er vafalítið, að þar ruglar Þ. S. saman einhverri ósk hyggju sinni og því sem raun- verulega skeði, er Björn á Ósi bað mig að panta gröfu fyrir sig og Þórð Ásmundsson. Á sama hátt eru ummæli Þ.S., um hina „vísu feður ræktunar- mála“, sem „þumbast við í lengstu lög“ og hamla á móti skurðgröfukaupaframkvæmdum Þórðar, rugl eitt. Helst hefði þar átt að vera til að dreifa þeim Pálma Einarssyni og Steingr. Steinþórssyni en hver trúir slíku um þá og afstaða þeirra við innflutning fyrstu skurð- grafnanna er alveg ljós. Báðir 3tuddu þeir það, að ég pantaði ,aðra gröfu í viðbót“ fyrir þá Björn og Þórð, ekki vantaðiþað, þótt samþykki lanbúnaðarráð- herra eitt væri mér nægilegt og samkomulag við hann um, að Grænmetisverzlun ríkisins, sem ég stjórnaði, væri hinn formlegi innflytjandi, en þannig varþetta haft. Það var stríð og það lá svo sem ekki á lausu að fá skurð- gröfurnar keyptar og fluttar út frá Englandi. Með mikilvægri milligöngu skrifstofu S.f.S. í Leith og sendiráðs fslands í Lundúnum fengust gröfurnar, en útflutningi á flutningavagni, sem við vildum fá með gröfunum var þverneitað. Sökum erfiðra og óreglulegra skipaferða tókst svo til að „Akranesgrafan", er ég nefni svo, kom fyrst til lands- ins, þótt síðar væri pöntuð og keypt. Hún kom til Reykjavíkur 8. apríl 1942. „Eyjafjarðargraf- an“, sem fyrr var pöntuð, kom ekki til Akureyrar fyrr en 29. maí, kom það auðvitað til af því, að sætt var ferð frá Leith til Akureyrar, án umskipunar í Reykjavík. Eyjafjarðangrafan var raunverulega fyrsta grafan sem keypt var til landsins, en Akranesgrafan hin fyrsta erhaf in var vinna með hér á landi, 1. júní 1942, í Garðaflóa við Akra- nes. Nú urðu þáttaskil í málinu. Er til kom greiddu þeir Björn á Ósi og Þórður Ásmundsson ekki gröfuna, sem ég hafði pantað fyr ir þá og tóku hana aldrei. Samt voru þetta engin brigðmæli né vanskil frá þeirra hendi, alls ekki. Þetta var með fullu sam- Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.